Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 KR-ingar í 2. umferö án keppni viö Tékka? KR-ingar sem urðu bikarmeist- arar íslands í knattspymu á sl. ári tilkynntu þátttöku sina í Evrópukeppni bikarmeistaraliða og drógust í 1. umferð á móti tékkneska liðinu Siovan Brati- slava. Samkvæmt ákvörðun Evrópu- sambandsins áttu ledkir liðanna að fara fram í Rratislava 18. september og í Reykjavík 2. okt- óber. Höfðu KR-ingar áramgurs laust reynt að fá leikdögum breytt, en leikdagar eru mdðviku dagar og óheppilegir hériendis er haust er komið, en fengu synj un. Ef um áframhaldandi átök verður að ræða í Tékkóslóvakíu er mjög líklegt að ekkert verði af þátttöku Slovam Bratislava í keppninni í ár, og fara KR-ing- ar í 2. umferð keppmihmar án kappleiks. Hver framvinda málsins verð- ur, er ekki vitað á þessari stundu, en málin munu skýrast næstu daga. Dorv/r enn beztir á Norðurlöndum EINS og flestir vita, keppa Norð urlandaþjóðirnar fjórar, Ðan- mörk, Svíþjóð, Noregur og Finn land um Norðurlandabikar í knattspyrnu. Keppnin er tvíþætt, stendur önnur þeirra í eitt ár í senn, en á hverju ári heyja lönd in innbyrðis landsleiki sín á Júgóslavar senda 75 manna keppendahóp til OL í Mexi- co og fremst í þeim flokki er hin 20 ára gamla Vera Nic- olic, sem á heimsmet í 800 metra hlaupi kvenna, 2:00.5 mín, sett fyrir tveim vikum. Hún er eini heimsmethafi Júgóslavíu. milli, en einnig nær keppni yfir 4 ára tímabil, en á því keppa löndin tvívegis hvort við annað, heima og heiman. Damdr unmu síðustu 4 ára keppni með al’lmiklum yfirburð- um en ný 4 ára keppni 'hófst sl. vor. Bjuggust margir við að Dan ir yrðu nú að láta í minni pok- ann, þar sem mangir þeirra landsldðsmanma hafa gengið yfir í raðir atvinmumanma. En á ann- an veg hefur farið, þó eigi sé enn lokið keppni þessa ára. Tafl- an lítur nú þannig út: Danmörk 3 2. 0 1 9-4 4 Svíþjóð 1 1 0 0 2-1 2 Noiregur 2 10 1 5-6 0 Fimmland 2 0 0 2 2-7 0 Stúlkurnar í Kópavogi byrjaðar í knattspyrnu SUÐUR í Kópavogi er kven- fólkið byrjað að æfa knatt- spymu. Málið byrjaði á þann veg að tvær stúlkur, Ihugðust byrja knattspymuæfingar hjá Breiðabliki, félaginu í kaup- staðnum. Þær fengu synjun vegna þess, að ekki var talið heppilegt að þær þjálfuðu með drengjunum og í þeirra æfingatima. I»ær stöllur vom ekki á þvi að gefast upp og smöluðu þá fleiri stúlkum saman sem áhuga höfðu á knattspyrnu og (engu þjálfara, Guðm. Þórð- arson í Breiðabliki. , Stúlkurnar munu nær allar vera í 2. floJkki í Val í hand- knattleik svo að áhuginn á knettinum er þaðan. Þær hafa sótt æfingar vel og hvort sem úr þessu verður sá kjarai sem nægir til að kornia af stað knattepymu ktvenna, þá er þetta þó allavega fyrsti visir- inn að slíku. Stúlkuraar á myndinni eru frá vinstri: Vigdís, Elín, Kaitr- ín, Hrefna, Birgitta, Kristjana, Hildur og Guðlaug Hjaltadótt ir. Þær Hrefna og Kristjana vora uppihaftsmenn að æfing um flokksins. Hverjir eiga að fara til Mexico og hverjir að sitja eftir? INNAN örfárra daga verður Olympiunefnd íslands að taka sína örlagaríku ákvörðun um það hversu marga kieppendur á að senda frá Islandi til Ol- ympíuleikjanna í Maxico. — Vandinn er mikill, þó um fáa sé að ræða, og takmarkar rýr ir sjóðir nefndarinnar fjölda þátttakendg. Málin standa nú svo að fjór ir í hópi sundfólks, Ellen Ingvadóttir, Hrafnhildur Guð muindsdóttir, Guðmundur Gíslason og Leiknir Jónsson hafa náð þeim lágmörtoum, er Sundsambandið setti. Sömuleiðis hefur Guðmund ur Hermannsson niáð lágmarki er FRÍ setti í kúluvarpi og segja má að Valbjöm Þorláks son hafi einnig gert það, en lágmarkið í tugþraut var sett 7200 einu sinni eða 7000 stig tvívegis, en Valbjöm hefur einu sinni náð 7184 stigum. Jón Þ. Ólafsson hefur og náð 2,06 í hástökki, en það var sú hæð er tilskilið var að ná tvívegia eða 2,09 einu sinni. í frjálsum íþróftum standa og nálægt lágmörkum Þor- steinn Þorsteeinsson í 400 m hlaupi og skortir aðeins 2/10 úr sek, til að ná. í lyftingum hefur Óskar Sig urpálsson náð athyglisverðum árangri en þar hafa ekki ver ið sett lágmörk af