Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 31
MORG'UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 31 Fyrir nokkru afhenti nýr sendih erra Japan hér Kijiro Miyake forseta Islands trúnaðarhréf sitt, að viðstöddum utanríkisráð- herra Emii Jónssyni. Hinn japanski sendiherra er fyrsti sendi- herrann sem gengur fyrir herra Kristján Eldjárn forseta, með trúnaðarbréf sitt. Myndin hér að ofan var tekin við athöfn þá er fram fór við þetta tækifæri. Hleypur á snærið hjá Wallace Curtis LeMay hershöfðingi vara-forseta- efni hans. Er einn þekktasti „haukur" Bandaríkjanna - SILDIN Framhald af bls. 32 fjörður með 23.657 lestir, Raufar- höfn með 4.339, Seyðisfjörður með 7.632 lestir og Eskifjörður með 3.350 lestir. í Þýzkalandi hef ur verið landað 4.264 1. SAMKVÆMT spjaldskrá Fiski- félags íslands hafa 92 skip feng- ið einhvern afla á síldveiðum norðanlands og austan frá því í vor. Hafa 82 þeirra veitt 100 lestir og meira og fer hér á eft- ir skrá yfir þau skip: Bátalisti: Lestir Akurey, Reykjavik 11 Albert, Grindavík 238 Arnar, Reykjavík 373 Ámi Magnússon, Sandgerði 1.052 Ársæll Sigurðsson, Hafnarfirði 410 Ásberg, Reykjavfk 1.336 Ásgeir, Reykjavik 1.002 Baldur, Dalvík 644 Barði, Neskaupstað 1.275 Bára, Fáskrúðsfirði 531 Bergur, Vestmannaeyjum 410 Birtingur, Neskaupstað 1.035 Bjarmi II, Dalvík 915 Bjartur, Neskaupstað 2.029 Brettingur, Vopnafirði 828 Börkin-, Neskaupstað 404 Dagfari, Húsavik 626 Eldborg, Hafnarfirði 1.216 Elliði, Sandgerði 459 Faxi, Hafnarfirði 870 Fifill, Haínarfirði 1.977 Fylkir, Reykjavík 1.826 Gissur hvíti, Hornafirði 183 Gígja, Reykjavík 2.255 Gísli Árni, Reykjavík 1.759 Gjafar, Vestmannaeyjum 698 Guðbjörg, ísafirði 2.222 Guðbjörg, Sandgerði 102 Guðrún, Hafnarfirði 818 Guðrún Guðleifsd. Hnífsdal 481 Guðrún Þorkelsd., Eskifirði 709 Gullberg, Seyðisfirði 113 Gullver, Seyðisfirði 698 Hafdís, Breiðdalsvik 240 Halkion, Vestmannaeyjum 130 Hannes Hafstein, Dalvík 196 Harpa, Reykjavík 2.226 Heimir, Stöðvarfirði 1.306 Helga, Reykjavík 328 Helga II., Reykjavík 844 Helgi Flóventsson, Húsavík 372 Héðinn, Húsavík 1.797 Hólmanee, Eskifirði 346 Höfrungur II., Akranesi 129 Höfrungur III., Akranesi 129 Ingiber Ólafsson II., Ytri- Njarðvík 583 ísleifur, Vestmannaeyjum 651 ísleifur IV., Vestmannaeyjum 871 Jón Finnsson, Garði 234 Jón Garðar, Garði 507 Jón Kjartansson, Eskifirði 1.022 Július Geirmundsson, ísafirði 331 Jörundur II., Reykjavík 878 Jörundur III., Reykjavík 989 Keflvíkingur, Keflavík 356 Kristján Valgeir, Vopnafirði 2.019 Krossanes, Eskifirði 1.026 Ljósfari, Húsavík 196 Loftur Baldvinsson, Dalvík 258 Magnús, Neskaupstað 408 Magnús Ólafsson, Ytri-Njarðvík 594 Margrét, Siglufirði 121 Náttfari, Húsavík 494 Ólafur Magnússon, Akureyri 414 Ólafur Sigurðsson, Akranesi 303 Óskar Halldórsson, Reykjavik 231 Óskar Magnússon, Akranesi 478 Reykjaborg, Reykjavík 917 Seley, Eskifirði 450 Sigurbjörg, Ólafsfirði 932 Sléttanes, Þingeyri 574 Sóley, Flateyri 787 Súlan, Akureyrl 613 Sveinn Sveinbjörnss., Neskaup- stað 1.264 Tálknfirðingut, Tálknafirði 110 Ttmgufell, Tálknafirði 488 Víkingur, Akranesi 652 Vörður, Grenivík 468 Þorsteinn, Reykjavík 694 Þórður Jónasson, Akureyri 1.350 örfirisey, Reykjavík 684 Örn, Reykjavik 2.520 - RAÐSTEFNA Framhald af bls. 32 legum grundvelli til rannsókna. Hlutu þessir fjórir aðilar, sem nefndir eru í upphafi, að standa fyrir slíkri rannsókn. Undirbúningurinn hófst snemma á þessu ári, að sögn Trausta, enda þurfa mörg erindin, sem þarna verða flutt, langan undir- búning. Fyrirlestrahald kvað Trausti koma mjög mikið í hlut