Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1968 Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Hólmgarði 44, hér í borg, talin eign Stefáns Þorsteinsscwiar fer fram á eigninni sjálfri, mánudagimn 7. október 1968, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annnað og síðasta á Réttarholtsvegi 59, hér í borg, þingl. eign Péturs Hallgrímssonar, fer fram á eigninni sjálfri, mánudaginn 7. október 1968, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Bragagötu 22, hér í borg, þingl. eign Jóns Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Amar Þór hrl., Gunnars M. Guðmundssonar hrl., og Hafþórs Guðmunds- sonar hdl., á eigninni sjálfri, mánudaginm. 7. október 1968, kl. 15.00. _____________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 33. tbl. Lögbiirtingablaðsins 1968 á hluta í Hæðargarði 30, hér í borg, talin eign Gunnar Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, mánudaginn 7. októ ber 1968, kl. 11.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Hraunteig 24, hér í borg, þiingl. eign Benigtu Andersen fer fram eftir kröfu Gjaldheimtumnar í Reykja- vík og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á eigninni sjálfri, mánudaginn 7. október 1968, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hafnarf jörður Til sölu hæð og ris í n' legu steinhúsi á góðum út- sýnisstað í Suðurbænum. Hæðin er um 137 ferm. að stærð. Tvær stofur, hol, eldhús og tvö svefnherb. Mjög góð geymsla og þvottahús á hæðinni. Suð-vestur svalir. Teppi á stofum og holi. Hansatjöld og gardínu- stangir fylgja. Bílskúrsréttur. Ræktuð lóð. Risið er um 96 ferm. óinnréttað. Allar leiðslur til staðar. Mögulegt að hafa sérkyndingu. Eignir þessar eru til solu hvor í sínu lagi eða sameiginlega. Laust til af- hendingar mjög fljótlega. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL., Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, sími 50960, kvöldsimi 51066. ISAL Bifvélavirkjar óskum að ráða tvo bifvélavirkja og einn bílaraf- virkja til starfa á bifreiðaverkstæði okkar í Straums- vík frá 1. jan. 1969. Starfið mun hefjast með 2ja mán. starfsþjálfun erlendis hjá framleiðendum tækja okkar. Ensku- og þýzkukunnátta nauðsynleg. Nánari upp- lýsingar hjá starfsmannastjóra. Skriflegar umsóknir sendist til íslenzka Álfélagsins, eigi síðar en 15. október 1968. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ Pósthólf 244, Hafnarfirði. - GRASFRÆ Framhald af bls'. 17 að koma á markaðinn. Hve lengi var sú forræktun í gangi áður en þessum áfanga var ináð, að fræ kemur á markaðinn? — Einstaklingarnir voru fyrst reyndir hér heima um ára bil og úr þeim valið. Síðan var fræ þeirra sent í ræktun, en fræræktunin gekk ekki vel í Danmörku, svo við urðum að hverfa frá því og hefja svo aft ur ræktun í Noregi, og munu vera komin upp undir 18 ár siðan byrjað var að vélja úr ís lenzkán efnivið, og hafnar voru athuganir á þvi hvaða grasteg undir væru hæfastar til undan eldis. — Sumarvinna hvers árs verður hjá okkur, eins og sést af ofangreindu, alltaf meira og minna í samhengi við störfin árin á undan og eftir, sagði dr. Sturla Friðriksson að lokum. Alltaf er verið að leita að ein- staklingum íslenzkra grasa, sem gætu verið betri að eiginleik- um heldur en það sem fyrir hendi er. Og sífellt er leitazt við að gera einstaklingssafnið, sem haft er í ræktun til athug- unar á tilraunastöðinni að Korpu, fjölbreyttara. Árlega sendum við fræ út til fram- haldsræktunar. Þar er fræinu sáð til reynzlu og til fjö'lgunar. Urval og framræktun tekur langan tíma, en við væntum þess, að þegar íslenzkt fræ kem ur á markaðinn verði það hæf- ara til nýræktunar og upp- græðslu en það fræ, sem við höfum hingað til þurft að not- ast við. — E. Pá. