Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 Rúmenía Ceausescus - frá Stalínisma til frjálslyndari stefnu FRÁ því að Nicolas Ceausescu komst til valda í Rúmeníu 1965 hefur stjórn landsins stöðugt orðið frjálslyndari og óháðari öðrum kommúnískum ríkjum og þá sérstaklega Sovétríkjunum, sem höfðu þar tögl og hagldir í stjórn og stefnuákvörð- unum um langt árabil Það er margt líkt með því sem hefur verið að gerast undanfarna mánuði í Tékkóslóvakíu og Rúmeníu og menn hugsa um hvar járnhæll kommúnistakúgunarinnar stígi næst niður, eftir að Tékkóslóvakía hefur verið fjötruð. Hér á eftir er í stórum dráttum rakin þróun sú sem átt hefur sér stað í Rúmeníu á síðustu árum, eða frá 1965 er Nicolas Ceausescu kemst til æðstu valda. Ceausescu er maðurinn á bak við þær stjórnarfarsumbætur, scm átt hafa sér stað til aukins frjálsræðis í Rúmeníu og Rúmenar biíast nú undir að verja með vopnum, ef til kemur. Hreyft breytingum stjómarhátta Gheorge Gheorghiu-Dej forseti Rúmeníu og formaður kommúnistaflokksins þar hafi vrið valdamesti maður landsins 1961 og þax til hann lézt í marz 1965. Hann hafði með góðum árangri stefnt að því að losa Rúmeníu undan erlendum áhrifum, hvort sem þau komu frá Kina eða So- vétríkjunum. Hann barðist gegn því að Rúmenía yrði gerð að forðabúri hinna komm únistaríkjanna og skap- aði þegnum sínum betri lífskjör, en nágrannar þeirra áttu við að búa. Stefna Gheorghiu Dej var: „Rúmen- ía fyrir Rúrnena", og aú stefna vann honum fylgi ut- an raða kommúnista, sem innan. Gheorghiu-Dej lagði grundvöUinn að þeirri stefnu sem mótað hiefur Rúmamska stjómskipan í dag, þó að stjómvöld Rúmeníu í dag beri hann ýmsum ófögrum sökum. Áður en útför Gheorghiu- Dej var gerð hafði Æðsta- ráð Rúmeníu skipað nýjan flokksleiðtoga og fyrir val- inu varð Nicolas Ceausescu, sem verið hafði náinn sam- starfsmaður fyrirrennara síns og reyndar höfðu óskir hins látna leiðtoga verið þaer að Ceausescu tæki við leiðtoga- starfinu. Ceausescu hefur verið æðsti maður Rúmeníu siðan og hef- ur fylgt srtefnu Gheorghiu- Dej í utanríkismálum með því að herða sóknina til aukins frjálsræðis Rúmeníu. Rúmenía fyrjr Rúmena og hlutleysi í deilu Kínverja og Rússa RÚMENÍA lagði niður gamla nafnið „alþýðulýðveldið“, ár- ið 1965 og tók upp orðið „sós- íalistalýðveldi“. Stjómarflakk urinn hét ekkj lengur sínu gamla nafni „verkamanna- flokkur" heldur „kommún- istaflokkur". Fljótt á litið virtist hér um þversögn að ræða og ósamræmi pailli til- hneigingar þjóðarinnar til lýðræðisstefnu, annars vegar og endurupptöku kommún- istastimpils og áframhaldandi völd stjórnarflokksins. En í rauninni voru þessar tvær hreyfingar skyldar. Rúm enskir 'kommúnistar voru sér þess meðvitandí að flokkurinn þeirra var orðinn fulltíða og myndi geta stjórnað öruggur um að ráða yfir lífi þjóðarinn ar í landinu á öllum sviðum. Hann þutrfti ekki lengur að fegra baráttuna með því að kenna hann við verkam.flokk- flokkinn, stjórnin var sam- keppnislaus. Atburðir tveggja síðustu ára höfðu einnig rennt stoðum undir áhrif þeirra og völd og stjómin lýsti því þá yfir að hún væri „sjálfstæð" og „jafnrétthá", og hvaða kommúnistaríki sem væri — Sovétríkin ekki undanskilin. Það er einmitt þama, sem hin raunverulega þýðing hinn ar nýju stjómarstefnu, frá ný- afstöðnu