Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 3 Borgarfundur viö Miðbæiarskólann — Sovétríkin forsmá sjálfstæði smáþjóðar ALMENNUR fundur var haldinn að tilhlutan Sambands ungra Sjálfstæðismanna við Miðbæjarbarnaskólann í gær vegna innrás- ar Rússa og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. Fundurinn var fjölmennur og drifu þúsundir manna að, en margir hurfu frá, þar sem hátalarar voru í megnasta ólagi, og hófst fundurinn af þeim sökum ekki fyrr en hálftíma eftir að boðað hafði verið. Fánar íslands og Tékkóslóvakíu blöktu í 'hálfa stöng á fundar- stað. Fundarstjóri var Birgir Isl. Gunnarsson, lögmaður. Ræður fluttu: Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur, Jóhann Hjálmars- son, skáld, Magnús Gunnarsson, stud oecon, og Ellert B. Schram, skrifstofustjóri. Fara útdrættir úr ræðum þeirra hér á eftir. 1 fundarlok var samþykkt svohljóðandi ályktun: Almennur borgarafundur; haldinn við Miðbæjarbarnaskól- ann 21. ágúst 1968, fordæmir harðlega innrás herliðs Sovétríkj- anna og annarra Varsjárbandalagsrikja inn í Tékkóslóvakíu. Með innrásinni hafa Sovétríkin enn á ný forsmáð sjálfstæði smáþjóðar og með hervaldi reynt að koma í veg fyrir tilraun tékknesku þjóðarinnar til að færa stjórnarform sitt í lýðræðisátt. Valdhafar Sovétríkjanna hafa með þessu svívirðilega fram- ferði sínu á einni nóttu gert að engu þær vonir, sem mannkynið hefur á síðustu árum bundið við orð þeirra um friðsamlega sambúð þjóða. Fundurinn lýsir yfir fullri samúð með tékknesku þjóðinni á þessari sorgarstundu, þegar frelsi hennar og sjálfstæði er fótum troðið. Eftir fundinn var gengið upp að rússneska sendiráðinu og var ætlunin að afhenda ályktunina. Reyndu fundarboðendur nokkra stund að ná sambandi við sendiráðsmenn en án árang- urs. Loks svaraði einn í dyrasíma og sagði, að sendiráðið væri því miður lokað, en menn gætu komið daginn eftir. Um leið voru járngrindur dregnar fyrir innan hurðarinnar. Mannfjöld- inn lét í ljós vanþóknun sína á þessu athæfi, er fundarboðend- ur skýrðu frá málalokum. Hvöttu þeir menn til að hverfa frá sendráðinu og fóru margir, en nokkur hópur var eftir. Nokkrar rúður voru brotnar í gluggum sendiráðsins. Aminning til íslendinga Ragnhildur Helgadóttir sagði Innrásin í Tékkóslóvakíu, sem gerð var í nótt, er hörmuleg og fordæmanleg hernaðaraðgerð, framkvæmd í því skyni, að stöðva frelsishreyfingu sameinaðra þjóða landsins. Slíkar aðfarir eru til mikillar minnkunar þeim, sem að þeim standa og við sam einumst um að óska þess, að fólkið í Tékkóslóvakíu megi losna úr klafanum, endurheimta frelsi sitt og sjálfstæði ' og njóta á ný þeirra mannréttinda, sem það var að byrja að öðlast hlutdeild í á ný eftir langt erfið- leikatímabil. En innrásin er ekki einungis fjarlægur atburður, sem okkur ber að gera okkur grein fyrir vegna stórpólitískrar þýðingar hans. Hún er einnig atburður, sem varpar ljósi á okkar eigið íf cng aðstöðu. Það sem fólkið í Tékkóslóvakíu hefur fjrrst og fremst sótzt eÆt- ir eru einföld mannréttindi, sem okkur finnast næstum svo sjálf- sögð hér á okkar eigin landi, að við erum hálft í hvoru hætt að muna eftir þeim og gera okkur greiin fyrir gild i þeirra. Okkur dettur ekki í hug að efast um, að við munum njóta réttar til raun til að viðhalda komnmún- isma en efla þó um leið borgara legt frelsi. Fólkið i landinu virð ist hafa haldið að þetta væri haagt. Valdhafa!rnir í Moskvu, Varsjá, Austur-Berlín, Budapest og Sofía telja hinsvegar að þetta sé ekki hægt og að frelsið muni fást á kostnað koonmúnismans, og þá völdu þeir heldur kommún- ismann en frelsið. Þeir hafa með innrásinni sýnt .að kommúnism inn og almenn, einföld og sjálf- sögð mannréttindi eiga ekki sam leið. Enn ein tiiraun fólks til frels is í kommúnilstariki hefur wrið bæld niður með vopnajvaldi. — Enn einu sinni horfir heimurinn á það, að kommúnisimi og friður fara ekki saman, nema frelsi mannanna sé fórnað. Enm einu sinni er okkar litla þjóð minnt alvarlega á að varðveita og styrkja lýðræðislega stjórnar- hætti. Hvað tekur nú við ef'tir þetta áfall. Það vitum við ekki. Staðan Jóhann Hjálmarsson ar. Þó var það þetta, sem þjóðir Tékkóslóvakíu máttu með engu móti njóta að áliti þeirra, sem sendu á þær innrásarliðið. Innrás- in minnir okkur þess vegna á gildi margra þeirra réttinda, sem