Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 32
1 77 00 Ktt slmtaI °g Mr eruð tryggður ALMENNAR TRYGGiNGAR}? ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1968 Aðalverktakar annast gerð Vesturlandsvegar Elliðaárbrýrnar byggðar á nœsta sumri EINS og skýrt var frá í Mbl. fyr- ir nokkru hefjast framkvæmdir við Vesturlandsveginn nýja um mánaðamót. Verður Iagður veg- urinn frá Ártúnsbrekku að Höfðabakka og er vegspottinn um kílómetri á lengd. íslenzkir aðalverktakar munu annast verkið, og var samið beint við þá á svipuðum grundvelli og við lagningu Reykjanesbrautar. Bú- izt er við að lagningu þessa kafla Síðan hífð upp á bryggjuna í Keflavík. V.b. Huginn fékk síðu tréskips í trollið Skipstjórinn álítur hana vera af sœnsk-byggðu skipi Keflavík, 15. september. 1 MORGUN kl. 9.00 kom vélbát- urinn Huginn VE-65, sem er eign „Sjöstjörnunnar" til Keflavíkur með um 10 metra langt og 2 metra breitt flak úr tréskipi. Huginn var að veiðum með trolli vest-norð-vestur af Eldey í gærkvöldi um kl. 22.00—24.00, og voru þeir búnir að taka 2 köst þegar trollið festist skyndi- lega. Voru þeir um 5 tíma að ná trollinu upp og var þá þetta skipsflak í því og búið að rífa og eyðileggja trollið. Flaki'ð var það þungt að bóma skipsins brotnaði, sem er jám- bóma og gerð fyrir talsverðan þunga. Gilsamir slitnuðu einnig og erfitt var við að eiga. Komið var vírum í flakið, og það dregið á síðu bátsins til Keflavíkur. Tók það um 5 klukku stundir rúmlega. Flakið var síð- an tekið með stórum krana og flutt burt af bryggjunni til frek- ari rannsóknar. Flakfð er af efri hluta stjórnborðssíðu bátsins við lestina og var innsíðan hvítmál- uð en útsíðan mjög dökk. Skipstjórinn á ,,Hugin“, Gunn- ar Jónsson, taldi að flakið væri úr sænskbyggðum bát, því að byggingarlagið væri greinilegt. Ekki verður án rannsóknar fundið út af hvaða bát flakið er. Menn voru að giska á m.b. Jón Magnússon frá Hafnarfir'ði eða Val frá Akranesi, sem fórust fyr ir 15—20 árum á þessum slóðum, að haldið er. Gunnar skipstjóri sagði, að fest ingar á þessu svæði væru mjög tíðar og skemmdir á veiðarfær- um einnig. Trollið hjá „Hugin“ eyðilagðist alveg — en slíkt troll kostar um 40 þúsund krónur. Flakið verður fyrst um sinn geymt niðri við Vatnsnesvita. — hsj — Sjö ára stúlka slasast er hvellhetta sprakk Egilsstöðum, 16. september. Á LAUGARDAGINN varð það slys á Flúðum í Tunguhreppi, að hvellhetta, sem notuð er við sprengirugar, sprakk í höndum barna, sem voru að leika sér með sprengivír. Slasaðist sjö ára stúlka alvarlega. Tildrög slyssinis voru þau, að fjögur börn voru að leika sér með myndakíki í hierbergi í hús- inu að Flúðum. Voru þau að tengja í milli rafhlaðna með vír, sem notaður er þegar klettar eru sprengdir. Gættu börnin þess ekki að virk hvellhetta var á þræðinum, og um leið og neist- inn frá rafhlöðunum hljóp í gegn um hvellhettuna, þá sprakk hún. Húsmóðirin hafði ekki verið heima, en var að koma inn úr dyrunum er sprengingin varð. Þegar hún kom inn í herbergið láu öll börnin í yfirliði, eða í roti á gólfinu. Eitt barnið, Anna Heiðlaug Bragadóttir, dóttir hjón anna á Flúðum, slasaðist mikið. Tættust á henni fingurnir og einn ig mun annað augað vera mjög illa farið. Var hún þegar flutt í isjúkraskýlið á Egilsstöðum, og Framhald á bls. 19 verði lokið í vetur. Nýi vegurinn mun liggja rétt við jarðhúsin, en þau munu þó ekki þurfa að víkja. Hins vegar verður að rifa íbúðarhúsið, sem þar er. Mbl. spurðist fyrir um hjá vegamálastjóra, hvort í ráði væri að hefja byggingu Elliðaár- brúnna, og sagði vegamálastjóri, að hann gerði ráð fyrir, að þær yrðu byggðar á sumri komanda. Hins vegar biðu þær fram- kvæmdir ákvörðunar alþingis um vegaáætlun næsta árs. 8 þús. kr. stolið BROTIZT var inn í skrifstofur Loftorku s.f., að Hólatorgi 2, um helgina og var stolið þaðan um 8 þúsund krónum í peníngum. Einnig var brotizt inn í olíu- skipin Bláfell og Héðin Valdi- marsson, sem lágu