Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 186« Um atvinnurétfindi skip- stjórnarmanna JÓNAS Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, skriíar athugasemd í Mbl. 20. ágúst s.l. við skrif mín um lögin um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna á ísl. skipum. Jónas telur mig bera þungar sakir á þá, er hlut áttu að samningu og lögfest ingu þessara laga. Ekki skai því neitað, að deilt hef ég hart á þessa menn, enda tilefnið mik- ið. En nægileg rök þykist ég hafa fært í greininni fyrir réttmæti þeirra ásakana. Á sínum tíma lét ég Jónas fá afrit af athugasemd- um Skipstjórafélags íslands við frumvarpið, en ekki ræddi hann við mig um málið þá, og ekki heldur síðar. Höfum við skip- stjórar farskipa eða félagsskap- ur okkar, Skipstjórafélag ís- lands, ekki verið virtir viðlits eða viðtals um lagasetningu þessa, né heldur um þau mál önnur, er störf okkar snerta. Það eru föndurkennarar, vél- stjórar, viðskiptafræðingar, lög- fræðingar, verkfræðingar, fiski- menn, og svo að sjálfsögðu skóla stjóri Stýrimannaskólans, sem til er leitað, þegar um þessi mál er rætt. Jónas minnist á hin tíma- bundnu réttindi þeirra, sem hafa tekið próf upp úr 2. bekk far- mannadeildar. Hann segist vera mótfallinn lengingu þessara rétt- inda, sem Alþingi gerði, og get ég vel skilið það. Hann ræður það af skrifum mínum, að ég 'skilji ekki tilgang þess að veita þessi réttindi, og fræðir mig um það. Það hafði hann getað spar- að sér. Ég hef fylgzt með þessu máli frá byrjun, var í nefnd þeirri, sem F.F.S.f. skipaði til að semja álit um þau, hvort mæla skyldi með því að veita þessum mönnum undanþágu. Ég var því frekar mótfallinn, en vegna þess hve mikið menn með réttindi sóttust þá eftir öðrum störfum (ekki af því að skortur væri í landinu á réttindamönnum), þá mælti nefndin með þessu, þó með nokkrum skilyrðum, þ.á.m. þeim, að undanþágan gilti að- eins í 6 mán., þ.e. á milli skóla- ára, og að hún yrði ekki veitt sama manni nema einu sinni. Þetta síðastnefnda var ekki meint frá minni hálfu til að neyða menn til áframhaldandi skóla- náms, ’heldur til að fyrirbyggja það, að menn héldu áfram að sigla á undanþágum í það óend- anlega. Undanþágur virtust þá óhjákvæmilegar ef skip áttu ekki að stöðvast, og taldi ég betra að veita þessum mönnum þær, sem flestir höfðu siglt nokkuð á verzlunarskipum, held ur en fiskimönnum, sem ekkert þekktu þar til verka. Munurinn á því, að veita þessum mönnum undanþágu á tilteknu skipi í tak markaðan tíma, og svo hinu, að lögfesta réttindi þeirra, jafnvel þó um takmarkað tímabil sé að réttindamaðurinn getur keppt við aðra réttindamenn um skip- rúm, án tillits til þess hvort skortur er á réttindamönnum eða ekki. Undanþágumaðurinn kem- ur hins vegar aðeins til greina, þegar skortur er á réttindamönn um. Það er þetta og svo það, að mér finnst þessi tímabundnu réttindi vera hreinasta kák, eins og ég hef sýnt fram á í grein minni, sem ræður afstöðu minni til þessa máls. Það er rétt, að undaniþágumál- in eru vandamál, og það er líka rétt, að fyrir stýrimenn á verzl- unarskipum leystust þau að nokkru leyti með þessum undan þágum fyrir 2. bekkinga, en þau leysast ekkert fremur þó að þess um mönnum séu veitt réttindi. Annars tel ég að Jónas hefði átt að beita brandi sínum gegn þeim mönnum, sem hafa mælt með undanþágum í tíma og ótíma, og ekki síður gegn þeim, sem veita þær, oft og tíðum af vafa- samri nauðsyn, og án meðmæla frá viðkomandi stéttarfélagi. Jónas segir, að með undan- þágunum sé hættunni boðið heim. Hvernig á að skilja það? Er það ekki af því að undan- þágumennirnir eru oftast ungir og óreyndir? Förurn