Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 196« Steinvör á Hvamms- tanga er áttræð í dag STEINVÖR er fædd í Kambhóli, sem er fjallakot framarlega á Miðfjarðarhálsi. Þetta er kannski orðið stórbýli nú á seinni hloita tuttugustu aldar, en þegar Stein- vör var í heiminn borin, var það eitt með lélegustu kotum í V- Húnavatnssýslu. Túnið gaf af sér rúmlega hálft kýrfóður, en kindabeit var úrvalsgóð og fjallagrös nærtæk, en þau voru fyrrum gott mannfóður. Benóný Jónsson og Jóhanna Guðmundsdóttir, foreldrar Stein varar, bjuggu í Kambhóli. Þau áttu 9 börn á palli og voru blá- fátæk. En þau voru fluggáfuð, hagmælt meira en í meðallagi og atorkusöm. Um þau mátti segja: „Þau áttu ekki af neinu nóg, nema von og kvæðum“. Þau voru bæði jafnvíg á að gera glettnislega hringhendu um lítils verða atburði í fjallakotinu, en hver vísuhending var eins og sóargeisli í skortinum og fátækt- irnii. Símon Dalaskáld var þar stundum gestkomandi. Þá var einis og jólahátíð í baðstofukríl- inu, þó veizlukosturinn væri lítið annað en dökkur grasa- grautur. Léttar og liprar vísur t Eiginkona mín og móðir okkar Guðlaug Guðjónsdóttir frá Brunnastöðum, Vestnrgötu 69, Akranesi, andaðist að Sjúkrahúsi Akraness 19. ágúst. Elís Guðjónsson og börn. t Eiginmaður minn Jóhann Jónsson ▼élstjóri, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 20. ágúst sl. Fyrir hönd aðstandenda. Þuríður Hallbjörnsdóttir. t Maðurinn minn og faðir Jens Kristján Kristjánsson bifreiðastjóri, Melgerði 36, Kópavogi, varð brá'ðkvaddur 20. ágúst. Þórdís Guðjónsdóttir, Guðrún W. Jensdóttir. flugu eins og sumarfiðrildi um lágreistan kotbæinn. Jóhanna húsfreyja var sálfræðingur. Börnin hennar ung og mörg voru hraust, heilsugóð og mat- lystug. Fjallagrasagrauturinn var rammur á bragð og krökkunum þótti hany ekki sælgæti. Jóhanna móðir þeirra vissi að þeim var lífsnauðsyn að borða sem mest af þessari kjamafæðu, þessvegna skammtaðj hún hverju bami fjórðahluta úr rúgköku ásamt litlum tólgarmola, en það kjör- meti máttu þau ekki bragða fyrr en þau höfðu lokið grasagrautn- um. Frumbernska Steinvarar, sem er áttræð í dag, leið við rýran matarkost, en andleg verðmæti voru þeim mun ríkulegri á af- skekktu fjallabýli. Því til sönn- unar er það, að systkinin henn- ar mörg ásamt henni sjálfri, hafa mikla skáldgáfu, sem er rómuð af þeim sem ljóðlist unna. Þegar Steinvör var 10 ára kom gömul, kom marskálkurinn með Ijáinn og sló stóran skára í Kambhólskotinu og lagði Benó- ný, föður hennar að velli. Jó- hanna, móðir hennar, stóð þá ein eftir með stóran barnahóp, en únræðin, forsjá stórtrar fjölskyldu, voru kistulögð með húsbóndanum. Sveitar- stjórn ráðstafaði heimilinu mannúðlega og kom börnunum fyrir í góðum stöðum. Hálfdán Guðjónsson, prófastur á Breiða- bólstað, tók Steinvöru til upp- eldis og þar var hún til 17 ára aldurs og þótti þá bera af ungum. Lífsins kynngi kallaði úr ýms- um áttum: Steinvör varð náms- mey i Kvennaskólanum í Reykja vík. Eftir skólavistina stundaði hún barnakennslu á vetrum og t Hjartkær eiginkona mín Katrín Sigurðardóttir verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 23. þ.m. kl. 1.30 e.h. Jörundur Sigurbjarnarson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Sigurbjörn Sigurðsson Stórholti 19, verður jarðsunginn föstudag- inn 