Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1908 31 Sannkölluð bikarstemning ríkjandi FIMMTU umferð bikarkeppninnar lauk um helgina. Áttust við lið KR A og B og öllum á óvænt sigráði B-liðið með 3-2 og var sá sigur alls ekki óverðskuldaður. Þá léku Fram og Víkingur og tryggffu Framarar sér sigurinn með sigur í vitaspyrnukeppni eftir framlengdan leik þar sem úrslit fengust ekki. Var staðan 2-2 eftir leikinn og ekkert mark skorað í framlengingu. Fram vann hins vegar vítaspyrnukeppnina með 5 mörkum gegn 2. Það má því segja að sannkölluð bikarstemming hafi verið í 5. umferðinni. Milli Keflvikinga og Vestmanneyinga þurfti víta- spyrnukeppni sem Eyjamenn unnu. Enn jafnara var á Akureyri milli heimamanna og Valsmanna, og þar stóð einnig jafnt að víta- spyrnukeppni lokinni. Hlutkesti réði, að Valur heldur áfram. 1 undanúrslitum leika: Fram — Vestmannaeyjar um næstu helgi. KR-b og Valur um aðra helgi. Fram vann Víking í vítaspyrnukeppni Fram komst í undanúrslit Bik arkeppninnar með sigri yfir Vík ingum — en það varð með mikl- um harmkvælum þó. Úrslit feng ust ekki í venjulegum leiktíma, þá stóð 2-2, — og heldur ekki í 30 mín. framlengingu. Kom þá til vítaspyrnukeppní og unnu Framarar hana með 5 mörkum gegn 2 (5 skot á hvort mark), en tvívegis glumdi knötturinn í stöngum Frammarksins og einu sinni varði Þorbergur Atlason markvörður Fram. Það var ekki búist við miklu af Víkingum í þessum leik, því ferill þeirra á sumrinu hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska. Urðu þeir t.d. að heyja aukaleik um áframhald- amdi rétt til setu í 2. deild að ári og tryggðu þeir sér þar loks þann rétt. Framliðið var því fyrirfram reiknað sem sigurvegari. Kannski hafa liðsmenn einnig búist við auðveldum sigri. Og það ekki sízt eftir að Fram náði forystunni þegar eftir mínútu- leik. Spyrnti bakvörður Fram langt fram völlinn og Sigfús markvörður Víkings stóð mjög framarlega. Sáu flestir — nema hann — að knötturinn stefndi yfir hann eftir að hafa hoppað einu sinni. Sigfús gerði tilraun fil að elta knöttinn og náði að slá hanm fram á völlinn aftur eftir að hafa fleygt sér á eftir knettinum. En Grétar Sigurðs- son hafði fylgt vel á eftir og skoraði auðveldlega. En Víkingar voru skeinuhætt ari en flestir bjuggust við. Það var a'lltaf meiri hætta í sókn þeirra en Framara og tækifæri þeirra hættulegri. Þó Framliðið hefði knöttinn oftar og lengur, tókst liðsmönnum eiginlega aldrei að skapa sér hættuleg færi. Um miðbik fyrri hálfleiks tókst Hafliða Péturssynd mið- herja að jafna metin eftfir lag- legt upphlaup Víkinga. Snemma í síðari hálfleik náðu Víkingar forystu í leiknum eft- ir annað snöggt upph'laup og fór niú að fara um ýmsa. En stunidarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Helgi Númason glæsilegt mark af vítateig ger- samlega óverjandi. Þetta varð lokamark leiksins — jaímvel þó framlengt væri. Ólafur Ólafsson, Þorbergur Atlason (markvcxrður) Ásgeir Elíasson, Sigurbergur Sigsteins- son og He'lgi Númason skoruðu úr vítaspyrnum Fram en víta- spyrnur Víkinga mistókust mjög. Fyrsta fór í þverslá önn- ur í stöng og hin 3 var varin. Dugði lítt þó skorað væri úr tveim þeim síðustu. B-lið KR vann meistarana og sigurinn var verðskuldaður B-lið KR gerði það sem fáum íslenzkum knattspyrnuliðum hef ur