Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 196« 15 í febrúarmánuði 1948 tóku kommúnistar völdin í Tékkósló vakíu. Valdarán þeirra í Tékkó slóvakíu var framhald atburða sem áður höfðu gerzt í Ung- verjalandi, Búlgaríu, Rúmen- íu og víðar. Lengi framan af höfðu menn vonað, að lýðræð- ið í Tékkóslóvakíu stæði það föstum fótum, að kommúnisminn fengi ekki gleypt þjóðina, auk þess sem forseti landsins og stjórn höfðu svo vinsamleg sam skipti við Sovétstjórnina að tal ið var að hún mundi láta þar við sitja. En það reyndiist ekki svo. Verður hér rakin saga valdatökunnar 1948, hin hörmu legu endalok Mazaryks og get ið um viðbrögð Þjóðviljans þá. Þegar nazistar tóku Tékkó- slóvakíu, flýðu m'airgii- forystu- menn ríkisins úr landi og sum- arið 1941 setti Benes, forseti á laggirnar útlagastjórn, með aðsetri í London Meðal þeirra, sem áttu sæti í þeirri stjórn, var Jan Mazaryk, sonur Thom- asar Masarýks, sem var ein- lægur lýðræðissinni, eins og fað ir hans og gerðist aldrei flokks bundinn. Eftir að þýzku herirn ir höfðu verið hraktir úr Tékkó slóvakíu, sneri útlagastjórn- in heim. Benes kom til Prag 16. maí 1945. í fyrstu eftir- stríðsstjórninni, sem taldi 20 ráðherra, áttu sæti sjö komm- únistar en flestir hinna voru vinstrisinnaðir lýðræðissinnar. Jan Masaryk var utanríkisráð- herra, utan flokka, og land- varnarráðherra Ludvik Svo- boda, hershöfðingi, einnig utan flokka, en hlynntur kommún- istum. Það sem réð úrslitum um gang málanna á næstu árum, var að látið var undan kröfum komm- únista um að maður úr þeirra flokki, Caclav Nosek, skyldi skipaður innanríkisráðherra, því að undir það embætti heyrði lögregla landsins og hann hófst þegar handa við að „hreinsa" til innan hennar og koma komm únistum í mikilvægustu stöður um lan.dið allt. Einnig heyrði undir innanríkisráðherra ríkis- útvarpið og opinberar frétta- stofnanir og leið ekki á löngu áður en þær urðu að áróðurs- tækjum kommúnista. Stefna stjórnarinnar í efna- hagsmálum var mjög vinsitri sinn uð. Kommúnistar lögðu alla á- herzlu á að aiuka þjóðnýtingu, svo að bankar, námur og trygg- ingarfélög voru þegar þjóðnýtt og ýmsar aðrar ráðstafanir voru gerðar til þess að auðvelda rík- inu íhlutun í atvinnulífið. Við kosningarnar árið 1946 fengu kommúnistar flest atkvæði. Með samvinnu við sósíaldemokrata náðu þeir 52 prs. atkvæðamagns á þinginu og ný stjórn var mynduð undir forystu Clements Gottwalds, úr flokki kommún- istanna. Fyrsta meiri háttar verkefni stjórnarinnar var að framkvæma tveggja ára efnahagsáætlun, einskonar viðreisnaráætlun, sem miðaði að því að koma fótum undir efnahag landsins eftir styrjöldina. Framkvæmd þess- arar áætlunar hófst 1. janúar 1947. En þetta ár urðu geysi- legir þurrkar í Tékkóslóva- kíu og uppskerubrestur mjög alvarlegur. Stjórn landsins vildi fegin taka boði um efna- hagsaðstoð samkvæmt banda- rísku áætluninni um endurreisn Evrópu. En þá sýndi Sovét- stjórnin vináttu sfna f raun og tilkynnti Stjórninni í Prag, að það væri ósamrýmanlegt banda lagssáttmála Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna ef tékkneska stjórnin færi til Parísar að ræða um efnahagsaðstoð frá Vestur- löndum. Þessi íhlutun Sovétstjórnarinn ar vakti óskaplega reiði og ólgu innan stjórnarinnar, og smám saman opnuðust augu andkomm únisku ráðherranna fyrir því, sem var að gerast og þeir höfðu ekki hugsað um fyrr. Þeir gerðu sér nú allt í einu grein fyrir því, sem Nosek innanríkisráð- herra hafði verið að gera með því að setja kommúnista í em- bætti í lögreglunni. Þeir skildu nú, að vinsamleg samskipti við Rússa og sósíalistísk stefna rík isstjórnarinnar í landsmálum voru ekki nægileg trygging fyr ir því að Sovétstjórnin hlífði Tékkóslóvakíu við sömu örlög- um og Ungverjar og fleiri ná- grannaþjóðir þeirra höfðu þeg- ar hlotið. Dregur til úrslita í janúar 1948 bar dómsmála- ráðherra landsins Dartina, fram kæru á hendur innanríkisráðu- neytinu fyrir að hafa notað leppa