Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1966 25 - PERXJ Framhald af bls. 1 kynnt, að Juan Velasco, hershöfð ingi, yfirmaður herafla Perú, hefði verið skipaður forsætisráð herra hyltingarstjórnarinnar. Óstaðfestar fréttir herma, að yf- irmaður landhers og sjóhers hafi verið leystir frá störfum og sett- ir í stofufangelsi. Aðrar fréttir herma, að einn áhrifamesti stjórnmálamaður Perú, Manuel Ulloa, hafi raðgazt við fyrrver- andi ráðherra í þeirri von að skipuleggja andspyrnu bylting- unni. Talið hefur verið, að Ulloa verði í framboði í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Allt var með kyrrum kjörum á götum Lima í morgun þegar borgarbúar vöknuðu og komust að raun um að herinn hefði tek ið völdin, en seinna efndu stúd- entar til mótmælaaðgerða, veltu bílum og kveiktu í þeim og dreifðu flugmiðum, þar sem byltingin var fordæmd. Bryn- varðir bílar eru á verði við stjórn arbygginguna og á hernaðarlega mikilvægum stöðum í borginni. Orðrómur er á kreiki um, að stúdentar hyggist gera bensín- sprengjuárás á forsetahöllina, og liðsauki hefur verið sendur til borgarinnar frá nálægum her- búðum. DEILA UM OLÍUSAMNING. Byltingin kom ekki á óvart, þar sem Belaunde hefur valdið jafnvel eindregnustu stuðnings mönnum sínum vonbrigðum og komið hefur í ljós á undanförn- um vikum, að bylting væri óum- flýjanleg. Hins vegar kom á óvart að byitingin var gerð nú en ekki síðar. í>rálátur orðróm- ur hefur verið á kreiki um, að herinn, tæki völdin eftir fyrir hugaða heimsókn frú Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, sem var væntanleg um helgina. Byltingin á rót sína að rekja til þess, að nýlega var undirrit- aður nýr samningur við olíu- félagið Internationa'l Petroleum Corporation, dótturféiag Stand- ard Oil félagsins í New Jersey. Andstæðingar Belaundes segja að hagsmuna Perús hafi ekki verið gætt sem skyldi í samningn um, og fyrrverandi forstjóri Olíu félags Perú hélt þvi fram, að síð- asta blaðsíða olíusamningsins hefði glatazt. Hann sagði, að á þessari síðu hefði verið kveðið á um tryggingu fyrir dollara- igreiðslum, sem væru óháðar breytingum á gjaldmiðli Perú. f>essi deila leiddi til klofnings 1 flokki Belaundes og varð að lokum til þess að Osvaldo Her- celles forsætisráðherra og stjórn hans báðust lausnar á þriðjudaginn. Fréttaritari Reut- ers segir það hald manna í Lima, að íhaldsmenn standi á bak við byltinguna í dag, enda hefur Belaunda verið í hópi fárra framfarasinn. aðra þjóðarleiðtoga í Suður-Am- eríku. Belaunde var meðal ann- ars gagnrýndur fyrir að þjóðnýta mannvirki International Petrole- um Corporations í ágúst. MANNRÉTTINDI AFNUMIN Eftir byltinguna gaf herinn út nokkrar tilkynningar í nafni bylt ingarstjórnarinnar, og í fyrstu tilkynningunni sagði, að herafl- inn hefði tekið öll völd í landinu í sínar hendur, að einstaiklings- frelsi hefði verið afnumið, að all ar tilraunir til að trufla lög og reglur yrðu brotnar á bak aftur og að heraflinn ábyrgðist eðlilega þróun í öllum landshlutum. í annarri tilkynningu sagði, að voldug öfl heiima og erlendis hefðu unnið saman að því, að ná undirtökunum í stjórnmálum og efnahagslifi landsins til þess að Skara eld að sinni köku. Þjóðfé- lags- og efnahagskerfið tryggir forréttindi fárra, en fjöldanum er haldið niðri á ómannúðlegan hátt, sagði í tilkynningunni. Útvarpsstöð í Lima ,sem nú kallast „Útvarps hersins", sagði að byltingarstjómin mundi virða alla alþjóðasamninga, sem Perú væri aðili að. Allt bendir til þess að fyrirhugaðri heimsókn frú Ind iru Gandhi, forsætisráðherra Ind lands, verði frestað. - MEXIKO Framhald af bls. 1 skyndilega skotið f jórum blys-um yfir torgið, og lögðu margir stúd entanna þá á flótta, en