Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196«
Halldóra B. Björnsson
skáldkona — Minning
Djúpur aöknuður
eftir dýran vin
brennur lengi í blóði.
Hann er þér í heitu
hjarta fólginn,
þótt færi á veg með vindum.
Engi má síðan
auðan aeas
fylla þó framur sé.
Það þú finnur
þá fjarri er
syrgir þú annan sem áður.
Halldóra B. Bjömsson er horf-
in sjónum — farin á veg með
vindum, eins og hún sjálf orðaði
það fagurlega í saknaðarstefi
litlu, er hún færði mér sumar-
ið 1967 ásamt þýðingarkafla úr
frægu fornensku kvæði. Það er
hugfróun á upplausnartímum að
lesa slíkan vitnisburð um sam-
t
Móðir okkar
Ásdís Sigurgeirsdóttir,
Lindargötu 2, Siglufirði,
andaðist 2. október.
Helga Torfadóttir,
Ólafur Torfason.
t
Eiginmaður minn,
Wilhelm Vedder Emilsson
úrsmiður,
lézt 2. október.
Steinunn Kristinsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir
okkar,
Magnús Helgi
Kristjánsson
frá Isafirði,
andaðist að heimili sínu, Þing
hólsbraut 20, áðfaranótt 1. okt.
Bergþóra Þorbergsdóttir
og börn.
t
Konan mín,
Rannveig í. Runólfsdóttir
sem lézt 1. þ.m. verður jarð-
sungin frá Fóssvogskirkju,
þriðjudaginn 8. þ.m. kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkað, en
þeim sem vildu minnast henn-
ar er bent á Kristniboðið.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigurður Guðmundsson.
t
Útför mannsins míns og
bróður
Kristins Guðnasonar
frá Hafranesi
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 5. okt. kl.
10.30 f.h.
Una Guðmundsdóttir
Guðný Guðnadóttir.
hengið í óðlist og tungu vorri
allra helzt frá hendi aðila, sem
sjálfir hafa ekki hikað við að
leggja inn á nýjar brautir. Hinn
heiði blær Eddukvæðanna hef-
ur ekki hopað fyrir, heldur orð-
ið förunautur sólheitra vinda frá
skógum og auðnum Afríku.
Halldóra Beinteinsdóttir var
fædd að Litla-Botni á Hvalfjarð-
arströnd. Þar ólst hún upp í hópi
gáfaðra, ljóðelskra systkina sem
sum hver voru skáldmælt eins
og hún. Um tvítugsaldur fór hún
tvo vetur til náms á Hvítárvalla-
skóla. Dvölin á þeim merka stað
varð henni þroskvænleg og
áhrifarík. Þar kynntist hún er-
lendum skáldskap og ljóðlist og
batt ævarandi tryggð við þýzka
tungu.
Árið 1936 giftist hún Karli
Björnssyni frá Borgarnesi. Mann
sinn missti hún 1941. Þau
hjón eignuðust eina dóttur,
Þóru Elfu, er ung að aldri fet-
aði í fótspor móður sinnar og
gaf út ljóðabók, þótt ljóðagerð-
in hafi nú um sinn orðið að þoka
fyrir önnum húsmóður og móð-
t
Maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ólafur Jónsson,
Túngötu 47,
verður jarðsettur laugardag-
inn 5. okt. kl. 10.30 frá Dóm-
kirkjunni.
Jarþrúður Jónsdóttir
Vandamenn.
t
Eiginmaður minn, faðir og
tengdafaðir
Sigurður Sölvason
kaupmaður, Skagaströnd,
verður jarðsunginn frá Skaga
strandarkirkju laugardaginn
5. okt. kl. 2 e.h.
Margrét Konráðsdóttir,
börn og tengdaböm.
t
Faðir okkar og tengdafáðir
Hallmann Sigurður
Sigurðsson
frá Lambhúsum í Garði
verður jarðsettur frá Útskála
kirkju laugardaginn 5. okt.
kl. 1,30
Börn og tengdabörn.
t
Hjartanlega þökkum við öll-
um þeim sem sýndu okkur
samúð við andlát og jarðar-
för
Júlíusar Jónassonar
fyrrum vegaverkstjóra
frá Vífilsnesi.
Sérstakar þakkir færum vfð
séra Ágústi Sigurðssyni,
Vallanesi, fyrir hans kær-
leiksríku vinsemd. Guð
blessi ykkur öll.