flokksþingi, kemur til sögunnar. Hún strikar út allan sleikjuskap við Rúss- land og t. d. er ekki minnst á að Sovétherinn hafi „frels- að“ landið, miðað við stjórnar skxána frá 1952, sem var af- numin þetta ár, en þar stóð: „Rúmenska alþýðulýðveldið varð til sem afleiðing af hin- um sögulega sigri Sovétríkj- anna yfir Þýzkalandi og fas- isma þess, og frelsun Rúmen- íu fyrir tilverknað hins glæsi- lega sovéthers". Rúmeníustjóm tók þar með eigin stefnu, sem miðaði þó að því að brúa „bil beggja“ og eiga vingott við allar þjóð- ir, austræmar og vestrænar, sem landið hafði þá þegar átt hagkvæm verzlunarviðskipti við. Þessi fullyrðing um „sjálf stæði“, eða „hugmyndafræði- legt hlutleysi", kom fyrst fram opinberlega í miðstjórn- aryfirlýsingunni, sem gefin var þegar Rússar tóku að heimta, að allar kommúnista- stjómir skyldu lýsa sig and- vigar Kína vorið 1965. Með þessu mótmæltu Rúm- enar hugmyndinni um „föður flökk“ (þ. e. Sovétrikin og Kína) og „sonarflokk" (þ. e. þeirra eigin ríki eða hvert ann að austur-evrópskt smáríki). Þeir héldu því fram að all- ir flokkar væru jafn réttháir og hver þeima hefði fullan rétt á að „ganga sína braut til sósialismans", allt eftir eig- in þörfum og skilyrðum. Strax 1965 voru Rúmenar famir að láta þessa skoðun í ljós með orðiun og gjörðUm, sem gáfu fullkomlega til kynna fjar- lægð þeirra frá öllu nema þá allra almennustu skuldbind- ingum innan Sovétríkjasam- bandsins. Á sömu afstöðu er lögð áherzla í hinum nýju reglum, sem teknar voru upp samhiliða nýju stjómar- skránni og það er áberandi hvað þær reglur eru ólikar annarra austur-evrópuflokka. Þar er að vísu r.aldið áfram að viðúrkenna „reynslu" og „forystúhlutverk" Sovétflokks ins en nýju reglumar strika út allt kjaftæði um: .veginn, sem öllu mannkyni er opinn fyrir tilverknað hinnar miklu sósíalista-októberbylt- ingar“, eins og sagði í gömlu reglunum á skáldlegan hátt. í nýju reglunum var lögð áherzla á að rúmenski komrn únistafolkkurinn, meginaflið í rúmenskum þjóðmálum, þjóni dyggilega merkustu áhugamálum og þrám þjóðar- innar. Nýju reglumar minin- ast ekki einu orði á að flokk- urinn sé hluti heimskommún- ismans. Þær rétt aðeins nefna MaTX-Leninisma á nafn. „Sós íalísk föðurlandsást“ og „ætt- jarðarást hafa útrýmt „öreiga- eða sósíalískri alþjóðastefnu". Rúmanski flokkurinn er með berum orðum staðfestur sem aðalstjómmálaaflið í land inu, sem hafi það hlutverk að stjóma allri starfsemi í landinu. Að vísu var gerð gangskör að þvi að opna flokkinn almenningi og gera hann þannig raunverulega að flokki allrar þjóðarinnar og þetta markmið hefur styrkt flokkinn inn á við og út á við og með þessari þróun hefur Rúmenía náð styrkari stöðu í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu. Stjórnarskráin áskilur frelsi fyrir blöðin, frelsi til fundar- halda og kröfugangna — nema þeim til hainda ,sem eru andvígir „sósialistakerf- inu eða sem er fasisks eða and lýðræðislegs eðliis. Slíkar und antekningar skulu ákveðnar af flokknum. Með þessum ráðagerðum gáfu Rúmenar í skyn að þeir væru fyrst og fremst Rúmanar og síðan sós- íalistar og með þeim borgara- legu réttindum sem smátt og smátt hafa komist inn í stjórn arkerfið, þá er þetta ekkert Nicolas Ceausescu smáræði. „Frelsisaukning“ — Rúmeníu eims og víða annars staðar í