Morgunblaðið - 22.08.1968, Side 28

Morgunblaðið - 22.08.1968, Side 28
28 MORGUNHLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 ! ' — Fylgja því þrautir að rétta úr bakinu? — Nú, þá skuluð þér ekkert vera að rétta úr yður. — Naesti, gjörið svo vel. þú hefðir meitt þig í bakinu, hélt Kay áfram, — og að þú færir því ©kki lengra með skip- inu. Hann sagði, að þú ætlaðir að vera eitthvað í Rio. — Það verður nú varla lengi, svaraði Pa_m með máttleysislegu brosi. — Ég verð að fara með fyrsta skipi heim aftur. Ég held, að það verði ferð strax á morg- un. — Já, en þú getur bara alls ekki farið á morgun, sagði Kay í örvæntingartón. — Þá geturðu ekfkiert séð atf Rio, né helduir kynnst því lífi, sem hér er lifað. Því að það er verulega eftir- tektarvert. Ég held, að þú mund ir kunna vel við það. — Mér þæt'ti gaman að vita hvort þér mundi finnast það einkennilegt, ef ég byði þér að koma og vera hjá mér dálítinn tíma. En þú verð ur að trúa því, að ég býð þér þetta af fullri einlægni. Ég veit að það gaeti verið óþægilegt, ef Huigh væri hérna, en hann er nú að_ heiman, eins og ég sagði þér. Ég get ekki lýist því, hve garnan ég hefði af því, ef þú kæmir. Það gæti gefið mér tæki- færi til að gera eitthvað fyrir þig. Þú verður að þiggja þetta boð mitt. Röddin var svo einlæg og svo öll framkoma hennar, að Bam varð bæði hrærð og ánægð. Hún fann, að hún kunni raunverulega vel við þessa stúlku, og skoðaði hana þegar sem vinkomu sína. Það var einkennilegt, að henni skyldi strax verða svona hlýit til stúlkunnar sem hún hafði einusinni talið sirm versta óvin, — Það væri mér ánægja að koma og vera hjá þér, sagði hún án þess að hugsa sig um. — Það er verulega fallegt af þér að bjóða mér þetta. Svo bætti hún við, eins og ósjálfrátt: — Ég hef ekki í neitt annað hús að venda og sannast að segja hlakkaði ég ekkert til að fara strax til Eng- iands aftur. — Það hefði líka verið alveg aileitt, sagði Kay. Og svo rétti hún fram báðar hendur og greip um hendurnar á Pam. — Þú hefur veitt mér mikla gleði með því að taka boði mínu. Það eina, sem hefur varpað skugga á hjóna bandið okkar Huigh er það, að mér fi.nnst ég hafa stolið honum frá þér, og gert þig þannig ó- hamingjusama. — Það var nú ekki nema í bili, sagði Pam. — En nú er það af staðið. — Ertu vias um það? spurði Kay a'lvarlega. Pam kinnkaði kolli. — Já, al- veg viss. Það var ofurlítil þögn en þá sagði Kay: — Ég verð að fara og segja Jeff þetta. Ég veit, að bann verður afskaplega feginn. 34 ---------------- » — Bað. .. bað hann þig að bjóða mér þetta? flýtti Pam sér að segja. — Nei, það gerði hann ekki. En hitt sagði hann, að hann vildi láta mig hitta þig og að við yrðum vinir. Ég sagði — og fiér gretti hún sig ofurlítið — að líklega vildir þú það ekki. En hann sagði mér að vera ekki með neina vitleysu. Hann sagði, að þú værir ekki langrækin. Til þess værirðu alltof góð stúlka. — Það var fallegt af Jeff, sagði Pam, dræmt. — Ég skal fá hann Jeff til að sjá um farangurinn þinn, sagði Kay. Plantekran okkar er í hér- umbil fimmtíu míltna f jarlægð héð an. — Vel á minnat, bætti hún við, er hún ætlaði út úr káett- unni, — Hefurðu hitt hana Phyll is Bevan hérna um borð? Hún er nágranni okkar. — Já, ég hef hitt hana, sagði Pam. Kannski hefur eitthvað í málrómnum komið upp um ha-na — hún hafði aldrei verið mikill leikari — því að smögglega reigði Kay höfuðið aftur og hló. — Ég er heldur eikkert hrif- inn af henni, sagði hún hrein- skilningslega. Pam hrökk við. Hún stamaði: — Ég ætlaði nú ekki að .... Kay hló. — Við skulum bara vera hreinskilnar hvor við aðra, Pam. Mér finnst Phyllis and- stygglleg. Hef haft óbeirt, á henmi alveg síðan ég kom hingað fyrst. Og aðrar konur í nágrenninu eru sama sinnis. Svo bættá húm við og lækkaði röddina ofurlítið: — Vitanlega var þetta sorglegt með manninn hennar. Það var nú sagt, að hann hefði lent í eimhverj- um fjárhagsvandræðum, en ég held, að ekkert hafi verið til í því. Þó að það verði kannski kallað illkvittni af mér, þá held ég bara, að hann hafi ekki getað hugsað sér að hiitta hana elsku Phyllis sína aftur. Hún gerði honum lífið óbærilegt, held ég. Hún er foráttu skapvargur, en venjulega er hún nógu klók til að láta ekki á því bera. Og þar með var heldur ekki allt upp tal ið, bætti hún við. Það var orð- rómur um einhvern annam manm. Pam leit snöggt upp. — Hvaða annan