Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 196« Kaupin á Thorvaldsensstræti 2 hagstæð pósti og síma Mbl. hefur borizt eftirfarandi preinargerð frá póst- og síma- málastjóra, þar sem sýnt er fram á með óyggjandi rökum, að kaupin á Thorvaldsensstræti 2 voru hagstæð pósti- og síma og mun hagstæðari en ýmis fast- eignakaup önnur: „í tilefni af blaðaskrifum sem orðið hafa út af kaupum póst- og símamálastjórnarinnar á fast eigninni Thorvaldsensstræti 2 í Reykjavík, eruð þér góðfúslega beðnir að birta eftirfarandi greinargerð. Núverandi simahús að Thor- valdsensstræti 6, sem að vísu 37 árum og var staðsett í miðju Reykjavíkur, þar sem flestir símar voru þá þar í kring. Þetta hús er löngu orðið of lítið og hefur orðið að flytja ýmsar deildir í leiguhúsnæði á aðra staði í bænum, þótt það væri mun óhagkvæmara. Þegar borg in byggðist langt austur á við, var byggð önnur símstöð við Grensás fyrir þá símanotendur, er búa þar í kring, og eru rúm- ir 4 km á milli stöðvanna. Vegna vaxandi viðskipta (svo sem tvö- földun á 10 árum) hefur orðið að auka húsrýmið, og er nú ver ið að reisa viðbyggingu á Thor valdsenstræti 6, sem að vísu mátti ekki byggja nærri eins stóra og áætlað hafði verið. Er nú aðeins um frekari stækkan- ir að ræða þarna með framtíð- arviðbyggingu að norðanverðu, á Thorvaldsensstræti 2, því að of dýrt þótti að kljúfa miðbæj- arstöðina í tvennt, þ.e.a.s. hafa hana á 2 stöðum í miðbænum. Þar sem fréttir bárust um sí- hækkandi verð á næstu lóðum við landsímahúsið, jafnvel upp í allt að kr. 43000 á hvern fer- metra, þótti ábyrgðarhluti að draga lengur að reyna að ná við unandi samningum um fasteign- ina Thorvaldsensstræti 2, þar sem búast mætti við, að t.d. við eignarnámsmat yrði að hafa hlið sjón af nýjustu fasteignakaup- fum í næsta nágrenni. Var að sjálfsögðu leitað samþykkis ráð- herra til að hefja samningagerð og síðar að samþykkja það verð, er um gat samizt og póst- og símamálastjórnin og ráðunautar hennar töldiu hagstætt. Lóðin er 601,8 fermetrar að stærð, en brunabótamat hússins, sem á henni stendur og er vel við haldið er rúmlega 12 millj. kr. Stærð lóðar í miðbænum er ekki eina atriðið, sem máli skipt ir varðandi verðmætið, heldur m.a. hve mikið má byggja á henni samkvæmt skipulagi borg arinnar, eða hve stórah saman- lagðan gólifflöt má byggja á henni o.fl. Upplýst hefur verið, að á und anförnum árum hefur Reykja víkurborg keypt ýmsar fasteign ir í borginni, og hafa hús á lóð- unum þá verið keypt fyrir brunabótaverð þeirra, ef þau hafa verið i góðu ásigkomulagi en annars tilsvarandi lægra verði, ef þau hafa verið mjög gömul og viðhaldsfrek. Lóðar- verðið hefur farið eftir stað og aðstöðu og farið síhækkandi. Ríkisstjórnin keypti á síðasta ári fasteignir við Kirkjustræti (nr. 8, 8B og 10) að sunnan- verðu gegnt símahúsinu. Áður hafði hún látið fara fram mat á þeim, og var sá grundvöllur lagður við matið að hver fer- metri lóðar var metinn á kr. 12,150, en timburhúsin á þeim. kirkjustræti 8 (57 ára gamalt) á 57 prs. af brunabótaverði, en hin, sem voru eldri á 40 prs. af brunabótaverði. Ef hluti af vsrð inu átti að greiðast á 10 árum, var hann reiknaður 25 prs. hærri. Á fasteignunum við Kirkjustræti var veittur 10 ára gjaldfrestur á helmingi verðsins og var hver fermetri lóðar þá hækkaður úr kr. 12150 í kr. 13700, og húsin tilsvarandi. Sami grundvöllur var notað- ur við mat fyrir kaup póst- og símamálastjórnarinnar á lóðinni Thorvaldsensstræti 6 og Thor- valdsensstræti 2. Verð lóðar og húss á Thor- valdsensstræti 2 varð kr. 16.243.111, og er þá miðað við að 2 millj. kr. greiðist við undir- skrift samnings, 2,619 millj. kr. 6 mánuðum síðar, en það sem eftir er (71,2 prs verðsins) á 10 árum. Ef um staðgreiðslu hefði verið að ræða hefði verðið orð- ið um 13,9 millj. kr., sem má skipta í lóðarverð kr. 7,3 millj. kr. og húsverð um 6,6 millj. kr. (um 55 prs af brunabótaverði). Meginhluti hússins er steinhús 21-22 ára gamall. Samkvæmt skipulagi Reykja- víkurbongar (bls. 146 og 150) má aðeins byggja lág hús (1- 2 hæða) sunnan Kirkjustrætis með samtals gólffleti (é hæðun um ofan jarðar) 50 prs meiri en lóðarstærðin (þar er nýtnisstuð ull 1,5), og þar sem lóðir nefndra 3 húsa eru samtals 1170 fermetrar að stærð, svarar það til