Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968
NÝTT FORM Á NÁMSKEIÐUM KENNARA
Kennaranámskeið skipulagt r samráði við Kennslutœkni —
Fylgzt með námskeiði í Leirárskóla, sem var mjög
fjölbreytt og vel skipulagt
UM síðustu helgi var
haldið námskeið í Leirár-
skóla í Borgarfirði fyrir
kennara á Mið-Vestur-
landi. Á námskeiðum
þessum, sem haldin eru
árlega eru tekin fyrir hin
ýmsu vandamál er varða
kennsluna í barna- og
unglingaskólum.
Við fórum í Leirárskóla
og fylgdumst með nám-
skeiðina, sem var einstak
lega vel skipulagt og
nýstárlegt. Skólastjóri
Leirárskóla, Sigurður R.
Guðmundsson stjórnaði
námskeiðinu. Þátttakend
ur voru um 60 og var
þeim skipt niður í 5
vinnuhópa, sem hver um
sig vann vissan tíma við
þá 5 málaflokka, sem
teknir voru fyrir. Nám-
skeiðið var skipulagt í
samráði við félagið
Kennslutækni, sem er fé-
lag áhugmanna um alla
hagærðingu í kennslu og
voru flestir leiðbeinendur
á námskeiðinu frá því fé-
lagi. Flokkarnir, sem
teknir voru fyrir, voru:
Meðferð og möguleikar
myndvarpa, en þar stjórn
aði Rúnar Brynjólfsson,
yfirkennari í Öldutúns-
skóla, meðferð og mögu-
leikar fjölrita, undir
stjórn Sölva Sigurðs-
sonar fulltrúa á Fræðslu
skrifstofu Reykja-
víkur, meðferð og mögu-
leikar mynda, undir
stjórn Jóns Freys Þórar-
inssonar yfirkennara í
Laugarnesskóla, starf-
ræn vinnubrögð undir
stjórn Sigurþórs Þorgils-
sonar kennara í Miðbæjar
skólanum og umræður
um skólamál, sem Ásgeir
Guðmundsson yfirkenn-
ari í Hlíðarskólanum
stjórnaði.
Námskeiðið stóð yfir frá föstu
dagseftirmiðdegi og fram á
seinni hluta sunnudags, og var
skipulagning dagskrár, sem fyrr
segir, einstaklega góð. Á skipt-
ust umræðutímar, kennslutímar,
erindi, meðferð kennslutækja og
ekki voru íþróttirnar látnar af-
skiptar, því að háð var ein alls-
herjar íþróttakeppni, þar sem lið
börðust af mikilli hörku. Aðal-
keppni íþróttamótsins var reynd
ar á milli úrvalsliðs skólastjóra
annars vegar og leiðbeinenda hins
vegar. Blaðamanninum var skip
að í lið leiðbeinenda, sem skipu-
lögðu leikinn mjög vandlega fyr-
irfram. Skólastjórar gengu hins
vegar galvaskir til leiks án
þess að undirbúa sóknar og
varnar leikaðferðir, enda fór
svo að leiðbeinendur sigruðu
glæsilega í hinum skemmtilega
íþróttasal skólans.
Það var fjör í mannskapnum á
þessu námskeiði og það tvinnað-
ist skemmtilega saman gaman og
Þórleifur Bjarnason
námstjóri.
alvara. Menn unnu af kappi, þeg
ar sú röndin var á dagskránni,
en svo var brugðið á leik á milli.
Á laugardagskvöldið var kvöld
vaka þar sem hver flokkur sá
um ákveðinn fjölda skemmtiat-
riða og höfðu allir hina beztu
skemmtun af.
Námskeiðsform þetta er nýj-
ung hérlendis og reyndist það
mjög vel, svo vel, að segja má
að það hafi verið til fyrirmynd-
ar í samstarfi skóla og kennara
og er vonandi að ekki líði á
löngu þar til slík námskeið verða
haldin víða um land. Þarna var
lögð áherzla á að kanna aukna
möguleika í félagsstarfi, kanna
Áut kennarana á tilhögun hinna
ýmsu kennslugreina, kanna
| aukna hagræðingu í kennslu
með kennslutækjum og síðast en
ekki sízt það, að kennarar gátu
borið saman bækur sínar og^rætt
vandamá'lin og samræmt 'ausn
þeirra. Þarna var kastað fyrir
róða þeirri tilhögun, sem hefur
verið allt of ríkjandi í skólamál
um þjóðarinnar, að hver og einn
hefur verið að pukrast með sína
aðferð í sínu horni.
Ásgeir Guðmundsson
yfirkennari.
Námskeið þetta sýndi almenn
an áhuga kennara á Mið-Vestur-
landi fyrir starfi sínu og vilja
þeirra til þess að notfæra sér í
starfi það sem hagkvæmt þykir
af nýjungum og mismunandi hug
myndum.
Við gengum á milli flokkanna
5 sem hver um sig var í sér-
stakri kennslustofu með viðeig-
andi útbúnaði og fylgdumst með
því sem verið var að vinna með.
Skólastjórarnir voru sér í hóp.
en í öðrum hópum voru fulltrú-
ar frá sem flestum skólum til
þess að mismunandi aðstæður og
sjónarmið kæmu sem bezt fram.
