Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 19«8 Útgefiandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfu'lltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Þoribjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson, Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. RANNSÓKNIR ÍÞÁGU A TVINNUVEGANNA að er eitt af einkennum nútíma þjóðfélags, að flestar greinar atvinnulífs byggjast á vísindalegri rann- sóknarstarfsemi. Með því að taka vísindin í þágu bjarg- ræðisvega sinna, hafa þjóð- irnar stóraukið framleiðslu sína, bætt vinnubrögð sín og treyst efnahagsgrundvöll þjóðfélaga sinna. Við íslendingar höfum hin síðari ár lagt á það mikið kapp að taka hin hagnýtu vísindi í þágu íslenzkra bjargræðisvega. Hefur nú- verandi ríkisstjórn beitt sér fyrir margvíslegri löggjöf og ráðstöfunum í þessu skyni. í þessu sambandi má benda á, að á árinu 1965 voru sett lög um rannsóknir í þágu sjávarútvegs og fiski- iðnaðar. Sett hefur verið á stofn hafrannsóknarstofnun, sem á m.a. að annast rann- sóknir á göngum og stofn- sveiflum íslenzkra sjávar- dýra, og áhrifum þeirra á aflamagn, veiðihorfur og há- marksnýtingu. í öðru lagi á þessi stofnun að annast skipulagningu og stjórn rann sókna og fiskileitar á veiði- svæðum, og leit nýrra fiski- miða. Hún á ennfremur að annast rannsóknir á fiski- rækt og tilraunir með ný veiðarfæri, veiðiaðferðir og rannsóknir þar að lútandi, svo og rannsóknir á hag- kvæmustu gerð fiskiskipa. Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins hefur m.a. þessi verkefni: í fyrsta lagi rannsóknir á hráefnum og framleiðslu fisk iðnaðarins til þess að tryggja fyllstu nýtingu hráefnanna og gæði afurðanna. í öðru lagi aðstoð og leiðbeiningar við fiskiðnaðinn við undir- búning og byggingu fiskiðju- vera og val véla og tækja til fiskiðnaðar. í þriðja lagi kynning á nýungum í fisk- iðnaði, tækjum og vinnslu- aðferðum og prófun á gagn- semi þeirra. Þá hefur verið byggt sér- stakt síldarleitarskip, sem þegar er tekið til starfa og ætlunin er að byggja haf- rannsóknarskip, sem notað verður til almennari rann- sókna á hafsvæðinu umhverf- is ísland. Allar þessar ráðstafanir munu hafa mikla þýðingu fyrir sjávarútveg og fisk- iðnað í landinu. Ef litið er til iðnaðarins ber að nefna að samkv. lög- um um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, hafa verið stórefldar tvær rannsóknar- stofnanir á sviði iðnaðarins, Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Rannsóknarstofnun iðnað- arins vinnur mg.a. að rann- sóknum til eflingar og hags- bóta fyrir iðnaðinn í landinu, rannsókna vegna nýjunga á sviði iðnaðar og annarrar framleiðslu og rannsóknum á nýtingu náttúruauðæva landsins í þágu iðnaðar. Verkefni Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins er m.a. að vinna að endurbót- um í byggingariðnaði og lækkun kostnaðar við mann- virkjagerð, hagnýtum jarð- fræðirannsóknum og vatns- virkj ar annsóknum. Stuðningur við rannsóknar starfsemi í þágu landbúnað- arins hefur verið mjög auk- inn og skipulag hennar bætt, en hún er nú fyrst og fremst í höndum Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins, sem komið hefur í stað Búnaðar- deildar atvinnudeildar Há- skólans. Þá voru árið 1963 sett ný lög um bændaskóla, en merk asta nýmæli þeirra var auk- in tæknikennsla og lenging framhaldsnáms ungra