Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 0 Beygjuljósið við Álfheima Kristín skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að fá svar við einni spurn ingu um umferðina hér í Reykjavík. Ég er utan af landi, en hef verið á bil hér I bænum í sumar. Mér finnast götuvitarnir á fjölfömustu gatnamótunum ágætir til að greiða fyrir umferðinni. En einn er sá götuviti, sem ekkert er farið eftir. Ég fer daglega og stundum oft á dag, um Suðurlandsbraut og upp 1 Álfheima. Þar eru ljós bæði til að aka eftir beint áfram og til að beygja upp í Álfheimana. Þessu beygjuljósi taka fáir 'mark á. Á hverjum degi bíð ég þarna eftir beygjuljósinu með öskrandi bílaröð fyrir aftan mig. • Nú langar mig til að vita ákveðið, hvem ■ig ég á að haga mér þarna. Er ætlazt til, að ekið sé eftir þessu ljósi, eða er það bara til skrauts? Ég er orðin leið á að Reykvíkingar öskri á eftir mér í stórum hópum. Ég vonast eftir svari fljótt! Kristín". Velvákandi veit ekki betur en fara eigi eftir Ijósavitanum, en gott væri að fá álit umferðarsérfræðinga okkar. 0 Aðbúnaður um borð í ms. Esju Erlendur Jónsson, bílstjóri, skrifar: . „Kæri Velvakandi! Hinn 14. þ.m. birtist í dálkum Velvak- anda lýsing einhverrar Svanhildar Guð- mundssonar á ferð, sem farin var 20. f.m. til Vestmannaeyja með e.s. Esju og aðbún- aði og þjónustu þar um borð. . Segja má, að ritsmið frúarinnar sé þess eðlis, að furðulegt megi teljast, að kona skuli láta nafn sitt undir slfkt. Það vill nú svo til, að fieiri hafa komið um borð í ms. Esju en frú Svanhild Guð- mundsson. Ég er einn þeirra, sem ferðast hafa margar ferðir með ms. Esju, bæði smáar og stórar,(og ekki færri en tvær kringum landið allt) á fyrsta og öðru far- rými, í 4ra og 2ja manna klefum, og aldrei orðið var við neitt af því, sem frúin minn- ist á í skrifum sínum. Við fórum 4 félagar £ hringferð í fyrra- sumar með Esjunni og þá 1 4ra manna klefa (mig minnir, að klefinm væri nr. 7) og varð ég efcki var við nein þrengsli 1 klefa þessum. í þessum klefa var fullkom- in loftræsting, það voru lesljós yfir öllum „kojum", það voru tandurhrein handklæði í klefanum, og síðast en ekki sízt, þarna var alveg óstíflaður vaskur með heitu og köldu vatni. En um vaska skipsins segir frúin orðrétt: „Svo voru allir vaskar stíflaðir, og voru herbergisþernumar á þönum alla ferðina með dælu án árangurs, og gaus upp óþverrinn, þegar þær vora að pumpa. En loftleysi og hiti var svo mikill, að við vorum nærri köfnuð". Hún er ekki myrk í máli frúin. En um salemismenningu fsl- endinga segir hún orðrétt: „Þeir era nógu fínir í fötunum en umgengni og sóðaskapur þeirra er fyrir neðan allar hellur“. En I ferðinmi var útlendingur, sem mældi allt út fyrir frúna, bæði stærð klefanna og andrúmsloft f þeim. Niðurstaðan af þessum mælingum er einfaldlega sú, að ekki sé líft í klefum skipsins. 0 Gagnrýni eða nöldur? Frúin fer nokkrum viðurkenningarorðum um þjónustufólkið um borð, og segir, að það hafi verið fyrsta flokks. Én frúin hefur varla sleppt orðinu um þetta atriði, þegar hún fer rauirweralega að lýsa þjónustu stúlkunum um borð og hvernig þær vinni verk sitt, ( og svo kemur lýsing frúarinn- ar ). Það vantar ælubakka handa þeim, sem sjóveikir era, rúmföt hirt úr kojunum, ef í þau er ælf, en alls ekki látin önnur I staðinn, handklæði eru látin hanga uppi á salemunum, þar til þau era orðin svört eins og skóþurrkur. Þetta er efnislega rétt lýsing frúarinnar á störfum þess fólks, sem stumrar yfir fárveikum farþegum í vond um veðram og gerir allt, sem hugsanlegt er til að bæta líðanina. Á öllum tímum eru til nöldurskjóður, sem allt hafa á hornum sér bæði heima og heiman. En það er sameiginlegt öllu slíku fólki, að það gerir yfirleitt strangar kröfur til annarra, en minni til sjálfs sín, og mundi allra sizt lagfæra þá hluti, sem það nöldrar yfir, þótt það hefði aðstöðu til þess, ( þetta skyldi þó aldrei geta verið lýsing á frúnni sjálfri?). 