Auðveldara skólastarf
Við tókum tali Sigurð R. Guð
mundsson skólastjóra Leirár-
skóla og ræddum við hann um
fyrirkomulag námskeiðsins.
„Undanfarin ár“, sagði Sigurð
ur, “ hefur þetta verið þannig
að skólarnir hafa séð um nám-
skeiðin til skiptis á félagssvæð-
inu, sem nær frá Hvalfjarðar-
botni og vestur á Barðaströnd.
Á mámskeiðunum hefur verið
lögð áherzta á að sameina
fræðslu, kynningu og félagsstarf
semi kennara og skóla. Jafn-
framt þessu hefur Kennarafélag
Mið-Vesturlands haldið aðal-
fund sinn“.
Sigurþór Þorgilsson stjómaffi starfrænni kennslu og þótti kennurum mjög mikill akkur í aff
vinna kennsluáætlanir á þann hátt, sem Sigurþór sýndi. Á myndinni sjást kennarar vinna aff
skipulagningu starfrænna vinnubragffa. Ljósmynd. Mbl. Ámi Johnsen.
Skólastjórahópurinn kannar þarna möguleika á notkun mynda
í kennslu. Leiðbeinandinn, Jón Freyr Þórarinsson er fyrir
miffju.
— Nú hafið þið tekið upp all-
víðtækt form á námskeiðinu.
— Að þessu sinni hefur nám-
skeiðið verið sett upp með
nokkru öðru sniði, en undanfar-
ið. Þátttakendum, sem eru 60 að
þessu sinni, er skipt niður í 5
flokka, sem hafa hver um sig
ákveðið viðfangsefni. Hver
flokkur mun vinna 2 klukku-
stundir við hvert verkefni. und-
ir stjórn kunnáttumanna, sem
flestir eru úr félaginu Kennslu
tækni. Niðurröðun í hópana verð
ur þannig, að allir skólastjórar-
nir eru í sér hóp og eru verk-
efnin unnin með tilliti til þess,
en í öðrum hópum er reynt að
hafa fulltrúa frá sem flestum
skólum, svo að mismunandi að-
stæður og sjónarmið komi sem
bezt fram.
Af verkefnum sem eru tekin
fyrir í umræðum um skólamál
má nefna:, samband heimila og
skó'la, einkunnir og próf, aga-
vanidamál, niðurröðun í bekki,
tilfærslur milli bekkja, samband
kennara og skólastjóra, fræðslu
held, að sá háttur í skólahald-
inu sé alveg ómetanlegur. Þá má
nefna að skólanir hafa skipti-
heimsóknir á milli bekkja og
einnig er samvinna um skíða-
skóla á veturna fyrir börnin.
Við byrjuðum s.l. vetur með slík
an skóla í Fornahvammi við ágæt
ar aðstæður. Þar fengu 12-14
ára börn 5 daga skíðaleyfi, en
alls var skíðaskólinn starfrækt-
ur í einn mánuð. Jafnframt
skíðakennslu fóru svo fram 2-3
bóklegar kennglustundir á degi
hverjum og á kvöldin voru kvöld
vökur með leikjum, söng dansi
og sitthverju fleiru.
— Eru ekki námskeið sem
þessi mjög nauðsynleg fyrir
skólahaldið?
— Ef slíkum námskeiðum væri
komið á víða um land og kenn-
arar gætu með því móti kynnst
nýjumgum í kennslutækni og
kennslutækjum, jafnframt því
að kynnast persónulega og
vinnubrögðum hvers annars, þá
yrði margt auðveldara í hinu al-
menna skólastarfi.
Rúnar Brynjólfsson sýnir þarna meffferff myndvarpa.
skrifstofa í héraðinu, samband
skólanna innbyrðis og skóla-
stjórn almennt.
Þá mun Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi flytja erindi hér
á námskeiðinu, sem hann nefnir
„Hreyfing og áreynsla".
— Eruð þið ánægðir með þátt
tökuna?
— Já, þátttakan er mjög al-
menn og góð og áhuginn fyrir
nýjungum og könnun á því
sviði er mjög almenn.
Við skipuleggjum námskeiðið í
mjög fjölbreyttu formi og það
er létt og rúrnt í allri skipulagn
ingunni, þó að hún sé ströng.
— Er góð samvinna á milli
heimavistarskólanna á Vestur-
landssvæðinu?
— Já, þeir vinna mjög vel
saman og t.d. hittast skólastjór-
ar þeirra mánaðarlega og bera
saman ráð sín og reynslu og ég
, ,Fræðsluskrif stof a
á að vera í hverju
kjördæmi“
Viff ræddum einnig viff Þór-
leif Bjarnason námsstjóra fyrir
Vesturland, en því embætti hef-
ur hann gegnt tæpa tvo áratugi:
— Hvernig samræmið þið
námsstjórarnir aðgerðir ykkar í
öllum landsfjórðungum?
— Við höfum haft fundi og
við tölum saman reglulega. Það
er starfandi námsstjórafélag hér
lendis með einn mann frá hverj-
um landsfjórðungi, en í náms-
stjórafélaginu hafa einnig verið
starfandi námsstjórar í einstök-
um greinum. Þannig hefur þetta
verið að námsstjórar starfa sam-
an, en undir stjórn fræðslu-
málastjóra og ráðuneytis.
— Eru æskilegar breytingar á