Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196B Áhugaleysi ríkti á velli og á áhorfandapöllunum í fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í handknatteik ReykjavíkurmeistaramótiS í handknattleik hófst í fyrrakvöld með þremur leikjum í meistara- flokki karla. Allir leikirnir áttu það sameiginlegt að vera tilþrifa litlir og bera þess ljósan vott að keppnistímabilið er að hefjast. Svo virðist sem bæði leikmenn og áhorfendur hafi takmarkaðan áhuga á mótinu, en í gærkvöldi voru sárafáir áhorfendur. saman við áhugaleyisi var ekki von á góðu. Beztu menn í liði Þróttar voru Guðmundur Gúst- afsson markvörður og Sigurður Pétursson, en hjá Víkingi væri helzt að tilnefna Jón Hjaltalín og Þórarin. ÍR—ÁRMANN 15—12. ÍR-ingar tóku mikla forustu í byrjun leiksins en á síðustu mín útum fyrri hálfleiks, náði Ár- mann nokkuð góðum leikkafla og tókst að jafna metin, þannið, að í hálfleik -stóðu leikar 8—7 fyrir ÍR. Hið sama endurtók sig í síð ari hálfleik, en þá skoruðu ÍR- ingar 7 mörk í röð, en síðan Ár- mann 4 síðustu mörkin. ÍR-liðið er mjög skemmtilegt og var ó- heppið að vinna ekki þennan leik með meiri mun. Beztu menn liðsins voru Brynj óifur og Ágúst. Ármannsliðið virðist fremur þungt og æfingar- lítið, en á vafalaust eftir að koma Framli. á IUs. 25 Það virðist gróflega stjakað við Ellert er fyrra mark fyrra hálf leiks er skorað. Þróttur — Víkingur 12-11. Leikur Þróttar og Víkings var ailan tímann mjög jafn. Sjaldan munaði nema einu marki. Fram an af höfðu Víkingar frumkvæð- ið, en það snérist við í síðari hálfleik, en þá höfðu Þróttarar yfirleitt forustu. í hálfleik var staðan 6 — 4 fyrir Þrótt. Segja má að sigur Þróttar hafi komið nokkuð á óvænt og er ekki ólíklegt að þeir nái því marki að leika í 1. deild að ári. Annars voru Víkingar óheppnir i þessum leik, og þegar það fór jBenfica situr hjá )— og fer án Ikeppni i 3. umferðj BENFICA, meistaralið Portú- \ 1 gals, sem vann Valsmenn með | I 8:1 á nú öruggt sæti í 3. um-1 ) ferð keppninnar um Evrópu- i bikarinn — eða 8 liða úrslita ] Jkeppni. í gær var dregið um I I það, hvaða lið leika saman í | 12. umferð. Verða leikirnir þar , ,6 milli 12 liða en tvö lið sitja' ’ h já og komast án keppni í { 13. umferð. En þetta stafar af. )því, að þjóðirnar sem innrás' | gerðu í Tékkóslóvakíu drógu * [ sig til baka frá þátttöku í | i keppninni. Dregið var í Genf (aðal-, i skrifstofum Evrópusambands- ’ ; ins) í gær og úrslit urðu þessi: | Keppni meistaraliða: j AEK, Aþenu — AB, Kaup- mannahöfn 1 Ajax, Amsterdam — Fener-) bache, Istanbul | Real Madrid — Rapid Vínar) borg 1 Spartak Trnava — Reipas, Finnlandi | Manc. Utd. J Anderlecht, Belgiu f Glasgow Celtic — Zvezda, Júgóslavíu ) AC Milan og Benfica sitja hjá.' ’ Bikarmeistarar: Austurrísku meistararnir eða | )Ado Haag Hollandi mætir FC , l Köln. ’ Dunfermline — Olympiakos ) Freja Randers — Sliema, Möltu Lyn Noregi — Nörrköping Oporto, Portúgal — Slovan Bratislava Dynamo Bukaresti — West Bromwich AC Torino og Barcelona sitja | hjá. Viðtal við Einar Sœmundsson form. KR: LEIKIR KR 0G 0LYMPIAK0S VORU JAFNIR 0G SKEMMTILEGIR Dómararnir dœmigerðir ,,heimadómarar4 FYRIR skömmu átti Mbl. viðtal við Einar Sæmundsson formann KR, sem var einn af fararstjór- um liðsins er fór til Grikklands og keppti þar við gríska meistara liðið Olympiakos í Evrópu- keppni bikarmeistara. Sem kunn ugt er sömdu KR-ingar við Grikkina um að báðir leikimir færu fram úti, gegn því að Grikk irnir greiddu fyrir þá ferðakostn að báðar leiðir og uppihald í Grikklandi. — Við fórum utan 17. sept. og héldum þá fyrst til London, sagði Einar, — en flugum síðan þaðan beint til Aþenu. í hópn- um voru 16 leikmenn, Peiffer þjálfari og þrír fararstjórar sem voru auk mín, þeir Sigurgeir Guðmannsson og Haraldur Gísla son. — Fyrri leikurinn fór fram í Pyrus, hafnarborg Aþenu, föstu daginn 