við Granda- garð, og stolið tveimur sjónauk- um og nokkrum sprittglösum. Milljónaþjófnaöur Hallarmúla i PENINGASKÁP með víxlum veðskuldabréfum og ávísun, sam tals að verðmæti nokkrar mill- jónir króna var stolið úr skrif- stofu fyrirtækisins Hallarmúla s.f. um helgina. Að því er eigendur Ha'llar- múla, bræðurnir Erlingur og Að alsteinn Hallssynir, tjáðu Morg- unbláðinu í gær, var ekki full- kannað, hversu mikil verðmæti voru geymd í skápnum, en vit- að var um tvö veðskuldabréf, samtals að upphæð um 400 þús. Keyptu gömlu SlS-verksmiðjuna í Harrisburg fyrir 125 þ ús. dollara Brœðurnir Sverrir og Ragnar Magnússynir hefja framleiðslu fiskrétta innan tíðar SVERRIR Magnússon, fyrrum framkvæmdastj. fiskverksmiðju SlS í Harrisburg í Bandarikjun- um, hefur keypt hina gömlu verk smiðju SÍS fyrir 125 þús. dollara (ura 7,1 millj. króna) í félagi við bróður sinn, Ragnar. Staðfesti Sverrir þetta í símtali, sem Morg- unblaðið átti við hann í gær. Sverrir Magnússon sagði, að nú væri unnáð að því að lagfæra verksmiðjuna og væntanlega yrði hún tilbúin til vinnslu eftir 5—6 vikur, enda yrðd hún að vera tilbúin þá, þar sem samn- ingar hefðu þegar verið gerðar við kaupendur. Sverrir sagði, að ársframleiðsl- an gæti numið um 8 milljónum punda með einnj vakt í verk- smiðjunni og 16 milljónum punda með tveimur vöktum. Fyrst og fremst yrðu framleiddir fiskstautar úr blokkfiski, en einn ig væri í ráði að hefja fram- leiðslu nýrra rétta, fiskikökur o. fl. Innifalið í kaupverðinu eru vél ar að verðmætj um 75 þú®und dollarar sem Sverrir kvað mundu seljast fyrir 44.500 dollara í end- uo-sölu. Hið nýja fyrirtæki nefnist Pro- pak Food Inc. Samband ísl. sam- vinnfélaga hefur á leigu geymslu rými í verksmiðjunni, en sem kunnugt er hefur SÍS byggt nýja verksmiðju vestra. Sverrir Magnú'sson kvaðst væntanlega kaupa fisk fyrir verk smiðjuna af Bretum, Kanada- mönnum, Færeyingum og Dön- um. Sem íslendingur kvaðst hann þó helzt vilja fá íslenzkan fisk LEITARFLOKKAR voru kallað ir út í gærkvöldi til að leita konu, er farið var að óttast um í berjamó i Heiðmörk. Konan kom þó fram áður en leitin hófst, og hafði hún misst áttirmar og þurfti að leita bílanna, sem flutti fólkið. og kaupa hann á markaðsverði á hverjum tima. Þó kvaðst hann ekki 'gera ráð fyrir að sér byðist fiskur að heiman. Aðspurðuir kvaðst Sverrir ekki hafa reynt að fá keyptan fisk hjá SÍS. kr., eima ávísun, sem hljóðar upp á 16 þús kr. og svo voru í skápnum víxlar, sem þeir bræð- ur töldu að næmu samtáls 3 til 4 milljónum króna, en endanleg upphæð þeirra lá ekki fyrir. Ein ig var eitthvað af reikmingum í skápnum. „Allt eru þetta pappírar, sem koma þjófunum að engu gagni, sagði Aðalsteinn, og það er von okkar, að þeir skili skápnum aft- ur“. „Þessi þjófnaður kemur til með að kosta okkur gífurlega vinnu, en við höfum í höndun- um alla kaupsamninga að baki víxlunum, og auðvitað reiknum við með einhverju beinu tjóni“, sagði Erlingur. Þjófarnir brutust einnig inn í Múlakaffi, sem er við hl iðina á Hallarmúla s.f. Þar stálu þeir 18 kartonum af sígarettum, nokkrum tugum af vindlaköss- um og 5 kg. af niðurskornu hangikjöti. Ekki hreyfðu þjófamir við neinu öðru í húsakynnum Hallar múla en peningaskápnum og mátti rekja slóð þeirra niður 1 kjaRara byggingarinnar og þar út, en síðan hafa þjófamir sett skápinn í bíl og ekið á brott. 150 þús. kr. ávísana- fals og þjófnaöur ÁVÍSANAÞJÓFNAÐIR og ávísanafals fara sífellt vaxandi og nýlega handtók rannsóknar- lögreglan tvítuga stúlku, sem við yfirheyrsiur viðurkenndi að hafa selt 50 falsaðar og stolnar ávísanir að upphæð samtals um 150 þúsund krónur Hæsta ávís- unin hljóðaði upp á 14 þúsund krónur. Stúlkan kvaðst hafa stolið megnimu af ávísanaeyðubGöðum- um og nokkrum ávisunum af karlmönnum á skemmtistöðum, en einnig lagði hún andviirði eimn ar ávísunar inm í banka og fékk þar ávísanahefti, sem húm svo falsaði úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.