Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 32
fiSKUR Suöurlandsbraut 14 — Sími 38550 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 fðtogtfttMafrlfe RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 1D.1DO Færð víöast allgóð FÆRÐIN á þjóðvegum í gær var víðast hvar orðin allsæmileg nema hvað ófært var með öllu til Siglufjarðar og á nokkrum stöðum á Norðausturlandi. Samkvæmt upplýsingum Hjör leifs Ólafssonar hjá Vegamála- skrifstofunni, þá var greiðfært um Borgarfjörð, Snæfellsnes og vestur um Dali. Góð færð er orðin um Vest- firði, hálka er þó víða á vegum, og Þingmannaheiði er tæpast fær fólksbílum, Þorskafjarðar- heiði var ófær en opnaðist í gær. Milli Reykjavíkur og Akureyr ar var ágæt færð, til að mynda Hlout dverku ó höiði KONA hlaut áverka á höfði, þegar vörubíl var ekið á hlið bíls hennar á gatnamótum Sól- eyjargötu og Njarðargötu í gær- morgun. Konan var flutt í Slysa- varðstofuna, en meiðsli hennar voru ekki að fullu könnuð í gær. Bíll konunnar skemmdist mikið. Konan, sem ók Volkswagenbíl, var á leið suður Sóleyjargötu og þegar hún var á leið yfir gatna- mótin, kom vörubíll vestur Njarðargötu og ók beint inn á gatnamótin og á VolkswagenbO- inn. Sóleyjargata er aðalbraut, en ökumaður vörubílsins kvaðst ekki hafa séð hinn bílinn fyrr en allt var um seinan. Byrjað að reisa urlandaskálann í „Framfarir og samlyndi mannkyns" einkunnarorð á Expo 70 i Osaka NORÐURLÖNDIN fimm munu koma fram sameiginlega á næstu heimssýningu, Expo 70, í Osaka í Japan og hefur nýlega verið ákveðið að íslendingar verði með eins og frá var skýrt nýlega í blaðinu. Nokkuð langt er síðan hinar Norð- Japan þjóðirnar fjórar hófu undirbún- ing og 29. júlí var tekin fyrstu skóflustungan að Norðurlanda- skálanum í Osaka. Þar sem ætl- unin er að fara eins að og var gert í Montreai, og spara mikið fé á að reisa skálann það snemma að eftirspurnar eftir vinnuafli sé ekki farið að gæta, og þar sem Norðurlandaþjóðirnar ákváðu endanlega svo seint hvernig þátt töku yrði háttað, en vitað að norræna veitingahúsið tæki mik- ið rúm, þá var í samráði við veitingaaðilann, SA.S Catering, teiknaður skáli og byrjað að byggja. Danski arkitektinn Bent Sev- erin hefur teiknað skálann, sem er 36x36 metrar að stærð og loft hæð 7 metrar. Fyrir utan veit- ingahúsið, og það sem þvi til- heyrir, er ferhyrnt sýningarrými að stæð 18x38 metrar og 7 metr- ar undir loft. Sænska fyrirtækið SIAB tók að sér að reisa skál- ann, og sér yfirverkfræðingur Framhald á bls. 2 um Holtavörðuheiði, þótt erfitt væri þar yfirferðar í fyrrinótt. Á hinn bóginn er með öllu ófært til Siglufjarðar, bæði um Skarð og Strákaveg og ófært er í Fljót in. Þá er ófært fyrir Ólafsfjarð* armúla nema stórum bílum. Aðrir vegir í nágrenni Akur- eyrar, svo sem Öxnadalsheiði og Vaðlaheiði, eru ágætlega greið- færir, og Hálsavegur milli Rauf- arhafnar og Þistilfjarðar var opnaður í gærmorgun. Þá lok- uðust Möðrudalsheiði, Odds- skarð og Fjarðarheiði í fyrrinótt, en þessir fjallvegir voru opnaðir aftur í gær. Nú er því aðeins ófært um Axarfjarðarheiði, Sandvíkur- heiði. Hólsfjallavegur er einnig lokaður. Óvíst er hvenær þessar leiðir verða opnaðar. Likan af Norðurlandaskálanum, sem verið er að reisa í Japan, en Norðurlandaþjóðirnar fimm munu sameiginlega taka þátt í heimssýningunni í Osaka 1970. Saltaðar hafa verið tíu þús. lestir meira en Örn aflahæst sildveiðiskipa í fyrra FIMM síldveiðiskipt hafa nú feng Ið yfir tvö þúsund lestir á síld- veiðunum í sumar. Er Örn afla- hæstur þessara skipa með 2.520 lestir, Harpa RE er með 2.226 lestir, Guðbjörg ÍS er með 2.222 lestir, Bjartur NK með 2.029 og Kristján Valgeir með 2.019 lestir. í síldarskýrslu Fiskifélagsins urn veiðina sl. viku segir, að gott veður hafi verið á síldarmiðun- um norðaustur af landinu fyrstu fjóra daga vikunnar og aflabrögð verið með betra móti, miðað við það sem verið hefur. Þá breyttist til hins verra og í vikulok var stormur og kvika á miðunum og engin veiði. Síldin hélt áfram ferð sinní til suðausturs og veiði- svæði. sem í vikubyrjun var um 70 gr. norður breyttar og 4 gr. vestur lengdar var í lok vikunn- ar um 69 gr. n. br. og 7 gr. v L í vikunni var landað hérlendis 12214 lestum. Voru það 35.483 tunnur saltsíldar, þar af voru 12782 saltaðar um borð í skipun- um, 69 lestir fóru til frystingar og tæpl. 7 þúsund lestir fóru til bræðslu. Erlendis var landað 37 lestum af Norðursjávarafla, og að auki bárust fregnir um 400 lestir, sem landað var erlendis fyrr í haust. Heildaraflinn er nú ocrðinn 66. 