haffræðinga og veðurfræðinga. Umræður yrðu þó á mjög breið- um grundvelli, - leitað yrði langt aftur í tímann og sögulegar heim ildir kannaðar, og nyti ráðstefn an þar liðsinnis sagnfræðinga. Einnig verður tekið tillit til jarð fræðilegs tíma og kenninga um veðurfarsbreytingar og ísaldir, og lýkur ráðstefnunni sem jarð- fræðilegu verkefni. - GROMYKO Framhald af bls. 1 RÉÐST Á V-ÞJÓBVERJA Hann endurtók árásir sovét- stjórnarinnar á Vestur-Þjóð- verja, sem hann kvað bera ábyrgðina á því að spennan i Berlín hefði aukizt. Hann sak- aði Vestur-Þjóðverja um að vilja breyta landamærum Evr- ópu og bætti því við, að engin ríkisstjórn gæti látið sér það 1 léttu rúmi liggja. Hins vegai kvað hann stjórn sína fúsa til samvinnu við Bonnstjórnina á mörgum sviðum og væri hún reiðubúin að styðja upptöku bæði Austur- og Vestur-Þýzka- lands í Sameinuðu þjóðirnar. Um Vietnam sagði hann, að möguleiki væri á að binda enda á styrjöldina, en lausn í deil- unni yrði í aðalatriðum að vera í samræmi við friðaráætlun Norð ur-Vietnama, sem Bandaríkin hafa vísað á bug, en samkvæmt henni yrði að flytja allt banda- ríska herliðið frá Vietnam. iHann sagði, að fyrsta skrefið í sam- komulagsátt yrði að vera alger og skilyrðislaus stöðvun loft- árása og annarra stríðsaðgerða Bandaríkjamanna gegn Norður- Vietnam. Um ástandið fyrir þotni Mið- jarðarhafs sagði Gromyko, að möguleiki væri á þróun í friðar- átt og lýsti yfir stuðningi við Arabalöndin. Binda yrði enda á styrjaldarástandið og tryggja fullveidi allra ríkja í þessum heimshluta. VILL FRIÐMÆLAST Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði um ræðu Gromykos að ekkert í henni kæmi á óvart, en aðrir framá- menn sögðu að ræðan jafngilti því að Vesturlöndum væri sagt að skipta sér ekki af Tékkósiló- vakíu. Aðrir stjórnmálamenn sögðu að Gromyko hefði verið í varnarstöðu vegna þeirrar reiði, sem innrásin hefði vakið. Marg- ir fulltrúar hjá SÞ telja ræðuna b:ndingu til vesturveldanna um að láta Tékkóslóvakíu ekki koma í veg fyrir baráttuna fyrir því að draga úr spennu og telja að Gromyko hafi aldrei haldið jafn hófsama ræðu á vettvangi SIÞ. Pittsburg, 3. okt. (AP-NTB). GEORGE Wallace fyrrum rikis- stjóri í Alabama og núverandi leiðtogi og forsetaefni „Óháða flokksins“ í Bandaríkjunum, til- kynnti á blaðamananfundi í Pitts burg í Pennsylvania í dag, að Curtis LeMay hershöfðingi, fyrr um forseti herráðs flughersins, yrði vara-forsetaefni flokksins við kosningarnar í nóvember LeMay hershöfðingi hefur lengi verið talinn einn helzti „haukur- inn“ í Bandaríkjunum, og gaf meðal annars í skyn eitt sinn að hann teldi það ekki fráleitt að beita kjarnorkusprengjum í Vietnam. Á blaðamannafundinum í dag sagði LeMay að hann teldi það mestan ókost við stefnu Banda- ríkjanna í Suðaustur-Asíu að þar vantaði sigurviljann. „Ég kýs alltaf heldur að semja en að berjast, sagði hershöfðing- inn. „En ég held ekki að neinn þurfi að stíga í vltið til að sjá að þeir (Norður-Vietnamar) setj ast ekki að samningum við okk- ur fyrr en við tökum svolítið í lurginn á þeim“. Aðspurður hvort hann mælti með því að kjarnorkuvopnum yrði beitt í Vietnam, svaraði LeMay: „í mínum augum er styrjöld alltaf hryllileg. Mig skipti það ekki miklu máli hvort ég félli í Vietnam fyrir kjarnorkusprengju eða venjulegri sprengju. Sann- ast að segja, ef ég ætti að velja, kysi ég heldur að falla fyrir kjarnorkusprengju. Kjarnorku- vopn eru ekkert annað en ein vopnategundin í vopnabúrinu. Það á að beita því valdi, sem nauðsynlegt er til að sigra, og ef til vill aðeins meira“. LeMay