Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 21 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR HASKÓLABÍÓ YFIRGEFIÐ HÚS (This Property Is Condemned) Framleiðandi: John Houseman Leikst.jóri: Sydney Pollack 'Þessi á margan hátt sérstæða mynd mun líklega ná talsverð- um vinsældum. Hún er vel byggð, mátulega hröð, þannig að hún heldur áhorfendum ávallt við efnið, og leikur er yfirleitt góður, þótt ein persónan — og það höfuðpersóna — í gervi Natalíu Wood, sýnist ekki henta sérstaklega vel því hlutverki, sem henni er ætlað. Ég hefði reynt að fá Jane Fonda, eða ein- hverja léttúðarlegri kvenper- sónu í það hlutverk. Nartalía er nefnilega, þrátt fyrir töfrandi fegurð sína, með „jómfrúarsvip“ eins og mamma hennar segir líka við hana í reiðikasti. Ekki fann ég neina pottþétta skýringu á því, hversvegna höf- uðpersónan reynist svo frámuna lega lauslát sem raun er á. Hlelzt er þó svo að skilja, að móðir hennar hafi ekki beiltt hana sem heppilegustum uppeldisað- ferðum, en faðir hennar er ekki heimilismaður, þegar myndin hiefst. — Móðirin er líka ver- gjörn nokkuð og á sér heljarmik inn friðil, og sennilega hefur hún haft talsvert fjármálavit, því ekki á hún aðra ósk heit- ari en dóttir hennar bindi trús's- ur sínar við milljónara nokk- urn, sem reynir að hressa upp á heilsu sjúkrar konu sinnar með því að halda fram hjá henni. Móðurfriðill Natalíu gerir einnig hosur sínar grænar fyrir henni, og flækir það málið. Snltfisksbirgðir búnar í Álnsundi Álasundi, 1. okt. NTB. SALTFISKBIRGÐIR hér eru nú á þrotum að afstöðnum fisksöl- um til Kúbu og hefur það leitt til þess, að mun auðveldara er að taka á móti línufiski en fyrr í haust. Þá hefur verið á löngu og keilu einnig hækkað síðustu daga. Fiskverkendur verða að tryggja sér nýtt hráefni og gert er ráð fyrir, að bátar, sem veiða á línu, muni halda áfram veið- um alveg fram að jólum. Veið- in, sem fæst, nær allt að 50 tonn- um. Svo kemur Owen Legate til sögunnar (leikinn af Robert Redford). Hann gegnir því van- þakkláta starfi að njósna um vinnuhæfni járnbrautarstarfs- manna á þessum slóðum. Þetta er glæsilegur maður, á góðum aldri, og fer ekki fram hjá því, að Natalía litla festi auga á hon um, jafnvel öðrum mönnum fremur. Owen er ljóist að Nata- lía er flöktandi fiðrildi í ásta- málum og gefur henni til kynna, að hann meti lítils ístöðu leysi hennar. Samt hneigjast hugir þeirra saman, og dag nokkurn fallast þau í faðma í heitum ástaratlotum. En móðir Natalíu (Kate Reid) er lítið hrifin af því, að dóttir hennar festi ást á öðrum manni en milljónaranum og reynir því að spilla sambandi þeirra. Dótt- irin fer þá eins konar millileið og giftiat friðli móður sinnar, en rænir fjármunum eiginmanns síns á brúðkaupsnóttina og flýr á fund Owens. — og er mikil saga enn ósögð....... Allir eru atburðir þessir sýnd- ir í „flash back“. Það er þrettán ára systir Natalíu, sem er að segja ungum leikfélaga sínum frá þeim ánægjuríku dögum, er Natalía var enn í heimahúsum og hafði ekki fengið „bólgu í lungun“. Leikur þessarar ungu telpu er frábær, hún tekur eftir og veit sínu viti, er líka ófeim- in að