Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 31 Atburðarásin í Tékkóslóvakíu HÉR fer á eftir tímasetning helztu atburða í Tékkóslévak- íu fyrsta dægrið eftir innrás- ina (samkv. staðartima). 23:00 Hersveitir frá Sovétríkj unium, Póllandi, Austur- Þýzkalandi, Ungverjialandi og Búlgaríu faira inm fyrir landamæri Tékkóslóvakíu. 02:00 Útvairpið í Prag segir frá herfl'utningunum og skýriir frá því, að miðstjóm kommúniistaflokks Tékkó- slóvakíu líti á innrásina sem brot á alþjóðalögum. Enn fremur hafi her Tékkóslóv- akíu fengið fyriimæli um að veita ekki mótspymu. 03:15 Allt símasamband rofn- ar milli Vínarborgar og Tékkóslóvakíu. 04:30 Útvarpið í Prag segir frá því, að sumar sendistöðv ar þess séu óvirkar og til- kynning miðstjórnariinnar hafi ekki náð til allra lands hluta. „Við biðjum ykkur að útbreiða fréttirnar eins fljótt og þig getið“. 04:30 Sovézkir berflokkar stamda vörð umhverfis út- varpsstöðina. 04:45 Sovézkir brynvagnar umkriingja aðsetur mið- stjámarinnar í Prag. 04:47 Útvarpið í Prag þagnar. 05:20 TASS-fréttastofan í Moskvu skýrir frá því, að sovéskar hersveitir hafi ver ið sendar til Tékkóslóvakíu samkvæmt beiðni þarlendra forystumainna. 05:45 Útvarpið í Prag byrjar aftur útsendimgu og biður þjóðina að hlýða hinni einu sönmu rödd Tékkóslóvakíu. Það endurtók áskorunina um að snúast ekki til vam- ar. „Við eigum þess ekki kost að verja landamæri okkar“. 07:25 Sovézkir hermenn hefja skothríð á mótmælagöngu Tébkóslóvaka utan við út- varpsbygginguna í Prag. 07:30 Sjónvarpið í Prag her- tekið. 07:36 Þulur útvarpsins segir síðustu orðin áður en sov- ézkir hermenn brjótast inn: „Þegar þið heyrið þjóðsöng- Tékkóslóvakíu, vitið þið, að öllu er lokið“. 07:37 Þjóðsöngur Tékkóslóv- akíu leikinn í útvarpið. 08:0 Útvarpið flytur af seg- ulbandi ávarp Ludvigs Svob oda, forseta, þar sem hann hvetur til stillingar. 09:20 Útvarpið í Pilsen, um 80 km suðvestur af Prag, kveðst vera síðasta frjálsa útvarpsstöðin í Tékkóslóvak íu. 11:00 Fréttastofan CETEKA segir frá því, að ekki færri en 10 sjúkrabílar hefðu ver- ið kvaddir að útvarpsstöð- inni í Prag, þar sem sovézk- ur herbíll stóð í björtu báli. 11:25 CETEKA segÍT að skot- hríðin í miðhluta Prag fær- ist í aukana og skrifstofur blaðsins Rude Pravo hefðu verið herteknaT. Jafnframt er skýrt frá.því, að forsætis nefnd kommúnistafokksins sé í húsi, sem útlendir her- flokkar hafa á valdi sínu. 11:30 Skothríð sovézkra her- mamna á götu í Prag. Ung- ur vegfarandi skotinn í bak- ið. 12:50 Útvarpið í Pilsen segir að hernámið hafi þegar kost að 25 manns lífið og hvetur til rósemi. 13:18 CETEKA segir að Al- exiander Duboek sé í stofu- fangelsi í húsi miðstjórnar kommúndstaflokksims. Gífurlegur fjöldi mótmælti framferöi Rússa í gærkveldi - á mótmœlafundum og með stöðu við sendiráð Rússa Myndin sýnir er ólátabelgimir ætluðu að gera áhlaup á lög- regluna með planka. Lögreglan náði plankanum áður en af atlögu varð, en stuttu seinna tókst krökkunum að henda álíka stórum planka á lögregluþjónana, en enginn meiddist þó. GÍFURLEGUR fjöldi mótmæiti ofbeldisstefnu Rússa og leppríkja þeirra á tveimiur útifundum, sem haldnir voru í Reykjavík í gær- bvöldi. Sá fyrri var haldinn við tékkneska sendiráðið og var þar samankominn mikill mannfjöldi. Sá fundur var haldinn á vegum Alþýðubandalagsins og Æsku- lýðsfylkingarimnar. Menn báru kröfuspjöld með vígorðuim gegn rússnesku ofbeldisseggjunum og auk þess voru bomir íslenzki, tékkneski og rauði fáni verka- lýðshreyfingarinnar. Fundar- stjóri á þessum fundi var Ragn- ar Stefánsison, jarðlskjálftafræð- ingur, en ræðumienn voru Jóhann Páll Ámason, Ólafur Jensson læknir og Jónas Ámason alþm. 1 iok fundarins var samþykkt samihljóða harðorð