Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMB-ER 1968 3 * — NÚ vcrðum við sjómenn- irnir að leggja. höfuðá'herzluá að nýta aflann sem bezt um borð.“ segiir Magnús Þorvalds- son, skipstjóri á Heimi SU 100, en skipverjar á Heimj voru þeir einu, sem söltuðu afla sinn um borð á vetrarvertíð- inni og í sumar hafa þeir salt- að í samtals 2650 tunnur á síldarmiðunum. Aflaverðmæt- ið er orðið um 9 milljónir kr. frá áramótum. í ■i' - . wmKS . — Hvernig hefur ykkur gengið á síl-dveiðunum, Magn- úis? — Okikur hefur gengið frek- ar illa ,eins og reyndar flotan- um öllum, en við höfum bjarg að miklu með því að salta um borð. Við höfum farið tvær ferðir á miðin með salt og tunnur; gú fyrri tók þrjár vik- Heimir SU 100 á siglingu. Sjómenn verða að nýta aflann sem bezt um borð — segir Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Heimi SL uæ og söltuðum við þá í 1150 tunnur, en seinni ferðin tók háMan mánuð og komum við með 1500 tunnur úr henni. — Auk þess höfum við svo sett um 1200 lestir í bræðsliu, þar af 650 lestir í flutningaskip, en afganginn fórum við með til Stöðvarfjarðar. — Hvað gerir þetta svo í peningum? — Ja, aflaverðmætið er um 3 imilljónir kr.na, lauslega reiknað og hásetahluturinn svona um 70.000 grónur. — >ið eruð 14 á, eða hvað? — Já, við erum 14. — Ekki leggið þið í tunnurn ar um borð? — Við skófhim bara í tunn- uirnar, sem kallað er. Við höf- um um borð hausskurðarvál, sem afkastar um 30 tunnum á klst. Frá vélinni fer síldin í kassa, þar sem hennj er vöðl- að upp úr salti og síðan er henni ýtt ofan í tunnurnar og paekli hellt á. Loks eru tunn- urnar settar ofan í lest og þær pæklaðar. — Hvað fara margar síldar í tunnu hjá yikkur? — í fyrri ferðinni var meðal talið 320 sildar í tunnu og meðalvikt á tunnu 82—83 kg. — Svo það þarf þá að bæta við í tunnuna, þegar í iand er komið? — Já, ætli það þurfi ekki að bæta einum tíu kg í hverja tunnu, en það má reikna með 3 síldum í kg. — Og hvernig líkar ykkur svo að salta um borð?? — Ja, þetta er að vísu mikil vinna á meðan söltunin stend ur yfir, en ég held, að flestum líki þetta vel. Það er betra að gera illt en ekkert. Og Magnús brosir. — Þeim fjölgaði ört á mið- unuim, sem hófu söltun um borð? — Já, það má segja það. í fyrstu veiddi meirihluti ís- lenzka flotans aðeins í bræðslu, en svo fór þeim sí- fjölgandi ,sem söltuðu um borð. — Og eitthvað hefur verið um sölur á milli báta? —Já, það hefur talsvert verið um það. í seinni ferð- inni okkar keyptum við t. d. 120 til 130 tonn. Þetta eru góð s'kipti fyrir báða aðila, því þeir ®em ekki salta um borð fá hærra verð fyrir sfldina, og við t. d. rifum nótina í seinni ferðinnd, en vegna þessara skipta gátum við verið áfram á miðunum með því að kaupa sild til söltunar. — Hvað greidduð þið fyrir síldina? — Verðið er 1 króna og 90 aurar á kg. Fjöldi tunnanna, sem saitað er í, er margfald- aður með 120, en reiknað er með að 120 kg af hráefni fari í hverja tunnu — Hvað með úrganginn? — Honum er fleygt, enda síldin það góð, að lítið er um annað en hausana a@ ræða — Sá orðrómur hefur kom- Framliald á bls. 19 Magnús Þorvaldsson. Til sölu Höfum til sölu fis'kbúð í eigin húsnæði. Skip og fasteignir Austurstræti 18, sími 21735 Eftir lokun 36329. Ráðskona Kona, sem er vön hússtjórn, um 50 ára gömul óskast til að annast heimili fyrir einhleypan, roskinn mann. Góð húsakynni. Einföld matreiðsla. Nöfn og upplýsingar sendist Morgunblaðinu auð- kennt: „Ráðskona — 6893“. