Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 5
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1966 5 „Það er eitthvað, sem kemur og eitthvað sem fer, eitthvað, sem hlær og grætur" Rambað um miðbæinn í sólskini „Nú er sumarauki og kyrrð í lofti’*, sagði meistari Kjarval við okkur í gær þar sem við vorum að rölta um miðborgina í góða veðrinu og njóta blíð- unnar í haustveðrinu. Það var fjöldi fólks á ferli, léttklæddu fólki í 15 stiga hita, en sýndi stóri hitamælirinn Austurvö'll. Blómaskrúðið á Austurvelli er farið að fölna nokkuð, en þeg- ar sóliin ríkir leika sér blóm- álfar og börn. Þessar broshýru litlu stúlkur voru að sóla sig á Austurvelli í gær, og þær höfðu tekið brúðu með sér í brúðuvagni. Piltur og stúlka við tjömina. Þegar við tókum myndina var verið að æfa „Mann og konu“ Iðnó. (I iósmynd Mbl. Árni Johnsen) . afsláttur Vikulegar ferðir til EVRÓPU,með DC 8 þotu Frá og með 15. september næstkomandi, bjóðum við 25% afslátt til allra helztu borga Vestur-Evrópu. Upplýsingar hjá ferðaskrif- stofunum eða— Aðalumboði G. Helgason & Melsted, Hafnar- stræti 19, símar 10275 11644. Alla fimmtudaga, með DC-8 þotu, til Glasgow og Kaupmannahafnar. til þess að skoða og spjalla sam an. Við gengum áleiðis niður að tjörn og litum inn í alþingis- hússgarðinn í leiðinni. Hann er fa'llegur og vel hirtur, en girt- ur „virkisvegg". Ef veggnum yrði breytt myndi svæðið þarna verða rýmra og bjart- ara og fólk myndi njóta þessa fallega garðs. Það var of mikill matur á boðstólum hjá öndunum á tjörn inni, því að brauðhleifar flutu í vatninu og meðfram tjörninni gekk fólk, fólk á öllum aldri. sumir töluðu saman, aðrir gengu hljóðir og ungt fólk, rnaður og kona, leiddust hönd í hönd. Þannig, eins og gengur og gerist, var lífið úti við í gamla bænum í gær og það var sól. Við tjörnina stóðu piltur og stúlka og horfðu yfir vatnið. Landið og framtíðin bíða eftfir þessu unga fólki. Piltur og stúlka í iðandi borg en inni í Iðnó var verið að æfa leikritið Mann og konu eft ir Jón Thoroddsen. Leikfélagið, sem er heimur út af fyrir sig, var að búa sig und- ir að skemmta gestum sínum í vetur, tengja atburði og lista- verk, áhorfendum. Það var sterk andstæða að ganga inn í Iðnó úr geislandi só'l í iðandi borg inn í rökkvaðan bæ síð- ustu aldar og bera saman ís- lenzkt mannlíf þá og nú, ætli það sé mikill munur á fólkinu og hamingjunni, líklega ekki ef fólkið sigrast á illgirninni, og öfundinni. Það á að frumsýna þetta vinsæla ‘leikrit, Mann og konu, á laugardaginn. Fólkið stormaði upp og niður Bankastræti með áhyggjulaus- an svip og alla bankana í kring um sig og tvær gamlar konur sátu í grásinu við styttuna af séra Friðrik og nörtuðu pinna- ís. Við spurðum 3 litla stráka að því hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Tveir vissu það ekki, en sá þriðji sagðist ætla að verða togara- skipstjóri. Við spurðum hann af hverju hann ætlaði það, og sá litli sagði að afi sinn hafi sagt honum svo margar sögur* frá því að hann var á togara og því vildi hann gera það. Kannski eiga sögur afans eftir að endurnýja líf togaranna. Og niðri við höfn dormuðu togarar og önnur skip, togandi í festar í heimahöfn mannanna, en í burtu frá sinni eigin heima höfn, úthafinu. Litill drengur sat á bryggjusporðinum og lét steinvölur detta á sína eigin mynd í lognkyrrum sjónum. Annar sagði drýgindalega, þeg ar trilla kom siglandi inn í Framhald á bls. 19 EINAIMGRLIM4RGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mik.il verÓlœkkun et samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ARA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. 241* ^ Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Harðtex WISAPAN Spónaplötur frá Oy Wilh. Sehauman aJb Véc eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu, finnsku spónaplötur í öll- um stærðum og þykktum. Gaboon- plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spóiilagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- um fyrirvara. Einkaumboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.