Morgunblaðið - 04.10.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.10.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 Fiskabók AB er komin út Fáar eða engar fræðibæknr frá eíðari árum hafa öðlazt almenn- ari vinsældir hér á landi en Fuglabók AB, sem kom fyrst út 1962 og aftur tveimur árum seinna, aukin og endurbætt. En nú hefur Almenna bókafélagið sent frá sér aðra bók með sams- konar sniði og engu síður for- vitnilega, en það er Fiskabók AB. eða Fiskar og fiskveiðar eins og hún heitir óstyttu nafni. Höfundur textans er danski fiski fræðingurinn Bent J. Muus, en Preben Dahlström hefur gert myndimar og haft veg og vanda af útliti hennar. Það er Jón Jónsson fiskifræð ingur, sem hefur þýtt bókina á íslenzku, og hefur hann jafn- framt staðfært 'hana og sniðií eftir íslenzkum a'ðstæðum. Einn B6NT J. MUUS 06 PREBEN DAHLSTROM FISKABÓK ig hefur hann ritað formála fyrir bókinni, þar sem hann gerir m.a. svofellda grein fyrir henni: „Bók þessi kom fyrst út í Danmörku árið 1946, en hefur siðan verið gefin út í ýmsum löndum, enda hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir fjölbreytilegan texta, fallegar myndir og vand- aðan frágang. — Bókin er miðuð við fiskveiðar undan ströndum Norðvestur-Evrópu og helztu teg undir fiska á því hafsvæði. Þótt hér sé því getið allra þeirra teg- unda, sem mesta þýðingu hafa í vei'ðum íslendinga, þótti mér ekki fært annað en að bæta inn í textann ýmsum frekari upplýs- ingum um lifnaðarhætti helztu nytjáfiska okkar, svo og þær veiðar, er á þeim byggjast. Hef- ur þá verið fellt úr frumtexta annað efni okkur fjarskyldara." ALMENNA BÓKAFÉLAQIO Forsíða bókarinnar. Fyrir Islendinga, sem eiga af- komu sína flestu fremur undir hafinu, hlýtur þessi bók að hafa hagnýtt gildi og verða þeim au- fúsugestur. Hún hefst með ágripi almennrar fiskifræði, sem greinir í meginatriðum frá helztu eigin leikum fiskanna, ferðum þeirra og fæðuöflun, en síðan tekur við meginefni bókarinnar, þar sem lýst er í litmyndum og texta á þriðja hundrað fiskum og fiska- tegundum. í meðferð alls þessa efnis kennir mjög afburðaþekk- ingar og vandvirkni' þýðandans, og þá ekki hvað sízt í lokaköfl- um bókarinnar, sem hafa að geyma sögu fiskveiðanna allt frá öndverðu og fram á þennan dag. Mun vart annars staðar að finna jafnskilmerkilegt yfirlit yfir veiðitækni, aflabrögð og vinnslu, einkum að því leyti, sem oss Is- lendingum vfð kemur. En Fiskabókin á erindi við miklu fleiri en þó, sem hafa við- urværi sitt af sjónum eða stunda veiðar í ám og vötnum. Enginn sem flettir blöðum hennar og rennir augum yfir hið fagra og litskrúðuga myndaval, kemst hjá því að láta þegar í stað hrífast af öllu því ríka og fjölskrúðuga Hjartavernd hefur rann- sóknir á konum Hjartavernd er nú að hrinda í framkvæmd nýrri hóprann- sókn, að þessu sinni á konum úr Reykjavík og nágrenni. Boð- ið verður konum úr sextán ald- ursflokkum á aldrinum frá 33 til sextugsaldurs, og verða við þetta tækifæri nýjar rannsóknir auk þeirra, sem karlmenn fengu framkvæmdar, en það verða: Blóðflokkanir, leitun einkenna- lausra þvagfærasýkinga og liða- gigtarrannsóknir. Sögðu forráðamenn Hjarta- verndar í gær, á