Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1908 0 Fréttamennska — þjónusta H. B skrifar: „Það hefur löngum verið háttur málvöndun- armanna og reyndar fleiri að finna að störf um blaða-og fréttamanna en með þessum línum ætla ég mér ekki að fylla flokk þess- ara umvöndunarmanna heldur að koma á íramfæri jákvæðum ábendingum til frétta- manna, sem þeirra er svo að vega og meta að eigin geðþótta en þó með það I huga að starf blaða-og fréttamanna á að vera þjón- ustustarf í þágu almennings Fyrst langar mig til þses að minna blaða- menn á mál og vog. Við búum við metra og kílóa kerfi en sjaldnast er í fréttum hirt um að nota þetta kerfi ef uppruni fréttanna gefur t.d. milur til kynna. Þá er það vogar- málið, það er talað um smálestir og tonn eins og sjálfsagt sé að lesandinn viti til dæmis hvað mörg kíló eru í smálestinni og talað er um tonn til dæmis í sambandi við stærð á skipum, en sannleikurinn er sá að margir halda og blaðamenn kannski líka að 300 tonna bátur muni vega 300 tonn ef báturinn væri kominn á þurrt land og settur á vog en þarna er um allt annað mál að ræða. í tonni í þessu tilfelli eru 100 tenings- fet og 300. tonna bátur eins og kallað er því í rauninni 30.000 teningsfet að innanmáli og á það auðvitað ekkert við um þyngd báts- ins. Réttara væri þvl að tala um 300 rúm lesta bát. Þetta er kannski of þungt dæmi til skýringar á því að með þessum skrifum er aðeins verið að fara fram á að blaða- menn breyti til dæmis mílum í metra og tommum í sentimetra og smálestum 1 kíló að maður minnist nú ekki á vættir eða eða merkur, sem fæstir virðast nú orðið vita hvað er hvað þá heldur að lestur frétta þar sem þetta kemur fyrir sem mælieining vita hvað þeir eiga að miða aí því sem þeir sjálfir þekkja. Þá er það myntin, sem mig langar til þess að minnast á. Talað er í blöðum um dollara, sterlingspund og mörk eins ogþað sé hverjum lesanda 1 lófa lagið að reikna i huganum um leið og hann les hvað upp- hæðirnar eru háar í Islenzkum krónum. Blaðamenn þyrftu elkki að leggja hart að sér að reikna þessi dæmi fyrir lesendurna og segja t.d. að Háskólanum hafi borizt 570.000 króna gjöf í stað þess að segja 10.000 dollara gjöf. Sjómönnum og mörg- um öðrum þykir fróðlegt að heyra hvað skip, sem selur afla sinn í Þýzkalandi fær fyrir farminn eða kílóið en í þess stað fá- um við yfirleitt að heyra hvað mörg þús- und mörk hafi fengist að ekki sé minnst á sölu á svo og svo mörgum kittum af fiski fyrir svo og svo mörg sterlingspund, sem reyndar er nú venjan að kalla bara pund þótt þar sé auðvitað ekki átt við 500 grömm Það ætti að vera auðvelt fyrir hvem blaðaútgefanda og fyrirsvarsmann frétta- stofununar að útbúa sér töflu sem sýni margföldun eða deili til þess að umreikna hinar erlendu einingar svo að við íslenzkir lesendur getum gert dkkur grein fyrir um hvað er verið að ræða. Ég veit að þeir sem fást við útgáfustarf- semi berjast I bökfcum fjárhagslega flestlr, en ein reiknisvél og samvizkusamur frétta- maður gætu ef eftir þessum ráðleggingum væri farið bætt stórlega þjónustu við lesend- ur en afkoma blaðanna og atvinna blaða- mannanna er undir lesendunum komin og því væri það í eigin þágu að úr þessu væri bætt. H. B.