blokkinni er komin af stað og verður vart stöðvuð til frambúðar. Þjóðimar geta ekki etið sig sjálfar, nema að vissu marki. Sívaxandi þjóðemisstefna Leiðtogafundur Yarsjár- bandalagsins, sem haldinn var í Búkarest vorið 1966 markaði enn betur þá steifnu, sem Rúmenía hafði tekið í ut anríkismálum. Svo sem títt er um viðræður kommúniskra leiðtoga, hvíldi mikil leynd yfir bandalagsfundinum, en Varsjárbandalagið var stofn- að 14. maí 1955 og aðildar- lönd voru Sovétríkin, PÓl- land, TékkósJóvakia, Ung- verjaland, Rúmenía, Búlgar- ía og Albanía, en Albanir hafa ekki tekið þátt í fund- arhöldum bandalagsins síðan upp úr slitnaði milli Rússa og Kínverja á fundi í Kreml 1965 og Albanir tóku afstöðu með Kínverjum. Albönum var að sjálfsögðu boðið til fund- arins, þá eins og áður, en þeir sinntu því engu. Þessa firndar var beðið með mikilli eftirvæntingu, þvi að staða Rúmieníu meðal kommúnista- ríkjanna hafði að undanförnu orðið æ forvitnilegri. Nokk- uð má marka mikilvægi þess fundar á því að frá Sovét- ríkjunum komu þrír valda- mestu mennirnir: Kosygin, Brezhnev og Malinovsky mar skálkur. Þeir hlutu hjartanlegar móttökur á flugvellinum í Búkarest, faðmlög og kossa á kommúniska vísu, en þegar að samningaborðinu var kom- ið reyndust gestgiafarnir hiin ir ákveðnustu. A fundinum komu fram algjörlega andstæð ar skoðanir sovézkra og rúm anskra leiðtoga á því, hvem- ig haga skildi skipan Var- sjárbandalagsins. Sovét- stjórnin hafði þá að undan- förnu barist fyrir því að bandalagið yrði öflugra og víðtækra — ekki aðeins hern- aðarbandalag í framtíðinni, heldur einskonar stjórnmála- bandalag. Vildu Rússar að yfinstjórn bandalagsins yrði jafnfrarwt pólitísk yfirstjórn kommúnistaríkjanna og mál- svari þeirra sameiginlega í ýmsum málum, svo sem þeim er vörðuðu Þýzkaland og ör- yggi Evrópu, Vietnamdeiluna og þá yíirleitt afstöðuna til Bndaríkjanna. Þessu voru Rúmenar algerlega andvígir og eru þeir sagðir hafa talið þessar tillogur Rúsisa dulbún- ar tilraunir til að herða bet- ur greiparnar um Austur-Ev- rópu. Lögðu Rúmenar alla á- herzlu á að aðildarríki Var- sjárbandalagsins flengju meira sjálfstæði innan þess og aukna hlutdeild í yfir- stjórninni. Jafnframt lögðu Þeir til að hvatt yrði jafn- framt til þess að Varsjár bandalagið og Atlambshafs bandalagið yrðu lögð niður smám saman og viðskipti og stjórnmálaleg samskipti aðild arríkja þessara tveggja hem aðarbandalaga aukin. Nicole Ceauseslu hinn ungi leiðtogi rúmenskra kommún- ista hefur frá því að hann komst til valda fylgt greini legri og sívaxandi þjóðernis- stefnu. Rúmenar sáu sér leik á borði, þegar deilurnar milli sovézkra og kínverksra komm únista urðu háværar, að haþía þar algjöru hlutleysi, gera sig líklegan til þess að miðla málum milli þessara aðila, en nota jafnframt tækifærið til þess að sýna aukið sjálfstæði. Þá var fyrsta skrefið aukið frjá-lsræði í efnahagsmálum og stöðugt hafa Rúmenar styrkt sess sinm sem styrkara og friálslyndara ríki. Rúmenar breyta skipulag- inu enn 1967. Ákvarðanir þær sem tekn- ar voru á flokksþingi rúm- enska kommúnistaflokksins haustið 1967 gerðu ráð fyrir róttækum breytingum á upp- byggingu flokksræðis og rík- isvalds í Rúmeníu á fjölmörg um sviðum. Breytingar þær, sem gerðar voru á embættis- mannastjórninni og stjórn iðn aðarins