Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTBMÐER 106« 17 Athugar landnám plantna á skerjum, sem koma undan jökli eða úr sjó Viðtal við Eyþór Einarsson, grasafræðing í sumar höfum við öðru hverju ætlað að hafa tal af EyþóriEin- arssyni, igrasafræðingi, esn það er ekki heiglum hent að ná í hann á sumrin. Þau notar hann vel til rannsóknarferða um fjöll og firnindi. Fyrst var okkur tjáð, að hann væri á alþjóðleg- um grasafræðingafundi í Frakk- landi, þá að hann væri austur í Öræfasveit, síðan að nú væri hann líklega að ganga á Snæfell og loks að hann hefði farið út á Langanes. Og nú er Eyþór kom inn í bæinn, hafði skroppið í Surtsey eftir fjallaferðirnar. Þá hafði hann verið í burtu við rannsóknir í 6 vikur samfleytt. En erindi okkar við hann var einmitt að spyrja hann um þess ar rannsóknarferðir og athug- anir hans' á grösum í sumar. — Ég hiefi í nokkur ár, eða síðan 1963, farið um landið og athugað plöntur í fjöllum, í þeim tilgangi að gera samanburð á því sem vex á þessum svæðum, sagði Eyþór til skýringar í upphafi samtalsins. Ég fékk upphaflega til þess vísindastyrk frá Nato, sem ég hefi notað upp. En þó peningarnir séu búnir, hefi ég ekki lokið við öll svæði á land- inu, sem ég ætlaði að taka fyrir. Og reyndar hefur síðan fjölgað þeim svæðum, sem ég hefi á'huga á að taka mfeð. — Inn í þetta gekk svo at- hugun á íslausum svæðum, sem hafa verið að koma undan Vatna jökli. En ég ætla að taka fyrir athugun á landnámi plantna á landsvæðum, sem koma undan jökli, til samanburðar við land- nám plantna á ónumdiu svæði í Surtsey. Þá tek ég aðallaga svæðin, sem koma upp úr jökl- inum og eru umkringd ís, því þar sem jökullinn hörfar við röndina, fylgir plöntulífið á staðnum strax á eftir. — Hvaða auðu svæði eru þetta inni á Vatnajökli? — f Breiðamerkurjökli eru tvö auð svæði að koma upp. Kárasker hiefur í 30 ár verið að koma undan jökli, samkvæmt upplýsingum frá Kvískerjabræðr um. Það er kennt við Kára Söl- mundarson, sem missti bæinn undir Breiðamerkurnjökul í fram hlaupi fyrir 250 árum. Og svo er þar annað svæði, sem ég kalla Bræðrasker og kennt við bræðurna á Kvískerj- um. Það eru 7 ár síðan það fór að koma upp. Þannig stóð á, að Iþað var að byrja að stinga upp kollinum í fyrsta sinn tsem ég fór í Esjufjöll. Það var þá bara leðja sem maður sökk í. Bæði þessi sker, leins og þeir þarna fyrir austan kalla slík svæði, eru um 13 km. inni á jökli. Ég skrifaði einmitt í vetur í danska vísindatímaritið Naturens Verd- en, grein um þessi sker og til samanburðar plöntulíf í Esju hvernig gróður er til fjalla, þar isem menn og kindur hafa ekki verið. Þau eru 18 km. eftir beinni línu frá jökulröndinni og 5—6 km. frá Káraskeri. Plöntur þær, sem mest bar á Káraskeri, eru ekki leins áberandi í Esjufjöllum þó þær finnist þar. Það bendir til þess að þetta séu landnáms- plöntur, sem berast fljótt á stað- inn, en sem aðrar plöntur bera síðar ofurliði. Tveimur árum eft ir að Bræðrasker kom upp úr jöklinum, sáust þar fyrstu plönt- ur, grastegundir og mosar. Gras- tegundirnar eru einnig mest á- berandi í Káraskeri, og sú teg- und, sem mest ber á, er Fjalla- sveifgras. Það er einnig í Bsju- Surtsey? — Á báðum stöðum er um einan grað svæði að ræða. En að ýmsu leyti eru þau ekki sambærileg. Auðu