spyrja, ef henni finnst eitthvað á skorta þekk- ingu 'sína. — í sannleika sagt virðist æskuheimilið ekki sér- lega vel fallið til barnauppeldis. Við vitum ekki, hvort það hefur skaðað telpuna, í huga hennar er efst þörfin að tjá sig um liðna atlburði, og síðan stiklar hún eft- ir járnbrautarteinunum til óvissr ar framtíðar. Kvikmynd þessi er gerð eftir smásögu Tennessee Williams, en ekki veit ég, hversu efnisþræði hennar er trúlega fylgt. Kvik- myndir gerðar eftir snjÖllum smásögum geta verið sérlega vel heppnaðar, en hitt er til, að söguþráðurinn bindi of hendur leikstjóra eða hugmynd sögu- höfundar sé honum ekki nægi- lega vel ljós. Einnig er til, að hann velji ekki hentugar „týp- ur“ í ákveðin hlutverk. — Kannski er aðdragandi sögu- þráðar þess, sem fram kemur í myndinni rakinn nánar í smá- sögunni. Útskýringar „Willie" litlu nægja okkur ekki ávallt til að fá viðhlítandi skýringar á Tökum upp í dag hina margeftirspurðu TAVA DAGS- og KVÖLDKJÓLA. Tízkuverzlunin Rauðarárstíg 1. viðbrögðum fólks í þes'sari „condemned property“. — Undir lokin nálgast mynd þessi það, sem góðir tungumála- menn og listskýrendur mundu kalla ,,melodrama“ og gretta sig í leiðinni. Melodrama er eitt haiftúðugasta skammaryrði margra, er um listir skrifa, og raunar furða, hvað þeir hafa geð á að taka sér slíkt óþverraorð oft í munn. Nú er það svo, að ef á annað borð skal tíunda mannlegar tilfinningar á breið- um grunni, án undandráttar, þá eru það hrein skattsvik að telja alls ekki fram sumar þær meg- inkenndir sem í manneðlinu þró ast, á meðan um aðrar er fjallað af örlæti. Fyrir utan það, hve slíkt er lítil jafnaðarmennska. Þess má geta í leiðinni, að „tilfinningasemi" er síður en svo sérlega einkennandi fyrir þessa mynd, þótt dapurlegur endir geri nær óhjákvæmilegt, að henni bregði fyrir. Eigi veit ég, hver er höfundur íslenzka textans í þessari mynd. En það mun vera nokkuð djarf- ur maður, að minnsta kosti bregður hann fyrir sig setning- um, sem ekki eru algengar í ís- lenzku bókmáli. — Ég mundi koma með dæmi, ef mig brysti ekki kjark til þess. Vnnir verhnmenn ósknst í byggingavinnu. ’— Upplýsingar á staðnum. Gagnfræðaskóli verknóms við Ármúla. Ódýrt rúgmjöl í lausri vigt í sláturtíðinni Qpið til klukknn 10 öll kvðld viknnnnr NÆG BILASTÆÐI hjólbarðaverksmiðjurnar nota eingöngu þessa vél við að snjónegla alla sína vetrarhjólbarða. BIFREIÐASTJÓRAR Látið okkur snjónegla alla hjólbarða yðar með hinni sjálfvirku, full- komnu O.K.U. neglingarvél, sem við höfum í notkun á hjólbarða- vinnustofu okkar. Með vélinni má snjónegla allar tegundir snjó- hjólbarða. Nákvæmni hennar tekur öllum öðrum vélum fram. Af annarri þjónustu okkar má nefna að við: Skerum snjómynstur í hjólbarða, eins og undanfarna vetur. Höfum sérstaka vél til að losa hjól undan stórum bifreiðum. Höfum fullkomna ballancevél til að jafna misþunga í hjólbörðum fólksbíla. Seljum allar stærðir af snjóhjólbörðum. Sendum um allt land gegn póstkröfu. — Viðgerðarverkstæði okkar er opið alla daga kl. 7.0—22. Gúmmívinnustofan Skipholti 35. — Reykjavík. — Sími 31055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.