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 2 LESBÖK BARNANNA LESBÓK 3ARNANNA 3 hoppað. Því ef þær geta það ekki komast þær ekkert áfram. „Jæja“, hugsaði Kalli, „smám saman, um leið og ég æf- ist í að ganga í buxun- um, læri ég líklega að hoppa í þeim“. En áður en Kalli lærði að hoppa í buxunum, lærði hann að hoppa hratt út úr þeim, vildi það þannig til: Dag nokkum hitti Kalli Matta moldvörpu úti í skógi, og auðvitað talaði Kalli um buxur. „Matti“, sagði hann, „það kæmi sér vel fyrir þig að eiga buxur. Eink- um er gott að vera í bux um á veturna, þegar jörðin er frosin þá eru þykkar ullarbuxur ómissandi". „Já“, sagði Matti mold varpa, „það getur verið rétt hjá þér, en ég er nú alls ekki svo viss um að það sé betra. Ég myndi þá neyðast til þess að grafa breiðari göíig, því annars myndu buxurnar fljótt slitna, og þær eru víst of dýrar til þess — nei, Kalli, ég held ekki að ég geti gengið í bux- um. En ég get vel trú- að því að buxur séu bæði hlýjar og fallegar. Ég sé nú svo illa, að ég get ekki séð hvernig þær líta út, hvernig eru buxur eigin- lega? „Buxur“, sagði Kalli og hló, „eru reyndar bara tvö göt til þess að stinga fótunum í, síðan eru þær bundnar saman í mittið. svo að maður tapi þeim ekki. Sjáðu hérna .. “ Og Kalli kanína sýndi Matta hvernig maður átti að halda uppi um sig buxunum. Skyndilega þefaði Matti út í loftið. „Þú verður að afasaka, sagði hann, „en nú er ég far- inn — ég finn lykt af Mikka ref“. „Hvað á ég nú að gera“ æpti Kalli hræddur. Hann stökk síðan heljar- stökk upp úr buxunum og var á augabragði horfinn. Þegar Mikki refur kom var ekkert eftir af Kalla nema buxurnar — og síðan hefur Kalli kan- ína ekki í buxur komið. APAMÁL ENSKI málvísindamað- urinn, dr. Stanley Rund- le hefur í mörg Undan- farin ár verið að kynna sér mál apanna í dýra- görðum London. Hann hefur kynnt mál apanna það vel, að hann segist skilja hvað þeir segja sín á milli. Hann heldur því jafnframt fram, að mál apanna samanstandi af um það bil 200 mis- munandi orðum. Dr. Rundle . befur upp- götvað, að orð apanna fyrir „hungur" minnir mikið á enska orðið „HUNGER“ — og þegar hann segir þetta orð við apana, gefa þeir honum dálítið af mat sínum — ef þeir éru orðnir saddir — annars ekki! FRÖKEN Tína var lítill hundur með löng, falleg brún eyru. Hún bjó í stóru, fallegu húsi í út- jaðri bæjarins. Það var allt látið eftir Tínu, og hún var orðin eyðilögð af eftirlæti. Á daginn lá hún v;njulega í leti, og á næturna svaf hún í stóru og fallegu rúmi. Samt sem áður var Tína aldrei ánægð. Henni leiddist. Henni fannst góði maturinn bragðast hræðilega, leikföngin vera leiðinleg, og hún þráði það eitt að komast í burtu og verða frjáls. Sumarið kom og fjöl- skylda fröken Tínu ætl- aði til útlanda í sumar- leyfi — og auðvitað átti Tína að fá að fara með. „Loksins", gelti Tína, „kemur tækifærið. Það mátti ekki seinna vera því að ég er alveg að drep ast úr leiðindum". Fyrsta daginn skemmti Tína sér við að horfa út um lestargluggann, á allt fólkið og öll dýrin, sem þutu framhjá. Tína gelti að þeim, því auðvitað gat hún ekki vinkað — en það heyrði enginn til hennar. Og það leið ekki á löngu þar til henni leiddist alveg jafnmikið og áður. Hún fór nú að hugsa alvarlega um það að strjúka frá fjölsljyldu sinni og leggja af stað ein út í hinn stóra heim. En á endastöð járn- brautarlestarinnar kom óvænt atvik fyrir. Fjöl- skvlda Tínu hafði farið inn í biðsalinn, en Tína beið fyrir utan og gætti farangursins. „Núna“, hugsaði hún, „núna er tækifærið. Ég strýk í burtu og kem aldrei aft- ur. Ég verð frjáls“. Þá heyrði hún skyndi- lega sagt í dimmum rómi við hliðina á sér: „Þú ert aldeilis hepp- in, litla dama. Bæði ertu hrein og falleg. Þú hlýt- ur að búa á stað þar sem maður fær rjúkandi kjöt bita daglega. Þú ert með hundamerki um háls- inn, svo að gæzlumaður- inn getur ekki tekið þig og stungið i búrið sitt“. Fröken Tína leit á hundinn, sem hafði mælt þetta. Ó, hvað hann var ljótur. En sá feldur! Það voru blettir á honum. Og svo var hann bæði hor- aður og angaði af ólykt. Oj-bara! Tína sneri baki i hann, og ókunni hundurinn hló og g kk leiðar sinnar. „Já“, sagði hann, „svona er frelsið, litla dama“. Litlu seinna kom fjöl- skylda Tínu og fylgdi hún þeim glöð upp í lestina. Hún var þakklát fyrir að eiga svona góða fjölskyldu, sem hugsaði um hana — og leiddist henni aldrei framar. Fröken Tína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.