Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 22. ÁGÚST 1968 Dubcek Novotny SÁ MAÐUR, sem mestan þátt hefur átt í breytingun- um, sem urðu á stjórnarhátt- um í Tékkóslóvakíu í tæpa átta mánuði, er Alexander Dubcek, aðalritari kommún- istaflokksins. Hann er Slóvaki, 46 ára að aldri. Faðir hans Stephan Dub- cek gerðist á sínum tíma útflytj- andi til Bandaríkjanna, en undi ekki hlutsikipti sínu sem trésmið ur þar og sneri aftur til ætt- jarðar sinnar. Sonur hans, Alex ander, varð þannig ekki banda- rískur ríkisborgari, sem hann hefði orðið ella, því að hann fæddist fáeinum mánuðum síðar í slóvneska þorpinu Uhrovec. Á stæðan fyrir því að Stephan Dubcek hélt heimleiðis að nýju, Alexander Dubcek var einkum sú, að hann hafði hrifizt af þeim vonum, sem bund nar voru við framtíð Tékkósló- vakíu þá, en landið hafði verið gert að sjálfstæðu ríki eftir fyrri heimsstyrjöldina. Lífs- skilyrðin í Slóvakíu voru hins vegar ekki eins og hann hafði vonað og það olli því, að hann gerðist einn af fyrstu félögunum í nýstofnuðum kommúnista- flokki landsinis. Árið 1925 tók hann sig að nýju upp eftir hvatningu um að hjálpa til við að byggja upp sósialista ríki og hélt til Sovétrí'kjanna. Þar stofn aði hann samyrkjubú í Austur- Síberíu ásamt 300 öðrum lönd- um sínum og meðlimum í komm únistaflokknum. Alexander Dubcek lifði upp- vaxtarár sín bókstaflega talað við kínversku landamærin og nam í skóla í Frunze. Þegar hann var 17 ára, var faðir hans útlægur ger í Sovétríkjunum í einni af hreinsunum Stalíns og fjölslkyldan hélt nú aftiur til Sló vakíu. Þar gekk Alexander í hinn bannaða kommúnistaflokk og fékk starf við Skodaverk- smiðjunnar. Þar var Dubcfek enn, þegar landið var fyrir alvarlegu á- falli, þar sem Munchensamning- urinn var, og gerði Hitler kleift að halda hindrunarlaust inn í Tékkóslóvakíu, meðan Vestur- veldin litu í aðra átt. Tékikum þóttu þeir sviknir af vestur- veldunum en þeir sýndu litla andstöðu, þegar Þjóðverjar her námu landið. Undantekning var uppreisnin í Slóvakíu 1944 og tóku bæði Alexandier og Julius bróðir hans, þátt í baráttunni gegn Þjóðverjum uppi í fjöllun um. Júlíuis féll og Alexander saerðist. Enn- fylltust Tékkar beizkju, þegar þriðji her Banda ríkjamanna undir stjóm Pattons hershöfðingja, réðist inn í út- bverfi Prag, en samkvæmt samn ingi við yfirmenn Bandamanna, horfðu þeir aðgerðarlausir á, meðan Rússum var leyft að frelsa borgina. Samkvæmt samningi við Moskvu aneri nú tékkneska stjórnin heim árið 1945 eftir út- legð í London á styrjaldarár- unum. Eduard Benes varð for- seti og Jan Masaryk, sonur Tho masar Masaryk, var tilnefndur varaforseti. í frjálsum kosning- um, sem voru haldnar árið 1946, fékk kommúnistaflokkurinn 38 prs. og flokkur Benas aðeins 26 prs. afganigurinn dreifðist á milli nokkurra sundrunarflokka. Samsteypustjórn var mynduð og 1947 ákvað hún að þiggja Mar- shall aðstoð frá Bandaríkjunum. Stalín neyddi stjórnina með ofsa til að afþakka hjálpina, en grunsemdir hanis voru vaktar, hann ákvað að dagar stjórnar- innar skyldu taldir. Kommúnistar taka völdin. Gottwald, sem varð mjög á- hrifamikill og innleiddi von bráð ar eindriegna Stailínstefnu. Hann lét framkvæma fjöldahandtökur á „borgaralegum“ stjórnmála- mönnum, menntamönnum kúg- aði kaþólsku kirkjuna, lokaði skólum kirkjunnar og bannaði helgiathafnir. Hann þjóðnýtti iðnaðinn og kom upp samvinnu- búskap í landbúnaði. Lögreglan herti tökin á almúganum og kom á sannköUuðu lögregluríki. samkvæmt kröfu frá Kreml gerði Gottwald miklar hreinsan- ir árið 1951 og 1952 og rak frá háttsetta kommúnista og voru — hinir verstu frá stríðs lokum - og Krústjoff barðist stöðugt gegn áhrifum Stalins, þá varð meira að segja Novotny