ályktun gegn innrás kommúnistaríkjanna í Tékkóslóvakíu. Var sendiráðsrit- ara Tékka afhent áiyktunin, en hann þakkaði hrærðum huga þann samihug, er islendingar sýndu Tékkum á þessari rauna- stund. Síðan var haldið tii rússraeska sendiráðsius og var ætlunin að aíthenda þar ályktunina, en þar fór eins og fyrri daginn, enginn sýndi sig til þess að veita mót- mælunum viðtöku. Var ályktun- inni því stungið inn um bréfa- lúgu. Nokkur hluti fundarmanna fór á fund, sem haldinn var af Rithöfundasambandi fslands, Tékknesk-íslenzka félaginu, F. U.F., F.U.J. og Alþýðubandalag- inu í Gamla Báói. Þar var húsfyll ir, og fánar Tékkóslóvakíu og ís- lands drúptu á sviðinu. Fundarstjóri var Sigurður Lín- dal hæstaréttarritari, en ræðú- menn Karl Steinar Guðnason kennari, Sigurðxir A. Magnússon ritstjóri, Ragnar Arnalds lögfræð ingur, Ólafur R. Grimsson hag- fræðingur og Guðmundur G. Hagalín rithöfundur. Var í fund- arlok samþykkt mjög harðorð ályktun í garð ofbeldisríkjanna og var síðan farið til tékkneska sendiráðsins og ályktunin afhent þar. Fánar Tékkóslóvakíu og ís- lands voru borin fyrir göngunni. Við tékkneska sendiráðið var afhent mótmælaskjalið og þakk- aði sendifulltrúinn, sem tók við þvi, með nokkrum orðum samúð íslendinga. Þá hrópaði mannfjöld inn ferfallt húrra fyrir frjáisri Tékkóslóvakíu. Síðan var gengið upp í rússneska sendiráðið. Lögreglan hafði lokað götunni fyrir framan sendiráðið þar sem ólæti höfðu orðið við sendiráðið og nokkrar rúður voru brotnar. Sigurður Líndal og fánaberarnir fengu þó leyfi til þesis að fara að dyrum sendiráðsins og reyna að afhenda mótmælaskjalið. Sagan endurték sig Rússarnir létu ekk- ert á sér bæra. Bað Sigurður síð- an mannf jöldann að hylla Tékka með ferföldu húrrahrópi og tóku viðstaddir kröftuglega undir. Nokkur ólæti urðu á eftir við sendiráðið og stóðu að þeim tvö- þrjú hundruð ungiingar. Tveir lögregluþjónar sködduðust af grjótkasti, annar á höfðu en hinn á hendi. - RÚMENÍA Framhald al bls. 18 enski kommúnistaflokkurinn frá einum helzta kommúnista foringja landsins, Alexandru Draghici, úr öllum embættujm innan kommúnistaflokksins og stjórnarinnar og þá um leið úr embætti varaforsætis ráðherra. Draghici hafði jafn an fylgt einstrengingslegri Moskvulínu, en hann var sak ur um misferli í dómsmálum eftir 1950. í orðsendingunni um mál þetta frá miðstjórn rúmanska kommúnistaflokksins í apríl s.l. var einnig veitat að Ghe- orgi-Dej, sem áður er nefnd- ur og var formaður kommún- isaflokksins þar til hann lézt 1965. Er hann sakaður um að hafa skipulagt morðið á striðshetjunni og komm- únistaleiðtoganum Stefan For is. Ýmsir aðtrir háttsettir ráða- menn eru bornir svipuðum á- sökunum og þeim ekki vandað ar kveðjurnar. Meðal þeirra vax Chivu Stoica, sem svipt ur var forsetaembætti í des- ember í fyrra og við tók þá Nicolas Ceausescu. Stjórn málafréttaritarar í Búkarest hafa undanfarna mánuði bent á það að margt sé lífct með þeim atburðum, sem hafa ver- ið að gerast í Tékkóslóvakíu, en Rúmeníustjórn hefur um nokkurt skeið gefið greinilega til kynna ,að hún sætti sig ekki við að Sovétstjórnin móti stefnu Rúmeníu. Rúm- enskir fulltrúar á komm- únistaþingum hafa og sýnt verulega andstöðu gegn stefnu ýmissa kommúnista- ríkja og hlýðni við Sovétrík- in. Meðal annars fóru fulltrú ar Rúmeníu af fundinum í Búdapest fyrr í vetur. Rúm- enar hafa greint frá því skýrt og skorinort að Rúmenía muni ekki sætta sig við afskipti annarra af innanrikismálum sínum, og að stjórn landsins sé einfær um að marka stefniu án íhlutunar eða þvingunai utan frá. Maðurinn, sem stjórnar: Nicolas Ceausecu. Ceausescu er af bændaætt- um og fyrir heimsstyrjöldina síðari bjó hann í Piesti héraði fyrir norðvestan Búkarest. Þar