Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLABIÐ, ÞiRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1068 15 Um kennslu heyrnardaufra í lok ágústmánaðar eða 30. og 31. þess mánaðar var birt í dag- blöðum Reykjavíkur opið bréf til stjórnarvalda frá foreldrum heyrnardaufra barna. Efni þessa bréfs þarf ekki að rekja en það fjallar um ófremd airástand það, sem nú ríkir í mál efnum heyrnardaufra bama. Augljósit er að bréfið hefur vakið mikla athygli. Er þar áitt við áskorun frú Aðalbjargar Sigurðardóttur og stofnframlag ónefndrar konu, sem gefið hefur kr. 50 þúsund í sjóð til styrktar heyrnardauf- um. Þá hefur Guðmundur Magn ússon skólastjóri tekið undir áskorun frú Aðalbjargar og gert ákveðnar ti'llögur í þessu efni. Þessir aðilar allir hafa ýsnt mál iniu sérstaka velvild og skilning. Þá birtist í bréfakassa Alþýðu blaðsins í dag fyrrspurn frá H.J. undir fyrirsögninni: ER HE YRNARLEY SIN G J A- SKÓLI ÚRLAUSN? Stjórn Foreldra og styrktarfé- lags heyrnardaufra þakkar þanin áhuga sem fram hefur komið og vill stuðla að því eftir fremsta megni að þessi má'l hljóti viðun- andi lausn. Stjórn félagsins telur nauð- legt að athuga mánar það sem H.J. heldur fram í Alþýðublað- inu. H.J. skrifar: „Eftir að hafa séð myndirnar um Sitsy í sjónvarpinu, vaknar sú spuming hvort ekki eigi að stuðla að því að heyrnarlaus börn fái heyrnartæki eins fljótt og kostur er á innan 1 árs ald- urs.‘ Heyrnartæki eru tekin í notk un hér á landi á fyrsta ári svo framarlega að grunur um heyrn arskerðingu sé staðfestur af lækn um og sérfræðingum. H.J. he'ldur áfram: „og koma þeim á barnaheim- um. Sérmenntað fólk gæti geng- ið milli dagheimilanna og þjálf- að börnin þar til kemur að banna skólanámi." í Reykjavík hefur því yfirleitt verið vel tekið að taka við heyrn arskertum börnum í leikskóla. Aftur á móti gi'ida aðnar regl ur um dagheimili og lítið um að gerðar séu undantekningar vegna heyrnardeyfu. Það væri mjög æskilegt ef sérmennrtað fólk færi á milli leikskóla og dagheimila en hingað til hefur skort fleiri starfskrafta með slíka menntuin. Utan Reykjavíkursvæðisins er ekki um sérmenntað fólk á þessu sviði að ræða og möguleiki þessi því útilokaður þar. Greinarhöfundur heldur áfram: „Þetta er gert í öðrum lönd- um t.d Englandi, en þar hefur verið lokað einum heyrnarleys- ingjaskóla og aðsókn að heyrn- arleysingjaskólum í Svíþjóð er svo til engin.“ Hér er gefið í skyn að lokun Heyrnleysingjaskóla í Englandi og að aðsókn fari minnkandi í Heymleysing j askó'la í Svíþjóð vegna þess að heyrnartækjum sé úthlutað á 1. ári og talþjálfun hefjist mjög fljótt. f Svíþjóð hefur fyrir rúmu óri verið byggður mjög fullkominn skóli fyrir heyrnardauf böm Hörselskolan í Alvik fyrir millj ónir króna. Þessi skóli tekur við börnum sem áður hefðu farið í „Dövelskola" en að jafnaði fara þau börn sem hafa meira en 90 % heyrnartap í heyrnleysingja- skóla í Svíþjóð. Það er staðreynd að því fyrr sem heyrnarskerðing er upp- götvuð því meiri von er um ár- angur svo framarlega að allri nú tímatækni sé beitt. Það er líklegt að bætt aðstaða yngri barnanna myndi leiða til þess að fleiri og fleiri börn með heyrnarskerðingu gærtu