að slaka á. Hann varð að láta fjárlægja Stalínsstyttuna og hann var neyddur til að víkja frá nokkr- um þekktum Stalínistum úr stjórnmiálaskóla í Moskvu árin æðstu stöðum landsins. Óánægjan vex Ein slík staða, sem þá losn- aði fór til Alxanders Dubceks. Skömrnu eftir, að kommúnistar höfðu náð völdum undir forystu Gottwalds, hafði Dubcek orðið starfsmaður hjiá flokknum. Hann var of ungur til að verða fyrir barðinu í hreinsun Gott- walds. Honum tókist að komast hjá of nánu sambandi við ýmsa flokksleiðtoga, þar sem hann var langdvölum í burtu fyrstu ár Novotnys. Hann dvaldi í 1955-58. Þegar flann hvarf heim aftur varð hann ritari flokks ins í Bratislava og 1960 var hann færður til Prag og varð einn af riturum miðstjórnarinn- ar. Tveimur árum síðar, er hann var fertugur að adlri var hann einn af tíu í fonsætisnefnd flokks ins. Þegar Novotny varð að reka úr starfi fyrrverandi ritara flokksins í Slóvakíu, sem var á- kveðinn Stalínisti, þá hlaut Dub cek stöðuna. Þegar Dubcek hafði nú treyst Framhald a bls. 21 Antonin Novotny þeir sakaðir um stuðning við stefnu Titos. Mörg hundruð manna voru þá handteknir og teknir af lífi. Lögregliuistjórinn í Prag lýsti þá sérstakri aðdá- un siruni á frammistöðu yfir- manns kommúnistaflokks borg- arinnar, manns að nafni Anton- inis Novotny fyrir „afburða frammistöðu harus í að korna upp um svikara og samsæriismanna." Þegar Gottwald lézt árið 1953 tókst Novotniy með kæmsiku að ná yfirráðum yfir aðaliritara- stöðu flokksins, meðan verið var að ræða um hugsanlegan eftirmann Gottwalds. Engum tókst að þoka Novotny úr þesi3- ari stöðu og seinna hrifeaði hann einnig til sín forsetaem- bættið. Stalín lézt árið 1953 og það er ein af kaldhæðnustu glettum örlaganna gagnvart Tékkóslóvökum, að Stalín- isti skyldi komast til valda sama árið og Stalín andaðist. Árið 1955 lét Novotny aflhjúpa gríðar stjóra myndastyttu af Stalin, tal in hin stærsta í heimi. Novotny fylgdi stefnu Stalíns út í æsar. í engu laindi handan járntjalds, kannski ef Albanía er undanskilin, hafði afhjúpunar ræða Krustjoffs um myrkraverk Stalíns jafn lítil áhrif sem í Tékkóslóvakíu. Novotny bann- aði bækur, leikrit og kvikmynd- ir, herti að rithöfundum og lista mönnum og má segja, að hann hafi nær gengið að öllu menn- ingarlífi dauðu með kreddu bundnum skipunum og ritskoð- un, sem var framfylgt til hins ítrasta. Þegar miklir efnahagls- örðugleikar steðjuðu að landinu Lærisveinar Hitlers og Stalíns — Brezhnev og Kosygin MAPXIIR álíta að atburðirnir í Unigverjalandi 195d hafi ver ið upphaf að falli Nikita Krúsjeffs himn 115 .október 1964, er Aleksej Kosygin og Leonid Brezhnev hrifsuðu til sín völdin. Þessir tveir menn hafa síðan setið við stjómvöl- inn í þessum voldugu ríkjum með friðarbros á vör. Þeir hafa nú breytt um andlit, og atburðirnir í Ungverjalandi ’56 endurtaka sig nú í Tékkó- slóvakíu. Er því ekki að undra þótt fólk spyrji: „Hvaða á'hrif hafa þessir at- burðir á valdaferil þessiara tveggja manna?“ Aleksej Nikolajevitsj Kosy gin er tæplega 65 ára að aldri og kom fyrst fram í sviðsljós stjórnmála eftir hreinsanirn- ar miklu 1937 til ’38. Fyrstu árin eftir fall Stalíns gekk á ýmsu, þangað til hann var gerður að varaforsætisráð- herra í stjórn Krúsjeffs. í maí mánuði 1961 var Kosygin kos inn í Æðstaráð miðstjómar rússneska komm únis ta f lo k k.s ins. Kosygin fæddist í gömlu Pétursborg og eins og góðum kommúnista sæmár er hann kominn af fátækri verka- mannafjölskyldu. Fimmtán ára gamall gekk hann í Rauða herinn og 1927 1 Kommúnista úr 1953. Var hann þá gerður að yfirmanni efnahagsskipu- lagningar í Sovétríkjunum. 