Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNfeLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 # Skyldi ekki óhætt að telja síðustu áramót, 1967—68, býsna merkileg tímamót í nútímasögu þjóðanna, sem byggja Austur- Evrópuríkið Tékkóslóvakíu. — Það voru áramótin, sem mörk" uðu upphaf tímabils meira frjálsræðis og litríkara lífs en þjóðin hafði búið við um tveggja ára skeið; upphaf tíma- bils bjartra vona og stórfeng- legra fyrirætlana, sem bundinn var endi á svo skyndilega með hernaðarihlutun stórvetdisins í austri og fylgiríkja þess; með skriðdrekum bræðraþjóðanna undir yfirskyni úrelts lyga- þvættings, sem enginn viti bor inn maður í veröldinni leggur minnsta trúnað á. • Áramót eru tími, er mönn um verður tíðum hugsað, hvað framtíðin muni færa þeim — og eflaust hafa margir um það hugsað austur í Tékkóslóvakíu fyrir nær átta mánuðum. Þá hafði mánuðum saman verið vaxandi ólga i landinu, ekki ein göngu meðal óbreyttrar alþýðu manna heldur og innan sjálfs kommúnistaflokksins. Breytingarnar í heimi komm únismans sem orðið höfðu Kommúnistaleiðtogarnir sem sóttu Bratislavafundinn, við athöfn, er blómsveigur var lagður við minnismerki sovézku hermannanna, sem féllu í baráttunni við nazista í Tékkóslóvakíu í styrj- aldarlokin. þjóðernishreyfingu Slóvaka mjög fiskur um hrygig og krafðist slóvakiska þjóðfrelsis- ráðið þess að Tékkóslóvakía yrði gerð að sambandsríki og Slóvökum tryggt ful'lt fj^lsi á við Tékka. Eru aðeins liðnir ör fáir dagar, síðan lokið var und irbúminigi áætlunar þar að lút- andi. Novotny sviptur forseta- embætti. En svo aftur sé vikið að árásunium á Novotny, þá var nú orðið þunnskipað lið sterk ustu stuðningsmannna hans í flokknum og 22. marz lét hann undan og sagði af sér forseta- embættinu, fyrstur leiðtoga kommúnistaríkis, sem hrökkl- aðist úr embætti vegma ánása blaða, útvarps og sjónvarps — og óbreyttra flokksmanna, sem höfðu á flokksfundum víðsveg ar um landið krafizt afsagnar hans. Við embættinu tók skömmu síðar Ludvik Svoboda, 73 ára hershöfðingi, er verið hafði yfirmaður tékkneska hersins, sem barðizt með Rúss- um í heimsstyrjöldinni síðari FRELSISHREYFIIMGIN í TÉKKÓSLÓVAKÍII — og aðdragandi innrásarinnar smám saman og fengu aukinn byr, þegar opinber varð deila Rússa og Kínverja upp úr 1960 höfðu einnig haft sín áhrif í Tékkóslóvakíu, enda þótt þær yrðu þar hægari en til dæmis í Ungverjalandi og Póllandi, avo ekki sé talað um Rúmeniu. J>ó var ýmisllegt gert til endur bóta, þar á meðal var komið á ýmsum umbótum í efnahags- málum árið 1966. Losað var um hömlur á utanríkisviðskipt um og fyrirtækjum veitt aukið sjálfsákvörðunarvald. Þessar uimbaetur voru þó aðeins gerð- ar vegna þeiss, að þær voru ger samlega óumflýjanlegar — efna hagsástandið í landimu var að verða ákaflega bágborið. Engu að síður mættu þær öflugri andspyrnu hinna íhaldsamari afla kommúnistaflókksins, sem ekki höfðu séð þann sannleika, sem tékkneskur hagfræðing-jr lýsti í sumar; hann sagði, að fltórkostlegasta afrekið, sem unnið hefði verið í Tékkóslóvak íu á þeim tuttugu árum, sem kommúnistar hefðu haift þar völd.hefði verið að koma land- inu, sem eitt sinn var eitt blóm legasta iðnaðarríki Evrópu nið ur á stig vanþróaðs ríkis. Smám saman urðu hin frjáJs lyndari öfl flokks og þjóðar djarfari og kröfuharðari og var nú meðal annars farið að gera kröfur um aukið frjálsræði í menningarmálum. Á þingi tékk nesikra rithöfunda í fyrrasumar hafði verið deilt harðlega á flokksstjórnina fyrir íhaldssemi og undir þá gagnrýni tóku slóv askir rithöfundar. Þjóðemis- vitund Slóyaka fór vaxandi og jafnframt andúð þeirra á stjórn völdunum í Prag, þar sem Tékk ar voru allsráðandi. Bftir júni fltyrjöldina milli Araba og ísra elsmanna jókst ólgan mjög og einn þekktasti rithöfundur landsins, Vladislav Mnacko, ifflúði land eftir að hafa gagn- rýnt afstöðu stjómar landsins. Þegar leið að áramótum urðu dieilumar innan kommúnista- flokksins harðari og háværari fcröfumar um, að Antonim Nov otny, sá gamli og gallharði stal ínisti, yrði látinn víkja fyrir yngri mönnum og frj'álsliyndari. Leonid Brezhnev, gamall vin- ur Novotnys kom í heimsókm til Prag, að tailið var til að styrkja hann í sessi en þær til raunir virtust lítinn árangur þera. Um áramótin hafði hinum frj állslyndari armi flokksins vax ið svo fiskur um hrygg, að honum tókst að fá Novotny burt úr stöðu aðalritara flokiksins. Við henni tók Alexamder Dub- cek, 46 ára Slóvaki, sem verið hafði formaður miðstjórnar flakksdeildarinnar í Slóvakiu. Novotny hél't