Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTBMBER 1»68 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst J órnarf ulltr ín F'réttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 ! lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80 á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. GREIÐSL UB YRÐIN fjegar vinstri stjómin " hrökklaðist frá völdum 1958 var fyrirsjáanlegt, að greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendrar lántöku í tíð þeirrar stjórnar mundi vaxa mjög hröðum skrefum og komast upp í 11% af gjald eyristekjunum á árinu 1961. - Viðreisnarstjórnin setti sér það markmið að lækka þessa greiðslubyrði og það tókst. Það er ástæða til að undir- strika það, að greiðslubyrðin á árinu 1958, síðasta valdaári vinstri stjómarinnar var enn tiltölulega lág, eða rúmlega 5% af gjaldeyristekjum þess árs. En eftirlitslausar lán- tökur á valdatíma þeirrar ríkisstjórnar gerði það að verkum að greiðslubyrðin hlaut að vaxa óeðlilega mik- ið. Viðreisnarstjóminni tókst það tvíþætta markmið að lækka greiðslubyrðina og safna gjaldeyrisvarasjóðum. Það var ekki hægt að koma í veg fyrir vaxandi greiðslu- byrði á árunnum 1959— 1961, sem var bein afleiðing ráðstafana vinstri stjómar- innar en á árunum á eftir tókst að lækka greiðslubyrð- ina mjög þannig, að á árun- um 1962 til 1966 var hún 8— 9%. Á þessum árum var einn ig byggður upp öflugur gjaldeyrisvarasjóður með þeim árangri, að hann nam 30—40% af innflutningi landsmanna, en það var yfir- lýst stefna viðreisnarstjórn- arinnar að byggja upp gjald- eyrisvarasjóð að því marki. í krafti gjaldeyrisvarasjóðs ins og vegna þess, að viðreisn arstjórninni tókst að lækka greiðslubyrðina m.a. vegna eftirlits með erlendum lán- tökum, sem tekið var upp 1960, fékk þjóðin lánstraust á ný erlendis, sem algjörlega var þrotið þegar vinstri sjóm in fór frá völdum. Þetta aukna lánstraust gerði þjóð- inni kleift að ráðast í nýjar stórfelldar framkvæmdir, svo sem hitaveituframkvæmd í Reykjavík, mestu fiskiskipa- byggingar síðan á fyrstu ár- unum eftir styrjöldina. Mikil flugvélakaup þ.e. Loftleiða- vélarnar og þotu Flugfélags- ins, virkjunarframkvæmdirn- ar við Búrfell svo að nokkuð sé nefnt. í sambandi við Búr- fellsvirkjunina var gerður samningur um álbræðsluna í Straumsvík, sem tryggir nægi legar gjaldeyristekjur til þess að standa undir greiðslum af þeim erlendu lánum, sem tekin vom vegna virkjunar- innar. Loftleiðavélamar em keyptar án nokkurrar ábyrgð ar innlendra aðila annarra en Loftleiða sjálfra. Þess vegna er samanburður við fyrri ár mjög hæpin að því er snertir greiðslubyrði vegna lántöku til þessara framkvæmda og kaupa. Á árinu 1967 fór greiðslu- byrðin hins vegar vaxandi á ný og nam 11,4% og má búast við að hún vaxi einnig á þessu ári. Þetta er afleiðing in af þeim gífurlega sarri' drætti sem orðið hefur í gjald eyristekjum þjóðarinnar á þessum tveimur áram en tal- ið er að þær muni minnka um 40%. Staðreyndimar um greiðslu byrðina vegna erlendra lána era því í fyrsta lagi, að við- reisnarstjórninni tókst að ná settu marki að lækka greiðslu byrðina. í öðra lagi er hún ekki sambærileg nú vegna Búrfellsvirkjunar, sem aflar sjálf gjaldeyris til að standa undir sínum lánum og Loft- Ieiðavélanna, sem standa einn ig sjálfar straum af sínum lánum og enginn annar aðili er ábyrgur fyrir. í þriðja lagi var ekki séð fyrir það gífur- lega verðfall, sem orðið hefur á útflutningsafurðum okkar