Jónína Ásmnndsdóttir,
börn, tengdasynir
og barnabörn.
ur. Ég hygg að Halldóra hafi
talið það hina miklu gjöf lífs-
ins sér til handa að hafa eign-
azt og fóstrað upp þessa gáf-
uðu og mannvænlegu dóttur.
Kynni okkar Halldóru hófust
fyrir rúmum áratug í utanlands
ferð. Hún var þar eins konar
fararstjóri, en jafnframt skemmti
legur ferðafélagi, er átti til að
bregða á gáska, jafnvel fara
með glettnar haglega kveðnar
borgfirzkar stökur, jafnvel
rímur í hótelherbergi undir hlíð
um fjallsins Ararat um óttu-
skeið. Oft minntist hún dóttur
sinnar, er hún sá eitthvað það
er hugann hreif. Eina minn-
ing ber ofar öðrum úr þessu
ferðalagi: — fslenzk bóndadóttir,
klædd búningi móður og formóð
ur stendur fyrir gafli veizlu-
borðs í salarkynnum aldraðra
listamanna í borg Péturs mikla
— og segir fram vögguljóð Ler-
montoffs, með sinni grönnu fág
uðu rödd. Og þegar kemur að
öðru erindi kvæðisins hafa flest
ir viðstaddra tekið undir með
henni. — Svo vel hefur hún varð
veitt form og hrynjandi kvæðis-
ins að bilið milli fjarskyldra
tungna hverfur um stund.
Halldóra verður minnisstæð
þeim, er höfðu af henni náin
kynni. Hún var fjölþætt kona —
og hún var sönn dóttir sinna
borgfirzku heimahaga. Þar stóðu
ræturnar djúpt og treystust að-
eins við fjarvistir. Ógleymanleg
verður mér og fleirum leiðsaga
hennar um heimahéraðið fyrir
t
Innilegustu þakkir færum við
öllum þeim er sýndu okkur
vináttu og samúð við andlát
og jarðarför föður okkar
Einars Þorsteinssonar
Hallskoti.
Böm, tengdaböm
og barnaböm.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda vináttu og samú'ð við
andlát og jarðarför
Sigríðar Zoega,
ljósmyndara.
Sérstaklega þökkum við
læknum og hjúkrunarliði
Borgarspítalans fyrir frá-
bæra umönnun og hjúkrun.
Bryndís Jónsdóttir,
Snæbjöm Jónasson og böm,
Steinunn Thorsteinsson.
tveimur vorum. Allt var þar lif-
andi, Ijóst og hugumkært land-
ið, sagan og fólkið — jafnvel á-
lagablettirnir.
Hún var vissulega fjölþætt kona
í senn heimsborgari og þjóðleg
í lífsviðhorfi. Þetta tvennt skóp
henni heldur engan lífsvanda, að
ég hygg. Henni var jafneðlilegt
að fást við ljóðaþýðingar af-
rískra skálda, kynna tékknesk
ævintýr og spinna fínan þráð
úr handkembdri ull af borgfirzk
um ásauðum. Þrátt fyrir marg-
þætt áhugasvið var einbeiting og
þolgæði einkenni hennar sem
listakonu. Og aldrei hygg ég
þetta kæmi skýrar fram en á
síðasta æviárinu þegar hún þrot-
in heilsu glímdi við þrekvirki
er margur fullhraustur hefði frá
horfið.
Að endingu vil ég votta minni
látnu vinkonu þakkir fyrir lær-
dómsrík kynni og vináttu og
dóttur hennar og ættingjum hlut
tekningu.
Amheiður Sigurðardóttir.
Valgerður Júlía Þórs
Ingvadóttir - Minning
Fædd 1. júlí 1951.
Dáin 11. sept. 1968.
ELSKU Vallý mín. Mig langar
til að skrifa þér nokkrar fátæk-
ar línur í kveðjuskyni. Ég átti
því láni að fagna, að kynnast
þér í sumar sem lefð, er við
unnum saman í Bæjarútgerð-
inni. Þú og Kristey voruð að
safna fyrir Englandsförinni
ykkar. Við vorum alltaf fjórar
saman. Og betri kunningjahóp
hefði ég ekki getað kosið mér,
á meðan á heimsókn minni stóð.