að byggja megi þar hús með samanlögðum gólffleti 1755 fer- metra ofan jarðar eða minni en á Thorvaldsensstræti 2 (2000 fermetrar ofan jarðar). Lóðin (693,5 fermetrar), sem póst og símamálastjórnin hafði áður keypt á Thorvaldsens stræti 6, kostaði kr. 12150 hver við lóðakaup ríkisstjórnarinnar norðan Kirkjustrætis), en þar mátti aðeins byggja á 781 fer- metrum samanlags gólfflatar, og verður hver metri gólfflatar því talsvert dýrari en á Thorvald- sensstræti 2. Kaup á Thorvaldsensstræti 2 hagstæðara en á Kirkjustrætis- eignum. Af framansögðu er ljóst, að miðað við gólfflöt, sem byggja má, er Thorvaldsensstræti 2, sem nú var keypt, mun ódýr- ara á samanlagðan gólfflöt ofan jarðar heldur en á lóðunum sunnan Kirkjustrætis eða miðað við sitaðgreiðslu Thorvaldsens- stræti 2 kr. 6950 á fermetra, en á Kirkjustræti 8. Kr 13000 á fermetra og á Kirkjustræti 8B og 10 kr. 9834 á fermetra. Fyrir Landssímann er Thorvaldsens- stræti 2 þó enn hagstæðara, vegna þess að sú lóð liggur al- veg upp að núverandi húsi, sem hefur inngang, stigagang og lyftu við hliðina á, og þarf því ekki að byggja slíkt í fyrirhug uðu húsi, og hafa má beinan að gang að öllum hæðum milli hús Framhald á bls. 25 HÚSMÆÐUR ódýr húshjálp Ekkert ertiði að láta okkur þvo þvottinn og hreinsa fötin Stykkjaþvottur — blautþvottur trágangsþvottur — fatahreinsun vinnufataþvottur. Sœkjum - sendum LÁTIÐ V BORGARTÚN 3 SÍMI10135 ÞVO ÞVOTTINN OG HREINSA FÖTIN. WESTURBÆR Til sölu er eitt af glæsilegri einbýlishúsum borgar- innar. Húsið er á bezta stað í Vesturbænum. Það er 2 hæðir, auk kjallara og riss, gólfflötur um 140 ferm. Ræktuð og falleg lóð. Upphitaður bílskúr. Upplýsingar gefur (ekki I síma). KAGNAR TÓMASSON, HDL., Austurstræti 17, 3. hæð. FANNHVÍTT FRÁ FÖNN FÖNN tekur allar gerðir og tegundir skvrtna í þvott. Rétt verð —100% frágangur ng þjúnusta Þannig skilum við skyrtunum. Stífing við yðar hæfi: 1. Engin. 2. lítil, 3. meðal. 4. mikil. Festum skelplötutölur á skyrtuna, þar sem vantar. Plasthnappar settir í tvöfaldar líningar. Rykþéttar pastumbúðir utan um hverja skyrtu, þannig að skyrtan er alltaf sem ný úr verzlun. Vendum slitnum flibbum og líningum fyrir þá sem þess óska og skyrtan verður sem ný. SEM SAGT Yðar er ánægjan en okkar heiðurinn, að taka þátt í að þér séuð vel klæddur í fannhvíta skyrtu frá FÖNN. SÆKJUM — SENDUM. LanghoLtsvegi 113. — Sími 8-22-20. fermetri, (og var það verð miðað sunnal ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 travel Edinborg — Knup- mannnhöfn — London Siglt til Kaupmannahafnar með GULLFOSSI með stórskipinu M/S England, Danmörk, Bretland og flogið heim frá London. Brottför 14. september — 19 dagar, verð kr. 15.750. Þetta er ferð, sem margir hafa beðið um. Siglt til Leith (Edinborgar) og Kaup- mannahafnar með M.s. GULLFOSSI flaggskipi íslenzka flotans. Nokkrir glaðvgerir dagar í Kaupmannahöfn. „Borginni við sundið“. Skemmti- og skoðunarferðir þar og yfir til Svíþjóðar. Siglt síðan milli Danmerkur og Bretlands með stærsta far- þegaskipi Dana M/S England, sem er 10.000,— luxusskip með glæsilegum sam- kvæmissölum, skemmtistöðum, sundlaug og tollfrjálsum verzlunum um borð. Dvalið í viku í London. Farið þar í skemmti- og skoðunarferðir til Brighton og fleiri staða. — Margþættir möguleikar til leikhúsferða og skemmtana að kvöldinu. Og munið ensku knattspyrnuna. — Pantið strax. — Takmarkað pláss. London (Pmís) 9 dagar kr. 7.900 — 1.—9. október. Flogið með Flugfélagsþotunni báðar leiðir. Dvalið á Regent Palace hotel við Piccadilly í hjarta heimsborgarinnar, þar sem stutt er til hinna stóru verzlunarhúsa við Oxford og Regent street og skammt að fara í leikhúsin að kvöldinu. Skroppið er til Parísar með þá er óska laugardag og sunnudag, til þess að njóta helgarinnar í þeirri fögru borg fegurðar og gleði. Meðan dvalið er í London efnir fararstjóri StTNNU til margháttaðra skemmti- og skoðunarferða um London og nágrenni, m. a. til Brighton og fleiri staða. En að kvöldinu veitir London öllum öðrum borgum frekar fjölbreytt tækifæri til Mk- húsferða og skemmtana. Og munið ensku knattspyrmma. — íslenzkur fararstjóri alla ferðina. — Pantið snemma, því plássið er takmarkað. ni ferðirnar sem fólkið velur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.