var hershöfðingi í síð- ari heimsstyrjöldinni, og hlaut þá viðurnefnið „Old Ironpant“ eða „garnla jáirnbrók". Skipu- lagði hann þá loftárásir Bandamanna á Þjóðverja, og er síðan talinn höfundur skipulagði ar eyðileggingar með loftárás. um. „Eitt af því sem ég met hvað mest í fari hans er sá siður hans að segja það sem honum býr í brjósti", sagði Wallace forseta- frambjóðandi, þegar hann kynnti LeMay á fundinum í dag. „Le- May hershöfðingi er maður frið- arins. Það hefur verið ævistarf hans að vernda og verja þjóð okkar og allan hinn frjálsa heim“, sagði Wallace. Hann bætti því við að járnbrókar-við- urnefnið hefði LeMay hlotið fyr- ir frábæra frammistöðu bæði gegn Þjóðverjum og Japönum í heimsstyrjöldinni síðari, og að einlægur ásetningur hans um að þjóna hagsmunum Bandaríkj- anna hefði ráðið öllum gerðum hans. „Hann er sá eini, sem rætt hefur málin af hreinskilni, og hann hefur lýst sig fúsan til að gera ráðstafanir til að vinna heið arlegan sigur í styrjöldinni í Vietnam", sagði »*pMay hershöfð ingi um Wallace. „Sumir vina minna eru hissa á því að ég skuli vera hér í dag“, sagði LeMay ennfremur. „Það er ekki laust við að ég sé sjálfur örlítið hissa. Þ gar Wallace ríkisstjóri fór þess fyrst á leit við mig að ég gerðist varaforsetaefni hans, neit aði ég. Ég hugsaði mikið um þessa ákvörðun mína, og mér datt í hug að viðbrögð mín við baráttu Wallace væru þau sömu og svör margra, sem ég hafði rætt við um ástandið í Vietnam". LeMay sagði að á undanförn- um árum, í stjórnartíð demó- krataflokksins, hefðu Bandarík- in notið sí-minnkandi virðingar erlendis, en heima fyrir hefði mjög dregið úr þeim einkennum þjóðárinnar, sem gert hefðu Bandaríkin að forusturíki. Hann kvaðst sjálfur hafa verið repu- blikani allt sitt líf, en nú hafa misst allt traust til flokksins. „Wallace er eini frambjóðand- inn, sem taíar eins og sannur Bandaríkjamaður", sagði hann. „Hundruð þúsunda banda- rískra hermanna færa í dag miklar fórnir. En yfirvöldin eru að vernda. þá sem malda í mó- inn, þá sem mótmæla styrjöld- inni, stjórnleysingjana og vinstri sinnana í landinu, sem hafa beinlínis stutt kommúnista- Lagos 3. október. NTB. Alþjóðleg eftirlitsnefnd vísaði á bug í dag staðhæfingum Bi- aframanna um að hermenn Ní- geríutsjórnar hefðu reynt að út- rýma í íbó-þjóðinni í b orgara styrjöldinni, sem staðið hefur í 15 mánuði . í fyrstu skýrslu nefndarinnar til ríkisstjóma Kanada, Svíþjóð- ar, Bretlands og Nígeríu segja nefndarmenn, að þeir hafi ekki getað sannað að Nígeríuher út- rými íbó-þjóðinni og eyðileggi eignir hennar. Alls ekki sé hægt að tala um þjóðarmorð. Þvert á móti liggi fyrir margar sannan- ir um, að sambandshermenn hjéilpi íbúum svæða, sem tekin hafa verið af aðskilnaðarsinnum í Biafra. Undir skýrsluna skrifa brezki hershöfðinginn Henry Alexand- er, kanadíski hershöfðinginn William Milroy og sænski hers- höfðinginn Artur Raab. Sam- bandsstjórnin bauð þeim að kanna sannleiksgildi staðhæfinga Biaframanna um þjóðarmorð og hafa þeir heimsótt vígstöðv- arnar, flóttamannabúðir, bæi, þorp og stöðvar, sem annast dreifingu matvæla og lyfja. Þeir lögðu áherzlu á samstarfsvilja nígerískra borgara og sögðu að á engan hátt hefði verið reynt að torvelda rannsókn þeirra. Eftirlitsmennirnir komust að raun um í samtölum við þorps- höfðingja og flóttamenn að fbó- ar eru hræddir við sambandsher menn, þar til þeir hitta þá aug- liti til auglitis. Þá segja þeir að ótti þeirra víki fyrir trúnaðar- trausti. Eftirlitsmennirnir segja, að óttinn eigi rót sína að rekja til áróðurs uppreisnarmanna. í