Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 Hljómsveitin „Virtuosi Dei La Beila Musica.“ Fyrst er trumbuleikarinn, Gína Grjúpán, grit- arsnillingurinn, Albínó Sagógrjónía, fiðluleikarinn Igór Extrakt, flautuleikarinn Benny Mo isisjovics, píanóleikarinn Braskenasí og klarinettusnillingurinn, Benedikt Gúðmann. Fóstbræður í Hótel Söguí Á sunnudaginn var efndu Fóstbræðrakonur tii síðdegis- skemmtunar að Hótel Sögu við mikla aðsókn og framúr- skarandi undirtektir samkomu gesta. Því hefur verið ákveðið að skemmtun þessi verði endur- tekin n.k. sunnudag, 6. októ- ber kl. 15.00, og einnig þá um kvöldið kl. 20.30, að Hótel Sögu. Skemmtiatriði verða hin sömu og fyrr, þ.e. söngur Fjórtán Fóstbræðra, en þeir flytja lagasyrpu úr „Fiðlaran um á þakinu“, sem Magnús Ingimarsson hefur útsett og æft. Þá verður sýnd innlend og erlend kvenfatatízka allt frá árinu 1550 fram til dags- ins í dag. Má fullyrða, að þessi fatasýning sé ein hin fegursta, sem um getur hér á landi, enda víða leitað fanga til þess að gera hana sem bezt úr garði. Hárgreiðsla sýning- arstúlknanna er í samræmi við tízku hvers tímabils, er> greiðsluna annast María Guð- mundsdóttir, Hárgreiðslustofu Austurbæjar. Af öðru skemmtiefni á sam komunum má nefna Glúnta- söng Agústs Bjarnasonar og Kristins Hallssonar, söng Sunnudagskórsins, sem er lít- ill blandaður kór, er flytur létt lög. Enn er að geta kamm erhljómsveitarinnar „Virtuosi dei la bella rnusica", er kem- ur fólki mjög þægilega á óvart. Loks syngur Karlakór- inn Fóstbraéður fáein lög undir stjórn Ragnars Bjöms- sonar. Píanóleik undir söng og milli atriða annast þeir Carl Billich, Gunnar Axels- son og Magnús Ingimarsson. Á síðdegisskemmtuninni munu Fóstbræðrakonur sjálf- ar annast allar veitingar með heimabökuðu brauði og kök- um. Rétt er að minna á, að fengin reynsla hefur sýnt að börnin kætast af því sem þama fer fram, ekki síður en foreldrar, afar og ömmur. Á sunnudagskvöld verða venjulegar veitingar í Súlna- salnum á vegum Hótel Sögu, og geta gestir að sjálfsögðu notið kvöldverðar áður en skemmtunin hefst kl. 20.30, sem fyrr segir. Eins og komi'ð hefur fram í fyrri fréttum rennur allur ágóði óskiptur til byggingar hins nýja félagsheimilis Fóst- bræðra við Langholtsveg. Aðgöngumiðar að báðum samkomunum verða seldir í norðuranddyri Hótei Sögu kl. 15.00—18.00 á laugardag, og frá kl. 13.00 á sunnudag. Læknafélag íslands 50 ára Stjórn Læknafélags íslands. LÆKNAFÉLAG fslands heldur, í tilefni hálfrar aldar afmælis síns, heilbrigðismálaráðstefnu í Domus Medica, dagana 4.-5. októ ber. Setur formaður Læknafé- lags fslands, Arinbjörn Kolbeins son, ráðstefnuna kl. 14 á föstu- dag. Efni ráðstefnunnar verður: læknaþjónusta í dreifbýli og þétt býli og fyrsti þáttur um liða- gigt. Ráðstefnunni lýkur klukk- an 13 á laugardag. Læknafélag íslands var stofn- að þ. 14. janúar, 1918. Þar sem ekki þótti henta að efna til al- mennrar hátíðar á þeim ára- tíma, vegna örðugra samgangna, var ákveðið að nota fremur af- mælisárið, en daginn, sem sam- komutíma. Fyrsta félag lækna hér var stofnað af fimm læknum í Aust- firðingafjórðungi, en lagðist nið- ur tveimur árum seinna. Fyrsti almenni læknafundur var hins vegar haldinn hér í neðri deild Alþingis, 27.-30. ágúst, 1896, og var m.a. á dagskrá breyting á skipun læknishéraða. Er það í eðli sínu hið sama og aðalmálið á dagskrá að þessu sinni. Hið íslenzka læknafélag var stofnun Læknafélagsins, ogtókst lok ári síðar. Guðmundur Hann- fcsson, prófessor, barðist fyrir stofnun Læknafélagsins, og tókst það að lokum fyrir hálfri öld, og voru stofnendur 62, en við- staddir á stofnfundi 34. Fimm af stofendum eru enn á lífi, þar af einn, sem sótti stofnfundinn. Verkefni læknafélagsins hafa frá upphafi verið, að efla sam- einingu, stéttarþroska og hag fé- lagsmanna, koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum og treysta tengsl við er- lend læknafélög. Eins er það verkefni félagsins að