Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968
BÍLALEIGAN
AKCRALT
SENDUM
SÍMI 82347
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavefi 12. Siml 35135.
Eftir lokun 34936 or 36217.
Simi 22-0-22
Raubarárstlg 31
símí 1-44-44
mninw
Hverfisfötu 183.
Simi eftir lokun 31163.
MAGIMÚSAR
skiphsiti21 s»mar 21190
eftir lokun'' 403S1
LITLA
BÍLALEIGAN
BerrstaVastræti 11—13.
Hagstætt leifucjald.
Sími 14970
Eftir lokun 1497« effa 31743.
Sigurður Jónsson.
Hand- og listiðn-
aðarsýningin
— aðeins 3 dagar eftir.
Norrœna Húsið
Skjalaskápar og
spjaldskrárkerfi
trá
SHAIMIMOIM
Ólafur Gíslason & Co. hf.,
Ingólfsstræti 1 A.,
sími 18370.
QstertkG
peningaskúpar
fyrirliggjandi.
Ólafur Gísiason & Co hf.,
Ingólfsstræti 1 A,
sími 18370.
0 Hvar er lýðveldis-
fáninn?
„Gamall lýðveldishátíðargestur"
skrifar:
„Ég brá mér um daginn austur
á Þingvöll og gekk til Lögbergs
og staðnæmdist hjá stóru fána-
stönginni, sem þar var reist lýð-
veldisárið í þeim tilgangi að
draga þar þjóðfánann að húni, er
lýst hafði verið yfir stofnun lýð-
veldis. Þeir, sem voru þá á Þing-
völlum, muna enn þetta merka
augnablik i sögu þjóðarinnar.
Því hefur verið hreyft, að vísu
fyrir alllöngu, og að mig minnir
spurt um það: Hvar er fáninn
geymdur? Sú spurning er hér end
urtekin.
0 Fúasár í fánastöng
En víkjum aftur að flaggstöng-
inn miklu. Nú er svo komið, að
neðst hefur opnast stórt „fúasár",
og er það sýnilega komið það til
ára sinna og orðið svo stórt, að
vel gæti farið svo, að I fyrstu
haustveðrum myndi stöngin
brotna og eyðileggjast.
Ég vildi þvl beina því til hins
nýja forstöðumanns Þjóðminja-
safnsins, að hann nú þegar taki
mál þetta í sínar hendur. Sýni-
lega er aðeins um tvennt að gera:
Taka fánastöngina niður og varð-
veita hana á þeim stað, sem hún
á bezt heima og þá með „lýðveld
isfánanum frá 1944, sé hann til á
vísum stað, — eða láta fram fara
viðgerð á flaggstönginni og ann-
ast svo um viðhald hennar, að
hún verði ekki fúa og reiðuleysi
að bráð. Ég fullyrði, að málið
þoli ekki bið.
Gamall lýðveldishátíðargestur".
0 Aðvörun gegn
íeykingum
G. sendir Velvakanda eftirfar-
andi klausu:
Sjónvarpsleikarinn William Tal
man tapaði sem opinber ákær-
andi í myndaflokki Perry Mason
231 máli á móti Mason. En fyrir
skemmstu átti hann — hálfum
mánuði eftir lát sitt — að koma
fram sem alvarlegur aðvarandi
í auglýsingamynd gegn reyking-
um.
Talman, sem dó af lungna-
krabba 53 ára gamall, var van-
ur að reykja úr þremur pökkum
af vindlingum á dag. t hinni
nýju mynd sýnir hann heimili sitt
í Kaliforníu og kynnir Peggy
eiginkonu sína og böm. — Svo
breytist sviðið, og áhorfendur
Talmans sitja við hlið Raymond
Burr, sem lék Perry Mason, og
hann segir:
„Þér vitið vel, að ég gerði mér
17 mboðsmaður
Ég óska eftir að gerast umboðsmaður í Austur-Húna-
vatnssýslu. Þeir er áhuga hafi á slíku leggi inn nöfn
sín fyrir 10. þ.m. til Mbl. merkt: „A-Hún. — 2136“.
Flugfreyjur!
Félagsfundur verður haldinn í Tjarnarbúð í dag kl. 3.30.
Áríðandi að allar mæti.
STJÓRNIN.
Framtíðarstarf óskast
Af utan að komandi ástæðum óskar ungur verzlunar-
menntaður maður eftir starfi. Viðkomandi hefur sér-
stæða reynslu í viðskiptalífinu, einkum í söluaukningu
og í að koma nýjum vörum á markað auk allra venju-
legra stjómunar- og skrifstofustarfa.
Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins innan sex daga frá
birtingu auglýsingar þessarar, merkt: „Útsjónarsemi
— 2137".
ekki rellu út af því að tapa ðll-
um þessum málum, en nú hefi ég
lent í máli, sem ég vil sízt tapa,
því að geri ég það, þá missi ég
eiginkonuna og drengina, sem þér
hafið séð. — Ég hefi fengið
lungnakrabba“.
Leikarinn heldur áfram og seg-
ir:
„Hlustið því á það, sem ég hefi
að segja um að reykja og tapa,
því að hvort tveggja hefi ég
reynt. Ef þér ekki reykið, þá
byrjið aldrei á því, og séuð þér
reykingamaður, þá hættið að vera
það. Gerið yður ekki leik að því
að tapa í slíku máli,“
Kvikmynd þessi er gerð af
Krabbameinsvarnafélagi Banda-
ríkjanna, og er búizt við að hún
verði sýnd af flestum sjónvarps-
stöðvum vestra á næstunni.
Birt f Norges Handels og Sjö-
fartstidende með tiivísun til „Poli
tiken'.
0 Eignarfatlsendingar
„Karfi“ skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Leiðinlegt er að sjá á prentl,
hve fólk (a.m.k. blaðamenn) er
farið að ruglast í eignarfallsend-
ingum nafnorða, jafnvel mjög al-
gengra orða, sem eru daglega í
notkun. Þessi ruglingur virðist ný
tilkominn, og þykir mér ískyggi
legt, hve fljótt hann breiðist út.
Hvort tveggja er gert, að láta
orð, sem eiga með réttu að enda
á -ar í eignarfalli, enda á -s, og
svo öfugt.
Mig langar til þess að tilfæra
hér fjögur dæmi um ranga beyg-
ingu algengra orða, sem öll eru
tekin úr dagblöðunum á aðeins
þremur dögum.
......vegna hita og reyks",
(“Tíminn 1. okt.) Þarna á auð-
vitað að standa „reykjar". Séu
menn i vafa um beygingu, er oft
gott að rifja upp samsett orð, þar
sem vafaorðið er eignarfallsliður.
Hefði blaðamaðurinn hugsað sig
um andartak, hefði hann minnzt
orða eins og „reykjarmökkur",
„reykjarkóf" „reykjarpípa" og
jafnvel ,Reykjarvík“, eins og hér
hét lengi áður en það breyttist í
Reykjavík.
„. . . í horni útveggs og skil-
veggs næstu íbúðar", („Vísir" 30.
sept.). Þarna hefði blaðamaður-
inn átt að minnast „veggjarbrots"
og „milli þils og veggjar".
„. . . á horni Laugavegs og
Snorrabrautar" sbr. „vegarbrún".
....fyrir stafni í hinum enda
norðursalsins", sbr. „salarkynni"
Mér leiðist að sjá málið svona
afskræmt. Mér finnst það ekki
ástæðulaust að óttast um framtíð
islenzkrar tungu þegar skyndi-
lega er hægt að umturna beyg-
ingarlögmálum hennar, án þess að
nokkur virðist sjá neitt athuga-
vert við það, nema gamlir sérvitr
ingar eins og ég.
Og góðir, blaðamenn: Á ykkur
hvílir mikil ábyrgð. Þið getið haft
(og hafið) mikil áhrif til ills
eða góðs. Eins og ég vona, að
þið sjáið af framangreindum dæm
um, þá er ekki mikill vandi að
skrifa rétt mál, ef þið bara veit-
ið ykkur þann munað að hugsa
ykkur andartak um, áður en orð
ið er fest á pappirinn.
Með beztu kveðjum,
Karfi“.
% Falsbréf
1 gær birtist hér bréf um kvik-
myndina „Tónaflóð". 1 ljós hefur
komið, að bréfið var falsað; þ.e.,
að nafn bréfritara undir því var
falsað.
Þeim, sem sagður var hafa skrif
að bréfið, hefur verið sent fals-
bréfið. Sýnist Velvakanda það
þannig úr garði gert, að mjög auð
velt ætti að vera fyrir Rannsókn-
arlögregluna að hafa upp á hinum
seka, en það er vitanlega mjög
alvarlegt afbrot að falsa nafn ann
ars manns undir brét
Byggingatæknifræðingur
Byggingatæknifræðingur óskar eftir atvinnu. Starfs-
reynsla á teiknistofu og við byggingaeftirlit.
Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt „Okt. ’68 — 2135“
Moskwitch og Volkswagen
áklæði fyrirliggjandi. Útvegum með stuttum fyrirvara
áklæði og mottur í flestar gerðir bifreiða.
Dönsk úrvalsvara. Lágt verð.
Altikabúðin
Frakkastíg 7 — Sími 22677.
>