blaðamanna- fundi, er boðað hafði verið til í þessu tilefni, að karlmenn, sem boðaðir hefðu verfð til skoðun- ar, hefðu mætt í 85 tilfellum af hundraði, en skoðun þeirra hefði hafizt í fyrrahaust. Reynslan hefði sýnt, að helmingur þeirra sjúkdóma, er fundizt hefðu meðal karla, hefðu áður verið óþekktir. Hjarta og æðasjúkdómar leggðu a'ð velli annan hvern ís- lending yfir fimmtugt, og leggð- ust æ meir á yngri aldursflokka. Rannsóknin fer í aðalatriðum fram á eftirfarandi hátt: Þátttak anda er sent boðsbréf, þar sem tilgangur og framkvæmd rann- sóknarinnar eru skýrð. Ef við- komandi þiggur boðið, er honum úthlutaður tími fyrir rannsókn- ina, og síðan er sendur spurn- ingalisti um heilsufar, sem út- fylla skal heima. Þá kemur þátt- takandi til stöðvarinnar á til- settum tíma (ekki fyrr!) afhend- ir spurningalistann, og fer síðan í rannsókn. Tekur hún milli 1 % —2 klst. Að þeirri rannsókn lok- inni, fær hann eða hún tíma fyrir næstu rannsókn, 10 dögum síðar, og tekur hún 15—20 mín. Allar þessar rannsóknir eru svo til óþægindalausar. Allar níðurstöður (sem eru einkamál!) eru færðar jafnóðum inn á gataspjöld, og er rafreikni beitt jafnóðum við úrvinnslu gagna, er þau berast. 1. okt., 1967—68, var rannsak- aður þriðjungur sextán aldurs- flokka karlmanna 33—60 ára. 1. okt. 1968—31. ágúst, ’69, verða samskonar rannsóknir á konum gerðar. 1. sept.—31. ágúst 1970. 1971 verða rannsakaðir að nýju flestir þeir hópar, er Tannsakaðir voru ’67—’68, og að auki annar þriðjungur sömu árganga til sam anburðar á heilsufari, o.s.frv. Frá 1. sept. 1969, verður a'ðal- lega rannsakað fólk utan Reykja víkursvæðisins, og þá væntan- lega í heimahögum þess, verður síðar birt áætlun um það. M.a. kom fram í rannsóknum þeim, er hér hafa verið gerðar, að íslenzkir karlmenn á aldrin- um 40—50 ára, reyndust um 5 kg þyngri en karlmenn á sama aldri í Eskilstúna. Vildu forráðamenn Hjarta- verndar eindregið hvetja konur, er fengju boðsbréf, að sinna þeim, svo hægt yrði að stemma stigu vi'ð sjúkdómum og halda áfram heildarrannsóknum. Jón Jónsson. lífi, sem þrífst undir yfirborði hafsins, og undrun lesendans verður því meiri sem hann kynn ist betur íbúum þessa dulmagn- aða heims og fylgist nánar með hátterni þeirra og lífsbaráttu eins og hún blasir hvarvetna við af blöðum þessara fallegu bókar. Fiskabók AB er 244 bls. aö stærð, sett í Lithoprenti, en prent uð og bundin í Danmörku. Verð bókarinnar til félagsmanna í AB er kr. 385.00. (Frá A.B.) Götuvitui gugn- rýndir í borgnr- stjórn ÞÓRIR Kr. Þórðarson og Guð mundur Vigfússon gagnrýndu í gær á borgarstjómarfundi slæma stillingu götuvita, sem settir vom upp sl. vor. Umræðurnar urðu vegna fyrirspurnar Alþýðu bandalagsins um stillingu á um ferðaljósum. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, skýrði frá því í þessum umræðum, að væntanlegur væri sérfræðingur í þessum efnum er verði til ráðuneytis um endan lega lagfæringu, en samkvæmt upplýsingum umferðamálaAeild- ar borgarinnar taki ætíð nokk- um tíma, að stilla umferðarvit- ana svo að í lagi sé. Gagnrýni borgarfulltrúanna beindist einkum að hinum tíðu og oft óþörfu skiptingu ljósanna, en þeir töldu, að götuvitarnir hefðu virka'ð á þveröfugan hátt Ekki greitt úr umferðaflækjum eða umferð, heldur tafið hana og jafnvel gert hana hættulegri, einkum fyrir fótgangandi, sér staklega börn. STAKSTtlMAR Óvæntur stuðningui f gær bættist nýr liðsmaður í hann hóp, sem berst fyr- ir því að stórfyrirtæki í atvinnu lífinu verði byggð upp sem al- menningshlutafélög. Sá stuðn- ingur kom úr býsna óvæntri átt. í stjórnmálayfirlýsingu ungra Sjálfstæðismanna, sem birt var í Mbl. í fyrradag var m.a. lýst þeirri stefnu, að koma ætti á kerfisbreytingu í atvinnuvegun- um, sem leiddi til samstarfs og samruna fyrirtækja í stærri heildir og þetta ætti m.a. að gera með því að „virkja fjár- magn fjöldans“ í þágu atvinnu- lífsins. Hér er auðvitað átt við almenningshlutafélög. í gær bregður svo við að Austri Þjóð- viljans birtir nær alla stjórnmála yfirlýsingu ungra Sjálfstæðis- manna og lýsir sérstakri vel- þóknun á almenningshlutafélög- unum. Er það sannarlega óvænt ur stuðningur og má fullyrða að ekki var við honum búizt. En batnandi manni er bezt að lifa. Hitt er svo annað mál, að hrifn- ing Austra á stjórnmálayfirlýs- ingu ungra Sjálfstæðismanna er svo mikil, að sú hætta vofir greinilega yfir, að hann sæki um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn og er þvi nauðsynlegt að menn búi sig vel undir þann válega atburð, sem bersýnilega er á næsta leiti. Jafnframt er ástæða til að votta baráttumönnum almenningshlutafélaga á íslandi sérstaka samúð vegna tilkomu hins nýja liðsmanns. Taugaóstyrkur Tímans Tíminn hefur augljóslega ver- ið mjög taugaóstyrkur síðustu daga vegna aukaþings Sambands ungra Sjálfstæðismanna og á- lyktana þess. Þessi taugaóstyrk- ur Framsóknarmanna er ofur skiljanlegur. Öllum er ljóst, að ungir Sjálfstæðismenn hafa tek- ið algjöra forustu fyrir þeim nýju hreyfingum, sem nú eru meðal æskufólks. Þann hlut ætl- uðu ungir Framsóknarmenn sér, en af skiljanlegum ástæðum valda þeir ekki því verkefni. Menn sem eiga þá hugsjón stærsta að hverfa þrjá áratugi aftur í tímann í stað þess að horfa fram á við, eru ekki að skapi íslenzkrar æsku. Athyglisvert sjónarmið Forráðamenn og starfsfólk Hjartavemdar í Lágmúla 9. í síðasta tölublaði brezka blaðsins „The Observer“, birtist athyglisverð grein eftir Rudolf Klein. Þar er sagt að stjórnmála- , umræður í Bretlandi sl. áratug hafi einkennzt af deilum um stjórn efnahagslífsins og sett fram sú kenning, að pólitískar umræður næsta áratugs muni standa um það, hvernig fólkinu sjálfu verði veitt sem rikust að- ild að ákvörðunum á öllum svið- um þjóðlífsins. Þessi grein er at- hyglisverð fyrir þá sök, að gagn rýni ungs fólks hér á landi síð- ustu mánuði hefur beinzt að því, að völd og áhrif í þjóðfélaginu hafi færzt á hendur of fárra þótt á því hafi raunar orðið gjör breyting 1960, en frá valdatöku "" sinni hefur ríkisstjórnin stefnt að því að draga mjög úr valdi stjóra málamanna og embættismanna og færa það í hendur einstakl- ingnum. Greinin í „Observer" sýnir þó að raddir íslenzkrar æsku eru ekki einangrað fyrir- brigði. Þær eru greinilega hluti af vaxandi hreyfingu í vestræn- um löndum. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.