Morgunblaðið - 25.08.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 25.08.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1968 0 Gagnrýni eftir dúk og disk Landbúnaðarsýningunni miklu er nú lok- ið, en samt verða nú birt hér tvö bréf með gagnrýni á hana, — annað til þess, að sýn- ingarhaldarar í framtíðinni megi af læra, en hitt vegna gagnrýni, sem alltaf á rétt á sér. „Póstur“ skrifar: „Kæri Velvakandi: Þú bældir Landbúnaðarsýningunni þessi reiðinnar býsn, en ýmsa hvimleiða ágalla á fyrirkomulagi hennar fann ég. Salerni áttu að vera víðar en niðri í kjallara á einum stað, ekki sízt vegna allra barnanna, sem vitað var fyrirfram, að flykkjast mundu inn á sýningarsvæðið. Þá átti að merkja leiðir að salemum víðar en á einum stað. Merkja átit leiðir um svæðið — og ekki sízt út af þvb Engar leið- beiningar voru handa þeim, sem keyptu sér veítingar við sjálfsafgreiðsluborð, en þarna komu föjldamargir, sem eru slíku sölufyrirkomulagi alisendis ókunnir. Var hastarlegt að sjá fólk, sem lengi hafði þok ast áfram 1 biðröð eftir að fá kaffiboUa, vera vlsað til baka og fara aftur aftast í röðina, af því að það hafði ekki athugað að taka bollapar í upphafi biðstöðimnar. Þetta þyrfti að athuga, áður en næsta stórsýning verður haldin þarna eða annars staðar. Póstur". Hitt bréfið ber fyrirsögnina: 0 Sjaldan launar kálfur ofeldi „Er ég starfaði við landbúnaðarsýning- una umtöluðu, fékk ég mér stundum hress- ingu á efri hæð, ef færi gafst. Gjaman urðu fyrir valinu hiinir svonefndu ,4stoppar“, sem kostuðu þar 12 kr., eins og annars staðar. Undir lokin var gífurleg aðsókn að sýn ingunni, og í kaffihléi á sunnudag keypti ég „istopp" á umræddum stað, en fékk þá ekkert til baka af 15 kr., sem ég rétti stúlku bami 1 afgreiðslunni. „ísinn er hækkaður. — Það er ekki hægt að standa 1 því að gefa þrjár krónur til baka, þegar svona mikið er að gera“, sagði stúlkan. Ég sagðist ekki mundu eiga Ifeiri viðskipti við þetta fyrir- tæki, en karlmanni, sem virtist vera verzl- unar„sjeff“, var þetta viðkvæmt mál, þvi að hann sagði með þjósti: „Það er ekkert mikið þótt við seljum isinn á 15 kr., þegar hinir í tjaldinu úti hafa selt hann á 15 kr. alla vikuna“. Eru svona viðskiptahættir kur teisi eða kaupmannsklækir? Ólafur Hallgrímsson, Frakkastíg 14“. 0 Tékkóslóvakía „Reykjavík 22. ágúst. Kæri Velvakandi! Mig lanigar að skrifa þér nokkrar lín- ur í þeirri von, að þær verði birtar. — Og er það aðallega út af síðustu fréttum — hernámi Rússa á Tékksólóvakíu. — Ég var ekki hissa á, að svo myndi fara —. En meira hissa er ég á, að nokkur maður skuli hafa verið hissa á framferði rússnesku kommúnistanna, eða láta sér koma til hugar, að þeim væri að tryesta í neinu. Þeir eru nú búnir að sýna það svo oft, að þeim er stjómað af þeim vonda og eru hlýðnir og auðsveipir þjónar hans, og þó koma afleiðingarnar, og hafa svo oft komið í ljós af sjálfu sér. En voðalegt er, að nokkur tslendingur, hvaða flokki, sem hann tilheyrir, skuli vera svo blindur (mér liggur við að segja heimskur), að vilja bandaríska herinn 1 bxirtu frá íslandi, eru þeir svo skyni skroppnir að sjá ekki, að um leið væru rússneski herinn búinn að hertaka ísland, — því að það, sem Rússar ætla sér að gera, það gera þeir, ef nokbur tök em á, og þá fengju íslendingar fysrt að vita, hvað það er að vera undir stjórn ofbeldis og allskyns kúgunar og pyntinga af þeirra hálfu, svo mörg dæmin em upp á slikt fram- ferði þeirra við smá þjóðir, sem þeir hafa tekið með valdi. — En þegar kommúnist- ar em að tala um heimsvaldasirana þá veit ég ekki, hverjir em meiri heimsvaldasinn- ar en einmitt Rússar, sem taka hverja smá- þjóðina á fætur annarri með valdi. — Nei — ég held, að margir fslendingar þakki ekki nógsamlega fyrir, að brezki herinn varð á undan nazistum til fslands í síðustu styrjöld, og munaði víst ekki miklu þá. Eins myndi fara, ef bandaríski her inn yrði látinn fara frá íslandi og sá rúss- neski kæmi, þá fengjum við fyrst að vita, hvað það er að vera til, að vera undir rúss- neskri ofbeldis og harðstjóm. — Megi guð forða okkur frá slíku. — Kona, sem ekki er kommúnisti." 