sína til þess að ljúga upp sökum gegn Þjóðlega jafn- aðarmannaflokknum og bar nú fram margvíslegar sannanir. Hinn 17. febrúar var svo hald inn stjórnarfundur, þar sem dró til úrslita. Meiri hluti stjórnar innar krafðist þess að átta lög- reglusitjórar í Prag, sem höfðu verið látnir víkja fyrir komm- únistum, fengju embætti sín aft ur í hendur. Þetta voru mikil- vægustu embætti lögreglunnar og mennirnir höfðu vald til þess að fyrirskipa vopnabeitingu í landinu. Þegar kommúnistar neituðu að skipta um menn í lögreglustjórnarembættunum og héldu áfram að sölsa undir sig völdin í mikilvægustu stöðum, sögðu andkommúnisku ráðherr arnir tólf af sér. Það gerðist 20. febrúar, en Benes, forseti neitaði að taka lausnarbeiðni þeirra til greina, kvaðst ekki mundu leyfa raeinum einum flokk að eyðileggja stjórraar- starfið. Næsta dag sendi Gottwald, forsætisráðherra bréf til for- setans og krafðist þess að hann tæki lausnarbeiðnirnar til greina Þegar hann neitaði enn svöruðu kommúnistar með einföldiu og raú gamalkurarau ráði: Þeix köll- uðu til Prag lögregluhersveit- ir, sem höfðu verið staðsettar víða um landið og þjálfaðar undir stjórn kommúnista. Jafn- framt hófu þeir nú að koma á fót „framkvæmdanefndum" — sem raunar voru löngu skipaðar og voru reiðubúnar að taka völd í hverjum bæ, hverju héraði og hverri borg, öllium samtökum, allt frá háskólum til verkalýðsfélaga. Jafnfram't gkip ulögðu kommúnistar geysilegar hópgöngur verkamanna er kröfð ust aukinnar þjóðnýtingar og valdatöku kommúnista. Stúdnet ar hins vegar þyrptust út á strætin til að mótmæla hinu augljósa valdaráni kommúnista en höfðu ekki upp úr því ann- að en handtökur. Bæði lögregl- an og her var beitt í þágu kommúnista, enda menn þeirra komnir I allar lykilstöður. Spennan jókst stöðugt og brátt varð augljóst, að Sovét- stjórnin hafði ekki einungis fyr irskipað valdatökuna, heldur sendi hún fulltrúa sinn til þess að sjá um að allt gengi sam- kvæmt áætlun. Það var Valer- ian Sorin, þá aðstoðarutanrik- isráðherra Rússa, sem kom til Prag undir því yfirskini, að hann væri formaður viðskipta nefndar, en hann fór ekki úr landinu fyrr en allt vald var tryggilega í höndum kommún- ista. Þá bárust fregnir um liðs- flutninga sovézkra hersins við landauærin. Að því kom í Prag, að vopn- uð lögregla réðist inn í skrif- stofu Jafnaðarmanna og hand- tók starfsmenn flokksins á þeirri forsendiu að fundist hefðu skjöl sem sönnuðu, að flokkurinn und irbyggi byltingu. Jafnframt tók Nosek innanríkisráðherra fyrir öll ferðalög úr landi, án leyfis stjórnarinnar. Þegar svo komm únistar hótuðu meiriháttar blóðs úthellingum, gafst Benes for- seti upp. 25. febrúar viðurkenni hann skipan nýrrar stjórnar undir forsæti Gottwalds, þar sem sæiti áttu 12 kommúniskir ráðherrar af 24. Andstöðublöð kommúnista voru bönnuð og ritstjórar þeirra handteknir, geysilegar hreinsanir voru gerð ar í öllum ráðuneytum, hverj- um grunsamlegum starfsmanni sagt upp og kommúnistar settir í staðinn, fjöldi kennara í öll- um skólum var handtekinn, allt frá barnaskólum upp í háskóla, svo og leiðtogar stúdentasam- taka, blaðamannasambandið var þegar algerlega í höndum komm únista ag voru allir anidstæðing ar þeirra reknir úr því og fyr- irskipuð var ströng ritskoðun á allar t ímar i t.s g reina r. Erlend blöð voiru flest böranuð. Næstu daga var þessari starfsemi hald- ið áfram og 27. febrúar fyrir- skip aði memntam álar áðherra landsins að í öllum skólum lands ins skyldu hengdar upp myndir af Stalín, einræðisherra Sovét- ríkjanna, Nosek, innanríkisráð- herra fyrirskipaði siðan 2—3 daga hátíðahöld til þess að fagna því að þjóðin hefði öðl- ast „frelsi". Dómstólar landsins fóru ekki varhluta af hreinsunum. Lög- fræðingar voru sviptir réttind- um unnvörpum og dómarar rekn ir frá embættum, en kommúnist ar settir í stöður þeirra. Sam- tímis var haldið áfram þjóðnýt ingunni, sem hafði verið vel á veg komin. Öll fyrirtæki, sem höfðu fleiri