og leitt hefur til mikils sam- dráttar í gjaldeyristekjum. Greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra lána er því ekkert árásefni á ríkisstjóm- ina eins og Framsóknarmenn reyna nú að gera. Greiðslu- byrðin var lækkuð niður í það sem eðlilegt var en áföll þjóðarbúsins undanfarin tvö ár hafa óhjákvæmilega þyngt hana á ný. Á MÓTIAUKNUM FRAMKV ÆMDUM ¥»að er kommúnistablaðinu *■ líkt að veitast nú að ríkisstjórninni og iðnaðar- málaráðherra fyrir að gera tilraun til þess að auka at- vinnu í landinu með því að hraða þeim stóriðjufram- kvæmdum, sem þegar hefur verið samið um og hrinda nýjum af stað. Ætla mætti að kommúnistum væri nú orð ið ljóst hve hrapalleg mistök andstaða þeirra gegn stóriðju framkvæmdunum var á sín- um tíma en forastugrein kommúnistablaðsins sl. sunnu dag sýnir glögglega að svo er ekki. Sú meginályktun, sem ís- lendingar hljóta að draga af ||7 'AM lip Ut|M| U1 nN Un ntllVII „Við blygðumst okkar...“ — Sovézkir rithöfundar mótmœla innrásinni í Tékkóslóvakíu TVEIMUR dögum eftir inn rás Rússa í Tékkóslóvakíu undirrituðu 88 kunnir rithöf undar í Moskvu yfirlýsingu, þar sem þeir mótmæltu inn- rásinni. Undirskriftunum var safnað með leynd, þar sem sovézka leyniþjónustan hefur stöðugt eftirlit með mörgum þeirra, sem undirrituðu skjal- ið. Skjalið gekk á milli rithöf undanna, og var þess vand- lega gætt að aldrei fleiri en tveir eða þrír undirrituðu það í einu af ótta við að vekja mundi grunsemdir ef fleiri rithöfundar söfnuðust saman. Skjalið hefr nú verið sent til Tékkóslóvakíu, en nöfn rit höfundanna, sem skrifuðu undir, eru ekki látin uppi og aðeins sagt að það sé frá „rithöfundum í Moskvu“. Rit- höfunidar í Tékkóslóvakíu vita um tilvist bréfsins, en af ritum af því hefur ekki verið dreift af ótta við að á það verði litið sem ögrun af hálfu hernámsvéldanna. Frelsið fótum troðið. Listinn yfir 88-menningana er einnig til í Tékkóslóvakíu, og er honum haldið leyndum sem mikilvægu sögulegu skjali. Eins og stendur er ekki hægt að nefna nöfn þeirra sem undirrituðu skjal- ið, en margir þeirra eru á- berandi í bókmenntaheiminum ritstjórar sovézkra blaða og tímarita og rithöfundar, sem kunnir eru á Vesturlöndum fyrir bækur, sem þýddarhafa verið eftir þá. Texti yfirlýsingarinnar, sem nú er byrjað að dreifa á laun í Tékkós'lóvakíu, er svo hljóðandi: Til rithöfunda Tékkósló- vakíu. Kæru vinir, sálufélagar og blóðbræður. Á þessum sorgardögum lands ykkar verðum við, rit- höfundar í Moskvu, að viður kenna vanmátt okkar, þótt okkur taki það sárt, og taka þátt í sorg ykkar. Við blygðumst okkar fyrir það, að þeir sem nú fótum troða frelsið eru landar okk- ar. Stalínistískar aðferðir leiðtoga okkar og sívakandi eftirlit, sem ýmsar öryggis- deildir hafa með okkur, aftra okkur frá því að hefja upp rödd okkar opinberlega til þess að verja málstað ykkar. Síðan í janúar höfum við fyligat af öfiuind með baráittu ykkar, og það hefur glatt okk ur að komast að raun um, að í að minnsta kosti eimu slav- nesku landi fyrirfannst frelsi til að hugsa, tala og gera — ósvikið kommúnistískt frelsi. Áskorun. Því miður undirrita ekki allir rithöfundar í Moskvu þetta bréf. Enn eru til nokkr ir rithöfundar, sem hafa lát- ið nota penna sinn í þágu kreddutrúar og komnir eru á Svo lágt stig, að niðurlægj- andi hlýtur að teljast sér- hverjum rithöfundi. Við höf- um mikla reynslu af hvers konar undirokun frelsis til listsköpunar, og af þeirri á- stæðu beinum við í dag