mann? Kay hristi höfuðið. — Það veit ég ekki. Ég heyrði hann aldrei nefndan, en það var sagt, að einhver ammar maður væri þarna með í leik. Það var þessvegna, að hún fór til Englands af svona miklum skyndingi. Nú, jæja, það kemur mér nú ek'ki við, en .. . Hún þagnaði og virtist hafa eitt hvað í huga, sem hún vissi ekki almenniiega, hvernig hún ætti að koma orðum að. Húm hafði ver- ið í þann veginn að gamga út úr káettunni, en nú lét hún aftur hurðina og hallaði sér upp að henni. — Pam. Það var eins og hún næði ekki almennilega and- anum. — Hefur Jetff verið mik- ið með henmi í þessari ferð? Ég veit, að ég ætti ekki að spyrja um þetta, en ég verð að vita það. Pam varð hissa. Röddin í henni var bæði leið og kvíðin. — Já, talsvert, sagði hún. — Barnakennarar Tvo barnakennara vantar að Barnaskóla Ólafsfjarðar. Aðstoð um íbúð. Umsóknir sendist undirrituðum. Ingþór Indrióason, Ólafsfirði. — Sími 96-62220. Atvinnuhúsnœði um 1180 ferm. skrifstofu- og atvinnuhúsnæði, í nýlegu steinhúsi á einum bezta stað í eldri hluta Austurborg- arinnar er til sölu. Húsið stendur við aðalsámgönguæð. Stór lóð með nægura bílastæðum. Möguieikar á stækk- un hússins urn 2400 ferm. til viðbótar. Einstakt tækifæri fyrir stór fyrirtæki er þarfnast góðrar aðstöðu. Vagn E. Jónsson, Gunnar M. Guðmundsson, hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 — Símar 21410 og 14400. Utan skrifstofutíma 32147. Tilkynning frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og Lyfjaverzlun ríkisins. Föstudaginn 23. þ.m. verða skrifstofur vorar svo og lyfjadeild, iðnaðardeild, tóbaksdeild og vöruskemmur lokaðar allan daginn vegna sumarferðalags starfsfólks. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS, LYFJAVERZLUN RÍKISINS. r i SNITTUR SMURT HRflUÐ SNITTUR ERAUÐ OG BRAUÐTERTUR HEITAR PYLSUR LAUGALÆK 6 I OPIÐ FRÁ KLUKKAN 9 - 23,30, SÍMI 34060 - NÆG BÍLASTÆÐI 1 I I I I I I J Frd Byggingaldnasjóði Kópavogsknupstaðnr Umsólcnir um lán úr sjóðnum berist undirrituðum fyrir 10. sept. næstkornandi. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum í Kópa- vogi. 21. ágúst 1968. Bæjarstjórinn í Kópavogi. 22. ÁGÚST. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Sittu á þér, meðan þú greiðir úr málaflækjum. Gakktu hreint til verks, þannig að auðséð verði, hvað þú hyggst fyrir. Nautið 20. april — 20. mía. Nú er tí imkominn til að slá af. Einhverjar erjur verða fyrir fljótfærni, sem þú verður að gera gott úr. Athugaðu rómantíkina með kvöldinu. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú hefur fengið ýmsar góðar hugmyndir undanfarið. Reyndu að koma þeim á framfæri. Vertu heim-a í kvöld. Krabbinn 21. fúní — 22. júlí. Haltu sama hraða og í gær, í dag eru allir að gefa þér gaum. Líklegt er að þú hljótir lof. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þér hættir til að vera dálitið ýtinn. Gefðu öðrum tækifæri til að skilja hugmyndir þínar, og er þeir hafa viðurkennt þær, skaltu getfa kost á nýjum hugmyndum. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Smáerjur kunna að koma upp þér, og er í sjálfsvald sett, hvort þú tekur þær til athugunar. Þú hefur eitthvað til að gefa frekari gaum, er kvölda tekur. Vogin 23. sept. — 22. okt. Eitthvert leynimakk er í sigti. Einhver af hinu kyninu kemst í leikinn í dag, með góðu márangri. Sýndu þakklætisvott, meðan þú meinar það. Sporðdrekinn 23.o kt. — 21. nóv. Þú ert hátt stemdur I dag, og það háir þér. Gefðu öðrum ein- hvert tækifæri til að þrífast. Breyttu um viðfangsefni í kvöld. Bogmaðurinn 22. név. — 21. des. Rangur fréttaflutningur kann að hafa einhver áhriif á þig. Notaztu við staðreyndir, meðan þú bíður frekari upplýsinga. Þér er hvíldin kærkomin. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Veldu stefnuna, og kærðu þig síðan kollóttan um tálmanir. Ef þú ætlar í langferð. er ágætt að leggja upp í dag. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. í dag geturðu fundið gömul skjöl, sem þú hefur lengi leitað. Notaðu tækiifærið, og leitaðu alls, sem þig kann að vanta .Og athugaðu nú málið vandlega. Fiskamir 19. febr. — 20. marz. Reyndu að láta ekki skapsmunina hlaupa með þig í gönur út af engu, þú kynnir að sjá eftir því lengi. Athugaðu vel aðalatriðin, sem þig varða. Farðu snemma heim, og athugaðu, hvað er að ske þar. Forðaztu smáerjur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.