en fimmtíu manns í siinni þjónustu voru þjóðnýtt og jörðum var skipt niður. Lát Mazaryks. Fylgjendur lýðræðisins í Tékk óslóvakíu höfðu verið gerðir gersamlega óvirkir Þeir fieng'U ekki rönd við reist og flestir gáfust upp við að malda í mó- inn. Jan Mazaryk, sem allan tímann hafði gegnt embætti ut anríkisráðherra og leitt flokks pólitískar deilur hjá sér, lézt skyndilega 10. marz. Hann fararast látinn fyrir utan glugga skrifstofu sinniar í utaniríkisráðu neytinu í Prag kl. rúmlega 6 að morgni. Af opinberri hálfú var skýrt frá því, að hann hefði framið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni. Fallið var þrett án metrar. Svipuð urðu örlög Dartina, er sviptur hafði verið embætti dómsmálaráðherra. Báð um sveið sárt að sjá hvað gerzt hafðd. Og kommúraistar vissu sem var, að þeir yrðu ekki þægiliegir viðskiptis, en erfitt að losna við þá vegna persónulegra vinsælda þeirra. Þegar Maaaryk fanrast látmn hinn 9. marz 1948, vakti það feikraa athygli um allan heim og íréttastoÆnanir og blöð skýrðu sem ítarlegast frá öllu, sem vitneskja fékkst um varð- andi hinn sviplega dauða utan ríkisráðherrans. Þá strax voru skoðanir manna mjög skiptar um hvort Masaryk hefði raun- verulega framið sjálfismoirð eins og staðhæft var eða verið myrtur. Og fulltrúi Tékkósló- vakíu hjá Samieinuðu þjóðunum, dr. Papenek, ritaði Tryggve Lie, framkvæmdastjóra Sameira uðu þjóðanma brétf þar sem hanra fór fram á að ástandið í Tékkóslóvakíu væri rannsakað. Það var ekki fyrr en nú í vetur, 20 árum síðar, eftir að losnað hafði um hötftin í Tékkó tslóvakíu, að fram komu vitni, sem verið höfðu í Cernin-höll þetta örlagaríka kvöld og sögðu sögur af dularfuMri bif- reið sem kom þangað um kvöldið. Skömmu síðar faranst Masar- yk sem hafði skömmu áður beð ið um að vekja sig morguninn leftir, í hal'largarðinum. Annað vitni var læknirinn, sem hafði skoðað líkið fyrir greftrun, og berati nú á ýmis atriði, er bentu til þess að hann hefði ekki fraxnið isjálfsmorð. Afstaða Þjóðviljans. Þjóðviijinn hafði á sínum tíma sínar skýringax á hinu sviplega fráfalli Masaryks. f Þjóðviljanum 12. marz 1948 seg ir m.a.: „Þessi mikilhæfi stjórnmála- rnaður, sem var að upplagi fín gerður listamaður virðist þann ig hafa svipt sig lífi vegna þeirrar trylltu áróðursherferð- ar, sem bandaríska utanríkis- ráðuraeytið stendur fyrir og einnig nær hingað til fslands." Ennfremur segir í Þjóðvilj- anum: „Nafn hans var þekkt um allan heim, og hinum sið- lausu áróðursleppum reyndist erfitt að ata hann auri, þó það væri vissulega reynt.“ „Og þessi vesælu málgögn bandaríiska utanríkisráðuneytis- ins ganga enn lengra. Morgun blaðið er svo ósvífið í gær að halda því fram, með dylgj um og brigzlyrðum, að Masaryk hafi vierið myrtur af Tékkum! Tékk ar hefðu sem sagt átt að myrða einn helzta forystumaran sinn í stóratburðum síðustu daga, srvipta sjálfa sig virtum leið- 'toga og leggja hinum erlendu æsingamönnum vopn upp í hendurraar. Er hægt að hugisa sér öllu siðlausari og heimsku- legri áróður. Jafnvel persónu legur harmleikur er þessum launuðu ritleppum ekki heilag- ur.“ . „En skrif dollarablaðanna um lát Jans Masaryks eru vissuliaga í algjöru samræmi við aranan frétftaflutning frá Tékkó slóvakíu. Allt skal notað til æstoga, engra stórlyga svifisit og öllum fölsunum beitt. Til- gangurinn helgar meðalið, virð ist vera kjörorðið, og tilgang- uriran er sannarlega ekki feg- urri en baráttuaðferðimar. Etf þess er nokkur kostur, að ala hér upp fasistískan hugsunar- hátt, þar sem ofsi og trylling- ur á að stjórna afstföðu nxanna, en ekki vit og stillirag. í Heim dalli, félagi ungra sjálfstæðis- manna er markvisst uranið að því að ala upp háfaeistíska ai stöðu hjá nýfermdum unglirag- um, sem ekki hafa þroska til að standast bellibrögðin. Og það er í sannleika ógeðslegt, að Framhalð & bls. 31 Jan Mazaryk utanríkisráðherra á líkbörunum 12. marz 1948.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.