bænda efna á Hvanneyri. Allt eru þetta jákvæðar og gagnlegar ráðstafanir og spor í rétta átt. En vafalaust verður að ganga ennþá lengra og auka verulega stuðning við hvers konar rannsókna- og vísindastarf- semi í þágu bjargræðisveg- anna. Byggja verður upp nýjar atvinnugreinar og leggja megináherzlu á að hagnýta þau hráefni, sem til eru í landinu betur en nú er gert. Engin ríkisstjórn hefur sýnt meiri skilning en Við- reisnarstjórnin á nauðsyn þess að taka hin hagnýtu vísindi og þekkingu í þágu undirstöðu atvinnuvega þjóð arinnar. Munu Sjálfstæðis- men hiklaust halda áfram baráttu sinni fyrir því að taka tækni og vísindi í stöð- ugt vaxandi mæli í þágu at- vinnulífsins. Það er krafa hins nýja tíma, sem felur í sér stórbrotna möguleika til þróunar og uppbygingar í landinu. LAUMUSPIL Á LAUGARVATNI thns og Mbl. skýrði frá fyr- ^ ir nokkrum dögum varð Eysteinsliðið í samtökum Rússneska skáldið Evgení Evtúsénko fordæmir innrásina II' ■■n i II ram líd urim U IAN UK HtlMI — ÉG veit ekki, hvernig ég fæ sofið, ég veit ekki, hvernig ég á að halda áfram að lifa. Ég veit einungis, að mér ber skylda til að tjá yð- ur þær tilfinningar, sem eru að yfirbuga mig. Með þessum orðum hefst símskeyti, sem rússneska skáldið Evgení Évtúsénko sendi leiðtogum Sovétríkj- anna í mótmælaskyni við innrásina í Tékkóslóvakíu. Áður hefur skáldinu verið legið á hálsi fyrir þögn og að- gerðarleysi vegna innrásar- innar. Nú er það komið á dag inn, að hann sendi mótmæli sín 22. ágúst sl., daginn eftir að innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð. Mótmælum sínum beindi Évtúsénko til Brezh- nevs, leiðtoga sovézka komm únistaflokksins og Kosygins, forsætisráðherra. — Ég veit ekki, hvernig ég get horft framan í vini mína í Tékkó- slóvakíu framar, segir hann þar ennfremur. Það eru .ekki nema fáir dagar síðan, að vitneskja fékkst almennt í Moskvu um mótmæli Évtúsénkos, en áð- ur hafði í júgóslavneska bók- menntatímaritið „Knijzevne Novine“ hæðst að honum fyr ir að þegja um atburðina í Tékkóslóvakíu. Þar var þess- um spurningum beinit til skáldsins: — Hvers vegna þegir þú, sem annars hefur aldrei verið orðvana? Hefur þú lagzt í vetrardvala — eða ertu í sumarleyfi? Þú hefur gefið út handtökuskipun vegna morðingja Roberts Kennedys — þú hefur skýrt frá kjörum bandarísks blökku fólks — en gleymir þú heim- kynnum þínum? Nú hefur það komið á dag- inn samkvæmt framansögðu, að þessi napra árás var óverð skulduð, því að af opinberri hálfu var að sjálfsögðu ekk- ert skýrt frá mótmælum Évtúsénkó í Sovétrfkjunum og sjálfur hefur hann það fyr ir sið, að skýra erlendum blaðamönnum ekki frá því, sem hann hefst að. Engu að síður hefur fréttin um sím- skeytið kvisazt út og hafa mótmæli skáldsins vakið mikla athygli víða um heim að vsrðskulduðu. — Ég er algjörlega sann- færður um, segir skáldið enn fremur í mótmælaorðsendingu sinni, — að verknaður okkar í Tékkóslóvakíu er hörmu- leg mistök og átakanlegt áfall fyrir vináttu Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu og heims- kommúnismann. Hann lltil- lækkar okkur í augum heims- ins og í okkar eigin augum. Hann felur í sér aftúrför fyrir öll framfarasinnuð öfl, fyrir friðinn í heiminum og draum mannsins um bræðra- lag í framtíðinni. Þetta er einnig psrsónuleg- ur harmleikur fyrir mig, því að ég á mgrga persónulega vini í Tékkóslóvakíu