um leið birtist hermaður, sem kom fyrir horn á kirkju einni við torgið. Þegar hermaðurinn birtist kvað við skothvellur, og er talið að leyniskytta hafi reynt að hæfa heirmanninn. Varð torgið á skammri stundu eins og vígvöll- ur eftir þetta atvik, því bæði stúdentar, lögregla og hermenn gripu til vopna. Segja fréttamenn AP, sem voru staddir á torginu, að fjöldi manna hafi fallið strax í upphafi, sumir látniir, en flestir særðir. Einn fréttamannanna sá tvo borgara drepna við utanríkis ráðuneytið og tíu særða. Stóðu mennirnir við húsvegginn og höfðu rétt henduir upp fyrir höf- uð, en hermenn umkringdu þá. Telur fréttamaðurinn að leyni- skytta hafi skotið á mennina úr glugga í nálægu fjölbýlishúsi. Eftir fyrstu átökin tvístraðist mannfjöldinn, og bar þá mest á þjónustu og með aðstoð hersins hófst leit að leyniskyttunum, sem földust í fjölbýlishúsunum og létu skotum rigna yfir fótgang endur á götunum. Tókst að mestu að koma á friði undir morgun. Ekki var friðurinn tryggur, því í dag kom víða til árekstra í Mexíkóborg milli stúdenta og lög reglu. Meðal annars réðst hópur stúdenta að tveimur rafknúnum sporvögnum hjá Aztec-leikvang inum, þar sem knattspyrnu- keppni Olympíuleikanna fer fram. Kveiktu stúdentarnir á vögnunum, og tók það slökkvilið og lögreglu á annan tíma að álökkva eldinn, sem olli miklum umferðartruflunum. Avery Brungade forseti al- þjóða Olympíunefndarinnar boð- aði framkvæmdaráð I.O.C. til fundar síðdegis í dag, og stóð fundurinn í hálfa aðra kluikku- stund. Að fundinum loknum sagði Brundage aðeins: „Við höfum dkkert að segja eins og er. Við bíðum eftir frekari upplýsingum. Það eru svo margar sögusagnir á ferðinni, og fregnum ber alls ekki saman. Þess vegna verðum við að fá staðfestar fréttir af at- burðunum áður en við tökum ákvarðanir." Vegna óeirðanna hafa brezku íþráttamenniirnir, sem komnir eru til Mexíkóborgar til að taka þátt í leikunum, fengið fyrirmælj um að fará ékki út fyrir „Olym- píuþorpið“ þar sem þeir búa. Sama er að segja um þátttak- endur frá Ástralíu, en bandarísk- ir og sovézkir íþróttamenn í Mexí kóborg eru enn frjálsir ferða sinna. KLUBBURINN BLÓMASALUR: Heiðursmenn SÖNGVARI: Þórir Baldursson ÍTALSKI SALUR: R010 TRIOIB leikur Matur framreiddur frá kl. 8 e.h. Borðpantanir í síma 35355. OPIÐ TIL KL. 1. TJARNARBÚÐ - HANDBOLTI Framhald at bls. 30 til. Bezti maður liðsins var Ragn ar en Rúnar átti einnig allgóðan leik og er vaxandi leikmaður. VALUR — KR 1G:9 Eftir góða frammistöðu KR í hraðkeppnismóti Fram á dögun- um og slakan leik Vals í sama móti, átti maður von á því að KR-ingar mundu sigra í þessum leik. En Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og höfðu ör- ugga forustu frá upphafi til enda. I hálfleik var staðan 9:6. Vöm Vals var mjög góð í þessum leik og þeir menn sem nú eru að hefja leik með liðinu eru mjög efnilegir. Beztu menn Vals voru Ólafur og Ágúst, svo og Bergur sem sýndi sitt venjulega öryggi í vítaköstum. I KR-liðinu har mest á Karli og Hilmari og enn- fremur átti Ámi allgóðan leik. ! DANSAÐ TIL KL TJARNARBÚÐ ýv>* 3V-* 3V>* 5V> ' 5v, ’ 5V>' ÓV>'5V^'5VV ÓV>' 3V> nm<íi 5A4A 4 SULNASALUR, HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASOIMAR skemmtir. Hermann Ragnar kynnir veitrardagskrá sína. m.a. ★ Rumba — Cha-cha- cha — Pasa Doble. Á Nýjasti dansinn „Boccoloo“. ★ Jive ★ Charleston frá 1927. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Dansað til kl. 1. NÝTT ÞRASTAR- NÝTT D sófasett með DACRON dún- D A púðum — Kynnið ykkur gæði A C og fjægindi — Úrval sófasetta C R - KOMIÐ OG SJÁIÐ - R O — Hvað er DACRON-dúnn? — O N HIMOTAIM N - DÚNN ÞÓRSGÖTU 1 — SÍMI 20820. - DÚNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.