okkur finnast svo sjálfsögð að við gleymum stundum mikilvægi þeirra. Innrásin sýnir eimrnig, að ennþá er lenigra bil á milli vestræns lýð ræðisskipulagis og kommúnista skipulagsins í Austur-Evrópu, en við vorum farin að vona. í Tékkóslóvakíu átti að giera til- Ragnhildur Helgadóttir að velja sjálf fulltrúa til lands- stjórnar, til að njóta prentfrelsis og annars tjáningarfrelsis, ferða- frelsis, fundarfrelsis og verndar gegn ólögmætum handtökum og röskun á friðhelgi einkalífs okk- Magnús Gunnarsson Ellert B. Schram skýrist næstu daga, en hve lengi verður það ástand, sem nú mynd ast? Við höfum von, við höfum rétt til að vænta þess, að hvað sem nú tekst að gera í skjóli skriðdreka og vél’byssna muni ekki vara lengi. Við höfum rétt til að vona, að það ofbeldi, sem nú blasir við, sé örvæntingairriáðstöfun ótta- sleginna valdhafa, sem séu dæmdir til að bíða ósigur fyrir kröfuim fólksins í lönduim Aust- ur-Evrópu um fnelsi og umburð arlyndi. Það var tékkneski rit- höifundurinn Jaroslav Hasek, er í bók sinni um góða dátann Sveik sýndi í kaldhæðnu skopi fram á fáfengileik sbríðsins og tilgangisleysi ofbeldis í þjónustu Framh. á bls. 23. m KARNABÆR „JA — sagði ég ykkur ekki Aíltaf eitthvað nýtt Tízkuverzlun unga fólksins Týsgötu 1 — Sími 12330. Tekið upp í dng HERRADEILD. ★ PÍFUSKYRTUR í MIKLU ÚRVALI. ★ JAKKAR — BINDI — KLÚTAR. DÖMUDEILD. ★ KJÓLAR í ÚRVALI. ★ PILS — PEYSUR PÓSTSENDUM U M LAND ALLT. KLAPPARSTIG 37 SÍMI 12937. SKODEILD ★ MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS KONAR veskjum TEKIÐ UPP í DAG. ★ SKÓR FRÁ RAVEL OF LONDON NÝKOMNIR. Vesældarleg viðbrögð Kommúnistar á íslandi hafa haldið uppi vörnum fyrir öll þan glæpaverk, sem framin hafa verið í nafni Marxismans á þess- airi öld. Áratugum saman héldu þeir uppi vömum fyrir stjómar- hættina í Sovétríkjunum í tið Stalíns og kölluðu það „auð- valdslýgi" og „Morgunblaðslýgi", sem sjálfur Kxúsjoff staðfesti i eftirminnilegri ræðu að var rétt. Þegar sovézkar hersveitir börðu niður uppreisn verka- manna í A-Berlín 1953 réttlættu kommúnistar á íslandi þær að- gerðir. Þegar sovézkar hersveitir frömdu þjóðarmorðið í Ungverja landi 1956 tóku kommúnistar á fslandi upp hanzkann fyrir of- beldisöflin. Það hefur ekkert glæpaverk verið framið í nafnl komúnismans, sem kommúnistar á íslandi hafa ekki varið. Nú bregður svo við að kommúnistar hér á landi háfa uppi vesældar- lega tilburði til þess að gagnrýna árás Sovétmanna á Tékkósló- vakíu. En það sést hezt af koimm- únistablaðinu sjálfu sama morg- un og sovézkir skriðdrekar brana inn í Prag, hver hugur fylgir málum. Þau orð sem þá stóðu skýrum stöfum á síðum kommún- istablaðsins munu fylgja höfundi þeirra eftir sem skuggi um langa framtíð. „Mikið mega Tékkar fagna" „. . . . mikið mega Tékkósló-) vakar fagna því að hafa engan ; „Sjálfstæðisfiokk“ í landi sínu —-i Og ekkert Morgunblað." Já, 1 mikið mega Tékkóslóvakar 1 fagna! Hugarfarið leynir sér ekki. Maðurinn sem skrifaði þessi orð fagnar vafalaust tíðindunun* frá Tékkóslóvakíu. Hann fagn- ar vafalaust þeirri staðreynd, að tilraun Tékkóslóvaka til þess að eignast sinn „Sjálfstæðisflokk“ og sitt „Morgunblað" er farinn út um þúfur um sinn. En hvað margir Tékkóslóvakar skyldu fagna með þessum ógæfusama erindreka kommúnista á íslandi. Kannski einn maður sem heitir Novotny og nokkrir fylgisveinar hans. i Þeir vilja „Sjálfstæðisflokk" og „Morgunblað" Öll viðleitni Tékkóslóvaka frá þvi í janúar sl. hefur, þvert gegn staðhæfingum kommúnistarit- stjórans heinzt því að eignast ekki aðeins einn „Sjálfstæðis- flokk“ heldur marga og ekki að- eins eitt „Morgunbl." heldur mörg Um leið hafa þjóðir þessa landa gert itrekaðar og djarflegar til- raunir til þess að losna í eitt skipti fyrir öll við sinn „Þjóðvilja“. En sovézku hervaldi hefur nú verið beitt til þess að koma í veg fyrir að Tékkóslóvakar fái notið frjáls- ræðis þ. á. m. frjálsra blaða. Og það er einkar lærdómsríkt, að * það dugir ekki minna en vopn- aðar sveitir erlends stórveldis tíl þess að fá Tékkóslóvaka til að sætta sig við að hafa einungis „Þjóðvilja" í landi sínu. Þarf að hafa fleiri orð um það þjóðskipu- lag og þá stjórnarhætti, sem þeir herjast fyrir sameiginlega menn- irnir við Skólavörðustíg og for- ingjarnir í Kreml?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.