Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 22, ÁGÚST 1968 Johnson um innrásina: Þungt áfall fyrir samvizku heimsins — Sovétríkin og hernámsríkin fjögur fordœmd á vesfurlöndum London, Washington, París New York, Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Helsingfors, Osió 21. ág- úst. NTB. AP. STJÓRMÁLALEIÐTOGAR Á Vesturlöndnm og víðar voru í dag einróma í skoðunum sínum á innrás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu og fordæmdu hana ein dregið. I höfuðborgum fjölmargra landa kom til mótmælaaðgerða við sovézk sendiráð og tóku víða þúsundir manna þátt í þeim og mótmæltu hemaðaraðgerðum á hendur umbótasinnum í Tékkó slóvakíu. Sovétríkin og h'in hemámsríkin fjögur afsökuðu innrásina með því að innrásin væri gerð til að bjarga sósialismanum, en leið togar Rúmeníu og Júgóslavíu gagnrýndu Sovétmenn fyrir vik ið (sjá frétt á forsíðu). Johnson Bandaríkjaforseti átti fund með helztu ráðgjöfum sín- um í morgun, eftir að ambassa- dor Sovétríkjanna í Bandaríkj- unum, Anatoli Dobrynin, til- kynnti honum að sovézkar her- sveitir væra á léið inn í Tékkó- slóvakíu. Forsetinn flutti síðan yfirlýsingu í útvarp og sjón- varp. Fer hún hér á eftir: „Hinafr válegu fréttir frá Tékkóslóvakíu eru þungt áfall samvizku hejmsins. Sovétríkín og bandamenn þeirra hafa ráð- izt inn. í varnarlaust land til þess að bæla niður endureisn almennra mannréttinda. Það er traunalegur vitnisburður um hug arfar kommúnista, að frels ishreyfing í Tékkóslóvakíu skuli álitin alvarleg ógnun við öryggi sovézks kommúnisma. Afsakanir Sovétríkjanna eru augljós uppspuni. Stjórn Tékkó slóvakíu fór ekki fram á að bandamenn hennar blönduðu sér í innanríkismál landsins. Eng in erlend öfl óguðiu Tékkósló- vakíu. Aðgerðir Varsjárbandalagsins eru beinlínis brot á stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Við ráðgumst stöðugt við fulltrúa annarra ríkja um hvað Samein- uðu þjóðirnar skuli taka til bragðs. Ball sendiherra (George W. Ball, fulltrúi Bandaríkjanna hjá S.þ.) hefur fengið fyrirmæli um að hafa samvinnu við aðra fiulltrúa í öryiggisráðinu um að krefjast þess, að íbúar Tékkósló vakíu nái rétti sínum í samræmi við stofnskrána. Þangað til skora ég á Sovét- ríkin og bandamenn þeirra, í nafni friðarvona mannkynsins, að þau kveðji hersveitir sínar heim frá Tékkóslóvakíu. Ég vona að ábyrgir fulltrúar ríkis- stjórna og almenningur um all- an heim styðji þessa áskorun. Það er aldrei of seint að beita skynseminni.“ U Thant fordæmir innrásina. Frestar Tékkóslóvakíuför. U Thant, aðalritari Samein uðu þjóðanna, fordæmdi í dag innrásina í Tékkóslóvakíu. Hann sat einkafundi með full- trúum Sovétríkjanna, Bretlands og Tékkóslóvakíu ag var skömmu síðar birt yfirlýsing um afstöðu hans. Þar segir meðal annars: „Það er vel kunmugt, að aðal- ritarinn harmar það, þegar valdi er beitt í því skyni að leysa al- þjóðleg vandamál, hvar sem slíkt gerist, enda er það brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Aðalritarinin álítur atbuirðina í Tékkóslóvakiu enn eitt áfall fyrir hugsjónir um alþjóðleg siðalögmál, sem eru grundvöllur stofnskrár Sameinuðu þjóðanna þessi ár. Þetta er einnig alvarlegt á- fall fyrir samkomulag Austurs