skerin í Vatnajökli eru há, í 600—700 m hæð yfir sjávar máli,_ en Surbsey nær niður að sjó. Á öðrum staðnum eru svæð- in umkringd ís, á hinum sjó. Þetta veldur því, að það eru aðrar tegundir, sem nema land. Til Surtseyjar berast plöntur á annan hátt, þ.e. flestar í sjó, og kannski einhverjar með mönnum. Einnig er möguleiki á að þær berist með fuglum. Þegar fer að festa rætur í Surtsey gróður, sem lifir meira en eitt sumar, þá verður fyrst hægt að gera samanburð. Það ætti að fara að koma. í sumar var svolítill gróð- ur í hraununum og mosar lengra uppi á landi. Þetta ætti að lifa af veturinn. Ekki er eins hætta á að sjórinn nái að skola því út. — Er ekki óvenjuleg aðstaða að geta fylgzt svona með alveg í Káraskeri, Máfabyggðir efst til hægri. fjöllum, sem hafa staðið upp úr jöklinum í áraþúsundir. — Og hvernig lítur út á þess- um stöðum með tilliti til gróðurs? — Esjufjöll eru töluvert gróin oig alveg ósnortin. Þar getur mað ur fengið góða hugmynd um Breiðamerkurjökull. Á kortinu sjást auðu fjöllin og skerin, sem standa upp úr jöklinum, Bræðrasker Kárasker, Esjufjöll og Máfabyggðir. fjöllum, en ekki nærri eins á- berandi. — Og Esjufjöllin, hvernig er gróður þar? — Þau eru ótrúleiga mikið gró in, þar sem skjól er og sólar nýtur vtel. Fjallaranarnir eru 4 sá lengsti um 9 km. langur. Skálabjörg eru mest gróin, en Esjubjörg minnst. Hinir ranarnir nefnast Vesturbjörg og Auistur- björg. Þarna gróa um 100 teg- undir af blómplöntum. Til saman burðar má geta þess að á öllu landinu eru 440—450 blómplönt- ur. Að auki eru svo mosar og fléttur í Esjufjöllum. — Funduð þið eitthvað af nýj- um plöntum þarna í sumar? Og hvernig berast þessar plöntur þangað? — Þegar dvalið er í nokkra úaga á svona stóru svæði, þá sést manni óhjákvæmilega alltaf yfir leitthvað. Nú fundum við þrjár tegundir, sem við höfum ekki séð áður. Þarna fundum við grastegund eina, sem til er norð- anlands og austan, en hefur ekki fundizt á Suðurlandi fyrr. Þetta var pínulítið Snænarfagras. Plönturnar í skerjunum tveim ur hafa boriist úr fjöllunum í kring, sennilega með vindi. Slíkt feykist miklu betur eftir hjarni og ís en á auðri jörð. Kannski hefur líba eitthvað af fræjum borizt með fugli. í Bræðraskeri, sem er yngst, eru plöntutegund- irnar, sem finnast mjög dreifðar og virðist tilviljun ráða hvar þær hafa borizt að. En í Káraskeri er greiniiega að koma í ljós, að gróður er þroGkamiestur í gilj um og lautum, þar sem raki er. Á þessum 30 árum hafa plönt- arnar semsagt tekið sér þann- ig bólfestu, að ekki er tilviljun hvar þær vaxa. — Hvernig er samanburður á landnámi plantna þarna og í nýjum og ósnortnum svæðum, sem koma upp úr jökli og úr isjó? — Jú, það er óhætt að segja það. Svo höfum við hér á fs- landi annað, sem ætti að gefa ameiri gaum. Það eru misgömul hraun, sem menn vita nákvæm- lega um aldurinn á og þá má bera' saman gróðurinn í þeim. T.d. má taka Hekluhraunin. Nýj asta 'hraunið frá 1947 hefur ver- ið svolítið athugað. Bergþór Jó- hannsson hefur skoðað þar mosa og Hörður Kristinsison skófir, en Eyþór Einarsson grasafræðing ur. Fjallið er bratt og minna gróið en ég bjóst við. Þar vaxa blóm plöntur upp í 1620 m hæð að sunnan. Og mosa og fléttur sá- um við Hörður Kristinsson upp í 1750 m hæð. En