Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1968 23 við Kleppsveg og býr Hjálmar þar enn. Árið 1937 giftist Þorkell eftir- lifandi konu sinni Jónu Sveins- dóttur frá Heiði við Kleppsveg, þar bjuggu þau hjónin um langt árabil, og var heimili þeirra róni að fyrir gestrisni, rausnarskap og hjálpsemi. í eðli sínu var Þorkell gleði- maður. Hann var léttur í lund og hrókur alls fagnaðar á gleði stundum og frábær gestgjafi. Þorkell var skemmtilegur ferðafélagi og hafði mjög gam- an af ferðalögum, enda ferðaðist hann mikið um landið, hanmvar vel fróður um náttúru íslamds og örnefni, las jafnan bækur og tímarit sem út komu um þessi efni. Sérstaklega var Þorkell rat vís, færi hann einhverja leið einu sinni þá rataði hann þar aftur, þótt áratugur væri liðinn frá fyrri ferð. Sérstaklega var gaman að fara með Þorkeli í veiðiferðir, bæði vegna þess hve hamm var fróður um umhverfið og ána sem veiða átti í. Ég fór með Þorkeli í mína fyrstu lax- veiðiferð og ég minnist þess hversu annt honum var um að kenna mér, hvernig bezt væri að bera sig til við veiðina, og ég held að hainn hafi orðið glaðari en ég þegar ég fékk minn fyrsta lax, sem reyndar varð sá eini í þessari ferð. Við Þorkell fórum saman í veiðiferðir og er mér sú síð- asta minnistæðust kanski vegna þess að hún varð hans síð- asita veiðiferð, en það grunaði hvorugan okkar að svo mundi verða. Þorkell var hress og kát ur að vanda og var svo sann- arlega í essinu sínu, dró hvern laximn á fætur öðrum, en ég varð ekki var. Um æfistarf Þorkels væri hægt að skrifa langt mál, því svo margvWleg störf hefur hann unn ið eða tekið þátt í um dagana og mun ég ekki í þessum lín- um mínum reyna að telja það ali upp, þó skal geta þess að má- efni kirkjunnar voru honum eink ar hugleikin, og hafa þau bæði Jóna og Þorkell umnið mikið Meðal verka sem hann áttihlut að, má nefna að hann var einn af stofnendum BræðrafélagsLaug arnessófenar og aðal hvatamað- ur að stofnun þess, og átti hann sæti í stjóm þess í mörg ár. f safnaðarstjórn Laugarnessóknar um langt árabil og í Stjórn Kirkj ugarða Reykjavíkur í mörg ár. Allt frá því að við ÞorkeU kynntumst hefur farið vel á með okkur, hann var mér góður vin ur og félagi og ekki síðri sem tengdafaðir. Hjálpsemi hans og greiðvirfeni var mikil og skipti ekki máli hvort um var að ræða skyldan eða óskyldan, hann leysti jafnt úr því ef honum var það mögúlegt. Ég minnist þess með þakklæti að hafa átt þess kost að kynn- ast Þorkeli og eignast hann að vini. Það er ekki nema eðlilegt að fráfall jafn ágæts manins og Þorkels sé fjölskyldu hans mik- ill harmur, en það er huggun í þeim harmi að eiga fagrar minningar um góðan mann, og örugga vissu um endurfund. Ég votta konu hans, börnum og öldruðum föður mína inni- legustu samúð. Megi guð styrkja þaiu í fram- tíðinni. Kristján Þorgeirsson. Þorkell var búfræðingur frá Hvanneyri, hann stofnaði og rak raftækjavinnustofuna Teng- il h.f. ásamt öðrum, vann skrif- stofustörf eftir það, fyrst hjá Raftækjadeild Sameinaðra verk- taka og Segul h.f., en síðustu árin í prentsmiðju Jóns Helga- sonar. Ungur giftist ÞorkeR Jónu Sveinsdóttur frá Heiði og áttu þau saman fimm börn sem öll eru uppkomin. Hjónaband þeirra var farsælt og samhent og sérstök ánægja var að sjá þau oftast eins og ný-trúlofuð. Þorkell var einstaklega góður félagi og vinur vina sinna, mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt boðiirm og búinn til þess að rétta fram hjálparhönd ef honum fannst þess með þurfa. Hann var maður vel af Guði gerður og lagði enda gjörva hönd á margt. Hann var eins og áður segir búfræðingur að ment en stund- aði