Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 1
32 SÍMJR
Stúdentaóeirðir í Mexíkó:
25 drepnir og
hundruðsærðir
Athugað hvort fresta beri Olympiu-
leikunum
George Wallace ásamt Curtis LeMay, hershöfðing ja, á blaðamannafundinum í Pittsburgh í gær
er hann tilkynnti að hershöfðinginn yrði varaforsetaefni hans. Sjá frétt á bls. 31.
Mexíkóborg, 3. okt. (AP-NTB).
• Hörku-óeirðir brutust út í
Mexíkóborg í gærkvöldi, og sló
í bardaga milli lögreglu og stúd-
enta, sem stóðu til morguns. Ekki
er vitað nákvæmlega hve margir
hafa fallið, en fréttamenn telja
víst að a. m. k. 25 hafj verið
drepnir, hundruð hafi særzt, og
þúsundir handteknar.
• Hermenn hafa í dag leitað hús
úr húsi í Taltelolco-hverfinu að
Ieyniskyttum, en þarna urðu átök
in hvað mest. Búa um 70 þúsund
manns í hverfinu, og hafa miklar
skemmdir orðið á húsum þar.
• Framkvæmdaráð alþjóða Ol-
ympíunefndarinnar kom saman
til fundar i Mexíkóborg í dag til
Dubcek í Moskvu:
Afstaða Rússa fer enn harðnandi
að ræða ástandið. Hefur Avery
Brundage, forseti alþjóða Olym-
píunefndarinnar, I.O.C., neitað
því að ákveðið hafi verið að
fresta Olymíuleikunum, sem
hefjast eiga í borginni hinn 12.
þessa mánaðar, en búizt var við
opinberri tilkynningu frá fram-
kvæmdaráði l.O.C. seinna í dag
að staðartíma.
Óeirðirnar í gærkvö'ldi hófust
eftir að um sex þúsund stúdent-
ar höfðu komið saman á „Torgi
siðmenninganna þriggja", sem er
um 16 kílómetrum fyrir norðan
íbúðarhverfi þátttakenda í Olym
píuleikunum. Ætluðu stúdentarn
ir í mótmælagöngu til skóla þar
í grenndinni, en við skóla þennan
urðu hörð átök milli stúdenta og
lögreglu fyrir tíu dögum, og féllu
þar 15 manns. Á leið stúdentanna
voru hermenn á verði, svo ákveð
ið var að hætta við mótmæla-
gönguna í gærkvöldi. Var þá
Framh. á bls. 25
Izvestia segir Jbróunina til eðlilegs ástands of hægfara
Moskvu, 3. október. NTB.
Aðalleiðtogi tékkóslóvak-
iska kommúnistaflokksins.
Alexander Dubcek, kom til
Moskvu í dag ásamt Oldrich
Cernik, forsætisráðherra og
Gustav Husak, leiðtoga komm
únistaflokksins í Slóvakíu, og
hóf þegar viðræður við þrjá
valdamestu leiðtoga Sovét-
ríkjanna, Leonid Brezhnev,
aðalritara sovézka kommún-
istaflokksins, Alexei Kosygin,
forsætisráðherra og Nikolai
Podgorny forseta. Allt bendir
til þess, að í þessum nýju við
ræðum í kjölfar innrásarinn-
ar í Tékkóslóvakíu taki so-
Gromyko friðmælist
við Bandaríkjamenn
vézku leiðtogarnir harðari af-
stöðu en áður.
Sfcömmu eftir komu tékkó-
slóvakísku leiðtoganna mátti
lesa í stjómmálagagninu Izvest-
ia, að þróunin til eðlilegs ástands
í Tékkóslóvakíu gengi alltof
hægt. Fyrr í dag hafði flokksmál
gagnið Pravda látið í það skína
að leiðtogarnir í Moskvu teldu
að Dubcek-stjórnin stæði ekki
við skuldbindingar sínar sam-
kvæmt Moskvu-samkomulaginu,
sem gert var skömmu eftir inn-
rásina.
Izvestia birti áðeins stutta
frétt um komu tékkóslóvakísku
leiðtoganna og lét ekki fylgja
með mynd af móttökunum á
Moskvuflugvelli eins og venja er
til. Sovétleiðtogarnir tóku á móti
Dubcek, Cernik og Husak á flug
vellinum, en án nokkurrar við-
hafnar, og búizt er við að öll
formsatriði verði lögð til hliðar
meðan á heimsókninni stendur.