það voru ósköp litlar agnir. — Hefur Iþú ekki fundið plönt ur hærra á íslandi? — Jú, í Kverkfjöllum fundum við blómplöntur í 1640 m hæð. Það voru tvær sbeinbrjótstegund ir, fjallasveifgras og Dvergasól- ey. Eini möguleikinn á að blóm- plöntur finnist hærra hér á landi, er sá að þær séu á hrygg, sem gengur upp með Hvannadal og nær langleiðina upp á Hvanna dalshnjúk. Þangað liggur leiðin bak við Svínafell. í fyrra vor- um við komnir upp í 1500 m hæð á þessum hrygg. Þar var 19 tegundir að finna og virtist ekkert vera farið að draga úr þeim. Svo það er möguleiki á að þær vaxi miklu lengra upp eft- ir. Snjór hindraði það að við gætum haldið áfram í fyrra og rigning nú í sumar. — Ertu þá búinn að fara á flest af erfiðustu fjöllunum, sem þú ætlaðir þér? — Já, en þetta tekur tíma, því sumarið er svo stutt. Ekki þýðir að fara snemma þetta hátt upp í fjöll til að athuga grös, því þar vorar svo seint. Égbyrja eftir miðjan júlí og hefi svo IVí-2 mánuði. Og jafnvel þá get ur snjóað hvenær sem er í fjöll in. Ég hefi t.d. lent í þreifandi byl 20. júlí. — Svo kom annað verkefni inn í hjá mér í sumar, sagði Eyþór ennfremur. Undanfarin 2- 3 ár hefi ég verið að vinna að útbreiðslukorti yfir íslenzkar blómplöntur. Það er þannig til komið, að verið er að gefa út mikið verk, Flóru Evrópu, sem unnið er af samstarfsnefnd og stjórnað frá Englandi. f fram- 'haldi af því hefur verið ákveð- ið að gefa út útbreiðslukort allra plantna í Evrópu. Er löndunum skipt í rei.ti eftir sérstökum regl um. Fyrst á að gefa út kort yfir ég held að ekki séu þar blóm- plöntur enn. Ég hefi sjálfur kom ið í Lambafitjahraun frá 1913 og Nýjahraun frá 1878 og í þeim er þó nokkuð af blómplöntum. — Hvað ertu búinn að skoða mörg fjallasvæði með tilliti til gróðurs? — Þau eru um 30. Ætlunin var að taka fjallasvæði sem víðast um landið. Eg hafði gert áætlun um hvað ég ætlaði að skoða, en er alltaf að bæta við listann. Ég er búinn með Austur- og Suð- austurland, Norðauisturland að nokkru og Miðhálendið líka að nokkru. En á Norður-, Suður- og Miðvesturlandi á ég mikið eft ir. Ég byrjaði sumarið 1963. Sum fjöllin hefi ég orðið að gera marg ar tilraunir við. T.d. reyndi ég þrisvar við Kverkfjöll, áður en ég komst þangað að gagni. Ég hafði áður þurft að hverfa frá Snæfelli vegna hríðarveðurs, en í sumar komst ég á fjallið að sunnanverðu í mjög góðu veðri. byrkninga og berfrævinga í Ev- rópu. f fyrraisumar og vetur fór ég í gegnum öll plöntusöfn sem ég hefi aðgang að og einnig öll þau rit, sem tiltæk voru, vegna gerðar þessara útbreiðslukorta. Og í sumar fór ég að fylla upp í götin, atlhuga það sem vant- aði. Þessvegna fór ég á Langa- nes, því ég sá að þar var alveg dauður blettur. Þetta varð til þess að þrír leiðangrar fóru þang að í sumar. Frá Akureyri fóru þeir Hörður Kristinsson og Helgi Hallgrímsson, Hjörleifur Gutt- ormsson kom frá Neskaupstað og svo var ég þarna, en við vorum lekki saman. Útkoman varð sú, að Langanesinu voru í sumar gerð svolítil skil á þessu sviði, en það hafði orðið mjög útundan áður. Sjálfur lenti ég þarna í þokum og leiðindaveðri, og það var óttalega hráslagalegt þar. Plöntur, sem vaxa aðallega uppi á fjöllum, eru þarna víða alveg niður við sjó. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.