Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1066 Unniö af krafti við gufu- aflstöðina við Mývatn Reynt að koma henni upp fyrir áramót Nú er unnið að gerð gufu- stöðvar í nánd við kísilgúrverk smiðjuna við Mývatn til raf- orkuframleiðslu. Annast Vermir sf. verkfræðilegan undirbúning, og snerl Morgunblaðið sér í gær til Sveins Einarssonar, verk fræðings, til að fá frekari fregn ir af gangi mála. Ákveðið var að byrja að reisa þessa stöð nú í vor, að því er Sveinn sagði, og var ákveðið að Orkustofnunin sæi um að bora eftir gufunni og byggja að- veituæðar til rafstöðvarinnar, en hins vegar mundi Laxárvirkj unin byggja rafstöðina sjálfa. Mun kaupa gufuna af Orku- stofnuninni. Var ákvörðun um þetta efni tekin í maímánuði, og hófst þá strax undirbúningur. Er nú ver- ið að bora eftir gufunni, og verða gufulagnirnar væntanlega lagðar í lok nóvember. Þá stend ur nú einnig yfir smíði stöðv- arhússins. Varðandi borunina má geta þess, að nú er við að Ijúka við eina holuna, og mæld- ist hitinn í henni 227 stig, en það er mesti hiti sem mælzt hef ur í slíkri borholu. Rafstöðin mun standa í um 6-700 metrum fyrir norðaustan kísilverksmiðjuna, og þarf að leiða gufuna um 200 metra að stöðvarbyggingunmi. Þessi stöð er í rauninni tilraunastöð á þessu sviði, og verður um 3 þús und kílóvött. Er stefnt að því að koma henni upp fyrir áramót. Sveinn kvaðst sannfærður um, að með þessu móti mætti afla verulegrar raforku. Tffl að mynda væri gífurlegan orku forða að finna á Námafjalls- svæðinu, og væri hann að sín- um dómi talsvert meiri en feng ist með virkjun Dettifoss. Albanía segir sig úr Varsjárbandalaginu Belgrad, 16. sept. AP. MOSKVUÚTVARPIÐ hafði sér- staka útsendingu á albönsku á laugardagskvöld og fjallaði um þá ákvörðun Albana að segja sig Sigurbjörg með söltunar- síld tO Óluísfjurður Ólafsfirði, 16. september. SIGURBJÖRG kom með fyrstu síldina hingað til söltunar í gær. Var síldin óvarin, en þó var ííægt að salta allmikið af aflan- um, en einnig var talsvert fryst. Var afli skipsins samtals um 120 lestir. Þá kom Stígandi með 38 tunn- ur hingað í dag, og fer það allt 1 frystingu. — Fréttaritari. - GRIKKLAND Framliald af bls. 1 myndi koma aftur til Griklands fyTÍr kosningarnar. Ráðherrann svaraði því til, að hann væri ekki spámaður, en hann teldi að kcmungur myndi í síðasta lagi snúa heim, fljótlega eftir fyrstu þingkosningarnar. Störf þingsins hæfust strax og ástandið í Grikk landi væri orðið heilbrigt og gott Hann sagði ennfremur, að það væri ásetningur herforingjastjóm arinnar að koma á nútímalegri og góðri stjórnarskrá sem gerði það kleift að fullkomna bylting- una að eins miklu leyti og það er hægt án þjóðþingsins. úr Varsjárbandalaginu. Þar var sagt, að úrsögnin væri það verð, sem Albanir hefðu orðið að gjalda húsbændum sínum í Pek- ing. Ennfremur var sagt, að vegna náinna tengsla Albana við Kínverja hafi þeir í reynd verið löngu hættir allri þátttöku í Varsjárbandalaginu. Albanir voru og bornir þeim sökum, að hafa reynt að komast yfir útbúnað bandalagsins, þegar æfingar á þess vegum voru haldnar í Albaníu árið 1961, og ári síðar hafi þeir hætt virkri starfssemi í þágu bandalagsins. Myndin er tekin á árekstursstað. Hurður úrekstur HARÐUR árekstur varð á mót- um Miklubrautar og Rauðarár- stígs í gær, þegar olíubíl var ekið aftan á Volkswagenbíl, sem kast aðist við það, á annan bíl. Kona sem var farþegi í Volkewagen- bilnum, hlaut höfuðhögg og var flutt í Slysavarðstofuna, en talið var að hún fengi að fara heim að lokinni læknisrannsókn. Svo mikið var höggið, að sæt- in í Volkswagenbílnum