Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 196« Jill sá, að sá Ijóshærði svaraði augnatilliti hennar án allrar feimni, en sá dökki virtist alla ekki hafa tekið eftir, að hún væri að athuga harun. Sandra hjálpaði Jill að setja á sig beltið, en vingjarnlegi þjónninn sagði henni, hvers'u hátt yrði flogið og gaf henni 'leiðar kort. Vélin ók út á endann á fluig brautinmi. Hemlarnir gáfu frá sér ferlegt ískur og Jill lokaði augunum og kreppti hnefana, svo að neglurnar fóru á kaf í lófann. Brátt þorði hún að opna augun aftur og sá, þá að hún var komin á loft, og að sólin skein á stöðuvatn fyrir neðan og bílarnir voru eins og barnaleik- föng á vegunum. Nú kom flug- freyjan með kaffi, og Jill jafn- aði sig og varð brátt eins og hún átti að sér. Hún varð ekkert hissa á að sjá, að Sandra var þegar komin í hróikaræður við mamninn hand- an við ganginn. Þannig var Sandra alltaf. Áður en þau flugu yfir París, var hún þegar tekin að brosa og kinka kolli til hans — og hann á móti — og síðan hófust viðræður um veðrið og flugið og um daginin og veg- inn. Þetta var ljóshærði maður- inn, tók Jill eftir. Hann var skrafhreifnari en félagi hans, sem var að krota eitthvað á skjöl in úr töskunni sinni. Þegar þau komu yfir Alpana, starði Jill með eftirvæntingu út um glugg- ann, og ásetti sér að missa ekki af neinu af þessu dýrðlega út- sýni. Sandra hjálpaði henni að þekkja Mont Blanc, sem rödd flugstjórnas í magnaranum hafði sagt þeim, að væri á bakborða. — Það er okkar megin, elskan. Ljóshærði maðurinn kom yfir ganginn til þess að sjá líka. Hinn maðurinn hreyfði sig ekki, en hélt áfram að glugga í skjöl- in sín og hleypti brúnum. Brátt sagði flugfreyjan: — Við erum að nálgast Róm — Fi- umicioflugvöllinn. Þar verðlur staðnæmzt í þrjátíu og fimm mín útur og hressingu er hægt að fá í veitingasalnum. Svo kom þjónn inn og hjálpaði Jill að setja á sig beltið, og svo tók vélin að bristast, er hún nálgaðist lend- inguna. Jill þóttist viss um, að hún væri að hrapa og klemmdi aftur augun. En þá gaf Sandra henni olnbogaskot, og meðan hún var að losa sig, heyrði hún Ijós hærða manninn segja við Söndru Ég held það gæti verið gott að fá sér eitt glas. — Þið komið með okkur, vitanlega. Það var mikill léttir að geta rétt úr fótunum sem snöggvast. Jill gekk yfir að veitingasaln- um og horfði kring um sig, hrif in að vera nú komin til Ítalíu og Borgarinnar eilífu, í fyrsta sinn. Það var rétt svo, að hún heyrði kynningarnar, sem sá ljós- hærði var að framkvæma. Ég heiti Oliver Whitmore. Og þetta er starfsbróðir minn. Graham Duncan. Við erum með Fallow - rannsóknarleiðangr inum. Ætlum að hitta hann í Damaskus. Sandra gerði sömu skil, svo að þetta var allt komið í kring um það leyti sem þau voru öll fjög- ur setzt við barinn á háum stól um að drekka Campari með sóda vatni og narta í ólívur. Graham Duncan var ekki líkt því eins skrafhreyfinn og félagi hans. Hann sat þegjandi við hliðina á Jill, en hin tvö skröfuðu og hlógu og skiptust á fyndni við dökkleita barþjóninn. Graham fannst sýnilega hann verða að segja eitthvað, og spurði Jill, settlega: — Hafið þér nokkurn tíma komið til Rómar áður? — Nei, það hef ég ekki. — Hvernig finnst yður? Ég hef ekki séð nóg ti'l þess að geta dæmt um það. En við höfum víst engan tíma til að skoða okkur um. — Nei, það er aldrei timi til neins, sagði hann. — Þarna þeyt ist maður um allar jarðir og sér aldrei annað en flugstöðvarnar, og þær eru allar eins. — Eru þær það? Hann kinkaði kolli. — Ég verð feginn að komast aftur til starfa, sagði hann óspurður, en svo dó samtalið út. En brátt tilkynnti kvenrödd í hátálarann, að vél- in væri að leggja af stað til Aþenu og Beirut, og Jill stökk niður af stólnum og var fegin. Þau gengu saman til baka og <VANDERVELL^ ^^Vélalegur^y l)e Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. Oliver á undan, og þeim kom sýnilega prýðilega saman. Grah- am Dincan leit til hliðar og á Jill og spurði snöggt: — Kann hún lagskona yðar að búa til mat, ungfrú Chadburn? — Búa til mat?