skýrslunni segir, að nokkrir þorpsbúar séu þegar komnir heim úr frumskóginum, en færri úr hópi menntaðri fbóa hafi gert slíkt hið sama. Innflutnings- gjold fellt niður n nokkrum vörum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að fella niður 20% innflutningsgjald á eftirfarandi: Umbúðum sjávarútvegs, svo sem fiskkössum úr plasti, síldar- tunnum úr trjáviði, pappaköss- um utan um fisk til útflutnings. f öðru lagi á veiðarfærum, svo sem handfæralínum, lóðabelg- um, hvalveiðibyssum og fiski- önglum, og í þriðja lagi á salti og síldarkryddi. óvinina. Það vantar fulltrúa fyr- ir karla þá og konur, sem starfa í her okkar, og ég er staðráðinn í að aðstoða Wallace ríkisstjóra við að koma fram fyrir þeirra hönd“, sagði LeMay. Curtis LeMay hershöfðingi er 61 irs, og lét af embætti forseta herráðs flughersins 1. febrúar 1965. Hafði hann þá gegnt her- þjónustu um 35 ára skeið. Hann var yfirmaður bandaríska flug- hersins bæði í Evrópu og Asíu í síðari heimsstyrjöldinni, og það voru flugvélar úr flugher Le- Mays sem vörpuðu kjarnorku- sprengjunum á Hiroshima og Nagasaki rétt áður en heims- styrjöldinni lauk. Hann hlaut h:rshöfðingjatign árið 1944, og var þá yngsti hershöfðingi flug- hersins. Samtímis hermir fréttastofa Bi aframanna, að árás Nígeríu- manna á Onitsha-svæðinu hafi verið hrundið í gærkvöldi. f Stokkhólmi skýrði sænski Rauði krossinn frá því í dag, að drukkinn Nígeríuhermaður hefði myrt tvo brezka trúboða, sænsk an starfsmann Rauða krossins og júgóslavneskan lækni í gær. - DUBCEK Framhald af bls. 1 bandalagslandanna frá Tékkó- slóvakíu, komist þeir að raun um að bornar verði fram harðar kröf ur þess efnis, að fyrst verði þeir að gera fleiri rá’ðstafanir til að færa landið inn á braut rétt- línukommúnisma. Grein Pravda í dag, sem er eftir tvo af fréttariturum blaðs- ins í Prag, er ein hin harðorð- asta sem birt hefur verið í Moskvu á undanförnum vikum og var greinilega birt í tilefni af komu tékkóslóvakísku leiðtog anna. Þar segir, að Rússar hafi í hvívetna staðið við sinn hluta Moskvu-samkomulagsins og reyni daglega að auðvelda þróun ina í átt til eðlilegs ástands, en sannleikurinn sé sá, áð sumt fólk í Tékkóslóvakíu hafi ekki áhuga á að skipta á glamuryrð- um um þróunina til eðlilegs á- stands og raunverulegum athöfn- um. Þetta veldur verkalýð Tékkó slóvakíu réttilega áhyggjum, segir í greininni. f greininni er vitnað í bréf, sem staðhæft er að sovézka sendi ráðinu í Prag hafi borizt upp á síðkastið. f einu þeirra segir: — Fyrir hönd allra heiðarlegra borg ara, sem enn eru hræddir við að láta skoðun sína í ljós, biðjum við ykkur áð fara ekki frá Tékkó slóvakíu fyrr en allt kemst aftur í samt lag. Greinarhöfundar segja enn- fremur, að geysimikið bil sé milli túlkunar Rússa og Tékkó slóvaka á hugtakinu eðlilegt á- stand. Þeir segja, að margir Tékkóslóvakar segi enn: Flytjið herliðið burtu og þá verður á- standið eðlilegt. En ljóst sé, að ef ástandið eigi að komast í raun verulega eðlilegt horf verði áð gera öruggar ráðstafanir til að efla sósíalismann, vald alþýðunn- ar, verkalýðsstéttarinnar og for- ystuhlutverk kommúnistaflokks- ins í þjóðlífinu í því skyni að efla vinsamleg samskipti við þjóðir Sovétríkjanna og allan hinn sósíalistíska heim. Einnig er gefði í skyn, að sovét leiðtogarnir vilji að tékkó- slóvakíski kommúnistaflokkur- inn hefji umfangsmikla hug- myndafræðilega herferð í því augnamfði að sannfæra þjóðina um að hernámið sé nauðsynlegt Stríöiö í Biafra „ekki þjóöarmorö"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.