eftir farandi áskorun til ykkar: Hvað sem framtiðin ber í skauti megið þið ekki glepjast af brögðum og gylliboðum hiinna hiuigmyndaifiræðilegu, efcki afiturlhvairf til íilitsikoðiuin'- ar toreddiuitirúainmianina. Leyfið ekki afturhvarf til ritskoðun ar í landi ykkar. Reynið ekki að afla sjálfum ykkur og verk u/m ykitoair vinsælda, þótt þeir reyni ef til vill að þröngva upp á ykkur verkum nú- lifiandi tvíbentra sovéztora rit- höfunda eins og Fedins, Sho- lokovs eða Sofronovs. „Fyrirgefið okkur“. Sjálfir lofum við að halda áfram að þjóna má'lstað mann úðarhugsjónarinnar. Við mun um aldrei dýfa penna okkar í blekbyttu, sem er full af Sovézku rithöfundamir Mikhail Sholokov (til vinstri) og Kon- stantín Fedin eru nefndir í stuðn'ingsyfirlýsingu 88 félaga þeirra við Tékkóslóvaka og sagðir „tvíbentir". blóði. Þótt þeir hóti okkur fangavist, neiti að gefa út beztu bókmenntaverk okkar og misþyrmi okkur með and- legu og Mkamlegu hungri munum við aldrei selja heið- ur okkar og samvizku. Um þetta skulum við sameinast, látum sálir okkar sameinast í þessari viðleitni eins og b'lóð okkar hefur sameinazt í marg ar kynslóðir. Einhvern tíma í framtíð- inni mun sagan greina frá nöfnum allra þeirra, sem hafa undirritað þetta bréf, en það er ógerningur eins og nú er ástatt. Við erum 88, sem höf- uim skrifiað þetta bréf. Á al- þjóðaimáli útvairpsáhuga- maimna tákn-ar talian 88 „a'lláir sem einn“. Takið því beistouim vináttu'votti ototoair eins og harm kemiuir fyrir. Hamn er enginn júdasarikoss. Fyriingief- ið otokur, fyningefið Rússfiamdi. Hið gamlia föðiuiril.aind oktoar á emga sök á þeim táircum, seim þið verið að fetla í dag. Lengi iifi skynsemim. Rithöfundar í Moskvu. núverandi erfiðleikum í at- vinnu- og efnahagslífinu er sú, að það þarf að breikka grundvöllinn undir afkomu jjóðarinnar. Ferð Jóhanns Hafsteins til Sviss var í senn gerð til að semja um auknar framkvæmdir sem skapa aukna atvinnu og liður í jeirri stefnu ríkisstjómarinn ar að koma á fót nýjum at- vinnugreinum. Viðbrögð kommúnista sýna glögglega að þeim er ekki sérlega annt um raunhæfar ráðstafanir til að auka atvinnu í landinu. Matsveinaskólinn settur MATSVEINA- og veitingaþjóna skólinn var settur 4. sept. sl. og er þetta fjórtánda starfisárið. Skólastjóri, Tryggvi Þorfinnsson,' bauð nemendur og gesti velkom na. Skólastjóri gat þess í ræðu sinni að aldrei hefðu verið jafn margir nemendur í skólanum og nú væri húsnæði skólans orðið alltof lítið, og þrengsli svo mik- il að horfði til vandræða. Tvö námskeið verða á vegum skólans, það fyrra í október n.k. fyrir framreiðslustúlkur, en hið síðara í janúar n.k. fyrir fiski- matsveina. Það þyrftu »ð vera fileiri námskeið á vegum skólans fyrir fólk sem starfar á veitinga- og gistihúsum. En það er því miður ekki hægt að sinna þessu nauðsynjamáli vegna of lítils húsnæðis. Það er því engin vafi að aukið húsnæði er nauðsyn. Forráðamenn skólans vilja allt gera til að leysa þetta vandamál hið fyrsta. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur sýnt þessu máli mikinn skilning, og er allur af vilja gerður að leysa húsnæð- ismál skólans. Það er mikið gleði efni, og vonandi leysist þetta mál á gifturíkan hátt, svo að skólinm verði þess megnugur að sinna þeim verkefnum, sem honum ber áð sinna í þágu veitinga- og gisti húsa, svo og ferðamála almennt. (Fréttatilkynning frá Mat- sveina óg veitingaþjónaskól- anum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.