og Versturs, sem virtist fara batnandi ó síðustu mánuðum og aðalritarinn álítur mjöig mikil- vægt. Hann hefur beint þeim tilmæl um til stjórnar Sovétríkjanna, að hún viðhafi mikla aðgát í samskiptum við ríkisstjórn og al menning í Tékkóslóvakíu og vonar eindregið, að stjórn Sovét ríkjanna og bandamenn hennar í Varsjárbandalaginu gefi gaum að þessum tilmælum. hætt við áætlun sína um ferða- lag um Evrópu, m.a. til Vinar- borgar og Genfar í sambandi við ráðstefnu um himingeiminn og ráðstefnu ríkja, sem ekki eiga kjarnorkiuvopn.“ Fyrirhugað var, að U Thant dveldist þrjá daga í Prag í ferð sinni og kæmi þangað á föstu- dag. Vægilegt orðaval de Gaulle vek- ur undran. f dag var gefin út yfirlýsing frá skrifstofu Charles de Gaull- es Frakklandsforseta. Þar segir, að íhlutun Sovétríkjanna sýni, að stjórn þeirra hafi ekki enn- þá losað sig við áhrif þeirrar samsteypustefnu, sem komið var á fót í Evrópu á ráðstefnunni í Jalta. Yfirlýsingin vakti undrun vegna þess, hversu væg hún er. Hún var birt þegar de Gaulle sat á fundi á sveitasetri sínu með forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra landsins. Þar segir enn fremur að sam- komulagið í Jalta, sem mælti fyrir um skiptingu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina, sé „ó- samræmanlegt frelsi þjóða til þess að ráða sér sjálfar og geti aðeins leitt til spennu í alþjóða málum.“ f yfirlýsingunni segir, að Frakkland, sem tók ekki þátt í fundinum í Jalta, fylgist með og harmi, að atburðirnir í Prag komi í bága við tilraunir til styrkja eiiniingu, sem Frakkland hafi bairizt fyrir, buirtséð frá því, að banna sé á ferðinini áxás á réttimdi vinveittrar þjóðair. Bretar munu leggja málið fyrir Öryggisráðið. Milhael Stewart, utanríkisráð herra Bretlands, sagði í gær- kvöldi, að Bretar og aðrar þjóð- ir myndu leggja Tékkóslóvak- íumálið fyrir Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Hann sagði frá þessu eftir að hann hafði setið fundi með sewdifulltrúum ýmissa ríkja í London, meðal- annars frönskum, vestur-þýzkum og bandarískum fulltrúum, um það sem brezka stjórnin nefndi „svívirðilegt brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.“ Utanríkisráðherrann tók skýrt fram, að fremur væri stefnt að fordæmingu á verknaði Sovét- ríkjanna en raunverulegum að- gerðum, svo sem efnahagslegum þvingunum. „Það sem máli skipt ir, er að Sameinuðu þjóðirnar komi á framfæri skoðun heims- ins“, sagði Stewart. Hann sagði enn fremur, að Ör- yggisráðið myndi sennilega koma saman á fimmtudag, en gæti jafnvel komið á fund þegar í kvöld. „Við munum beita okk- ur í Öryggisráðinu ásamt öðr- um fulltrúum," sagði hann, án þess að geta um hverjir þeir eru. Hann sagði aðeins, að yfir- lýsingin yrði á vegum fileiri þjóða en þeirra sem eru í brezka samveldinu og Atlants- hafsbandalaginu. Ríkisstjórnir NorðUrlandanna á einu máli. Ríkisstjórnir allra Norður landanna tjáðu í dag blandna hryggð vegna hernaðaraðgerða Sovétríkjanna og fjögurra ann- arra Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu. Forystumenn þingflokka á öllum Norður löndunum lýstu einnig harmi sínum. Sovézka sendiráðið af- henti orðsendingu á Norður- ílöndunum fjórum, þar sem gerð er grein