20. sept. Aðstæðurnar voru fremur óhagstæðar fyrir okkur. Hitinn var 30-35 stig og völlurinn mjög harður, þar sem ekki hafði komið dropi úr lofti þarna síðan 15. ágúst. Við vor- um hins vegar ,ekki svo forsjál- ir að hafa með okkur malarskó, sem hefðu átt miklu betur við. Áhorfendur að leiknum voru um 25 þúsund. — Leikurinn var nokkuð jafn. Við áttum þó miklu meira í fyrri hálfleik og áltti þá t.d Eyleifur hörkuskot í þverslá og ennfremur vörðu Grikkirnir á línu. Á síðustu sek. hálMeiksins var tekið horn á KR og upp úr því skoruðu Olympiakos, á þann hátt að einn sóknarleikmaður þeirra notaði öxlina á Ellert er hann stökk upp til að skalla. í síðari hálfleik sóttu Grikkirnir svo heldur meira og skoruðu annað mark úr hornspyrnu þeg ar leiktíminn var úti. Vorum við mjög óánægðir með það mark, þar sem við höldum að boltinn hefði aldrei farið út fyrir enda- mörk þegar hornspyrnan var dæmd. — Síðari leikurinn fór svo fram í Saloniki að viðstöddum um 15 þúsund áhorfendum. f.R.-ingar sækja að marki Ármanns í fyrrakvöld. Þarna var svalara í veðri en völl urinn var jafnvel ennþá harð- ari. Sá leikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri. Bæði liðin áttu þó hættuleig tækifæri, en KR-ingar höfðu ekki heppn- ina með sér og náðu engu út úr þeim, en Olympiakos skoraði hins vegar tvö mörk. — Olympiakos ,er afvinnu- mannalið og mjög vinsælt í Grikklandi. Leikmennirnir voru greinilega í mjög góðri þjálfun og virtust leggja mikið upp úr stuttu spili og að leika á and- stæðinga sína. KR-ingar allir börðust mjög vel, og gáfu þeim lítið eftir. Ef nefna ætti einstaka leikmenn, átti Ellert Schram mjög góðan leik og var það mál ma-nna að í fyrri leiknum hefði hann verið bezti maður vallar- ins. Þá sýndi Gunnar Felixson mikinn baráttuhug. Við urðum íyrir því óhappi snemma í fyrri leiknum að Þórólfur Beck nef- brotnaði og varð hann að fara út af. Hann byrjaði reyndar að- eins í síðari leiknum, en varð snemma að hverfa af leikvelli. — Dómaratríóið var búlgarskt og voru þeir sannkallaðir heima dómarar — dæmdu eins og þeir töldu að félli í jarðveg hjá áhorf endum. — Móttökur Grikkjanna voru mjög góðar og ferðin ánægjuleg. Þrátt fyrir að við töpuðum báð- um leikjunum, held ég að segja megi að íslenzk knattspyrna hafi í engu sett niður í þessari ferð, sagði Einar Sæmundsson að lokum. — stjl. Hún fær manninn meö NorBmenn önduðu léttar og hafa veika von um verðlaun ALLIR sem fylgjast með Norð- urlandamótinu í þrautum karla og kvenna hér í sumar, muna eftir norska sigurvegaranum í fimmtarþraut kvenna, Berit Berthelsen. Hún hefur náð mjög góðum árangri og er meðal ann- ars meðal fremstu langstökkvara heims í röðum kvenna. Um tíma var óvíst hvort hún færi til keppni í Mexiko, því þangað sagðist hún ekki fara nema maður hennar og þjálfari færi líka. Hún fékk ósk sína uppfyllta. Hann var að vísu ekki tilnefnd- ur sem leiðtogi eða þjálfari, en för hans var „bjargað“ á annan hátt og OL-nefndin norska lotf- aði aðstoð við að útvega honum húsnæði og aðra aðstoð. Norðmenn önduðu léttar, því Berit Berthelsen er stærsta von þeirra um verðlaun á þessum leikum, eða jafnvel að hljóta stig í hinni óopinberu stiga- keppni. Bændatfiíma CB í ffoJfí á lauffardaff „Bændaglíma“ verður síðasta stóra keppnin á golfvelli Golf- klúbbs Reykjavíkur, en með henni lýkur sumarstarfinu hjá klúbbnum. Keppnin hefst kl. 1.30 á laugardaginn en keppnin hefst samtímis á öllum teigunum 12 sem á er keppt. Að lokinni keppni eða um kl. 19.30 hefst hóf í skálanum fyrir kylfinga og konur þeirra. Þátttöku í „bændaglímunni“ ber að tilkynna til bændanna, Kristins Hallssonar í síma 32444 og Lárusar Arnórssonar sími 13678 fyrir föstudagskvöld. „Bændaglímur“ Golfklúbbsins hafa ætíð verið skemmtilegar enda létt yfir mönnum á slíkri hópkeppni þó alvaran búi undir niðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.