Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTBMBER 1968 Eusebio kemur „á gullskdm” í dag Eins og sprengju væri kastab, er hann birtist ekki i dyrum Gullfaxa / gær MIKILL mannfjöldi safnaðist saman við flugstöð Fí í gærdag er þota félagsins lenti þar kl. rúmlega 6. Meðai farþega voru liðsmenn Benfica, sem leika eiga við Valsmenn í Evrópukeppni meistaraliða á miðvikudaginn. Áhuginn á komu þessara heims- frægu knattspymumanna hafði dregið suður eftir stóran skara fólks, sennilega 1—2 þúsund manns. Það kvað við lófatak og fagnaðaróp er liðsmenn gengu niður stigann einn af öðmm, klæddir samskonar grábláum félagsbúningi. Og fólkið beið þess sýni- lega að hylia hetjuna miklu, Eusebio. En liðsmenn tíndust allir út úr vélinni og hetjan kom ekki. Það var felmtri á fólkið slegið og hvíslað var frá manni til manns: — Hann er ekki með. Hann er ekki með. Liðsmenn upplýstu fljótt, að Eusebio hefði orðið eftir í París, en myndi koma á morgun. Nánari skýring fékkst ekki fyrr en seinna, en hún er þessi. Lið Benfica var af franska stór blaðinu L,Equipe kjörið bezta knattspymulið Evrópu og Euse- bio stjaman í þessu bezta liði. Fyrir það fær félagið sérstaka viðurkenningu og Eusebio sjálf- ur hlýtur gullskó sem tákn sæmd airinnar. Eusebio, forseti félagsins og framkvæmdastjóri ásamt tveim- ur blaðamönnum urðu því að verða um kyrrt í París í gær, en halda síðan til London og koma til Reykjavíkur sáðdegis í dag og Eusebio verður með í leikn- um við Val á morgun. Þar með hefst nýtt tímabil fyrir hann — fyxsti leikurinn í þá átt að vinna tifl. fleiri slíkra verðlauna, en hann hefur einnig hloti'ð „gull- knött" franska blaðsins France Football þar sem hann var einn- ig kjörinn bezti knattspyrnu- maður Evrópu. Eusebio varð markhæstur í landsleikjum Evrópuliða á sl. keppnistímabili og skoraði 42 mark. Sá sem næstur kom skor- aði 34 mork. Margir töluðu um það í gær, að skila miðum sínum, en slíkur ótti er óþarfur. Aldrei hefur annað komið til tals en að hann verði með í leiknum — og þeir fimm sem eftir urðu í París í gær koma hinga'ð, færandi lið- inu enn meiri frægð og fögur verðlaun. Á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: fyrirliði. Myndirnar tók Sveinn Þorm. %*>'' * ■>' ">'í> V 1 , Simoes, Torres, Augusto, fararstjórinn og Coluna Reynt að sjá um að Valur verði ekki áfram ósigraður Sögðu Portúgalarnir á blaðamannafundi Þegar leikmennirnir komu á Loftleiðahótelið gafst frétta- mönnum tækifæri til að ræða við þá Torres, Coluna, Simoes og einn af fararstjórum liðsins. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir þá, var hvort þeir hefðu átt von á svona góðu veðri á Islandi. Þeir hristu allir brosandi höfuðið og sögðu að svo sannar- lega hefðu þeir ekki átt von á því. — Haldið þið að leikurinn við Val verði harður? Allir leikir eru erfiðir, svör uðu félagarnir, aí mikiili hæ- versku með aðstoð túlks. — Hafið þið haft nokkrar spumir af íslenzkri knattspyrnu, og ef svo er hvert er ykkar álit á henni? — Við vitum fremur lítið um íslenzka knattspyrnu. Þáð fóru portúgalskir blaðamenn til Is- lands eftir að við og Valur höfð um dregist saman og í gegnum skrif þeirra höfum við fengið smá vitneskju um íslenzka knatt spyrnu. Við vitum svo mikið