Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196« A- r> Skákmenn! Firmakeppni Skáksambands fslands (hraðskákmót) verður haldin í Skátaheimilinu að Grensásvegi 46 n.k. laugardag 5. okt. kL 2 e.h. Mætið stundvíslega! Stjórn Skáksambands íslands. íbúðir til sölu 4ra herbergja íbúðir við Jörvabakka 14 í Breiðholti 98 ferm. með sérþvottahúsi á hæðinni. — í kjallara eru föndurherbergi, sérgeymslur og sameiginlegt rými. fbúðimar eru selldar tilbúnar undir tréverk. Sam- eign frágengin og fullfrágengin lóð. Upplýsingar á byggingarstað virka daga frá kL 8—6 og í síma 35801 og 30836. MIÐÁS S.F. Unglingstelpa óskost til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími kl. 9—12 fyrir hádegi. Akranes Til sölu 4ra og 5 herb. íbúðarhæðir við Vallholt og víðar. 2ja herb. íbúð við Dei'Idartún. Einbýiishús víðsvegar imi bæinn. Upplýsingar gefur: HERMANN G. JÓNSSON, HDL., Vesiturgötu 113, Akranesi, sími 1890. Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra við- skiptavina vorra á því að vömr, sem liggja í vöm- geymsluhúsum vomm, eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum vöruskemdum og liggja því á ábyrgð vömeigenda. Hf. Eimskipafélag íslands Frá Háskóla íslands ÁRLEG SKRÁNING allra stúdenta Háskólans fer fram í fyrsta skipti á þessu hausti og stendur yfir frá 7. — 15. október. Skráningin nær til allra stúdenta Háskólans, amnarra en þeirra, sem voru skrásettir sem nýstúdentar á s.l. sumri, Við skráningu skulu stú- dentar afhenda Ijósmynd, að stærð 35 x 45 mm. Skráningargjald er kr. 1000.— I slagtogi með Púntila bðnda og Matta vinnumanni Leikararnir í hlutverkum sínum. Að ofan: Róbert Arnfisson (Púnt ila), Nína Tryggvadóttir (Sprútt- Emma), Ævar Kvaran (Prófast- urinn), Guðbjörg JÞorbjarnardótt ir (Símamærin), Bessi Bjarnason (Sendiráðsfulltrúinn), Valur Gíslason (Málafærslumaðurinn). Ljósm. Mbl. Kr. Ben. f kvöld frumsýnir Þjóðleikhús ið hið þekkta leikrit Bertolts Brecht, Púntila bóndi og Matti vinhumaður. Um 20 leikarar taka þátt í sýningunni. Aðalhlutverk ið, Púntila er leikið af Róbert Arnfinnssyni, Matti er Ieikinn af Erlingi Gíslasyni og Eva, dóttir Púntila, er leikin af Kristbjörgu Kjeld. Auk þeirra fara eftirtald ir leikarar með stór hlutverk í leiknum: Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Valur Gíslason Nína Sveinsdóttir, Sigríður Þorvalds- dóttir, Ævar Kvaran, Bríet Héð- insdóttir, Brynja Benediktsdóttir og fleiri. Þýðingin er gerð af Þorsteini Þorsteinssyni. Leikstjóri er Wolfgang Pint- zka frá Austur-Berlín og er einn af aðal leikstjórum við Al- þýðuleikhúsið þar. Pintzka vann lengi undir handleiðslu Brechts við leikhús hans Berliner Ens- emble og hefur sett mörg af leik- ritum hans á svið í heimalandi sínu og erlendis. Hefur m.a. sett Puntila á svið í Ábo í Finnlandi og víðar. Segja má að Wolfgang Pintzika gjör- þekki verk meistarans Brecht og er það mikill fengur að fá hann hingað til landsins til þess að vinna með leikurum Þjóðleikhúss ins. Aðstoðarleikari er Gísli Al- freðsson. Leikmyndir og búningsteikning ar eru gerðar af Manfred Grund en hann hefur verið samstarfs- maður Pintzka í s.l. 10 ár og hafa þeir á þessum árum unn- ið að mörgum Brechts sýningum saman. Manfred Grund kom til landsins fyrir tíu dögum og dvelst hér á landi fram yfir frumsýningu á Púntila. Puntila er annað leikritið eft- ir Brecht, sem þjóðleikhúsið tek ur til sýninga, en Mutter Cour- age, var sem kunnugt er sýnt á leiksviði Þjóðleikhússins leikárið 1965-1966, og Helga heitin Val- týsdóttir fór með aðalhlutverk- ið á ógleymanlegan hátt. Óhætt mun að fullyrða að fáir höfundar hafi vakið jafnóskipta athygli í leikhúsheiminum á þess ari öld eins og Bertholt Brecht. Og leikflokkur hans, Berliner En semble, hefur orðið frægur um víða veröld. Margar bækur hafa verið ritaðar um Brecht, verk hans og kenningar. Leikritið, Púntila bóndi og Matti vinnumaður, gerist í Finn- landi og fjallar eins og nafnið bendir til, um Púntila bónda og vinnumann hans Matta. Dóttirin Eva kemur þar einnig mikið við sögu. Þetta er gamanleikur í gróf um stíl með all-mörgum söngv- um. Carl Billich annast undirleik. Leikurinn er gamansamur út I gegn og fjallar um samskipti fólksins í kring um Púntila bónda og gósseiganda. Það er ekkert verið að mylja miðið í orðaskaki leiksins og gróft tal gusast fram í leikritinu annað veifið. Auðvitað flettast ástin all kyrfilega inn í leikinn, en þráðurinn er um Púntila bónda og Matta vinnumann. Þeir þekkjast lítt í upphafi leiksins Púntila bóndi og Matti vinnumaður, en þeir setjast á vinabekk þar sem Púntila hand- fjatlar glundrið, sem honum þyk ir gott og þeir hefja viðræður eins og maður við mann. Yfirdómarinn, félagi þeirra er dauður styttri dauðanum, og Matti og Puntila ræða um jarð- lífið, peninga og fleira og flask an gengur. Púntila vill eiga Matta, sem vin og við tökum brot af orða- skaki þeirra.: Púntila: Ég vildi geta verið ör uggur um að engin gjá sé lengur á milli okkar. Segðu að það sé engin gjá! Matti: Ég tek það sem skipun, herra Púntila, að það sé engin gjá! Leikstjórarnir, Wolfgang Pintzka, fyrir neðan og Gísli Alfrcðsson fyrir ofan. Púntila: Bróðir, þá er að snúa sér að peningahliðinni. Matti: Endilega. Púntila: En það er ófínt að tala um peniriga. Matti: Þá tölum við ekki um peninga. Púntila: Vitleysa. Því mér er Þóra Friðriiksdóttir (Stúlkan íapótekinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.