Morgunblaðið - 04.10.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.10.1968, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196« Nokkur biðröð hafði myndazt við verkstæði lögreglunnar í Síðumula, síðdegis á þriðjudag. (Ljósm. Mbl. Sv. Þormar) Skekkjur í stillingu og lélegar perur MARGIR hafa komið með bíla eína í ókeypis ijósaskoðun þá, sem nú er framkvæmd í tíu bíla- verkstæðum í Reykjavik. Á mánudag voru athuguð ljós á Tónskóli IMes- kaupstaðar Neskaupstð, 1. október. TÓNSKÓLI Neskaupstaðar var settur í dag í Egilsbúð. í vetur stunda 37 nemendur nám við skóiann og verður kennt á píanó, orgel, blásturshljóðfæri og gítar. Skólastjóri er tékknesk kona, Milada Janderova að nafni, en hún hi=fur kennt við tónlistar- skóla í Prag undanfarin 10 ár, en er nú flutt hingað ásamt fjöl- tskyldu sinni. Er hún ráðin að skólanum tii tveggja ára. Aðrir kennarar við skólann eru Haraldur Guðmundsson og Jón Mýrdal. — Ásgeir. 607 bílum, 343 reyndust í full- komnu lagi, en eitthvað var at- hugavert við 264. Á þriðjudag voru athuguð ljós á 774 bílum, 485 reyndust í lagi, en 289 í ó- lagi. Enginn hefur til þessa reynzt vera með ljós fyrir vinstri umferð ennþá en þar sem eitt- hvað er í ólagi í flestum tilfell- um um smávægilegar skekkjur í ljósastillingu eða lélegar perur að ræða. Á sumum verkstæðanna er þessum atriðum samstundis kippt í lag fyrir bíleigendurna. Minni aðsókn að liskimannadeild — Stýrimannaskólans í Reykjavík STÝRIMANNASKÓLENN í Reykjavik var settur 1. okt. í 78. sinn. Aðsókn að fiskimannadeild skólans er að þessu sinni minni en síðastliðin ár, en góð að far- mannadeild. Segir þar vafalaust til sín tekjurýrnun fiskimanna vegna örðuglcika sjávarútvegs- ins, verðfalls og aflatregðu. Um skólavist hafa sótt alls 166 nem- endur, 96 farmenn og 70 fiski- menn. í vetur verða kennsludeildir 9 við skólann, 3 deildir fyrir 1. bekk farmanna- og fiskimanna- deilda, 2 deildir fyrir 2. bekk farmannadeildar, 2 fyrir 2. bskk fiskimannadeildar og 1 deild fyr- ir 3. bekk farmannadeildar. Enn fremur verður deild fyrir skip- stjóraefni á verðskipum ríkisins. Við skólann starfa að þessu sinni 6 fastir kennarar auk skóla stjóra og 13 stundakennarar. • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynlr sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbraqð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SUPUR FRÁ SVISS Málverkasýning við rœtur Heklu FYRIR skömmu opnaði 21 árs stúdent, Bjami H. Þórarinsson málverkasýningu í einum skál- anna við Búrfellsvirkjun. Er þetta fyrsta sýning Bjarna, sem vinnur í sumar við virkjunina, og flest málverkanna hefur hann unnið í frístundum sínum þar. Sýningin hefur vakið mikla at- hygli starfsmanna Búrfellsvirkj- imarinnar og almenn ánægja er þar ríkjandi yfir þessum við- burði, sem er einsdæmi þar. Sýn ing Bjama mun enn verða opin um nokkurt skeið í Camp 2. Að- gangseyrir er enginn, en allar myndimar eru til sölu. Búlgarar gela út Norðurlandalrímerki BÚLGARAR hafa nýlega gefið út frímerkjasamstæðu, sem á að tjá óskir þeirra um bætta sam- vinnu við Norðurlöndin. Frímerk in eru tvö og er annað með stíl- færðri mynd af norrænu svön- unum fimm, en á hinu er mynd af búlgaskri rós. Áletrun á frí- merkin er bæði á búlgörsku og Norðurlandamálunum og á þeim eru nöfn allra Norðurlandanna. Tíu merki af hvoru ver'ðgildi, 5 og 13 stotinki, eru í örk í lóð- réttri röð, en á milli þeirra er reitur með mynd af brú og dúfu. Handrið brúarinnar er myndað af fánum Norðurlandaþjóðanna og undir brúnni er áletrun, til skiptis á búlgörsku og einhverju Norðurlandamálanna. (Frá Landssambandi ísl. f rímerk jasafnara). Annað búlgarska frímerkið og millireitur. A millireittnum er áletrunin á íslenzku, en eitthvað hafa Búlgarar átt í erfiðleikum með málið, því þarna stendur: Samvinnu milli Norðurlöndum. Verðlistinn Fastnrdð NATO íslenzk Irímerki ræðir aukinn VERÐLISTINN, íslenzk frímerki 1969 er kominn út hjá ísafoldar- prentsmiðju. Er það jafnframt 12. útgáfa verðlistans, sem hefur á undanförnum árum fengið margar viðurkenningar á alþjóða sýningum, m. a. Wipa 1965, Amphilex 1967, Sipex 1966 og Praga 1968. Höfundur verðlistans er Sigurður H. Þorsteinsson og getur hann þess í formála bók- arinnar, að þrátt fyrir gengis- lækkun sl. árs verði ekki allar verðbreytingar í fullu samræmi við hana, enda hafi ýmsar verð- sveiflur orðið á markaðinum, er ekki réttlæti það. í frímerkjaverðlistanum, ís- lenzk frimeirki. er getið um verð allra frímerkja frá því að fyrst var byrjað að gefa þau út hér- lendis 1873. Að þessu sinni eru stimplar felldir niður í listan- um, en höfundur getuir þess, að verið sé að endurskoða þann ihluta listans og muni hann verða tekinn í bó'kina aftur að ári. Hinn vandaði verðlisti, ís- lenzk frímerki, mun vafalaust nú sem áður verða vinsæl hand- bók frímerkjasafnara, bæði hér- lendis og erlendis, en texti bók- arinnar er bæði á íslenzku og ensku. ' BIRGIR ÍSL GUNNARSSON1 HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR LÆKJARGÖTU 6B SÍMI22120 hernaðarmóll Brússel, 1. október. AP. FASTARÁÐ NATO kom saman í dag til að ræða hvort auka ætti hernaðarmátt Atlantshafsbanda- lagsins vegna innrásar Varsjár- bandalagslandanna í Tékkósló- vakíu. f ráðinu eiga sæti sér- stakir ambassadorar frá öllum aðildarlöndunum. Óstaðfestar fréttir herma, að ráðið muni kanna skýrslur um stjórnmála- legt, hernaðarlegt og fjármála- legt ástand Iandanna innan banda lagsins og einnig um afleiðingar innrásarinnar. Sagt er að Banda- ríkin telji valdajafnvægið hafa breytzt eftir innrásina, en að Bretar telji það óbreytt. Gert er ráð fyrir að ráðstefn- an taki þrjá daga og að niður- stöðurnar verði notaðar til grund vallar umræðna á utanríkisráð- herrafundi NATO, sem hefst í New York á mánudag. Tókíó, 1. 0kt. AP TOKÍÓ hélt í dag hátíðlegt ald- arafmæli sitt sem höfuðborg Jap ans. Borgin, sem nú hefur um 11. millj. ibúa, varð aðsetur keisar- ans og opinber höfuðstaður Jap- ans 1968. Fyrri ihöfuðborg lands- ins var Kyoto í suðvesturhluta landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.