brotnuðu aftur, en framendi bílsins gekk inn í kistuna á þeim þriðja, sem var Simca. Volkswagenbíllinn skemmdist mjög mikið, Simcan talsvert og framstuðari olíubíls- ins bognaði um miðjuna. lítulir reiðir við Leif Eiríksson I ÍTALSKA sögufélagið hefur I tilkynnt að bílalest muni aka að Hvíta húsinu í mótmæla- I skyni, ef alvara verður gerð úr | því að gefa út minningarfrí- , merki um Leif Eiriksson, þrem dögum fyrir Kólumbus- ’ ardag. Síðan Vínlandskortið fannst |Og þar með fengust upplýs- ' ingar um að Leifur hefði kom ’ ið til Ameriku f jórum öld- | um á undan Kólumbusi, hef- r Ítalsk-Amerískum félög- [um verið lítið um Leif gef- ' ið. Formaður sögufélagsins' ) hefur sagt, að það væri móðg j | un við alla ítali að gefa frí- ( merkið út þrem dögum fyrir ( ’ Kólumbusardag. Mikil ferð á síldinni í vesturátt 1 síldarfréttum LtÚ um veið- Reykjaborg RE 20 Héðinn ÞH 50 ina sl. sólarhring segir, að veður Vörður ÞH 150 Örn RE 155 hafi verið gott. Veiðisvæðið er Ásberg RE 10 Guðbjörg ÍS 40 nú á 71. gráðu og á 50. gr. austur Tálknfirðingur BA 30 Gígja RE 130 lengdar. Mikil ferð er á síldinni Arni Magnússon GK 80 Fífill GK 120 í vesturátt og erfitt að ná henni. Eldborg GK 120 Brettingur NS 15 Kunnugt er um afla 19 skipa með Guðrún GK 90 Sléttanes ÍS 70 samtals 1380 lestir: Magnús NK 80 Faxi GK 100 Seley SU 25 Júlíus Geirmundsson ÍS 15 Harpa RE 80 Um síldveiðina sólarhringinn Tóku 40 toiui uf hergögnum — Meðal annars eldflaugabirgðir í nánd við Saigon Saigon 16. september. AP. HERMENN frá Bandarikjunum og Suðurvietnam fundu tæp fjörutíu tonn af hergögnum norð urvietnama á sunnudaginru Me'ð al annars fundust miklar birgðir af rússneskum 122 millimetra eld flaugum 16 kílómetra frá Saigon og er talið að átt hafi að nota Líklegt að hafís verði við strendur næstu ár — segir Páll Bergþórsson, veðurfrœðingur, er skilað hefur áliti til hafísnefndar HAFÍSNEFNDIN svokallaða mun væntanlega skila greinar- gerð um ráðstafanir vegna hættu á hafís við strendur landsins, er lamað gætu samgönigur við nokk ur byggðarlög. í áiiti nefndarinn ar mun vera mælt með birgða- söfnun. Við gagnasöfnun leitaði nefndin m. a. til Páls Bergþórs- sonar, veðurfræðings, og fékk álit hans á líkum fyrir því, að hafís legðist hér að landi á næstu ár- um. Var Páll þeirrar skoðunar, að fremur mætti gera ráð fyrir að svo yrði. Morgun blaðið sneri sér í gær til Páls, og spurðist fyrir um á hverju hann byggði þetta álit. Jón Þorsteinsson nefndur í þriggjn monnn nefnd fyrir neytendur FULLTRÚAR neytenda í sex- mannanefnd þeirri, sem sam- kvæmt lögum nr. 101 frá 8. des. 1966 skal ákveða verð á landbún aðarvörum, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki nota rétt sinn til tilnefningar í þriggjamanna- nefnd, er felldi fullnaðarúrskurð nm verðlagsgrundvöll landbún- aðarvara. Samkvæmt ákvæðum 6. gr. nefndra laga ber því félagsmála- ráðherra að tilnefna mann í nefndina af hálfu neytenda og hefur Jón Þorsteinsson alþingis- maður verið nefndur til þessa starfs. (Frá Félagsmáiaráðuneytinu). Hann kvað erfitt að segja fyrir um hafíshættuna á veturna og vorin með nokkrum rökum fyrr en kæmi fram í nóvember. Þó mætti nokkuð marka hafishætt- una á lofthitanum við Jan Mayen síðar hluta sumars og fyrri hluta hausts, og það sem liðið væri af þessu tímabili nú benti fremur til íss. Páll sagði, að strax eftir 1960 hefði farið að bera á því að loft- hiti færi minnkandi við Jan May- en og Svalbarða og orðið greini- legri hin síðustu ár. Þá hefði sjór verið mjög kaldur og mikill haf- ís t. d. 1965 og 1968 við strendur landsins. — Þetta finnst mér