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 travel Ennþá er hægt að kom- ast ódýrt til útlánda. — Sumaraukinn með Sunnu sunnar í álfu — Mallorka — London 17 dagar. Verð frá kr. 8.900. Brottfarar- dagar 18. sept., 25. sept. fáein sæti, 23. október fáein sæti. Sólin skín á Mallorca all'an ársins hring, og þar falla appelsínurnar fuliþroskaðar í janúar. Lengið sumarið og farið til Mallorca þegar haustar að. Sólarkveðjur farþeg- anna, sem Sunna annast, fölna ekki. London 9 dagar. Brottför 1. okt. Heimsborgin heillar. Óviðjafnanlegt l'eikhúslíf. Lokkandi skemmtistaðir. Heimsins stærstu og ódýrustu verzlanir. Efnt til skemmti- og skoðunarferða um nágrenni London og til Brighton. Búið á Regent Palace Hotel í hjarta Lundúna. Parísarferð fyrir þá sem óska yfír helgi. f erðirnar sem fólkið velnr STAKSTEIMAR Kosmngarnai í Svíþjóð Kosningarnar sem fram fórn sl. sunnudag í Sviþjóð eru fyrstu kosningamar sem háðar eru á Vesturlöndum síðan innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð. Til þeirra kosninga gekk m.a. komm únistaflokkurinn í Svíþjóð, sem skipt hefur um nafn, afneitað öll um tengslum við Sovétríkin og önnur kommúnistariki og gert allar hugsanlegar ráðstafanir til þess að þvo hendur sínar af kommúnistaflokkunum austan járntjalds. Kommúnistar hér hafa leitað sérstaklega til Svíþjóðar og kommúnistaflokksins þar sem fyrirmyndar um það hvemig þær ættu að gera slíkt hið sama hér. f þeim tilgangi m.a. hafa þeir fengið sænska kommúnistaforingj ann, Hermannsson, hingað til lands til viðræðna og ráðlegg- inga. Viðleitni kommúnistaflokks ins í Svíþjóð til að þvo hendur sínar af athöfnum kommúnista- ríkjanna háru ekki árangur i kosningunum í Svíþjóð. Kommún istaflokkur Hermannssons galt mikið afhroð í kosningunum og tapaði helming þingsæta sinna. Þetta er almennt talin bein af- leiðing af framferði kommúnista ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Kommúnista- flokkurinn hér Kommúnistaflokkurinn hér hef ur sem fyrr segir reynt að líkja eftir sænska bræðraflokknum. Hann hefur tvívegis skipt um nafn og fregnir herma að þrlðja nafnbreytingin standi jafnvel fyr ir dyrum. Nú verði hann kall- aður Vinstri flokkurinn. Komm- únistar hér hafa gert aumlegar ráðstafanir til þess að leyna fylgisspekt sinni við kommún- istaríkin í austri. Það hefur þó algjörlega mistekizt. Tengsl þeirra við kommúnistaflokkana austan járntjalds eru jafn mikil og áður. Kommúnistaforingjarnir hér eyða jafnan sumarleyfum sín um í einhverju austan tjalds land anna í boði bræðraflokkana þar. Alveg sérstaklega hafa þeirrækt að tengslin við kommúnista- flokkinn í A-Þýzkalandi. Á hverju ári fara stórir hópar af kommúnistum til A.-Þýzkalands og A.-Þjóðverjar verja töluverð um fjármunum vegna starfssemi fyrir íslenzka bræðraflokkinn í A-Þýzkalandi. Um langt skeið var Sósíalistaflokkurinn einskon nar umboðsaðili fyrir mentastofn anir austan Járntjalds. Þeir sem vildu fara þangað til náms urðu að hafa samband við helzta for- ingja kommúnistaflokksins hér til þess að komast þangað. Jafnvel eftir innrásina í Tékkóslóvakíu gátu kommúnistar ekki leynt sam úð sinni með innrásaraðilum og málstað þeirra eins og glöggt kom fram í skrifum kommúnista blaðsins og málflutningi tals- manna þeirra. Sama lexía Kommúnistar á íslandi þurfa að læra sömu lexíu og kommún- istar í Sviþjóð. Kjósendur á fs- landi þurfa að sýna þeim hverj- um augum þeir líta tengsl komm únista hér við þá menn sen\ frömdu glæpaverkin í Tékkó- slóvakíu og kjósendur á íslandi þurfa að sýna fyrirlitningu sína á afstöðu kommúnista til Tékkó slóvakíumálsins með því að veita kommúnistaflokknum á fslandi rækilega ráðningu í kosningum. Það er eina verðuga svarið til þeirra manna, sem hafa jafnan með einum eða öðrum hætti tekið upp hanzkann fyrir öll þau glæpa verk sem framin hafa verið í nafni sósíalismans á hálfri öld. Þess vegna er þess að vænta að kosningaósigur kommúnista i Svíþjóð verði aðeins fyrsti kosn ingaósigurinn af mörgum, sem kommúnistaflokkar á Vesturlönd um bíða og þ.á.m. kommúnista- flokkurinn á íslandi. c « V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.