Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 23 Alþjóðabankinn eykur stórlega að- stoð við þróunarlöndin Washington, 30 .sept. NTB. ROBERT McNamara, aðalbanka stjóri Alþjóðabankans, sagði á stjórnarfundi bankans nýlega, að Alþjóðabankinn myndi á næstu fimm árum auka mjög efnahagsaðstoð við þróunarlönd in. Hann sagði, að fjárveitingar til Asíulanda yrðu aukn/.r veru- lega, tvöfaldaðar til landa í Suð- ur-Ameríku og þrefaldaðar til ýmissa Afríkulanda. McNamara sagði, að gera mætti ráð fyrir, að miklar breyt- ingar yrðu á því á næstu árum, hvar fjárfestingar væri mest þörf, og það væri hlutverk Al- þjóðabankans að veita nýjum þrótti í efnahagsþróun heimsins. Á næstu árum myndi bankinn stórauka starfsemi sína og hann vildi og hvetja allar þjóðir til að búast til baráttu með það fyrir augum, að gera heiminn betri og byggilegri en hann væri nú. Al- þjóðabankinn gæti ekki gert það einn, þjóðirnar yrðu einnig að leggja sitt af mörkum. McNam- ara sagði að fé því, sem varið væri til að styrkja þróunarlönd- in væri ekki á glæ kastað, held- ur væri það örugg fjárfesting. Bankastjórinn sagði, að enginn efi léki á því, að mörg lönd gætu lagt fram drýgri skerf til þróunarlandanna en þau gerðu nú. Mörgum auðugum löndum hafi tekizt að auka þjóðartekj- urnar um nærfellt 400 milljarða dollara og þessi aukning væri miairi en samanlagðar þjóðar- tekjur þróunarlandanna allra. Við opnun fundarins, en hann sátu m.a. flestir fjármála- ráðherrar heims, annarra en kommúnistaríkjanna, flutti John son Bandaríkjaforseti ávarp. Hann kvaðst vilja skora á auð- ugar þjóðir að draga ekki úr efnahagsaðstoð við þau ríki, sem væru vanmáttugri. Þjóðirnar mættu ekki láta óábyrga aðila ráða því að heimurinn glataði því sem hiefði unnizt og færðist 20 ár aftur í tímann. Forsetinn sagði, að mieð sameiginlegu átaki mætti auka alheimstekjurnar um fimm prósent á ári næstu fimm árin. AP-fréttastofan segir, að orð forsetans hafi ekki hvað sízt ver- ið ætluð bandaríska þinginu, en Robert McNamara það samþykkti nýlega fjárveit- ingu til þróunarlandanna, sem -er hin lægsta frá stríðslokum. DANSSKÓLI mSTI HRITUiRDAGUR ASTVALDSSONAR Kennsla hefst mánudaginn 7. október. Afhending skírteina. Reykjavík: Að Brautarholti 4 laugardag- inn 5. október frá kl. 1—7 og sunnudaginn 6. október frá kl. 1—7. Kópavogur: í Félagsheimilinu sunnudag- inn 6. október kl. 1—7. Keflavík: í Ungmennafélagshúsinu mánudaginn 7. október kl. 3—7. INNRITUN daglega: Reykjavík: Símar 1- 01-18 kl. 10—12 og 1—7 2- 03-45 kl. 10—12 og 1—7 Kópavogur: Sími 3- 81-26 kl. 10—12 og 1—7 Haf nar f jörður: Sími 3-81-26 kl. 10—12 og 1—7 Keflavík: Sími UNGLINGAR! 2062 kl. 3—7. ATHUGIÐ. Allir nýjustu Kennum í Árbæjarhverfi. „go-go“ dansarnir. Nýkomið Köflóttar stretchbuxur stærð 3—8 kr. 198.- 236.— Terylene drengjabuxur stærðir 2ja—12 ára frá kr. 450.— Heklupeysur í miklu úrvali. Nordpol kuldaúlpur. Einnig mikið úrval af undirfötum, lífstykkjavörum, barnafötum, snyrtivörum, leikföngum og ritföngum. Verzlun Sigríðar Sandholt, Skipholti 70, sími 83277. HF klœddur i fotum fra ANDERSEN & LAUTH Laugavegi 39 og Vesturgötu 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.