áfram forseta- embættinu, en þar reyndist honum vistin litt örugg. Deil- urnar héldu áfram og æ fleiri járn stóðu á gamla manninum. Þess var miskunnarlaust kraf izt að hann gerði grein fyrir stefnu undanfarinna ára og upp ilýsti til fulls ýmis óþverramiál, sem aldrei höfðu verið rædd op inberlega. í byrjun marzmánaðar flúði tékkneskur hershöfðingi, Jan Sejma til Bandaríkjanina. Var hann yfirmaður stjórnmáladeild ar innan ríkisráðuneytisins og kom nú upp úr kafinu,- að hann hafði gert tilraun til þess að tryggja Novotny í sessi með því að beita hervaldi. Sú tilraun var að engu gerð, er hiershöfð- ingjar, hlynntir Dubcek, kom ust að því, hvað til stóð. — Skömmu síðar frarndi annar hershöfðingi, Vladimir Janko, varalandvarnaráðherra lands- ins, sjálfsmorð. Hann hafði áður verið sviptur völdum, og þann- ig fór um fleiri menn á næstu vikum, Yaruslav Manula, yfir mann öryggislögreglunnar, Jos ef Bartuska ríkissaksóknara (sem seinna framdi sjálfsmorð) og fleiri hiáttsetta valdamenn. Einnig var rekinn frá völd- um Jiri Hendrych, helzti hug- takasérfræðingur kommúnista- flokksins, og höfuðandstæðing- urfrjálslyndra blaðamanna og rithöfunda. Smám saman var ritfnelsi aukið, ritskoðun afnumin og gam'iar sjálfstæðis'hetjur og stjórnmála hylltar í gröfum sin um. Stúdentar fóru hópgöng- ur að leiði Jans Masaryks, og stöðugt urðu háværari kröfum ar um að Novotny gerði grein fyrir hinum blóðugu hreinsun- um á Stalínstímanum. Skipaðir voru menn til þess, að rann- saka glæpi og hryðjuverk þess tíma. — Meðal þeirra var varaforseti hæstaréttar, dr. Jos ef Bretsansky. Talið var, að hann hefði komizt yfir merk leyndarskjöl um þessa atburði, er hann í byrjun apríl fannst hengdur í tré. Hvort hann framdi sjálfsmorð eða var myrt ur, var ekki vitað. Verkalýðurinn tók að kvarta urndan óþolandi afskipta semi kommúnilstaflokksins og þrír æðstu verkalýðsleiðtog- arnir voru sviptir embættum. Dubcek og stuðningsmenn hans ræddu æ meira um nauðsyn þess að gera breytingar í átt til frjálslyndis innan ramma kommúnistaflokksins og jafn- vel auka völd þjóðþingsins á kostnað flokksvaldsins. Eitt af mikilvægustu skrefunum var sú ákvörðun meirihluta flokks deildanna, að framvegis skyldu trúnaðarmenn flokksins kosnir leynilegri kosningu og fleiri en einn vera í framboði. Innanrík isráðuneytið lofaði að endur- skoða reglur um starf otg vald- svið lögreglunmar og einstakir lögreglumenn voru látnir taka upp einkennistölur, sem hægt væri að þekkja þá af, ef þeir beittu óviðunandi aðferðum gagnvart borgurum. Meðan þessu fór fram jókst og hafði femgið nafnbótina „hetja Sovétríkjanna". Hann var enn vinveittur Rússum enda þótt hann hefði um tíma átt í nokkrum brösum við Stal ín. Nokkrum dögum eftir afsögn Novotnys fór Dubcek á fund í Dresden, þar sem saman voru komnir leiðtogarnir sem ásamt Rússum stóðu nú að inmrásinni í landið. Þar lýsti Dubcek því yfir, að ekki kæmi til greina að hverfa aftur ti'l fyrri stefnu og stjómarfars Tékkóslóvakíu, en jafnframt lagði hann áherzlu á samstöðu með ríkjun um í utanríkis- og varnarmál- um. Á þessum fundi varð ljóst, hve mjög kommúnistaleiðtog- arnir óttuðust þróunina í Tékkó slóvakíu og upphófust nú í 'löndum þeirra mikiil blaða- skrif og hávær gagnrýni á at- burðinia í landinu. — Há- værust voru skrifin í Moskvu og menn veltu því fyrir sér, hvort Rússar mundu grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Tékkum, en engum datt þá í Img sá möguleiki, að þeir huigsuðu til hernaðar’íMuitun- ar. Menn hugguðu sig við, að Alexei Kosygin, forsætisráð- herra, sagði í viðtölum við tékk neska ráðamenn, að Sovétstjórn in mundi ekki skipta sér af þróuninni, enda fulivissuðu þeir hann um, að hver.gi yrði hnikað veldi kommúnismans í landinu. En það varð smám saman ljóst, að til voru harð- ari menn í Kreml en Kosygin. Þar var líka maður að nafni Leonid Brezhnev. Hann var lengi þögull um það, sem gerð ist í Tékkóslóvaikíu eftir að til- raun ihans til að ihjálpa Nov- otny hafði mistekist. Opinber- lega sagði hann ekkert um þró unina þar fyrr en undir lok marzmámaðar, er hann hélt ræðu á fundi stjórnar flokks- ins í Moskvu. Þar hélt hann fram ósveigjanlegtri réttrúnað- arstefnu, gerðist talsmaður járnharðs flokksaga, réðst harkalega á ókyrrðina meðal sovézkra menntamanna og ann arra mennta- og listamanna í Austur-Evrópu. Hann lét á sér heyra að slíkum mönnum ætti að setja þröngar skorður. Eng- inn var í vafa um, að Brezhnev Frá viðræðunum í Ciema nad Tisau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.