Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 1
32 8ÍÐIÍR 180. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Innrásaröfflin hafa öll völd i Tékkóslóvakiu: Dubcek bundinu «j böndum og fótum — fluttur á brott í sovézkum brynvagni veit um ákvöröunarstað hans - enginn ven um Prag, 21. ágúst (AP — NTB) - Innrásarsveitir frá Sovétríkjunum, Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Ungverja- landi og Búlgaríu hafa nú öll völd í Tékkóslóvakíu. Ýmsir af helztu leiðtogum Tékkóslóvaka, þeirra á meðal Alexander Dubcek flokksleiðtogi, sem áður voru hafðir í nokkurskonar stofufangelsi, voru í kvöld handteknir, og fluttir á brott til ótiltekins staðar í sovézkum brynvögnum, bundnir á höndum og fótum - Áður höfðu sovézkir hermenn með alvœpni ruðzt inn í þinghúsið þar sem tékkóslóvakíska þingið sat fund til að rœða um atburði dagsins. Segir tékk- neska fréttastofan að þingmennirnir hafi látið sem ekkert vœri og haldið umrœðum áfram Tékkóslóvakíu hafa sent frá sér áskorun til starfs- bræðra um allan heim, þar sem þeir fara þess á leit að þeir verði ekki látnir standa einir í baráttunni. 0 Tékkneska fréttastofan Ceteka (C.T.K.) sendi í allan dag út fréttir til út- landa, en seint í kvöld, eða mundir. Ef frekari fréttir berast héðan, eru þær ekki lengur frá ed ea ....“, og þar með lauk fréttinni. Alexander Dubcek var á fundi í aðalstöðvum miðstjórnar komm únistaflokks Tékkóslóvakíu þeg ar sovézku innrásarsveitirnar umkringdu húsið. Voru þar með honum ýmsir af Ieiðtogum lands ins, þeirra á meðal Josef Smr. kovsky, forseti þingsins, Josef Spacek, fulltrúi í flokksstjórn- inni og dr. Frantisek Kriegel, forseti miðstjórnarinnar. Var leiðtogum þessum haldið í stofu- uuum og öðrum in'nrásarlöndum á verði við flestar brýr yfir ána Voltava, sem rennur gegnum borgina. Sums staðar höfðu ver- ið máluð vígorð á brýrnair, og á sina þeirra hafði verið málað „Kússar, farið heim“ á rúss- nesku ,ensku, þýzku og frönsku. Margir skreyttu bifreiðar sín- ar og véihjól tékfcneskum fán- um, og víða mátti sjá konur með börn í fanginu grátandi þar sem þær störðu á sovézku hermenn- ina. „Þetta er alveg eins og 1939“, sögðu margir. 0 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í kvöld í New York til að ræða ástandið í Tékkóslóvakíu. Var það kvatt saman til aukafundar samkvæmt ósk fulltrúa Bandaríkjanna, Bret lands, Frakklands og þriggja annarra aðildarríkja. 0 í Tékkóslóvakíu ríkti yf irleitt kyrrð þegar kvöldaði, nema hvað sovézk- ir hermenn hófu skyndilega skothríð á Wenceslas-torginu í Prag seint í kvöld til að dreifa mannfjölda, sem þar hafði safnazt saman. 0 Ludvik Svoboda forseti, var ekki handtekinn með öðrum leiðtogum Tékkósló- vakíu, og flutti hann útvarps ávarp til þjóðar sinnar í kvöld. Sagði hann, að her- nám Tékkóslóvakíu væri lög- brot, sem framið hafi verið án nokkurs samráðs við lög- leg yfirvöld landsins. Út- varpsstöðin í Prag er í hönd- um innrásarsveitanna, en haldið er áfram útsendingum á vegum stuðningsmanna Dubceks frá leynistöðvum víða um land. • Rithöfundasamtökin í Tékkneska fréttastofan Wenccslas-torgia í Prag gærniorgun, skömmu eftir að fyrstu borgarinnar. um miðnætti, tilkynnti frétta stofan að erlendir hermenn væru að hertaka stöðvar hennar. Síðasta fréttin var svohljóðandi: „Prag, 21. ágúst — Ceteka — Starfsemi Ce- teka er að Ijúka um þessar Ríkisstjórnin fordœmir hernám Tékkóslóvakíu — og lýsir djúpri samúð með tékkóslóvakísku þjóðinni RÍKISSTJÓRN íslands hefur fordæmt hernám kommún- ista í Tékkóslóvakíu og lýst yfir djúpri samúð með tékkó- slóvakísku þjóðinni. Kemur þetta fram í svohljóðandi frétt frá ríkisstjórninni: Ríkisstjórnin gerði í dag á fundi sínum svofellda álykt- un: Ríkisstjórnin fordæmir ein dregið hernám og frelsissvift ingu Tékkóslóvakíu, og jafn- framt þyí sem hún lýsir djúpri samúð með hinni tékknesku þjóð harmar hún það áfall, sem viðleitnin til að draga úr viðsjám í heim- inum hefur beðið við þessar óréttlætanlegu aðfarir. fangelsi fram á kvöld, en siðan voru þeir fluttir nauðugir og bundnir á höndum og fótum út í sovézka brynvagna, sem biðu úti fyrir aðalstöðvunum, og ekið á brotfc Veit enginn hvert fjór- menningarnir voru fluttir. Seinna skýrði Ceteka-frétta- stofan frá því, að Oldrich Cer- nik, forsætisráðherra, hefði einn ig verið handtekinn og hann fluttur til ótiltekins staðar í sov- ézkum brynvagni. Þegar þetta gerðist sátu þing- menn á aukafundi í þinghúsinu og ræddu ástandið. Ruddust þangað inn vopnaðir sovézkir hermenn og lögðu þinghúsið undir sig, en þingmenn héldu ótrauðir áfram umræðum. Sam- þykkti þingið harðorða kröfu um, að leiðtogar þjóðarinnar yrðu látnir lausir hið bráðasta, og fordæmdu lögbrot innrásar- sveitanna. Þegar íbúar Prag hlýddu fyrir mælum leiðtoga sinna og héldu til vinnu í mongun að vanda, voru skriðdrekar frá Sovétríkj- innrásarsveitirnar komu Vígreifir hermenn. Sumir sovézku hermannanna virtust all vígreifir. og sfcutu úr byssum sínum upp í loftið. Aðrir skutu táragasi að hópi Ptagbúa, sem hafði safnazt saman við sov ézka herfiutningabifreið á Vacl- avske Namesti, aðaltorgi borgar innar. Einnig glumdu skotin þegar sveit úr innrásarhernum réðst inn í útvarpsstöðina. Tékk neska fréttastofan Ceteka (C.T.K.) sendi úr landi lýsingu á því þegár útvarpsstöðin var iekin. Segir þar: „Milli klukkan 11 og 11,30 var að m.nnsta kosti tíu sjúkra- bifreiðum ekið að stöðvum tékk neska útvarpsins, þar sem eldur hafði kviknað í sovézkum skrið- dreka. Voru sovézkir hermenn að reyna að siökka eidinn með yfirhöfnum, sem nærstaddir borgarar höfðu léð þeim. Rétt fvrir kiukkan hálf tólf 'hófu allir sovézku hermennirnir skothríð með öllum tiltækum handvopn- um, og stóð skothríðin í um fimm Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.