át Jill eftir, steinhissa. — Hún Sandra? Jæja, ef í hart fer, getur hún kannski soðið eitt egg, en ekki gerir hún það með góðu. — Hm. Mér datt bara í hug. . . — Já, já, ég hef gaman af því. Ég hef alltaf gert það fyrir okkur báðar. — Hafið þér það? Gætuð þér þá búið til ketkássur og þess hátt ar, og kannski bakað eitthvað svolítið? Snúða og þessbáttar? — Vitanlega, sagði Jill. — Þetta er allt ósköp einfalt. En hversvegna spyrjið þér? — Ég þarf að ráða einhvern til að matreiða fyrir leiðangur- inn okkar, sagði hann. — Mér datt í hug, að hún 'lagskona yðar vildi kannski taka við starfinu, af því að hún virðist kunna svo vei við hann Whitmore. Jill hristi höfuðið. Nei, hr. Duncan. Sanidra er útfarinn bók- haldari. Og það er ég líka, ef út í það er farið. — Það var leiðinlegt. Þér skiljið að við verðum að sjá okkur fyrir mat. En við verð- um langt burt frá öllum manna- byggðum. Við höfum olíuvé'lar í tiöldum. en svo höfum við kæli- skápa. Þarna verður ekkert, sem gæti komið sæmilegum mat- reiðslumanni í nein vandræði. — Nei, líklega ekki. — Jæja, gætuð þér kannski haft áhuga á þessu? Kaupið er ágætt. Kona Fallowmans próf- essors er með í ferðinni og eins systir hennar ungfrú Cater. Sem sagt, allt í lagi, ef þér skiljið, hvað ég á við. Jffl hafði hálfgaman af þessu og kinkaði kolli kurteislega. — Já, vitanlega efast ég ekki um það. En við höfum undirritað samning við stórt fyrirtæki í Beirut. Eigum að vinna þar í skrifstofunni í heilt ár. Og ekki gætum við farið að rjúfa samn- inginn strax. Graham Dun-an kinkaði dökk- hærðum kollinum og gekk til sætis síns, án þess að segja meira Sandra var enn að hlæja með Oliver, handan við ganginn. — Það er sniðugt að hittast svona, sagði hún við Jill um leið og þær festu á sig beltin aftur. — Og ég er alveg viss um, að þeir b.ióða mér til kvöldverðar í Beirut. Þeir eru með einhvers- konar leiðangri, sem grefur ýmislegt upp i eyðimörkinni, Ekki vissi ég nú almennilega, hvað þeir grafa upp. Jill sagði henni frá atvinnu- tilboðinu. Sandra skríkti. - -í tjal'di! Þessi skozki grjótkall hlýtur að vera blindur, ef honum finnst við líta út eins og einhverjar eldabuskur. — Hann er dálítið fálátur, sam þykkti Jill. — Og hálffeiminn. En hann virðist hafa áhyggjur af þessari matseld þeirra. Hann Fótaaðgerðir Hef hafið störf að nýja að Rauðalæk 67. Sími 36238. Sigrún Þorsteinsdóttir sny rtisér f r æðingur. CETID ÞÉR GERT BETRI INNKAUP? Aðeins kr. 14,50 í smásölu Hnnd- og listiðnoðarskóli SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR tekur til starfa 15. okt. nk. Námsgreinar: Munsturteikning, almenn teikning, emelering, mosaik og plastskreyting, keramik, og postu línsmálun, vefnaður, röggvasaumur, listsaumur, mynd prentun, taumálning, batik, margs konar gelrskreyt- ingar og margt fleira. Framhaldsflokkar fyrir eldri nemendur. Ath. Afhending skírteina fer fram í verzluninni KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10 mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 1—6 e.h. 17. SEPTEMBER. Hrúturinn, 21 marz — 19 apríl. Þú hefur færzt of mikið í fang. Reyndu að vinna úr verkefnunum strax. Losaðu þig við allt sem þú þarft ekki á að halda. Nautið, 20. apríl — 20 maí. Þér vo.ður talsvert ágengt, meiri ró er yfir þér. Fylgdu áhuga- málum þínum eftir. Tvíburainir, 21. maí — 20. júni. Borgaðu skuldir þínar. Einveran er ákjósanlegust í dag og í kvöld. Krabbinr, 21. júní — 22. júlí. Straumhvörf eru í dag. Reyndu að halda friði meðan allir aðrir reyna að koma af stað illdeilum. Hvíldu þig svo. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Hvert einasta augnablik rósemi er gullvægt. Málefnin skýrast. Sá inr.blástur, sem þú færð verður þér drjúgur. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Það ei óþarfi að gera að gamni slnu á annarra kostnað. Mundu, að kröfur þínar eru annars eðlis, en ýmsir hyggja. Vogin, 23. sept. — 22 okt. Það kemur sér vel, hvað þú ert sveigjanlegur. Eyddu kvöldinu í lestur góðra bókmennta. Sporðdrekinn, 23. okt — 21. nóv. Ef þú gefur gaum að, geturðu vikkað sjóndeildarhring þinn. Eitthvað er það, sem þér lízt vel á, en borgar sig ekki beint. Bogmaðiirínn, 22. nóv — 21. des. Töluverðar erjur geta orðið út af lánum og lántökum. Það er því varhugavert að fást við slíkt. Steingeitin. 22. des. — 19. jan. Hömiur virðast vera á ferðum þínum. Vertu þolinmóður. Kann- aðu orsökina og forðaztu arg og þras. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Fréttir berast treglega. Reyndu að forðast sleggjudóma. Gerðu þér dagamun í kvöld Fiskarnir, 19. febr. — 20. mar.z Auðvelt er að skeyta skapi á þeim, sem eru £ færi. Peningar eru sennilega orsökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.