838 lestir, en var á sama tíma í fyrra 244.571 lest. Hagnýting afl- ans er þannig: 13.578 lestir hafa farið í salt 3.441 lest í fyrra), 116 lestir í frystingu (283 lestir í fyrra), 45.382 lestir hafa farið í bræðslu (207.837 lestir í fyrra), 7.752 lestum hefur verið landað erlendis (6.734 lestir í fyrra). Hæstu löndunaxstaðir eru þess- ir: Reykjavík með 11.068, Siglu- Framh. á bls. 31 Vilja fræðsluskrii- stofur í landshlutum UM sl. helgi var haldið nýstár- legt og vel skipulagt kennaranám skeið í Leirárskóla fyrir kennara á Mið-Vesturlandi. Á námskeið- inu var rætt um hin ýmsu vanda mál skólafræðslunnar og gerðar voru tillögur og ályktanir til úr- bóta. Meðal mála, sem kennararnir og skólastjórar ræddu um var: skólatilhögun og byrjun, sérhæf- ing kennara, bætt menntunarað- staða dreifbýlisins, tungumála- kennsla, sameining barna- og unglingaskóla, félagsstarf og fleira. Þá komu fram skýrar óskir um það að stofnsettar yrðu sérstakair fræðsluskrifstofur í hverju kjör- dæmi eða vissum landshlutum. Grein um námskeiðið er á bls. 10 í blaðinu í dag. Ráðstefna íslenzkra sér- fræðinga um hafís í vetur ÁFORMAð er að halda í janúar eða febrúar n.k. ráðstefnu ís- lenzkra sérfræðinga um hafís, hafstrauma og veðráttu með sér Hiutafé Eimskipafé- lagsins aukið í 100 millj. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning um aukningu á hlutafé Eimskipafé- lags íslands: í árslok 1961 nam hlutafé Eim skipafélags íslands um 1,7 millj. króna. Síðan hefur hlutaféð ver- ið tvítugfaldað með útgáfu jöfn unarhlutabréfa, sem leiddi til þess að hlutaféð varð tæpar 34 milljónir. Á aðalfundi Eimskipa- félagsins 12. maí 1966 var sam- þykkt, að á næstu fjórum ár- um yrði stefnt að aukningu hluta fjárins, þannig að það yrði sam- tals 100 millj. króna. í árslok 1967 nam innborgað hlutafé rúmlega 40 millj. króna. Eru skráðir hluthafar um 10.800 talsins og skiptist hlutabréfaeign þannig: Ríkissjóður rúmlega 2 millj. Háskólasjóður um 1,6 millj. Eigin hlutabréf Eimskipafélags ins tæpar 6 millj. Aðrir hluthafar, sem samkv. framansögðu eru um 10.800 tals- ins, um 30.5 millj. Þeim, sem óska að kaupa hluta bréf í Eimskipafélaginu er vin- samlegast bent á að leita til að- alskrifstofu félagsins, sem veit- ir allar nánari upplýsingar. stöku tilliti til íslands. Er ráð- stefna þessi haldin á vegum Jarð fræðifélags Islands, Jöklarann- sóknafélag tslands, Sjórann- sóknadeildar Hafrannsóknar- stofnunarinnar og Veðurstofu ís lands. Aðalhvatamaður þessarar ráð- stefnu er Trausti Einarsson, pró- fessor, og á hann sæti í sér- stakri framkvæmdanefnd ásamt þeim Unnsteini Stefánssyni, pró fessor, dr. Sigurði Þórarinssyni, og Hlyni Sigtryggssyni, veður- stofustjóra. Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar er Markús Einars son, veðurfræðingur. Markús tjáði Morgunblaðinu í gær, að þegar væri ljóst að 25 íslenzkir sérfræðingar muni halda þarna erindi, en hafísinn verður tekinn til umræðu á sem víðustum grundvelli. Mennta málaráðherra hefur gefið fyrir- heit um f járhagsstuðning við þetta ráðstefnuhald, og að henni lokinni er hugmyndin að gefa efni það, sem fram kemur, út 1 bókarformi. Morgunblaðið sneri sér einig til Trausta Einarssonar og spurði hann um tildrögin að ráð stefnunni. Trausti kvað ýmsar á- stæður fyrir því, að hann hefði fengið hugmyndina að þessari ráðstefnu. Hann væri formaður Jarðfræðingafélagsins, og jafn- framt hefði formennska í Jökla- rannsóknafélaginu lent á honum eftir fráfall Jóns Eyþórssonar, um líkt leyti og hafísinn bar að landi. Trausti kvaðst hafa haft nokk urn áhuga á hafís og visinda- legum spurningum varðandi hann, en þegar hafíáinn kom tvö ár með stuttu millibili —- árið 1965 og ’67 — kvaðst hanr hafa gert sér ljóst, að fyllilega væri tímabært að hafískomur við landið yrðu teknar á vísinda- Framhald á :• 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.