Þetta er fyrsta heimsókn Dubc
ek til Moskvu síðan Moskvusam
komulagið var gert, eftir fjög-
urra daga fundi rétt eftir inn-
rásina. Husak hefur orð fyrir að
vera ekki eins frjálslyndur og
félagar hans, og sovézk blöð
hafa óspart vitnáð í ræður hans
á undanfömum vikum.
HÆTT UM BROTTFLUTNING
Tékkóslóvakískar heimildir
herma, að búizt sé við að við-
ræðurnar í Moskvu standi í tvo
daga. I Moskvu er það hald
kunnugra, að ef Dubcek og fé-
lagar hans vonist til að tryggja
brottflutning herliðs Varsjár-
Framh. á bls. 31
ROTTA
Ferrari, Ítalíu, 3. okt. (AP)
Nokkrir bændur í nánd við
’ Ferrara á Norður-Ítalíu
| komu í dag að gríðarstórri
| og grimmri rottu, sem lokuð
l var inni í hænsnagirðingu.
’Reyndi rottan að brjótast út
I úr girðingunni, en lögreglu-
| þjóni, sem kom á vettvang,
, tókst að skjóta hana. Þegar
’ rottan var dauð, var slegið á
I hana máli. Mældist lengd
i hennar með skotti einn metri
LOg þrír sentimetrar, og þyngd
’ 8,2 kíló.
íhlutunin i Tékkóslóvakiu ,nauðsynleg
Herinn í Perú steypir
Belaunde af stóli
Stúdentar i átökum við hermenn
New York, 3 .október. AP.
ANDREI Gromyko, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, rétti Banda
rikjamönnum vinarhönd í dag og
sagði, að friðaráhugi Rússa og
sá ásetningur þeirra að verja
hagsmuni sósíalismans stönguð-
ust ekki á.
í ræðu, sem Gromyko hélt á
Allsherjarþinginu, sagði hann, að
íhlutunin í Tékkóslóvakíu hefði
verið nauðsynleg þar sera þróun
in þar hefði verið ógnun við
hinn sósíalistíska heim og hún
hefði ekki þurft að koma á óvart.
Sovétríkin telja nauðsynlegt, að
lýsa yfir því hér, að sósíalista-
ríkin geti ekki og muni ekki
sætta sig við ástand, sem spillir
mikilvægustu hagsmunum sósíal
ismans, sagði hann. Gromyko
sagði, að ef aðstöðu sósíalismans
í heiminum væri spillt, ykist
hættan á nýrri heimsstyrjöld.
Gromyko lýsti yfir því, að mik
ilvægustu vandamálin, sem við
væri að glíma í heiminum, væru
eftirlit með vígbúnaði og afvopn-
un og lagði áherzlu á nauðsyn
þess að viðræðum um þessi mál
væri haldið áfram. Við viljum
vináttu við þjóðir Norður-Am-
eríku, þar á meðal bandarísku
þjóðina, sem munu ávallt muna,
eins og við munum, hina sam-
eiginlegu baráttu gegn Hitler og
bera mikinn hluta ábyrgðarinn-
ar á varðveizlu - heimsfriðarins,
sagði hann.
Framh. á bls. 31
Lima, Perú, 3. október.
AP-NTB.
HERINN í Perú steypti Fern-
ando Belaunde Terry forseta
af stóli í morgun, aðeins 12
tímum eftir að hann hafði
myndað sjöundu stjórn sína
síðan hann komst til valda
fyrir fimm árum. Seinna
efndu stúdentar til óspekta
og til harðra átaka kom milli
stúdenta og hermanna á ýms
um stöðum í höfuðborginni
Lima.
Byltingin sjálf var gerð án
teljandi blóðsúthellinga. Her-
menn réðust inn í forsetahöllina
um kl. 2 að staðartíma og óku
með forsetann í jeppa til bæki-
stöðva hersins. Forsetinn veitti
viðnám og hrópaði: „Þið eruð
svikarar", þegar honum var
hrint upp í jeppann. Sjónarvott-
ar segja, að hann hafi verið ná-
fölur af rsiði.
Seinna var tilkynnt að Bela-
unde hefði verið fluttur flugleið
is til Buenos Aires, og kom hann
þangað um hádegi að staðartíma
í sérstakri flugvél, ásamt þrem-
ur ríkisstarfsmönnum. Utanrík
isráðherra Argentinu og sendi-
herra Perú í Buenos Aires tó ju
á móti Beiaunds á flugvellinum.
ÓEIRÐIR
í kvöld var opinberlega til-
Framh. á bls. 25