Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 202. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mannréttindagreinar taka ekki gildi strax — verði gríska stjórnarskráin samþykkt Aþenu 16. sept. AP—NTB. HIN NÝJA gríska stjórnarskrá, sem verður lögð fram til kosn- inga 29. september næstkomanði mun ganga strax í gildi, ef hún verður samþykkt, að undanskild um nokkrum atriðum um mann- réttindi, prentfrelsi og um kosn- ingu fulltrúa á þjóðþingið. Alls eru það tólf greinar af 138, sem ekki taka gildi strax. Tillaga um þessa nýju stjóm- arskrá var fyrst lögð fram í júlí og ‘hefur hún síðan verið til um- ræðu hjá þjóðinni og stjóminni. Með henni er vald konungsins skert mjög mikið, m.a. heimilld til að skipa ráðherra eða víkja þieim frá og einnig að skipa í mikilvaegar stöður innan hersins. f tilkynn- ingu Georges Papadopoulos. forsætisráðhlerra sem birt var í dag, er svo vald konungsins enn skert. I>ar segir m.a., að ef deilur komi upp um konungdæmið muni dómstóll skipaður af stjórninni fjalla um málið. Það eina sem er konungi í vil í nýju stjórnar- skránni er grein um að hann skuli fá að vera með í ráðum þegar ákveðin verður menntun krónprinsins. Þegar herfoiringjastjómin kom til valda í apríl 1967 voru felld úr gildi ýmis atriði stjórnanskrár innar frá 1952, sérstaklega um mannréttindi og prentfrelsi. Það eru þessi atriði í nýju stjórnar- skránni sem munu ekki taka gildi strax. Papadopoulos sagði einnig, að fyrrverandi grískum stjórnmála mönnum ;.em hafa verið í útlegð eða stofufangelsi heima hjá sér, verði gefnar upp sakir næstkom andi mánudag. Hann lagði þó á- herzlu á, að náðunin næði ekki til þsirra 2.400 vinsitrisinnuðu stjórnmálamanna sem eru í fang- elsum á eyjunum Leros og Jaros, né heldur til þeirra foringja í bernum sem handteknr voru eftir hina mis'heppnuðu tiflxaun Kon- stantins konungs til að ná völd- um. Fapadopoulos var spurður um hvort hann héldi að konungur Framhald á l)ls. 19 Kátur forsætisráffherra. Þaff var glatt á hjalla í kosningabúffum Jafnaðarmanna, er ljóst varff, aff flokkurinn hafði unniff mikinn sigur í kosningunum á sunnudag. Tage F.rlendar til hægri. Jaínaðarmenn i — Úrslitin þykja persónulegur sigur Erlanders Fylgishrun kommúnistaflokksins Dr. Ota Sik Stokkhólmi 16. sept. NTB. TAGE ERLANDER, forsætisráff herra Sviþjóðar og flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn unnu mikinn sigur í kosn- ingunum til neðri deildar sænska þingsins, sem fóru fram , á sunnudag. Kommúnistar guldu mikið afhroff og fengu um helm- ingi færri atkvæði en viff borg- arstjórnarkosningamar 1964. Kjör sókn var um 89% en viff kosn- ingamar 1964 var hún 83,9%. Seint í kvöld voru ótalin um 300 þúsund utankjörstaffaat- kvæffi en ekki var búizt við aff neinar breytingar verffi á hlutföll um milli flokkanna. Úrslit kosninganna em fyrst og fremst talin mikill persónulegur sigur fyrir Tage Erlander. Flokk ur hans hlaut nú um 2.300.000 (tekiff skal fram, að nákvæmar kosningatölur höfðu enn ekki borizt seint í kvöld) eða um 59 % greiddra atkvæffa. Jafnaffar- menn höfffu áffur 113 þingmenn, en aff þessum kosningum lokn- um hafa þeir 128 þingsæti. Fyrir kosningarnar höfðu menn almennt ispáð því, að Jafnaðar- menn myndu missa mikið fylgi yfir til borgaraflokkanna, og ef til vill væri að Ijúka 36 ára stjórnartíma Jafnaðarmanna. Það fór þó á annan veg og var Mið- flokkurinn eini flokkurinn ann- ar en Jafnaðarmannaflokkurmn sem bætti við sig þingsætum. Kínverjar mótmæla flugferðum Rússa Hann fékk nú um 730.000 at- kvæði, eða 16% og 41 mann kjörinn, en hafði áður 35. For- ingi hans, Hadlund mun nú vænt Framhald á bls. 19 Tokió, Hong Kong, 16. sept. —AP—NTB— KÍNVERSKA stjómin hefur mótmælt harfflega njósna- og ögrunarflugferffum rússneskra véla yfir kínverskt land. Er