þó lítið búfræðistörf, hins vegar var hamm lemgi einskonar fóstbróðir okkar rafvirkja og rak um árabil fyrirtækið Tengil sem annaðist framkvæmdir hér í Reykjavík og víða út um land. Hann var glaðlyndur og fél- agslyndur og naut sín bezt í kát- um félagsskap. Hann vildi njóta lífsins og naut þess einis og föng stóðu til. Það er eins og ský dragi fyr- ir sól um stund þegar vinir manns og samstarfsmenn hverfa snögglega úr förinni í blóma lífs ins, þrátt fyrir þá vitund að dauðinn er lokamark lífsins og ferðalok okkar a'llra. Þú fyrr við síðar skiptir ekki máli, af eigim- girni hryggjumst við um stund, en Oífið þyrpist áfram með nýja samferðamenn og nýjar gleði- stundir, en maðurinn er í raun- inni ekki dáinn meðan minning- in lifir og það er gott að minn- ast margra góðra stunda í glöð- um félagsskap, við þökkum þér fyrir þær. Gamli félagi, það var gaman að lifa og nú er gott að fá að sofa. Vertu sæll. J.A.V.G. Pálmi Kristjánsson kennari — Minning LOKAÐ eftir hádegi í. dag, vegna jarðarfarar Vigfúsar Ingvarssonar. BLIKKSMIÐJAN H/F., Skeifan 3. Byggingarsamvinnufélag vélstjóra Enn er nokkrum íbúðum óráðstafað í sambyggingu sem félagið á aðild að í Breiðholti. Teikningar eru þegar fyrir hendi. Gatnagerðargjald er greitt. Þeir sem óska frekari upplýisingar snúi sér sem fyrst til skrifstofu Vélstjórafélagsins að Öldugötu 15. STJÓRNIN. PÁLMI Kristjánsson andaðist að heimili síinu á Afeureyri 10. september sl. — Hann var fædd ur 16. sept. 1885 og var því tæp- lega 83 ára er hann lést. For- eldrar hans voru Kristján Frið- finnsson og Friðrika Kristjana Jósefsdóttir kona hans. Bjuggu þau hjón á Sandhólum í Eyja- firði, sem er frekar lítil jörð, næst sunnan við prestsetrið Saiurbæ. — Ekki kann ég frá bernsfeuárum Pálma að segja, en sennilega feefur hann ekki átt gilda sjóði, er hann, innan tvítugs lagði út á menntabraiut sína á Akureyri. — Veturinn 1902—03 stundaði hann nám í unglingaskóla hjá Ingimar Ey- dal, en næstu árin er hann svo í Gagnfiræðaskólanum á Akur- eyri og lauk prófi þaðan vorið 1906. Ekki lagði Pálmi út í lang skólagöngu, þótt vafalaust hefði hann verið vej til þess gerður. Það var nú svo á þessum ár- um að unglingar hristu það ekki auðveldlega fram úr ermi, að fara suður til Reykjavíkur og kosta skólagöngu sína vetrar- langt. — Pálmi sneri sér fljót- lega að barnakennslu. Lengst var hann kennari í fæðingar- hreppi sínum, Saurbæjarhreppi eða um 45 ára skeið. Þá var þar farskóli og þurfti kennarinn jafn an að flytja sig milli staða á tveggja vikna fresti. Það man ég, að öllum þóttti gott, þegar Pálmi kom á bæinn til að kenna og við krakkarnir hlökkuðum ætíð til þess. — Hann hafði sér- lega gott lag á því, að vinna sér traust og vináttu nemenda sinna og fjölmargir þeirra hafa haldið tryggð við hann æ síðan. Pálmi kvæntist 31. október 1914 og var kona hans Frímanía Margrét Jóhannesdóttir. Tvo syni eignuðust þau hjón. Sá eldri hét Tryggvi, fæddur árið 1916, en hann dó aðeins tveggja mánaða gamall. 4. maí 1918 fæddist þeim aftur sonur Tryggvi Gestur. Hann dó ungur maður á Kristnes'hæli árið 1943. Má nærri geta, að mikið áfall var það fyrir þau hjónin Frím- aaníu og Pálma að missa þarna eina son sinn, sem var hinn mannvænlegasti maður, enda béiru þau aldrei barr sitt að fullu eftir það. Frímanía er látin fyrir nokkr um árum. Pálmi átti lengst heima í Hleiðargarði, mun hafa flutt þangað 1917. Árið 1925 reistu þau hjón sér nýbýli áfast við bæinn og nefndu Norðurbæ. Þar var að vísu ekki hátt til lofts né vítt til veggja, en oft var þar samt setinn bekkurinn og margt skrafað. Öllum þótti gott að vera hjá þeim