“ Velvakandi tekur undir það, að oftar mætti í blöðunum breyta erlendri mynt 1 íslenzka, mílum í metra eða kllómetra o.svo.frv. — En til þess að öllu samræmi sé til skila haldið: Hvað eru 30.000 teningsfet margir rúmmetrar? g „Ástir samlyndra hjóna“ Gunnálfur skrifar: Margir leita til þln með áhyggjur og fyrirspurnir, sem þú venjulega greiðir mjög vel úr. Nú langar mig til að vita, hvort þú getur aðstoðað mig. Getur þú sagt mér, hvaða verðlaun það voru, er Guðbergur Bergsson fékk fyrir bók sína „Ástir sam- lyndra hjóna“? Og getur þú sagt mér, hverijr það voru, er skipuðu dómnefndina, er ákvarðaði þessi verðlaun eða viðurkenn ingu? Þá mundi mig einnig langa til að vita, hvaða bókmenntamenn það eru, sem hneyksluðust á því, að sami Guðbergur skyldi ekki finna náð fyrir augum úthlutun arnefndar listamannalauna. Ástæðan til fyrirspurna minna er sú, að þó að ég sé enginn menningarviti, langar mig alltaf að fylgjast nokkuð með okkar bókmenntum, en hef yfirleitt lltinn tíma til lestrar og kemst þvl ekki yfir allt, sem út er gefið. Nú hefur allmikið verlð ritað og rætt um bók þessa og varð það til þess, að ég las hana. Ég veit ekki, hvort ég er öðrum mönnum mikið hneykslunargjarn- ari, og ég veit, að tími fagurfræðinnar 1 skáldskap er liðinn. í eðll mínu mun ég vera „rómantlskur" og leiðist Ðest, sem ljótt er og óhreint, þó að sjálfsagt sé mikið til af slíku. En nú er það það, sem veldur mér áhyggjum. Er tilveran svona ljót I dag og fylgist ég bara ekki með, eða hefur hún alltaf verið það, en ég lifað í blekkingum. Hvort heldur er, langar mig til að vita hverjir af bókmenntamönnum okkar eru sannir boðendur þeirrar skáldskaparstefnu, ef svo má að orði komast, er birtast 1 nefndri bók, því að það mun skapa mér nokkra fótfestu. Hitt er það, að ég hef alltaf haft gaman af að umgangast fólk og njóta með þvl góðra stunda. Ég hef líka gaman af að horfa á fólk á götunni, sem margt er brosandi og ánægjulegt á svipinn. Ég veit að margir eiga við erfiðleika að stríða, sem þeir dylja undir brosinu. En óneitan- lega yrði það mikið áfall fyrir mig, ef ég einn góðan vaðurdag kæmist að þeirri niður stöðu, að I huga minna vina og þessa bros- andi fólks byggi aðetns sá regin óþverrl, er Ástir samlyndra hjóna lýsir. Gunnálfur" Guðbergur Bergsson hlaut Silfurhest bók- menntagagnrýnenda dagblaðanna. Velvak- andi man ekki lengur - hafi það komið fram hverjir greiddu atkvæði með þeirri veitingu og hverjir töldu að aðrir hefðu meir til verðlaunanna unnið. Hafi bréfritari hug á að kynna sér málið frekar skal honum bent á, að fréttin um verðlaunaveitinguna birtist I Mbl. 25. jan. s.l. og varð fljótlega til nokkurra blaða- skrifa. BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SIIVil 82347 BÍLALEIGAIM - VAKUR - SundUugavegi 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Raubarárstig 31 Hverfisgötu 163. Simi eftir lokun 31160. MAGNÚSAR skiphoui21 simar21190 pftir lokun 403SI [ ENGINN ÍSLENDINGIIR SKENKUR 205 cm eik — 155 cm — HÁR SKÁPUR 105 cm — HORN SKÁPUR hár — BORÐ 145 cm — BORÐ 125 cm — HRINGBORÐ 120 cm. — og tekk KR. 13.965.— — KR. 11.665.— — KR. 11.865.— — KR. 8.320.— — KR. 7.265.— — KR. 6.465.— — KR. 9.645.— kaupir sér núorðið borðstofusett án þess að skoða hjá okkur fyrst og siðast ENN EINU SINNI SÝNUM VIÐ NÝ MODEL: STAPA borðstofu BORÐSTOFU STÓLAR 8 tegundir í eik og tekk. Verð frá 1450 til 3725. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætl 11—13. Hagstætt leigugjald. Sím/14970 Eftir lokun 14970 eöa 81746. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.