fyrir orsökum og að- draganda innrásarinnar og lögð er áherzla á, að hún hafi verið gerð að beiðni srtjórnarvalda í Tékikóslóvakíu. Hilmar Baunsgaard, forsætis- ráðherra Dana, sagði að mjög bæri að harma og fordæma inn- rásina. Ríkisstjórnin liti á hana sem harmleik og mundi innrás- in verða til að stöðva þá þróun, sem hefði orðið í átt til frið- samlegri sambúðar milli þjóða austurs og vesturs. Tage Erlander, forsætisráð- herra Sví'þjóðar fordæmdi inn- rásina ag sagði það væri skil- yrðislaus réttur smáþjóða að ráða málum sínum án afskipta annarra og einræði kommún- ismans hefði enn á ný sýnt hversu mikill væri óttinn við kröfu manna um frelsi og mannrétt- indi. Finnska ríkisstjórnin sendi frá sér orðsendingu þar sem er sagt, að það beri að harma, að skoðanamun hafi ekki tekizt að jafna með samningum. Lögð er áherzla á hlutleysi Finnlands en minrit á nauðsyn þess að útkljá deilumál landa á milli með frið- samlegu móti. John Lyng, utanríkisráðherra Noregs sagði, að það sem gerzt hefði hlyti að valda miklum von- brigðum, vegna þess að allt það starf, sem hefði verið unnið og beinzt að því að draga úr spenn unni í alþjóðamálum, virtist nú hafa verið -unnið fyrir gíg. Þeir gerðu innrásina ásamt Rússum TODOR ZHIVKOV, forsætisráðherra Búlgaríu, 57 ára að aldri. Gerðist félagi í Ungkommúnistahreyfingu Búlga- ríu 1928. Félagi í kommúnistaflokknum 1932. Barðist gegn nazistum 1941—44. Kosinn í miðstjórnina sem varamaður 1945. Fullgildur félagi 1948. Aðalritari miðstjórnar borgar- stjórnar Sofiu 1948—49. Varamaður í framkvæmdaráði kommúnistaflokksins 1950, fullgildur 1951. Aðalritari mið- stjórnarinnar 1954. Átti sæti á búlgarska þjóðþinginu frá 1945 og „í Æðstaráðinu frá 1956. Kjörinn forsætisráðherra 1962. WLADYSLAW GOMULKA, leiðtogi pólska kommúnista- flokksins, 63 ára að aldri. Gomulka varð ungur leiðtogi margra verkalýðshreyfinga. Tvisvar handtekinn af Sanacja- stjórninni fyrir and-fasistískar aðgerðir. Tók virkan þátt í vörn Varsjár árið 1939 og gekk í raðir pólska Verka- mannaflokksins þegar er hann var stofnaður. Gegndi öll- um helztu virðinga- og valdastörfum hjá pólska kommún- istaflokknum og skipulagði meðal annars pólska þjóðar- ráðið. Kjörinn aðalritari miðstjórnar sameinaða pólska verkamannaflokksins 1956. Endurkjörinn 1959 og 1964. JANOS KADAR, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, 56 ára að aldri. 19 ára gamall félagi í ungkommúnista- flokki verkamanna. Virkur í andspyrnuhreyfingunni í heimsstyrjöldinni síðari. Aðstoðarlögreglustjóri í Búdapest 1945. Aðstoðarritari kommúnistaflokksins 1947. Innanríkis- ráðherra 1948. Heiðursritari kommúnistaflokksins 1947— 50. Aðalritari kommúnistaflokksins 1956. Forsætisráðherra 1956—58 og 1961—65. WALTER ULBRICHT, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista. Gekk 17 ára gamall í verkalýðshreyfinguna, tréskeri að iðn. Gekk í kommúnistaflokkinn 1919. Átti sæti á Ríkis- þinginu 1928—33. Fór til Moskvu og var gerður að yfir- manni stjórnmáladeildar kommúnistaflokksins. Fyrsti að- stoðarráðherra Æðsaráðsins 1949—60. Formaður ríkisráðs- ins og aðalritari Sósíalistíska sameiningarflokksins frá 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.