0 Gamalt skip en góð áhöfn Það skal fúsiega viðurkervnt, að Esjan er orðið gamalt skip og stenzt eflaust ekki samarvburð við þau strandferðaskip, sem nú era smíðuð, hvað íburð og annan að- búnað snertir. En ómetanlegt er það þjón- ustuhlutverk, sem Esjan hefur gegnt þá áratugi, sem hún hefur siglt hér við strend ur landsins, það þekkja allir fslendlngar. En eitt er alveg víst, að skorti eitthvað frá skipsins hálfu, sem talist gæti til þæginda fyrir farþegana, þá bætir áhöfnin það fylli lega upp, þvi að öll hennar störf einkenn- ast af þjónustulund og elskulegheitum allt frá skipstjóra og niður í messadreng. Frúin klykkir svo út með þvi að lýsa því yfir, að hún muni ekki framar stíga um borð í Esjuna, mér finnst það ekki undarlegt, og mundi segja, að það benti til jákvæðra eiginleika í fari frúarinnar. Ég hins vegar, fer alltaf með óblandinni ánægju um borð I Esjuna, og vildi eiga eftir að fara margar ferðir með henni enn, áður en hún hættir ferðum meðfram strönd um landsins. Með kærri kveðju til áhafnarinnar á ms. Esju. Erlendur Jónsson, bílstjórl". 0 Sykurleysl „Kæri Velvakandi! Iðulega í dálfcum þínum hef ég rekist á kvartanir af ýmsu tagi, um miður góða þjónustu hjá okkur íslendingum, og nú langar mig til að biðja þig Velvakandi góður að koma einni slikri kvörtun fyrir mig á framfæri: Um síðustu helgi n.t.t. 27. júlí, fór ég ásamt fleirra fólki í smáferða lag út úr bænum. Við voram vel búin að nesti og öðra, en þegar við áðum í fyrsta skipti til að fá okkur hressingu þá urðum við þess vör að sykurinn út 1 kaffið hafði gleymzt heirna, og sagði þá einhver í hópn um, að við mundum geta fengið keyptan sykur á Þingvöllum, þvi að þangað var ferðinni einnig heitið. Jæja er við svo kom- um á staðinn fór ég ásamt annari konu inn í hinn mjög svo vistlega veitingasal hótel Valhallar og að afgreiðsluborðinu ogspurð um hvort við gætum ekki fengið keyptan molasykur. Nei það var ekki hægt. Mér var það nú á að reka bæði upp stór augu og stórt „ha“, og spurði hvers vegna „Ja bara af því“, var svarið Fórum við nú við svo búið út í ,sjoppu‘ þarna á hlaðinu, til að athuga, þó okkur þætti það nú reyndar ótrúlegt, hvort víð gætum fengið sykurinn þar. Nei það var úti lokað. Segi ég þá svona við stúlkuna, sem var þar við afgreiðsluna: „Hvernig ætli standi á því að það er ekki hægt að fá keyptan sykur inni á hótelinu"? „Ja, það er ómögulegt, það era allir að biðja um þetta, og ef farið er að selja einum þá verður að selja öllum, og svo er þetta engin nýlenduvöraverlun“. — Mér kom þá í hug saga u-m kaupfélagsstj óra eirm austur á landi, sem svaraði viðskipta vinum sinum á þá leið, er þeir kvörtuðu yfir því að þennan og hinn nauðsynja- varning, vantaði tímunum saman í kaupfé- laginu. „Það þýðir ekkert að vera að panta þetta, það selzt alltaf upp um leið“. Semsagt á Þingvöllum var eíkki hægt að fá keyptan sykur, af því allir vora að biðja um hann. Ég veit nátturlega að þarna er ekki rekin nein nýlenduvöraverzlun og við lifðum nú svo sem daginn af án þess að fá sykur í kaffið okkar, en hálf léleg þjónusta þótti okkur þetta. Með fyrlrfram þakfclæti fyrir birtinguná Kona úr Kópavogl". f BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. Lœknaritari óskast hálfan daginn. Kunnátta í ensku og dönsku æskileg. Eiginhandarumsókn ásamt uppl. um fyrri störf og aldur óskast sent Mbl. merkt: „Domus Medica — 8268“. íbúð óskust til kuups Þriggja til fjögurra herbergja íbúð, helzt með góðu útsýni, óskast til kaups. Góð útborgun. Tilboð ásamt lýsingu á íbúðinni og uppl. um verð óskast sent til afgreiðslu Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „fbúð — 6801“. Vöruflutningobifreið til sölu Af sérstökum ástæðum er til söliu stór vöruflutninga- bifreið sem er í atvinnu. Möguleiki að sú atvinna geti fylgt. Uppl. um nöfn og símanúmer ásamt tilboði leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „6856“. SAAB 1967 Vil selja Saab árgerð 1967. Ekinn 14500 km. Lítur sér- lega vel út, er með útvarp, cover, teppalagður og fL Selst eingöngu gegn erlendum gjaldeyri. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánaðamót merkt: „Útlendingur — 2352“. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 MAGIMÚSAR iKiPnom 21 mmar21190 eftir lokun *lmi 40381 Kaupið þetta sófasett Verð krónur 24.830,oo með tréfótum 27.830,oo krónur með stálfótum. — Bezta fáanlega hráefnið. Bezta meistaravinnan. 80 mismunandi litir af vönduðum húsgagnaáklœðum » i Siml-22900 Laugaveg 26 9 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.