tekizt í sumar, að sigra A- lið félagsins, nýbakaða íslands- meistara og slá þá út úr Bikar- keppninni. Þetta er enn eitt dæm ið um hverfulle’ik íslenzkrar knattspyrnu, en það sem ein- kennilegast er, að sigurinn var alls ekki óverðskuldaður. B-Iiðs menn börðust af meiri eldmóði en hinir, höfðu allt að vinna. Örþreyttir voru þeír orðnir, og sá sem sigurmarkið skoraði, handknattleiksmaðurinn Hilmar Björnsson, hafði þrív-egis farið af velli með krampa í fótum af þreytu. En alltaf kom hann inn á aftur síðast til að leika á tvo landsliðsmenn KR og skora úr að því er virtist alveg lok- uðu færi, framhjá hinum þriðja er i markinu stóð. Gárungarnir sögðu að „svona mikil væri klíkan hjá KR, að beztu mennirnir kæmust ekki í liðið“ og einnig að B-ið stæði fyrir „Betra liðið“. Leikurinn var allfjörugur á köflum, nokkur hraði í honum en eitthvert sinnuleysi var yfir A-liðsmönnum og vörnin, sem nú var án Ellerts, opnaðist oft mjög auðveldlega. Þegar á 2. mínútu náði Ólafur Lárusson forystu fyrir A-liðið upp úr þvögu. Heimsmetin hrynja HEIMISMETIN hrynja nú ört er íþróttafólkið, sýnir lokagetu sýna fyrir átökin í Mexikó. Um helgina setti Bandaríkjamaður- inn Dee Evans nýtt heimsmet í Ellen setti met Á unglingamótinu í simdi sem háð var um helgina og tókst með ágætum var sett eitt íslenzkt met. Ellen Ingvadóttir setti það í 100 m bringusundi 1:20.9 mín. en hið eldra átti Hrafnhildur Guð- mundsdóttir 1:21.1. Sigrún Sig- geirsdóttir jafnáði íslandsmet sitt í 100 m baksundi. Fjöldi unglingameta var settur á mót- inu en keppendur voru um 140 talsins. í stigiakeppni mótsins sigraði Ægir í 3. sinn í röð og vann til eignar bikar sem gefinn var af Albert Guðmunössyni. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. 400 m hlaupi, hljóp á 44,0 sek, en eldra metið var þó aðeins fárra daga gamalt. Bob Seagren setti fyrir helg- ina heimsmet í stangarstöl/k, stökk 5,42 m en átti sjálfur eldra metið, 5,36. Ungverjinn Zsivotski setti heimsmet í sleggjukasti, kastaði 73.76 m og ensk boðhlaupssveit kvenna setti heimsmet í 4x110 yarda boðhlaupi á 45.0 sek. En þetta mark og forysta A- liðsins var ekkert dæmi um það hvernig leikurinn yrði. B-liðs- menn sýndu engu lakari knatt- spyrnu og á 15. min. jafnaði Jón Sigurðsson eftir auka- spyrnu Hilmars Bjarnasonar. Tvívegis eftir þetta voru B- liðsmenn í dauðafærum, Baldvin Framhald á 19 Loftleiðir sigruðu ’STARFSMENN Loftleiða eiga ‘ ágætt knattspyrnulið. Á | laugardaginn hélt liðiff utan i til Osló og keppti þar við ’ I starfsmenn hjá flugfélagi Braathens. Fóru Loftleiða- I menn með sigur af hólmi, 2 | mörk gegn engu og þóttu leika | vel. Á myndinni eru Iiðsmenn Loftleiða ásamt fararstjóra hiðsins, Finnbirni Þorvalds- Isyni (lengst til hægri). Hér er John Carlos (sá dökki) að koma i mark eftir að hafa sett heimsmet í 200 m hlaupi á dögunum. Það er Larry Questad sem fagnar honum. Timinn var 19,7 sek., en verður vart viður- kennt vegna þess að Carlos notaði nýja gerð af skóm. EVRÓPUKEPPNl MEISTARALIÐA 1968 BEIMFICA - á Laugardalsvellinum á morgun kl. 18,15. VALUR f dag kl. 13 verða seldir 2-300 miðar í sœti. ■ Aðeins 2 miðar á hvern mann * Forsalan er í tjaldi við lltvegsbankann ATH. Börn fá ekki aðgang í stúlku, neina með stúkumiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.