23. ágúst kl. 3 síðdegis frá Fossvogskirkju. Börn, tengdabörn og bama- böm. átti margra kosta völ. Minnist Steinvör jafnan þessara ára með mikilli hlýju. Þegar Steinvör var tuttugu og fjögra ára gömul giftist hún Sig- urði Pálmasyni, sem er þjóðkunn ur maður að mikilli atorku og góðum mannkostum. Eftir nokk- ur misseri settust þau að á Hvammstanga, þar sem Sigurður opnaði sölubúð. Hann hafði þó fleira í taki til að byrja með, því hann var vel menntaður til ýmsra starfa. Verzlunarrekstur- inn var smár í sniðum til að byrja með, en óx með hverju ári. þvl Sigurður var úrræða- mikill, orðheldinn svo af bar og greiðafús. Vinsældir þeinra hjóna urðu strax miklar í kauptúninu og öllum sveitum, sem sóttu þangað viðskipti. Sigurður hefur alla ævi verið hamhleypa til vinnu og rak löngum verzlun sína með litlum aðkeyptum vinnukrafti. Steinvör var líka verkamikil og verkhög. Ekki get ég lokið svo við þessa litlu afmælisgrein, að ég drepi ekki nokkuð á ævistörf þessara merku hjóna; þ. e. að segja sjálft þjóðprófið, sem hver og einn tek ur með verkum sínum. Verzlun- arrekstur Sigurðar Pálmasonar hefur dafnað og aukizt hægum en föstum skrefum fram á þenn- an dag. Þó hefur hið rótgróna lánsverzlunarfyrirkomulag verið þungur hemill á allri verzlunar- starfsemi. Aldrei veit ég til að Sigurður hafi neitað fátækum manni um vörulán, utan einu sinni, að hann lokaði stórum skuldareikningi fyrir örsnauðum T Útför Sigurlínu Jónsdóttur frá Hlíð, Austur-Eyjafjöllum, fer fram frá Eyvindarhóla- kirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 1. Aðstandendur. t Útför Guðrúnar Guðmundsdóttur, Háholti 23, Akranesi, sem lézt í Sjúkrahúsi Akra- ness laugardaginn 18. ágúst sL verður gerð frá Akranes- kirkju laugardaginn 24. ágúst 1968 kL 2 e.h. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Guðrún Ólafsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Helga Jónsdóttir, Kotvelli, ver'ður jarðsungin frá Stór- ólfshvolskirkju laugardaginn 24. ágúst. Húskveðja verður frá heimili hennar og hefst kl. 2 eftir hádegi. Fyrir hönd vandamanna. Sveinn Sveinsson. t Jarðarför föður okkar Jóns Ólafssonar frá Austvaðsholti, fer fram frá Skarðskirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.30. Minningarathöfn verður sama dag kl. 10,30 í Fossvogskirkju. Bílferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 11,30. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavemd. Börn hins látna. barnamanni, sem átti, ekki fyrir skuldum. En skuldarinn kunni lagið á Sigurði og sendi konu sína í búðina að biðja um vöru- lán. Siguirður sagði sem var, að um frekari lánsúttekt væri ekki að ræða. Konan fór þá að gráta, en við það fór Sigurði líka að vökna um augu og jafnharðan dró hann lokuna frá skuldareikn ingnum og konan fékk þá og framvegis það sem heimili henn- ar þarfnaðist. Þess vil ég geta, af því að ég er því fcunnugur, að flestir eða allir vildu standa í skilum við þennan hjartahlýja mann, eftir því sem framast var unnt. Steinvör hefur staðið fyrir stóru heimili, með miklum dugn- aði og höfðingsbrag, meira en hálfa öld. Oft hafa leitað skjóls í hennar húsakynnum gamal- menni og hrakningsfólk, en henni er lagið að fara mildumn móðurhöndum um hrjáða og hrelda. Steinvör er af þeim sem þekkja til hennar, sjaldan nefnd með föðurnafnL