þvi haldið fram að á tímabilinu frá Þrettán tékkneskir hagfrœðingar: Styðja stefnu dr. Ota Sik og hafna gagnrýni sovézkra í hans garð Prag, Moskvu, 16. sept. AP, NTB. ÞRETTÁN þekktir tékkneskir hagfræðingar vísuffu í dag ein- arðlega á bug þeim ásökunum, sem dr. Ota Sik, hefur sætt hjá sovézkum stjórnarvöldum. Tass fréttastofan birti um helgina harffa gagnrýni á efnahagskerfi þaff sem dr. Sik er talinn upp- hafsmaður að. Yfirlýsing hagfræðinganna er birt i flokksmálgagninu Rude Pravo og segir í henni, aff Sik hafi lagt fram ómetanlegan skerf til aff byggja upp efnahagskerfi Tékkóslóvakíu. Stefna hans hafi reynzt landinu heilladrjúg og henni muni fylgrt eftir sem áður. Dr. Ota Sik, sem var aðstoðar- forsætisráðherra Tékkóslóvakíu fyrir innrásina, hefur hvað eftir annað orðið fyrir hatrammri gagnrýni í sovézkum bflöðUm og vitað er, að Sovétleiðtogamir kröfðust þess að honum yrði vikið úr ráðherrastöðunni. Dr. Sik var staddur í Júgóslavíu ásamt nokkrum öðrum tékknesk um ráðherrum, þegar innrásin var gerð. Hann hefur ekki snúið aftur til Tékóslóvakíu. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, fagnaði því í dag, að andsósíalisk öfl í Tékkóslóvakíu, láti nú í mörgu undan síga og segir, að ástandið í Tékkóslóvakíu færist óðum í eðlilegt horf. Hins vegar sé því ekki að leyna, að andstæðingar sósíalismans láti enn nokkuð að sér kveða í Tékkóslóvakiu. Einn helzti hugmyndafræðing ur tékkneska kommúnistna- flokksins, Zdenek Mlynar, sagði í sjónvarpsávarpi um helgina, að hann teldi ekki, að áhrif „gagn- byltingarsinna“ í Tékkóslóvakíu hefðu verið svo mikil, að þau rétt lættu inmrásina. Alexander Dub- cek sagði í útvarpsræðu á laug- ardag, að nauðsynlegt væri að framfylgja Moskvusamkomuflag- Framhald á bls. 19 9. til 29. ágúst hafi rússneskar vélar fariff alls tuttugu og níu sinnum inn í kínverska lofthelgi. Lögð er sérstök áherzla á, að sumar flugferðanna voru fam- ar um 20. ágúst, á sama tíma og Rússar gerðu innrás í Tékkó- slóvakíu. Flestar vélarnar sáust yfir Heilungkiang héraðinu í Norður-Kína. Segir í tilkynning unni að hollir stuðningsmenn Ma os formanns í því héraði hafi nokkru áður komið í veg fyrir sameiginlega innrás Bandaríkja manna, Rúissa og Japana, inn í Kina. Flugvél Rauðo krossins skot- in niður London 16. sept. NTB. ÞYRLA í eigu Bamahjálpar- sjóffs Sameinuffu þjóffanna, sem var á leiff til Biafra. var skotin niffur yfir Benin í Nigeríu í dag. Vélin var merkt Rauffa krossin- ’m, og hefur hún flutt matvæli og lyf til nauðstaddra í Biafra und- anfarna daga og hefur flutt um þaff bil 60 tonn matvæla á degi hverjum. Flugmaðurinn og þrír affrir, sem voru í vélinni, slösuff- ust nokkuð. í Genf var tilkynnt í dag, að leiguflugvélar sem fljúga á veg- um Rauða krossins til Biafra, hafi ekki komizt þangað í dag. NATO æfingor hnlnnr n Norður Atlnntshnii Osló, 16. sept NTB. FLOTAÆFINGAR niu NATO i ríkja hófust á Norður-Atlantshafi I í dag. Flugvélar taka og þátt í | æfingum, sem hafa verið í undir-1 búninigi í mörg ár og eru kallað- j ar Silfurturnmn. Markmið þeirra | er að efla samvinnu ríkjanna, auka á hæfni þeirra til að vera viðbúnar árásum, svo og til að efla varnarmátt bandalagsins. Salazar hrakar Lissabon 16. sept. NTB-AP. LlÐAN dr. Salazars, forsætisráff herra Portugals, versnaffi snögg- lega í gær, en hann gekk nýlega undir skurðaðgerð vegna blóff- tappa í hela. Líflæknir Salazars var kvaddur í skyndi til sjúkra- hússins, þar sem forsætisráffherr ann liggur og neitaffi hann aff tala viff fréttamenn. Síðan var gefin út tilkynning, þar sem seg- ir. aff líðan forsætisráffherrans sé ekki góð. Flestir ráðherrarnir komu síðar til sjúkrahússins og sérleg- ur sálusorgari Salazars kom einn ig til spitalans síðdegis í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.