og atvinnulífsins eiga að gera skipulagið sem hag- kvæmast og tryggja að sem mestum árangri verði náð á öllum sviðum. Aðaláherzla verð ur lögð á að það að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir og flokksráð, sem fjalla um slík mál, vinni sama verkið tvisv- ar. Binda enda á allan „tví- verknað“, jafnt hjá þeim sem eru tiltölulega lágt settir í stjórnum fyrirtækja og þeim sem hærra eru settir. Þessar umbætur miða ekki hvað sízt að því að tryggja að flokkur- inn geti haft eftirlit með öll- um mikilvægustu störfum, en hingað til hefur flokkurinn haft slíkt eftirlit á hendi á- samt ríkisstjórninni, en ekki einn. Þessi sameinings flókksræð is og ríkisvalds kemur gleggst fram í þeirri ákvörðun flokks þingsins að Ceauisescu, skuli jafnframt gegna embætti for- seta. Sameining þessara tveggj embætta á að stuðla að því, að umbótaáætlun þeirri, sem Ceausescu hefur sjálfur beitt sér fyrir, verði hrundið í fram kvæmd á sem skjótastan og tryggastan hátt. Ceausescu hefur verið helzti forvígismaður hinnar sjálf- stæðu stefnu Rúmena í utan- ríkismálum. Þó hann sé fylgj- andi því að Rúmenar hafi nána samvinnu við Sovétrík- in og önnur kommúnistaríki á sviðum stjórnmála og efna- hagsmála, vill hann ekki vera bundinn við pólitízkar kenni- setningar, sem samræmast ekki hagsmunum Rúmeníu. Hann vill þvert á móti samlaga stefnu landsins gagnvart Aust ur og Vestur-Evrópu, brýn- ustu þörfum og hagsmunum landsins. Rúaruenía var fyrsta Austur-Evrópuríkið, sem tók upp stjómmálajsamband við Vestur-þýzku stjómina, enda þótt sú ráðstöfum sætti harðri gagnrýní anmars staðar í Aust ur-Evrópu. Ceausescu vill samstarf við öll ríki, ef slík samvinna kem ur báðum aðilum að gagni og er ekki bundin skilyrðum, sem að hans dómi eru skerðing á fullveldi Rúmeníu. Þess vegna hefur hann gagnrýnt Rússa harðlega fyrir að beita Rúm- ena efnabagsleguim þvingun- isum til að halda sjálfstæðis- viðleitni þeirra í skefjum og fyrir að standa ekki við gerða samninga um aðstoð við rúm- enskan iðnað af sömu ástæðu. Hann hefur einnig frestað undirritun nýs vináttu og við- skiptasamnings við Rússa. í texta samningsins er talað um „hugsanlega þýzka árás“. Hann vill að þessi setning verði þurrkuð út, því að hann telur þetta orðalag vera úr- elt og heyra fortíðinni til. Fram á árið 1967 átti Ceau- sescu ekki sæti í ríkisstjórn- inni, en nú getur hann farið til allra landa, sem hann hef- ur áhuga á samvinnu við, sem þjóðhöfðingi og filokksleiðtogi. Hann keppir síður en svo að því að slíta suindur öll tengsl við Rússa, eða alþjóða hreyfingu kommúnista, en tel- ur sitt hlutverk vera fólgið í því að halda fram sjálfstæði Rúmeníu. Hann er fremsti leið togi hins þjóðlega kommún- isma og það er svipuð þró- un sem hefur átt sér stað í Tékkóslóvakíu á mun skemmri tíma og Rússar ásamt hinum innrásarþjóðunum hafa nú spennt helgreipar sínar yfir. Tíminn mun leiða í ljós hvort að stefna Ceausescu, sem vík ur ekki frá sósíalísrískum mark miðuim í mieginmáli, geri rúm- ensku þjóðiruni lífið bærilegra. Þá hafa ekki verið gerðar ná- lægt því eins miklar breyt- imgar á innanlamdsstjómkerfi Rúmena einis og stjórn Du- bceks var búin að gera í Tékkóslóvakíiu. Hreinsanir á s.l. ári. í apríllok s.l. veik rúm- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.