við þá ekki að nálgast það, að vera sam- mála? Er það ekki það, sem ég held fram í grein minni, að stytt ing siglingatímans, lækkun ald- ursmarka og annað, sem skerðir þá reynslu og þjálfun, sem er nauðsynlegur undirbúningur undir stýrimanns- og s'kipstjóra- starfið, geti orðið til að rýra ör- yggið á hafinu — bjóða hætt- unni heim. Þótt Jónas viður- kenndi þetta óbeinlínis, eins og bent er á hér að framan, þá reynir 'hann samt að gera lítið úr þessu. Hann blandar saman námstíma og siglingatíma og fær á þann hátt út háar tölur, bendir þvínæst á stýrimannstím- ann, sem krafist er, og segir svo: Þetta er það, sem Jón Eir- íksson hneykslast svo mjög á í grein sinni. (leturbreyting mín J.E.). Jónas gefur hér alranga mynd af því, sem ég „hneyksl- ast á“, mynd, sem enga stoð hef- ur í grein minni. Enginn, sem grein mína les, þarf að fara í grafgötur um það á hverju ég hneykslast. Ég hneykslast á því að lögin, eða réttara sagt breyt- ingarnar, sem gerðar voru á gömlu lögunum, vinna á móti því, að skipstjórnarmenn ís- lenzkra verzlunarskipa hafi þann þroska og þá leikni í starfi, þegar þeir taka við skipstjóm, sem nauðsynleg er til þess, að þeir Standi á jafn háu stigi eins og bezt gerist hjá öðrum þjóð- um. En að því ber að keppa. Það er að fara út fyrir efnið, þegar blandað er saman náms- tíma og siglingatíma í þessum umræðum, eins og Jónas hefur gert. Lögin um atvinnuréttindin fjalla fyrst og fremst um sigl- ingatímann, en ekki námstím- ann, og benti ég á það í byrjun greinar minnar. Ég neita því al- gerlega, að réttmætt sé að stytta annan þessara tíma, þótt hinn sé lengdur. Ekki efa ég það, tilvitnunin í lög Norðmanna hafi við rök að styðjast. Fróðlegt væri þó að vita um stærð þeirra skipa, sem siglinga er krafist á, og um það, að hve miklu leyti þeir taka gilda siglingu á fiskiskipi. Ann- ars sé ég enga ástæðu til þess, að við færum okkar lög og regl- ur til samræmis við það sem er hjá öðrum þjóðum, ef þau eru lakari en hjá okkur. Ég vil rétt aðeins skjóta því hér inn, að 15 ára unglingar vinna ekki hásetastörf nema að mjög óverulegu leytL Þegar þeir koma á sjóinn svo ungir, eru þeir oftast messadrengir eða hjálpar kokkar, og þó þeir vinni eitt- hvað á þilfarinu, þá er ekki hægt að segja, að þeir vinni háseta- störf. Það er því hverfandi lítil rök fyrir því, að telja háseta- tíma þeirra frá þeim aldrL Jónas feitletrar þau ummæli, er ég hafði tilfært í grein minni úr sjóferðaskýrslu sænsku sigl- ingarstofnunarinnar. Hann dreg- ur þá ályktun af því sem þar er sagt, að í þeim felist ádeila á undanþágur, sem er rétt svo langt sem það nær, og í öðru lagi, að ég, með því að birta þau þarna, sé að gera lítið úr prófum frá Stýrimannaskólan- um, sem er alrangt. En hann minnist ekki á það, að jafn vel gefinn maður og hann er, hlýtur þó að sjá, og hlýtur raunar að vera öllum ljóst, að í ummæl- unum er kveðinn upp harður dómur yfir reynsluskortinum. Það er líka augljóst mál, að ég tek þetta upp í grein mína til stuðnings þeim áfellisdómi, sem ég felli sjálfur yfir reynsluskorti í grein minni. (Þessi ummæli, ásamt fleirum, fylgdu einnig með athugasemdum S.K.F.Í., sem Jónas hefur undir höndum). Það sem Jónas tekur til athugun ar eru ástæðurnar, sem Svíar telja vera fyrir þessum reynslu- skorti, en meðal þeirra telja þeir líka hinn unga aldur þessara manna. Ég vil árétta það einu sinni enn, að það er stytting siglingatímans, niðurfærsla ald- ursmarka og annað það er skap- ar minni reynslu, sem er mér fyrst og fremst þyrnir í augum. En öll þessi mál myndu skýr- ast mikið ef Jónas vildi svara nokkrum spurninigum, sem ég vil nú leggja fyrir hann. Ég hef tölusett spurningarnar til hægð- arauka við svörin. 