innlendum aðilum. Hann hefur hins veg- ar náð lágmarki því er fram kvæmdanefnd OL-leikanna hefur sett fyrir þátttöku ef eitthvert land ætlar að senda tvo menn í keppni í hans lyft ingaflokki. Þar með munu mögulegir þátttakendur íslenzkir upp- taldir. Og þar mieð hefst einnig vandi Olympiunefndarnnar. Hermann Guðmundsson einn af stjórnarmönnum nefndar- innar hefur sagt að ef allar vonir nefndarinnar um fjár- hagsstuðning rætist, þá muni nefndin geta sent allt að fimm keppendur, en að sjálfisögðu er þörf fararstjóra með og því fleiri eftir sem keppnisgrein ar þátttakenda af fslands hálfu eru fleiri. Gæti því allt að einu dæmið orðið þannig að þrír keppendux yrðu sendir og þrír fararstjórar. En dæmið liggur nú mjög skýrt fyrir. Möguleikar eru á að 4 fari í sundkeppnina, 3—4 í frjálsar íþróttir og 1 í lyftingar. Níu er hæsta talan, 5 hafa náð lágmörkum og 2 næstum — auk lyftingamanns ins. Árangur sundfólksins bygg- ist nú að verulegu leyti á bættri aðstöðu, þar sem er nýja laugin í Laugardal. Án hennar er vafasamt að nokkur úr hópi sundfóllksins hefði náð lágmörkunum. Við getum því glaðst veruiega yfir því, að bætt aðstaða skapar betri árangur og sannkölluð afrek. Slíkt á að launa að verðleik um en ekki að líta framhjá Það verður því verulega erf itt fyrir Sundsambandið að gera upp á milli þeirra fjög- urra er lágmörkunum hafa náð, ef til þess kemur að Ol- ympíunefndin segi svo til um, að aðeins sé hægt að senda 2 eða 3 keppemdur í sund. Það verður einnig erfitt fyr ir FRÍ að velja — þó engan veginn eins erfitt, að óbreytt- um aðstæðum, — ef nefndin segir svo til um að senda skuli tvo keppendur í frjálsar í- þróttir. Og nú er komið að kjaxna málsins. fsllenzkar íþróttir eru ekki auðugri en »vo af afreks fólki, að „aðeins" níu manns hefur möguleika á þátttöku. Ef Olympíunefndin getur kostað fimm verða fjórir í hópi afreksfólksins að sitja eftir. Og það fellur í hlut sér sambandanna að ákveða hver á að sitja eftir. Slíkt er mjög erfitt fyrir forráðamenn sem hafa hvatt fóikið til marg- faldra æfinga Olympíuleikj- anna vegna — og svo verður fólkið sem ákveðni og til- skyldu lágmarki nær að sitja heima og fær ekkert fyrir sinn snúð. íþróttir æfir fólk að vísu ekki í því skyni að hafa eitt- hvað ákveðið fyrir sinn snúð. En þegar svo litlu munar sem hér er, hvort sendir verða 5 eða 9, allt fólk í sama afreks- flokki, þá hlefði Olympíunefnd in átt að eiga einihvern vara- sjóð, svo þétta fólk, sem er i sérflokki á Íslandi, gæti þá farið allt saman. Og enn ér tækifærið til að launa þeim fáu stjörnum, sem enn halda frægðinni uppi í íþróttum landsins. Án efa myndu vinnuhópar og ýmsir aðrir áhugamenn vilja leggja sinn skerf fram til íslenzkrar þátttöku í Olympíuleikum. — Margt smátt gerir eitt stórt. 25 kr. á miann frá 10 þúsund manns gerir það að yerkum að allur hópurinn gæti farið — og það með miklum glæsi- brag. Þetta ættu forystumenn að hugleiða vandlega, því tæki færið er enn opið. — A. St. Fiom vann í 2. flokki VESTMANNAEYINGAR og Fram léku tiil úrslita í lands- móti 2. aldurstflokks' í knatf- spymu. Fram vann með 3-1. Vest mannaeyingar og KR léku til úr- slita í 4. flokki og vaxð jafntefli, 1-1 og þarf að leika að nýju. En þessir úrslitalei'kir sýna að i Eyjamenn eiga mikið og gott úr- val af yngri knattspymumönn- um. Úrslit í 3. flokki í kvöld í KVÖLD kl. 19,30 fer fram úr- slitaleikur í 3. aQdursflokki pilta í landsmóti KSÍ. TUl úrsilita leika Valur og KR en bæði félögin eiga mjög góð lið í þessum flokki. Leikurinn fer fram á Melavellinum. Enska knattspyrnan ÚBSLIT í vikunni: Mánudag 1. deild: West Ham ■ — Everton 1-4 2. deild: Aston Villla — Millwall 1-1 Þriðjudag, 1. deid: Burney — Southampton 3-1 Ipswich — Leeds United 2-3 Liverpool - - Stoke City 2-1 Nottinghm — Sheffield 0-0 Q.P.R. — Sundarland 2-2 2. deild: BTÍstol C. - — Bolton 2-2 Bury — Cardiff Charlton — Birmingham 3-1 Huddersfield — Norwich 2-2 Middlesbro — Crystal Pal. 4-0 Preston — Carlisle Sheffield U . — Derby 2-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.