stuðla að aukinni menntun lækna, glæða áhuga þeirra á því, er lýtur starfi þeirra, og efla samvinnu um aHt, er lýtur og horfir tU heilla í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Kjaramál lækna hafa verið of- arlega á baugi, nú sem fyrr, og 1952 voru gerðar breytingar á lögum Læknafélagsins og það gert að bandalagi 7 svæðisfélaga, og er Læknafélag Reykjavíkur fjölmennast þeirra. Félagið hefur gert mikið á- tak til að bæta starfsaðstöðu lækna, þar sem bygging Dómus Medica var. Bygging var hafin 1963, og lauk henni 1966. Stjórn Læknafélags íslands skipa, Arinbjörn Kolbeinsson, for maður, Friðrik Sveinsson, rit- ari og Stefán Bogason gjaldkeri. Framkvæmdastjóri læknafélag- anna er Sigfús Guðlaugsson, við skiptafræðingur. TUNG-SOL* TUNG-SOL* amerískar samlokur jafnan fyrirliggjandi. Varahlutaverzlun Jóh. ðlafsson & Co. Brautarholti 2, sími 11984. 16870 4ra herb. íbúð á 4. hæð við Háaleitisbraut, sér- hitaveita. 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð við Kleppsveg, suð- UTSvalir. 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð við Laugarnesveg. 4ra herb. endaíbúð á 5. hæð við Ljósheima, sér- þvottahús á hæðinni. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Sólheima, suður- svalir. 5 herb. efri hæð við Ás- vallagötu, bilskúr. 5 herb. neðri hæð við Austuirbrún, bílskúr. 5 herb. efri hæð við Melabraut, Seltjarnar- nesi, vönduð íbúð. 5 herb. neðri hæð við Rauðalæk, sérhiti, væg útborgun. Einbýlishús í Kópavogi, suðvesturbæ, nýlegt, fullfrágengin lóð. Á hæð inni er 5 herb. íbúð, en á jarðhæð 2ja herb. íbúð og bílskúr. FASTEIGNA- ÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Sillit Vatdi) ttagnar Támasson hdt. tími 24645 sölumaður fasteigna: Stefin J. ttichter simi 16870 kvötdsími 30587 TIL SÖLU 2ja herb. 75 ferm. kjallara- íbúð við Eiríksgötu. 2ja herb. 70 ferm. 3. hæð við Ásbraut, suðursvalir. 3ja herb. 80 ferm. risíbúð við Holtsgötu. 3ja herb. 75 ferm. risíbúð við Barmahlíð. 3ja herb. 90 ferm. 1. hæð við Álfaskeið, þvottahús á hæð- inni. Frystihólf í kjallara, bílskúrsréttur. 3ja herb. 2. hæð við Hjarðar- haga, bílskúr og herb. í risi fylgir, suðursvalir, lóð full- frágengin. 3ja—4ra herb. 1. hæð í tví- býlishúsi við Reynihvamm, bílskúrsréttur, lóð frágeng- in, allt sér. Hagstæð útb. 4ra herb. 3. hæð við Hraun- bæ, skipti á 3ja herb. íbúð koma til greina. 4ra herb. 108 ferm. 1. hæð við Stóragerði. Vandaðar ínn- réttingar, suðursvalir, lóð fullfrágengin. 5 herb. 129 ferm. hæð við Rauðalæk, bílskúrsréttur, sérhiti. Skipti á 3ja herb. íbúð koma til greina. 5 herb. 130 ferm. 1. hæð í tví- býlishúsi við Borgairholts- braut, bílskúrsréttur, allt sér, vönduð ibúð. 5 herb. 130 ferm. 3. hæð við Hraunbæ, falleg íbúð, hag- stætt verð og útborgun. Tvíbýlishús Húsið er við Hlunnavog (steinhús 112 ferm) á 1. hæð 4ra herb. íhúð og sér þvottahús og 2ja—4ra herb. íbúð í kjallara sem er lítið niðurgrafin. Sér inngangur, hiti og þvotta- hús. 40 ferm. bílskúr er hálfbyggður. Falleg lóð. Iðnaðarhúsnœði Húsnæði þetta er 90 ferm. á 2. hæð í verzlunarhús- næðinu Miðbær við Háa- leitisbraut. Útstillingar- gluggi fylgir með. Hús- næðið selst tilb. undir tré- verk, með allri sameign frágenginni. Einnig lóð og malbikuð hílastæði. Hag- stætt verð. Útb. kr. 400 þús. I Breiðholti eru íbúðir til afhendingar í haust og næsta vor. 2ja herb. 72 ferm. Verð kr. 600 þús. 3ja herb. 78 ferm. Verð kr. 730 þús. 4ra herb. 90—100 ferm. Verð kr. 810—850 þús. Sumum 4ra herb. íbúðunum fylgir sérþvottahús en öðrum bílskúr. Athugið að búið var að sækja um húsnæð- ismálalán fyrir sumum íbúðunum fyrir 15. marz og má því reikna með að hægt verði að fá fyrri hluta af láninu útborgað- an á næsta ári. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingarmeLstara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegí 32. Símar 34472 og 38414. Kvöl'dsími og helgarsími sölumanns 35392. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.