heldur ævinlega „Steinvör á Hvammstanga". Þetta kemur að einhverju leyti til af því, að föðurnafnið er svifaþungt og þó ekki síður vegna þess, að hún hefur uim hálfrar aldar skeið, gefið staðn- um reisn og virðingu með verk- um sínum og miklum persónu- leik. Ég, ásamt konu minni, færi þessari áttræðu konu hugheilar hamingjuóskir, með virðingu og þökk. Steinvör er hér í borginni um þessar mundir og heldur til hjá dóttur sinni og tengdasyni, að Holtsgötu 6. Magnús JónsKon. Frú Þorbjörg Alberts- dóttir — Minning FRÚ Þorbjörg Albertsdóttir and- aðist 14. þ.m .í sjúkrahúsinu í Keflavík. Þar hafði hún dvalizt í 9 ár, en þó jafnan 'haft nokkra fótavist. Þorbjörg var fædd 9. október 1890 að Skálum á Langanesi, yngst 5 bama hjónanna Soffíu Eymundsdóttur og Alberts Finns sonar. Er Þorbjörg var 6 ára, fluttist hún með foreldrum sín- um til Bakkafjarðar og ólst þar upp. Snemma þurftj. Þorbjörg að fara að vinna fyrir sér eins og títt var um ungmenni í þá daga. Árið 1913 fluttist hún suð- ur og settist að í Höfnum. Ári síðar giftist hún Gissuri Magn- ússyni. Þau keyptu húsið Sól- heima í Kalmanstjarnarhverfi og áttu þar heirna lengst af, en síðustu árin bjuggu þau að Klöpp i Höfnum. Mann sinn missti Þorbjörg snemma árs 1954. Ég kynntist þeim hjónum, er ég var við sjóróðira að Kal- manstjöm í Höfnum. Við Gissur unnum báðir við sama bátinn og bær þeirra var næstur við Kalmanstjörn. Þdð var ekki ein- göngu vegna legu sinnar, að bær inn bar með réttu nafni Sól- heimar, heldur hitt, að það var ávallt ylur og birta í bænum, þangað var notalegt að koma. Bæði hjónin voru alúðleg, hress, kát og gamansöm. Og ávallt bauð Tobba kaffi. Það viirtist alltaf vera heitt á könnunni hjá henni. Og sannariega var það gott, í fábrotnu hversdagslífi, að koma í hlýtt og notalegt eldhús- ið til Tobbu og njóta gestrisni 4 EG»R» KIKISINS Ms. Esja fer vestur um land 28. þ. m. Vörumóttaka daglega til áætl- umarhafna. Kennarar 2 kennara vantar við barna- og unglingaskóla úti á landi. Góð skilyrði — húsnæði. Uppl. gefur skólastjóri í sáma 82782 kl. 9—12 og 19—20 næstu daga. t Innilegar þakkir fyrir sam- úðarkveðjur og margvíslega vinsemd við andlát og jarð- arför Huldu Matthíasdóttur, Túngötu 18, Keflavík. Aðstandendur. heninar og glaðværðar, sem gerði alla léttari í lund. Hún var þannig ávallt veitandi, þótt efn- in væru mjög takmörkuð. Þorbjörg var vel gerð, hrein og bein, Ijúf og létt í skapi. Hún kvartaði ekki, enda þótt hún ætti stumdum við heilsuleysi að stríða. Húm bjó yfir ríkum skiln- ingi og trú á það, sem öllu ver- aldlegu er dýrmætara. Við, sem höfum átt því láni að íagna að eiga um stund sam- leið með jafn heilsteyptum og góðum siamferðamanni og Þor- björg var, þökkum hin traustu og góðu kynni. Páll V. Daníelsson. SAMKOMUR Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 8,30 á fimmtudag. ÍSLAND Ætlið þér að dveljast erlend- is um hríð? Eigið þér erlenda vini, sem vilja fræðast um ísland? ísland, litskyggnuflokkur Fræðslumyndasafnsins, er gott veganesti og tilvalin gjöf. 50 valdar litskuggamyndir úr öllum landshlutum, atvinnu- lífi og menningarsögu. Skýringar á dönsku eða ensku. Plastrammax. Smekkleg askja. Verð kr. 500. Fræðslumyndasafn rikisins, Borgartúni 7. Símar 21571 og 21572.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.