0 Eiturlyfjaát „Velvakandi góður! Það er ánægjulegt, að unga fólkið I land- inu skuli hafa framtakssemi á við unga manninn, er kom upp um einn af pilulsöl- um, er sækja heim veitingahús hér íbæ. Ég haf sjálf orðið vitni af þvl, hversu hroðalega fólk kemur oft útlítandi af vissu veitingahúsi, og finnst mér, að fleiri ættu að gera slikt tið sama og þessi ungi pilt ur til að uppræta þennan ósóma, því að það er blettur á okkar þjóð, hversu margt fólk er algjörelga óvinnufært eingöngu vegna pliluáts. Það virðist mjög auðvelt að afla sér þessara lyfja sem kölluð eru ávanalyf. Björg Stefánsdóttir Hverfisgötu 40, Reykjavík". (Nöfnum er sleppt úr bréfinu). Ekki tillitssamir „Sendill“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Oft les ég þig í Morgunblaðinu, og þar eru stundum bréf um H-Umferð. Síðast las ég bréf frá „Fjólu“, og er þar margt gott ritað. Ég er sammála henni um það, að H-breytingin hafi tekizt vel, — en að gang andi jafnt sem akandi vegfarendur séu til- litssamir, — nei, síður en svo! Einkum finnst mér skorta þá tillitssemi hjá bíl stjórum, þeir þykjast ekki sjá reiðhjólin. Hvar á að hjóla hjólunum, ef ekki er hægt að hjóla á götunni vegna „blindra" bíl- stjóra? Hjólhestaskoðun Svo er það skoðun hjóla. Mér finnst, að fjarlægja ætti ólögleg hjól. f skólum fara fram hj ólaskoðanir, en þar mæta bara þeir, sem nenna og vilja. Sendill". Skellinöðruskröltið og lögreglan „Starri skrifar: „Kæri Velvakandi: Hvernig stendur á því, að lögregaln hef- ur ekki betra eftirlit með hrossabrestshjól- unum, sem kölluð eru almennt skellinöðr ur, þ.e. reiðhjól með hjálparvéi? Strákam ir gangast upp í því að gera sem mestan hávaða, en það er alveg bannað og ætlar fólk alveg að æra. Sérstaklega er þetta á- berandi á vissum götum, sem lögreglan ætti að vera farin að þekkja. Blessaðir, framfylgið þið lögum og reglugerðum og athugið hjólin, svo að dregið sé úr hávað- anum. Láti eigendur sér ekki segjast, verð- ur að taka hjólin af þeim og breyta þeim á kostnað eigendanna. Starri“. Hvaðan er erindið? „Burgeis" skrifar: „Herra Velvakandi! í eldgamla daga var stundum sungið hér undir skemmtielgu lagi eftirfarandi erindi, sem mtg mninir, að sé úr lengra kvæði, en ekkert situr nú eftir í mér nema þetta eina: Veslings, veslings Einar Olgeirsson, ertu búinn að skapa Sovét Úníon? Til þess allir burgeisamir treysta þér að tilreiða hér í hvelli rauðan bolsaher. Veslings, veslings Stalín, ég veit að þú vildir gjarnan hafa hérna útibú. ísland — Rússland eitt. Hve allt hér væri breytt. Andskoti held ég íhaldsmönnum yrði sumum heitt. Þetta er nú kannski ekki ýkja beysinn kveðskapur, en mér þætti gaman að vita, af hvaða tilefni og hvenær þetta var ort, og hvort það er nú lengra kvæði. Undri lag- inu hljómaði þetta sem ágætur kveðskapur, og hvað hét lagið? Þú fyrirgefur frekjuna, Velvakandi góð- ur, en kannske gætir þú hjálpað upp á þess ar forvitniasakir mína.r Burgeis" — Velvakanda þykir langlfklegast, að þetta sé úr gamalU revýu. Hann mundi birta upplýsingar um þetta frá fróðum mönnum. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sím/ 22-0-22 Rauðarárstig 31 !i“ 1-44-44 mm/fí Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. BlLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍIMI 82347 MAGINIÚSAR SKIPH01T»21 S4MAR21190 efttr lokun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sí/ni' 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. Sumarbústaður Til sölu er vandaður sumarbústaður í Vatnsendalandi ásamt sérhúsi. Hægt er að nota hann sem heilsársbú- stað. Hentug'ur fyrir t. d. tvær f jölskyldur. Góð stór lóð. Ljósmyndir af bústaðnum á skrifstofu vorri. FASTEIGN AÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 — Símar 24645 og 16870. VEUUM iSLENZKT iSLENZKAN IÐNAÐ * Islenzk umbúðasamkeppni Eins og áður hefur verið auglýst, gengst Iðnkynningin 1968 fyrir fyrstu íslenzku umbúðasanikeppninni, en tilgangur sam- keppninnar er að efla áhuga á um- búðum, sem auka söluhæfni og styrkja þannig samkeppnishæfni íslenzkra iðn- fyrirtækja. Sérstök dómnefnd veitir þeim umbúðum viðurkenningu, sem að hennar dómi eru taldar til þess hæfar. Ákveðið hefur verið, að áður auglýstur skilafrestur, 1 sept., framlengist til 1. okt. n.k. Reglur dómnefndar fást hjá skrifstofu Iðnkynningarinnar 4. hæð í Iðnaðar- bankahúsinu, Rvík. Iðnkynningin 1968. Kœliborð til sölu Vegna breytinga er til sölu sjálfsafgreiðsluborð (Gondole) 352 x 105. Borðið er tvískipt með góðum kæliskáp undir. Upplýsingar í verzlun Hreins Bjamasonar, Bræðra- borgarstíg 5, sími 18240. Aðsfoðarstúlka óskast nú þegar á lœkningastofu Umsækjandi þarf að kunna enslku, þýzku og eitt af Norðurlandamálunum og vélritun. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu, merkt: „Lækningastofa — 6866“ fyrir mánudagskvöld. ALUMINIUM garðgróðurhúsið sem sýnt var í reit okkar nr. 1 á nýyfirstaðinni Land- búnaðarsýningu er nú til sýnis í GRÓÐURHÚSINU við Sigtún sími 36770. Pantanir teknar á staðnum. Gróðrarstöðin v/ Miklatorg — Símar 22822 — 19770.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.