1. Þú telur þær breytingar, sem Alþingi gerði á frumvarpinu til bóta, aðrar en lengingu hinna tímabundnu réttinda. Aldurs- mörk voru hækkuð. Hefði þá ekki verið ennþá meiri bót að því, að hækka þau að því marki, sem þau voru áður? 2. Hvers vegna voru þau lækk uð í frumvarpinu? 3. Hvers vegna var stærð land róðrarbáta, sem skylt er að hafa stýrimann á, hækkuð í frv.? Hefði ekki verið meiri bót að því, að stýrimannstími í utan- landssiglingum, sem felldur var niður í frv., en Alþ. setti inn aftur að nokkru leyti, hefði ver- ið færður í sama form og hann var í áður? 5. Hvers vegna var hann felld- ur niður í frv.? 6. Hvers vegna var siglinga- tíminn styttur? 7. Hvers vegna voru aldurs- mörk lækkuð? 8. Hvers vegna var fellt niður ákvæði um að háseti skyldi vera fullgildur um ákveðinn tima til að geta fengið stýrimannsrétt- indi? 9. Hvers vegna á nú að gilda sigling á minni skipum en áður, þrátt fyrir að skip eru nú yfir- leitt stærri en áður? 10. Hvers vegna er sigling á fiskiskipi látin gi'lda í ríkara mæli en áður, til að fá skipstjórn arréttindi á verzlunarskipi? 11. Hvers vegna er sigling á verzlunarskipi og varðskipi lögð að jöfnu, þó þar sé um ólík störf að ræða? 12. Hvers vegna var alveg felld niður krafan um siglingu á verzlunarskipi, til að geta feng ið skipstjórnarréttindi á verzlun arskipi undir 400 rúmlestum að stærð? 13. Hvers vegna eiga þeir, sem hafa tekið próf upp úr 2. bekk, að fá stýrimannsréttindi með minni siglingatíma en aðrir? í athugasemdum með frum- varpinu er þess getið, að þegar gömlu lögin voru sett, hafi verið mikið framboð af skipstjórnar- mönnum en skipin fá, en að nú sé skipastóllinn margfaldur við það sem þá var. Menn hafa vilj- að skilja þetta svo, að framboð og eftirspurn á skipstjórnarmönn um eigi að ráða því, hvort skil- yrðin til skipstjómarréttinda skuli vera ströng eða rúm, og að þessi mikla rýmkun á þeim í frumvarpinu, sé gerð vegna lít- ils framboðs nú. 14. Er þetta rétt skilið? 15. Ef svo, á þá að herða á skil- yrðunum strax og framboð eykst? 16. Ef ekki, ‘hvernig á þá að skilja þetta? Að lokum þetta. Frá þvi ég kynntist Jónasi Sigurðssyni skóla stjóra hef ég alltaf litið á hann sem drengskaparmann og frá- bæran skólamann, og breytir það ekki þvi áliti mínu þótt við höfum ólíkar skoðanir í þessu máli. En ekki skal því neitað, að mér hefur þótt það mjög leitt, að hann skuli hafa átt hlut að því að semja þessi lög, sem svo mjög snerta störf okkar skipstjórnar- manna, og gert þau þannig úr garði, að þau hafa vakið óánægjtt skipstjórnarmanna og margra fleiri. Við hefðum kosið að hafa samvinnu við Jónas um þessi mál og önnur, sem sjómennsku og siglingar varða, en án sam- starfs við skólastjóra Stýrimanna skólans er ekki hægt að vinna að þeim málum. Jón Eiríksson. ræða, er fyrst og fremst sá, að Frá verkstjórnarnámskeiðunum Næsta verkstjórnarnámskeið hefur verið ákveðið sem hér segir: Fyrri hluti: 7. — 19. okt. 1968 Síðari hluti: 6. — 18. jtin. 1969 Umsóknarfrestur er til 30. sept. n.k. Umsóknareyðu- blöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, sem veitir allar nánari upplýsingar. Stjórn verkstjórnarnámskeiðanna. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegarni. Feinstrumpí- OPAL SOKKABUXUR hose eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR 8Ji It wjL' ö eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. y- J1 1 OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. „i | | X Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL SOKKA og SOKKABLXIJR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.