gerðist hann félagi í æskiu lýðssamtökum kommúnista, hlaut skjótan frama og varð framkvæmdarstjóri æskulýðs- samtakanna. Á stríðsárunum var hann fangelsaður fyrir andstöðu við fasistastjóm Ant onesouis marskálks, sem síð- ar var líflátinn. í fangelsinu kynntist Ceausescu, Gheorg- hiu-Dej, sem síðar valdi hann sem eftirmann sinn. Eftir að hersveitir Rússa höfðu hrakið nasista frá völd um í Rúmeníu og tryggt komm únistum stjórn landsins, hóf Ceausescu störf fyrir flokk sinn að nýju. Var honum brátt falið starf við pólitízka stjórn hersins og sæmdur hershöfð- ingjanafnbót. Hann var kjör- inn fulltrúi í miðstjórn flokks ins 1948, skipaður aðstoðar- landbúnaðarráðherra sama ár aðstoðarhermálaráðherra 1950 og fulltrúi í stjórnmálanefnd flokksins 1955 Einnig tók hann sæti í framkvæmdaráði miðstjórnarinnar 1954 Ceaus escu vann aðallega að skipu- lags- og innanríkismálum, en engu að síður var hann send ur sem fulltrúi á ráðstefnu kommúnistaríkjanna í Moskvu 1957 og á 21. flokksiþiinig rúss- neskra kommúnista í Moskvu 1959. Flokksleiðtogi varð hann svo 1961 og hefur gegnt því embætti síðan við vaxandi orð stýr og aukin völd Ceausescu hefur stöðugt unnið að frjáls- lyndara stjórniarfyrirkomulagi til heilla Rúmeníu, styrfcanl og frjálsari, en við skuggan af járnhæl kommúnismans, sem nú hefur traðkað á Tékkó- slóvakíu Raddir hafa heyrst um, að ýmsir innan rúmenska flokks- ins hafi hvatt til meiri vark- árni ag óttist að Ceausesou hafi spennt bogann of hátt, afleiðingarnar verði ekki sendi nefnd, heldur skriðdrekar eins og nú hafa járnað Tékkóslóv- akíu Hæstsettu ráðamenn flokfcs- ins hafa talið þessar viðvar- anir ástæðulausar — þeir hafa verið sannfærðir um að þeir tímar séu liðnir að Sovét- stjórnin vogi sér slíkt við menningarþjóðfélög En hvað hefur ekki skeð? Hver hefur lært? Nú hefur Ceausescu látið manna sérstakar hersveitir bænda, verkamanna og mennt manna við hlið hersveita Rú- meníu og landið skal varið, frelsið skal varið — lífið. - VALDARÁNIÐ Framhald af bls. 15 lát Jans Masaryks, sem að skaphöfn og skoðunum var per sónuigerð andstæða fasismans, skuli nú vera notað af dollara launuðum myrkramönnum til að píska upp heift og hatur, nýj- an dollarafasisma undir stoln- um kjörorðum „frelsis" og „lýð ræðis“.“ ÖIlu lokið. Eitt fyrsta verk kommúnista flofcksins í Tékkóislóvalfcíu eft- ir valdatökuna 1948, var að taka gersamlega yfir floikk Sosíaldemókriata og í kosniing- um, sem voru haldnar 30. maí 1948, áttu kjósendur ekki um nema tvennt að velja, að kjósa „þjóðfylkinguna" eða skila auðu. Stjórnin tilkynnti að 6,5 milljónir manna hefðu greitt þjóðfylkingunmi atkvæði, en 1,5 milljón skiiað a-uðu. Áður en þingmemn tóku sæti á þing- inu voru þeir látnir skrifa und ir hollustueiða við stjórnina. Jafnframt var lögð fram ný stjómanskrá og reynt að neyða Benes forseta til að skrifa und ir hana. Hann neitaði og sagði af sér 7. júní, aldraður maður og vonsvikinn og farinn að kröftum. Allt hans baráttustarf fyrir frelsi, sjálfstæði og lýð- ræði í Tékkóslóvakíu hafði á örskömm'um tíma verið að engu gert. Klemens Gottwald tók við fonsetaembættinu og lýsti þvi yfir á þingi, að vandamál Tékkóslóvakíu hefðu verið „leyst og frelsið tryggt sam- fcvæmt ströngustu kröfum lýð- ræðis, stjórnarskrár og þingræð is.“ - SÍLDIN Framhald af bls. 32 Maginús Ólafsson 295 Nátitfari 278 Ólafur Ma gnússom 317 Óskar Magnússom 145 Reykjaborg 702 Seley 290 Siguirlbjörg 596 Sóiey 606 Súiam 326 Sveinn Sveinbjömsson 879 TállknfÍTðingur 109 TuinguifeLl 244 Víkingiuir 250 Vörður 156 Þarsteinm 492 Þórður Jónassom 930 Örfirisey 251 öm 852 SÍLDVEIÐARNAR SUNNANLANDS Haifrún 448 Höfnunigur III. 259

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.