rökstyðja það, að ekki sé rétt að gera ráð fyrir svipuðu ástandi á næstunni og á árunum 1920 til 1960, sem er greinilegt hitatímabil og ís Þá óvenju lítffll. Þess í stað finnst mér eðlilegast að reikna með eins konar meðalskilyrðum, sem finna má með athugunum á skýrslu Þorvalds Thoroddsens um veður- far á sl. öld og fram til 1915 og öðrum skýrslum, sem til eru eft- ir það. Og að þessu fengnu virð- ist mér ekkert líklegra en hafís muni halda áfraim að vera við strendur landsins á næstu árum. þær til árása á hofuðborgina. Þá fundust einnig vopnabirgð- ir fyrir norðan Saigon og voru þar á meðal sprengjuvörpur og skriðdrekabanar. Harðir bardag- ar geisuðu allt i kringum Saigon um helgina því norðurvietnamar vörðu hergögnin af mikilli hörku. Búist hefur verið við árás á Saigon xmdanfamar vikur og telja menn að missir þessara her- gagna muni seinka 'henni. undan segir: Kunnugt var um afla 17 skipa, samtals 1160 lestir. Ljósfari ÞH 30 Ásberg RE 25 Júlíus Geirmundsson ÍS 30 Guðbjörg ÍS 130 Sóley ÍS 20 Gunnar SU 40 Bergur VE 25 Héðinn ÞH 40 Harpa RE 120 Faxi GK 70 Þórður Jónasson EA 30 Sléttanes IS 40 Örn RE 175 Tungufell BA 50 Sveinn Sveinbjörnss. NK 45 Gígja RE 40 Gissur hvíti SF 250 Ökuhraði stóraukizt 20 ökumenn kœrðir á 3 klst. á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur ATHUGANIR, sem gerðar hafa verið á ökuhraða bifreiða í Rvík og á nokkrum þjóðvegum, hafa leitt í ljós þá staðreynd, að öku- hraði virðist hafa aukizt mjög mikið að undanförnu. Er hér um að ræða mjög alvarlega stað- reynd, þar sem skammt er liðið frá gildistöku hægri umferðar og framundan er hættulegasti tími ársins í umferðinni. Frá því á H-dag, 26. mai sl., hefur lögregl- an í Reykjavík m. a. kært marga bifreiðarstjóra fyrir of hraðan akstur, eftir að ökuhraði bifreiða þeirra hafði verið mældur með ratsjá og fjölmargir bifreiðar- stjórar hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur af lögreglu- mönnum á bifhjólum og bifreið- um Iögreglunnar, eða samtals um þrjú þúsund ökumenn. Undanfarið hefur verið unnið að hraðamælingum með ratsjá á Reykjanesbraut og á þjóðvegum í Arnessýslu og hafa þær mæl- ingar verið framkvæmdar af lög- reglumönnum í þjóðvegaeftirliti ríkislögreglunnar og lögreglu- mönnum frá Selfossi og Hafnar- firði. Á Reykjanesbnaut voru t. d. kærðir 20 ökumenn á 3 klst., sem óku á um og yfir 100 km hraða, þar af einn á 130 km hraða. Á vegum í Árnessýslu voru um sl. helgi teknir noktorir ökumenn á um og yfir 100 km hraða, og margir eru óku á 80—90 km. hraða. Sl. laugardag voru all- margir ökumentn kærðir fyrir of hraðan akstur í Reytojavík, en akstursskilyrði voru þá slæm, náttmyrkur og þotoa. Þá var m. a. einn ökumaður kærður eftir að hafa ekið á 120 km hraða eftir Bæjarhálsi, annar á 110 km hraða á Háaleitishraut, og margir öku- menn voru kærðir eftir að öku- hraði þeirra hafði verið mældur á Miklubraut, Laugarásvegi, Skúlagötu, Reykjavegi og fleiri götum í borginni á 80—90 km hraða. I langflestum tilfellum er um að ræða unga ökumenn. Embætti lögreglusftjóra og yf- irsakadómara hafa svipt allmarga ökumenn ökuleyfinu fyrir of hraðan akstur og vítavert gá- leysi. Lögreglan vill skora á almenn- ing að leggja henni lið, með því að tilkynna tafarlaust til lögregl- unnar of hraðan og vítaverðan akstur. Eftirlit með því að settar reglur um ökuhraða séu virtar, verður nú hert tffl muna, bæði hér í borginni og á þjóðvegum lands- ins. Verður m. a. haldið áfram að mæla ökuhraða bifreiða með ratsjá á þjóðvegum. (Frá skrifstofu lögreglustjóra).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.