að loknu sérstöku undirbúningsnámi sótt skóla með heyrandi jafnöldrum. Það er erunfremur háð stöðugri þróun í smíði heyrnartækja. Heyrn sem fyrir nokkrum ár- um reyndist gagns'lítil getur nú í fleiri tilfellum en áður orðið til verulegra nota vegna betri og fullkomnari heyrnartækja. „Og H.J. segir: „f Danmörku, en þaðan er myndin, sem getið er um hér að framan, hafa miklar breytingar verið gerðar á skólakerfinu — fötluð börn eru nú innan um heil brigð og þykir sannað eftir nokk urra ára reynslu, að heyrnarlaus um bömum fari mun meira fram innan um heflbrigð börn en ef þeim er haldið sér, og þau séu betur búin undir lífsbaráttuna". Ekki eru okkur ljósar þær breytingar sem orðið hafa á skól kerfinu í Danmörku. Hér telja margir þörf á breytingum á skólakerfinu eins og ljóst er af miklum skrifum að undanförnu. Það er alls ekki útilokað að hér muni með tímanum verða þró un í þá átt að börn með heyrn- arskerðingu sæki nám í venju- legum skólum. Að því hlýtur að verða stefnt eins og áður, að sem állra fæst börn þurfi að sækja menntun sína í skóla fyr- ir heyrnardaufa. En ljóst er að landshærttir og aðstæður hér á laradi gera iniauð- synlegt að hafa áfram sérskóla í því formi sem verið hefur, nema hvað allur aðbúnaður þarf end- urskoðunar við sbr. bréf for- eldranna. Einnig er það ljóst að heyrnarskert börn frá 4—7 ára aldri geta hvergi fengið betri undirbúning en í Heyrnleysingja skólanum, því þar eru þeir sér- menntaðir kenraarar sem við eig um í landinu. H.J. heldur áfram: „Að sjálfsögðu kemur svo ann ar þáttur til sögunnar, en það er hið daglega líf heynnarleysingj- ans sem er einangrað í heima- vistarskóla frá 4ra 4ra ára til 16 ára aldurs — miðað við það barn sem á þess kost að vera í almennum skóla, enda þótt um sérbekki sé að ræða. Slíkt barn þróasrt og þroskast á allan hátt mun eðli'legar." Hér kemur að einu grundvall- aratriði í grein H.J. en það er sá skilningur greinarhöfundar að heyrnleysingjaskóli sé sama og heimavistarskóli. Nú orðið á þetta aðeins við tim börn sem eiga heima í sveit- um landsins, kauptúnum og kaup stöðum, þau þurfa að vera í heimavist. Þau börn sem eiga heima á Reykjavíkursvæðinu murau ekki búa í skólanum í vetur svo að einangrun ef svo má að orði komast í Heyrhleysingjaskólan- um er eingöngu vegna hérlendr ar sérstöðu. Annars verður að telja nokk- up hæpið að miða við aðstæður hjá mil'ljónaþjóð, sem að öllu leyti hefur miklu betri aðstöðu m.a. vegna meira þétitbýlis, lengri þróunartíma að þessu leyti og fleiri barna sem gera meiri flokkun nauðsynlega og miklu auðveldari en hægt er að koma við hér á laradi. Að sjálfsögðu ber okkur skylda rtil að inotfæra okkur reynslu annarra þjóða í þessum efnum en jafnframit er nauðsyn á að hafa sífellt í huga sérstöðu okkar íslendinga' sakir fámennis ins, sem gerir samanburð við aðr ar þjóðir næsta óraunhæfan. Og þá segir í raiðurlagi grein- ar H.J. „Það er ekki víst að allir hafi fylgzt nógu vel með myndun- um um Sitsy, væri því æskilegt að þær yrðu sýndar aftur allar þrjár. Nú, þegar svo mikið er rætt um Hey rnarleysingj askól- ann, myndu margir gefa þessum Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.