og ég veit ekki, hvernig ég get 'horft framan í þá nokkru sinni framar, ef ég á eftir að hitta þá. Mér virðist einnig þessi verknaður vera stórkostleg gjöf í hsndur öllum aflturhalds sömum öflum í heiminum og við getum ekki sagt fyrir af- leiðingar af þessum verknaði. Ég elska land mitt og þjóð og ég er hógvær arfþegi rússn eskra bókmenntahefða og rit höfunda sem Pushkins, Tol- stojs, Dostojevskis og Sol- henitsins. Þessar hefðir hafa kennt mér, að stundum getur verið vansæmd að þögninni. Evgení Évtúsénkó og Galína kona hans. Ég bið yður vinsamlega um að láta skrásetja fyrir kom- andi kynslóðir skoðanir mín- ar á þessum verknaði sem álit heiðarlegs sonar þessa lands og álit skálds, sem eitt sinn skrifaði kvæðið: „Æskja Rússar stríðs?“ Évtúsénkó varð frægur á valdatímabili Krúsjeffs v.egna kvæða, sem hann orti, þar sem hann réðst á stalinis- mann og mælti með mannúð- arhugsjónum og frjálsræði í Sovétríkjunum. Þessi yrkis- efni og frábært ljóðrænt brag arform hans, vakti athygli al- mennings í Sovétríkjunum ekki hvað sízt unga fólksins. Évtúsénko er nú langvinsæl- asta Ijóðskáld Sovétríkjanna. Hann er orðinn eitt þekktasta skáld heims og hefur ferðazt víða um lönd. ungra Framsóknarmanna að grípa til sérstakra laumuað- gerða til að halda völdum í þessum samtökum á þingi þeirra á Laugarvatni fyrir nokkru. Stjórnarkjör var lát- ið fara fram flestum þing- fulltrúum að óvörum á sunnu dagsmorgni þegar fámennur hópur var saman kominn á fundi og höfðu aðeins trygg- ustu stuðningsmenn stjórnar manna fengið vitneskju um hvað til stóð. Þetta er það sem Framsóknarmenn kalla „opið“ þing — í rauninni að- eins ómerkilegt laumuspil. I ljósi þessarar staðreyndar og annarra er skiljanlegt að Framsóknarmenn reyni nú að varpa rýrð á þing ungra Sjálfstæðismanna og draga í efa að rétt hafi verið skýrt frá fjölda þátttakenda. Þing- fulltrúar allir skrifuðu nöfn sín á sérstök blöð og fer því ekkert ' á milli mála um fjölda þeirra. Hitt er svo ann að mál að á þingi ungra Sjálf stæðismanna, sem öðrum slíkum þingum sitja ekki al- ir þingfulltrúar sem fastast öllum stundum. Þegar at- kvæðagreiðslur fóru fram í þinglok var töluverður hluti þingfulltrúa fjarverandi og aðrir tóku ekki þátt í þeim at- kvæðagreiðslum, sem Fram- sóknarblaðið vitnar til. HVAÐ GERIST í MÁLUM FRYSTI- HÚSANNA? Cíðasta Alþingi setti lög um ^ ráðstafanir vegna sjávar- útvegsins og var þar mi a. gert ráð fyrir að ríkisstjórn- in léti fram fara athugnn á rekstraraðstæðum og fjár- hagslegri uppbyggingu frysti iðnaðarins. Á grundvelli þeirra athugana skyldu síðar gerðar tillögur er miði að því að bæta rekstrargrundvöll frystihúsanna. í þessu skyni var bent á ýmsar leiðir til umbóta. Vitað er að nefndir hafa starfað að athugun þessara mála. En árangur þeirrar at- hugunar lætur standa á sér. Á meðan stöðvast einstök frystihús og atvinnuleysi blasir við byggðarlögum þeirra. Um þetta hefur oft verið rætt hér í blaðinu og bent á þann háska, sem hljóti að leiða af stöðvun frystiiðnað- arins. Æskilegt væri að sjávarút- vegsmálaráðherrann, sem þessi mál heyra undir upp- lýsti, hvers megi vænta í þess um efnum. Þjóðin hefur sízt af öllu efni á því að só þátt- ur útflutningsframleiðslunn- ar, sem mestan erlendan gjaldeyri skapar, stöðvist hreinlega og gefist upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.