Þess vegna á ég mjög erfitt með
að trúa því, að þú, þú sem allt-
af varst glöð og ánægð, og hélzt
uppi hópnum með gláðværð
þinni, sért horfin okkur sjón-
um. En þú munt lifa áfram,
elsku Vallý mín, þú munt lifa
í huga okkar allra, sem þekkt-
um þig. Þá vinsemd, glaðværð
og ánægjustundir sem þú gafst
okkur, því gleymum við aldrei.
Vil ég því þakka þér elsku
Vallý mín, fyrir ógleymanlegt
sumar og fyrir allar þær gleði-
og ánægjustundir, sem við átt-
um saman. Foreldrum þínum,
systkinum og öllum ættingjum,
vil ég votta mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Einnig okkar sam-
eiginlegum vinum, Kristey Jóns-
dóttur og Sævari Jóhannessyni.
Guð blessi minningu þína,
Vallý mín.
Þín vinkona,
Vilhelmína Ragnarsdóttir
Svíþjóð.
Stjórnarfundur Húseigendn-
snmbnnds Norðurlnndn
SUNNUDAGINN 29. september
sl. var haldinn í Kaupmannahöfn
fundur í stjórn Húseigendasam-
bands Norðurlanda. Af íslands
hálfu sóttu fundinn Páll S. Páls-
son hæstaréttarlögmaður formað
ur Húseigendasambands íslands
og Jón Hjaltason hæstaréttarlög-
maður frá Vestmannaeyjum.
Höfuðverkefni fundarins var
að skipuleggja þing, sem halda
skal í Danmörku á vori komanda
með fulltrúum frá húseigenda-
samtoöndum allra fimm Norður-
landanna.
Samþykkt var að þing þetta
skyldi haldið í Kaupmannahöfn
15. og 16. júní 1969 og skyldi
fyrri daginn á lokuðum fundi
fulltrúanna tekið fyrir umræðu-
efnið: Réttarstaða fasteigna í nú-
tíma þjóðfélagi. Danmörk mun
l&ggja til málshefjanda en síðan
er gert ráð fyrir 15 til 20 mín-
útna erindi frá hverju hinna
Norðurlandanna. Þarna verður
rætt um réttarlega og fjárhags-
lega stöðu fasteigna sem slíkra
og aðstöðu húseigandans frá ýms
um hliðum séð.
Fyrirhugað er að 16. júní
verði framhaldsumræður á opn-
um fundi fyrir fréttamenn sjón-
varps og blaða og þar muni hús-
næðismálaráðherra Dana flytja
ávarp og taka þátt í umræðum.
Ákveðið var að næsta sameig-
inlegt mót norrænu húseigenda-
félaganna yrði háð í Reýkjavík
árið 1971.
í upphafi stjórnarfundar Hús-
eigendasambands Norðurlanda
hélt formaður danska sambands-
ins E. Udsen ræðu, þar sem hann
bauð velkomna gesti fundarins,
sem voru auk hinna norrænu
gesta, Aage Hastrup húsnæðis-
málaráðherra, og sérfræðingax
stjórnmálaflokkanna í húsnæðis-
málum, en þrír þeirra voru
þarna mættir. Að því loknu
ræddi formaður ýtarlega um
markmið og starf sambandsins,
sem nú telur 65 þúsund félags-
menn. Eftir ræðunni að dæma
virðist danska sambandið mjög
hafa breytt um starfshætti síðast
liðin ár með því að áður voru
fundir lokaðir og lítil upplýs-
ingastarfsemi eða áróðurstarf-
semi út á við en nú hefur þetta
breytzt og dagblöð, útvarp og
sjónvarp birta mikið fréttaefni
sem varðar störf og stefmu
danska húseigendasambandsins,
sem einnig hefur í undirbúnimgi
að gefa út blað. Dönsku húsa-
leigulögin eru forystumönnum
sambandsins mikill þyrnir í aug-
um. Og að öðru leyti snerist
ræða formannsins mjög um ým-
is atriði í löggjöfinni sem breyta
þyrfti. svo sem skattalöggjöf, svo
að hag húseigenda yrði betur
borgið.
Fulltrúum íslands var á allan
hátt sómi sýndur af forystu-
mönnum danska sambandsins
svo og hinna Norðurlandanna.
Beztu kveðjur og þakkir til
allra þeirra er sýndu mér vin
semd á 80 ára afmæli mínu.
Sigurjón Jónsson
frá Djúpadal.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um þeim, sem sýndu mér vin-
arhug á níræðisafmæli mínu
hinn 19. september sl.
Oddrún Sigurðardóttir
Miklubraut 50.