hjónum. Ekki verður sagt að Pálmi hafi safnað miklum veraldar- auði um dagana, enda mun hug ur hans meira hafa staðið til fræðimennsku en fjáröflunar. — íslenzk fræði og Íslandssagan áttu hug hans. Oft man ég eftir því, að þegar vetur gekk í garð og um hægðist við útiverk, þá tók Pálmi Sturlungu sína og las langtimum saman, enda mátti heita að hann kynni þá bók spjaldanna á miilli. — Nokkur ritstörf stundaðd Pálmi, þegar tími vannst til. Hann vann t.d. að þvi ásamt Angantý Hjálmars- syni kennara, að skrásetja ör- nefni allra bæja í Saurbæjar- hreppi. Kom bók þeirra um þetta efni út 1957 og heitir „ör- nefni í Saurbæjarhreppi.“ Mun þetta hafa verið mikið starf og tafsamt, því að hreppurinn er stór og bæjamargur. Ætla má, og æskilegt væri, að fleiri fræði- menn tækju sér þetta til fyrir- myndar og söfnuðu ömefnum hver í sinni sveit. — Þótt ekki feæmi þetta út í bókarformi, sem er dýrt nú á dögum, væri mik- ili ávinningur í því fyrir hvem hrepp, að eiga slíkt safn ör- nefna sinna til í handriti. Ýms fleiri ritverk hafði Pálmi á prjónunum og munu þau vera til í handriti. Má þar t.d. nefna Skólasögu Saurbæjarhrepps, Ferðasögu Eyítríinga til Suður- lands 1950 og sögu Ungmenna- félags Saurbæjarhrepps, en Pálmi var einn af þeim er stofn- uðu það félag árið 1911. Starf- aði hann mikið fyrir þetta fé- lag og var formaður þess lengi. Þegar U ngmentiaf élagið átti fknmtugsafmæli 1961, var Páimi kjörinn heiðursfélagi þess. Ýms- ar fleiri ritsmíðar voru á döf- inni hjá honum, þótt ekki ent- ist honum tími til að fullvinna þær. Aðalstarf Pálma var þó, sem fyrr getur, uppfræ'ðsla æskunnar og var áhugi hans á því efni óþreytandi. Heima í Hleiðar- gerði hafði hann nokkrum sinn- um unglingaskóla hluta úr vetr- um. Sóttu þá til hans m.a. þeir, sem ætluðu að fara í Gagnfræða skólann á Akureyri. Eftir að Pálmi hætti kennslu í sveit sinni aldursins vegna, fluttist hann til Akureyrar. Átti hann þar fjölda af kunningjum og einnig býr þar bróðir hans, Odd ur Kristjánsson byggingameist- ari. Pálmi var stór maður vexti og heilsuhraustur alla tíð, nema hvað sjóndepra sótti á hann síð- ustu árin. Harm hafði gott lag á því að vera hrókur alls fagnað- ar, þar sem menn komu saman, enda var hann ætíð vel heima í öllum þeim málum, sem efst voru á baugi á hverjum tíma. Hann var átti góðar „fylgjur“ Frainhald & bls. 24 BÁTAR BÁTAR Nokkrir bátar eftir á gamla verðinu. Seldir með góðum greiðsluskilmálum ef samið er strax. Norskir grenibátar, íslenzkir og norskir plastbátar, og franskir nælon-gúmmíbátar fyrir síldveiðiskip. Notið tækifærið og eignizt bát á góðu verði. 'mnai Sfyzehbbon kf. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volver« - Sími 35200 Bifreiðasala EGILS sími 22240. Notaðar bifreiðir til sölu. Willy’s jeep árg. ’66, með blæjum og útvarpi. Wiliy’s jeep árg. ’66 með mayershúsi, klæddur. Willy’s jeep árg. ’67, með blæjum. Willy’s jeep árg. ’66, með mayershúsi, ekinn aðeins 22 þús. km. Willy’s jeep árg. ’66, með dísilvél lengri gerð. Jeepster, árg. ’67, 6 cyl. Jeepster, árg. ’67, 4ra cyl. með blæjum. Humber Super Snipe árg. ’60 sjálfskiptur, skulda- bréf koma til greina. Hillman Super Minx station árg. ’66. Ilillman IMP árg. ’64. Singer Vogue árg. ’63. Fiait 600 T árg. ’66, sendibifreið. Rambler Classic árg. ’64 sjálfskiptur, góð kjör og skipti koma einnig til greina. Sunbeam Rapier árg. ’65, gott verð. Consul 315 árg. ’61. Taunus 17 M árg. ’66, skipti æskileg á nýlegum góðum jeppa. Tökum notaðar vel með famar bifreiðir í umboðssölu. Ecjill ViHijálmsson hf. Laugavegi 116.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.