'Hinn 5. maí var svo Aleks- ej Kosygin skipaður fyrsti varaforsætisráðherra ásamt Anastas Mikojan og var þá litið á ibann sem aðalhöfund iðnþTÓunarinnar í Sovétríkj- unum, en hann tók ja'fnan Stalín — hann lifir í forustu- mönnum Sovétríkjanna. þátt í ýmis konar alþjóðleg- . V. : ' I um sammnigaviðræðum og 1 var þá oft og tíðum aðstoðar maður Krúsjeffs í þeim efn- ! um. Áður en hann steypti | Krúsjeff úr stóli forsætisráð- J' ||| liflil herra hafði 'hann oft gegnt /Æf' .. ... 1 því embætti í fjarveru hans og Mikojans. Þar til við I W ÆmíhÉmirÍ. wL ' ^8|éí . valdatökuna 1964 var harnn þó lítt þekktur utan Sovétríkj- -- 1| '' ' % wrn^k -y C* amna og stjórnmálafréttaritar p. - g ; ^jflll ar litlu vart á hann sem valda Ú' * f | mann. ■m fl,— Á sextugsafmæli Kosygi'ns hinn 20. febrúar, árið sem ! !§£... % hann hri&aði til sín völd, var hamn útnefndur „hetja vinn- unnar“ og jafnframt sæmdur éílk V'Ém %|! Leninorðunni og Hamri og Wl jL sigð í gulli. Svo sem kunnuigt er var . mW “ m & Aleksej Kosygin flokkinn. Lét hann sér jafnan skipta iðnaðarmál ýmiss kon ar og veitti um tíma forstöðu stjórnardeild, er hafði um- sjón með 'þeim. Eftir heims- styrjöldina síðari varð hann einn af aðstoðarmönnium Stal íns og gegndi þá m.a. vara- forsætisTáðherrastöðu án sér- stakrar stjórnardeiildar. Var hann þá jafnframf kosinn í ,,polit-byróið“. Stjarna Kosygins skýzt ekki verulega upp á himinn sovézkra stjónnmála fyrr en ,, f lokksf jendumir" Moloto f f og Málenkov fengu sinn út- legðardóm. Hann var þá aft- ur skipaður í miiðstjórn Æðsta ráðsins, sem honum var vikið Nikita Krúsjeff bæði aðalrit- ari Kommúnistaflokksi'ns og forsætisráðherra eftir að hann losaði sig við Antonin Bulganin. Er þeir félagar Kosygin og Leonid I. Brezhn- ev steyptu Krúsjeff skiptu þeir með sér embættunum og varð Brezhnev aðalritari flokksins. Hann er nú 62ja ára gamall og hefur verið fé- lagi í flokknum í 37 ár. Um nokkurt skeið fyrir valdatök- una 1964 þótti hann líklegast- ur eftirmaður Krúsjeffs, en þeir eru báðir Úkraínumenn. Síðustu veildisár Krúsjeffs var B'rezhnev forseti Sovét- rí’kjanna, en nokkrum mánuð um fyrir valdatöbuna lét hann af því embætti til þess að gegna mikilvægari störf- um fyrir Kommúnistaflokk- inn, eins og það var orðað. Var hann nokkru síðar aðal- ritari miðstjórnar Kommún- istaflokksins með aðsetri í Moskvu. Krúsjeff sagði þá um þessa breytingu að nauð- synlegt 'hefði verið að Brezhn ev gætii helgað flokknum alla starfskrafta sína. Þannig gerði valdatakan boð á und- an sér. Gagnstætt því með Kosygih var Brezhnev allvel þekktur meðal vestrænna stjómmála manna. Þeir sem hafa hitt hann lýsa honum sem greind um hlédrægum og vingjam- legum manni. Var hann að því leyti algjor andstaða Krúsj'effs, sem var opinskár mjög. Nú sýnír sig, að „vin- gjarnleikinn“ var aðeins á yfirborðinu. Undir niðri býr lærisveinn Stalíns, forhertur bará’ttumáður kommúnism- ans. Brezhnev vann sem ungl- ingur í stáliðjuveri, en frá 1938 var hann náinn sam- starfsmaður Krúsjeffs í Kommúnistaflokki Úkraínu. 1927 tók hann próf frá land- búnaðarskóla í Kursk og var um tíma landbúnaðarsérfræð ingur í Úrallhéruðunum. Á stríðsárunum var hamn póli- tískur kommisar í Rauða Leonid Brezhnev hernum og átti að gæta þess að yfirmenn hersins másstigu sig ekki á flokksilmunnL I lok styrja'ldarimnar var hann sendur aftur til Úkraínu, þar sem hann starfaði á vegum flokksins. Brezhnev var kosinn í Æðsta ráðið eftir 20. flokks- þingið. Hann treysti enn að- stöðu sína, er Krúsjeff vék Voroshiiloff úr embætti for- seta Sovétríkjanraa, en þá tók hann við því embætti. Frá falli Krúsjeffs hefur BreZhnev gerzt æ íhaldssam- ari inman flokksins og hefur hann jafnan verið talsmaður þeirra afla Kommúnistafiokks ins. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.