að öll lið sem við keppum við eru verðugir keppinautar. — Ætlið þið að leggja áherzlu á a'ð skora sem ílest mörk, eða sýna sem bezta knattspyrnu? — Við reynum að leggja á- herzlu á hvorttveggja, var hið diplomatiska svar þeirra, eftir að þeir höfðu ræðst við á portú- tgölsku, — Er þetta í fyrsta skiptið sem þið leikið á móti áhugamanna- liði í Evrópukeppni? — Nei. Við höfum t.d. leikið við Svía, og fleiri lönd? — Vitið þið a'ð Valur er eitt af fáum liðum sem ekki hafa tap að leik í Evrópubikarkeppninni á heimavelli, spurðu svo blaða- mennirnir brosandi. — Já. Þeir vissu það, en sögð- ust gera sitt bezta til þess að það tæki enda. — Hver eru laun liðsmanna Benfica. Þessari spumingu virtust þeir ekki fúsir á að svara, en sögðu að það væri mjög mismunandi — færi eftir leikjum. Hvað þeir fengju fyrir leikina vi'ð Val væri ekki hægt að segja neitt um fyrr en eftir báða leikina. Þegar einn blaðamaðurinn sagðist hafa heyrt að árslaun Eusebios væru 70 þús. dollarar, svöruðu þeir félagar, að þeir hefðu ekki hug- mynd um hvað hver liðsmaður fengi að launum. Þá var Coluna spurður að því hvort það væri ekki erfitt áð vera fyrirliði í svo frægu liði sem Benfica. — Nei, svaraði Coluna. — Leik mennirnir eru allir góðir vinir mínir. Gg að lokum: — Viljið þið nokkru spá um leikinn á móti Val? Það vildu þeir alLs ekki gera. Sögðu að það væri alltaf erfitt að spá í knattspyrnu, — ef það væri ekki mundi áhugi á knatt- spyrnu ekki vera eins mikill og raun bæri vitrú Reynum að sýna listina en ekki skora sem mest — sagbi Simoes einn af „bronsmönnum" Portugals Liðsmenn í stiga Gullfaxa. Maðurinn í miðið með hattinn er læknir liðsins. Að baki honum Coluna fyrirliði. — Ég er þess fullviss, að Benficaliðið mun leggja aðal- áherzlu á að sýna knattspyrnu hér, en ekki að vinna með sem mestum mun, sagði gimoes einn af liðsmönnum Benfica og einn úr landsliði Portúgals er hlaut bronsverðlaunin á heimsmeistarakeppninni síð- ustu. — Að sjálfsögðu viljum við ekki tapa, en há markatala hér er ekki aðalatriðið, held- ur hitt að sýna það bezta sem við getum í listum knattspyrn unnar. — Ég bjóst sannarlega við að hér væri kalt, en svo lend- um við í yndislegu veðri, hreinu og tæru lofti og feg- ursta útsýni til f jalla. — Satt að segja bjóst ég allt eins við að hér væri stutt í snjóinn, eða jafnvel snjór á jörðu. Nafn landsins bendir jú til að svo sé. En þið þurfið sannarlega ekki að kvarta undan veðrinu. í svona veðri er gott að Ieika knattspyrnu. Simoes Aðspurður um kynni hans af Islandi og þá einkum íslenzkri knattspymu svaraði hann í fáum orðum, kvaðst hreinlega ekkert hafa vitað um land og þjóð og ekki hugsað um knatt spyrnu hér. Coluna sat skammt frá í bílnum sem flytja átti liðs- mennina að Loftleiðahótelinu. Þeir báðir voru — eins og allir hinir — sérlega látlausir menn, var engu líkara en þeir væru feimnir. Þeir em sýni- lega vanir ýmsu í sambandi við komur sínar til ýmissa landa, en finnst lítið um, og hafa síður en svo fyllst nein- um hroka. Coluna sem er fyrirliði liðs- ins, sagðist hafa leikið 57 landsleiki fyrir Porúgal. Hann er 36 ára gamall. — Við erum hér með allt okkar bezta lið, og munum gera okkar bczta, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.