Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196« — Ráðin? í»ú ætlar þó ekki að segja mér, að þú ætiir að ráða þig til leiðangursins? — Vitanlega ætla ég það, sagði Sandra rólega. Það er annað- hvort það eða fara til Londcm. Hvernig gæti ég fengið venjulega vinnu hér, eins og komið er? Hann var voðalega strangur. Sagði, að hér væri ekkert rúm fyrir farþega og ég yrði að sýna, að ég gæti gert eitthvert gagn, ef ég vildi vera áfram. Svo að hér er ég og er að reyna að sýna honum, að eitthvert gagn sé í mér. — Sagði Oliver þetta? spurði Jiíl, en Sandra hristi höfuðið. Nei, það var Graham sem, sagði það, vitanlega. Hún þagn- aði andartak og tók eitthvað lít- ið brúnleitt stykki upp úr mold- inni. — Hér er eitt pottbrotið enn. Er það ekki andstyggilegt? Það virðist svo sem Graham hafi ráðið alla, sem vinna við leiðang urinn. Hann og svo Oliver eru bókstaflega búnir að kremja mig flata milli sín. En kannski get ég haft gott af því, áður en ‘lýkur. Hún tók flísatöng og lagði leirbrotið varlega á bakka. Seinna sama daginn, þegar hóp urinn var á leið til húss pró- fessorsins, fann Jill, að Oliver var kominn samsíða henni. Hann var allur rykugur og skyrtan hans rifin, en hann brosti fram an í hana glettnislega. — Jæja, er garrian Jill? — Já, þetta er afskap'lega for- vitnilegt. — Þú ert sýnilega vön erfiðis- vinnu. Þú hefur sjálfsagt orðið hissa að hitta hana Söndru hér? Jill kinkaði kolli. — Ég gat ekki farið með hana neitt annað, bætti Oliver við. Jill svaraði, varlega þó: — Hún virðist alveg ánægð með þetta. Og hún er alveg ákveð- in að verða áfram. Hún hefur unnið eins og þræll állan dag- inn. — Já, nú sleppur hún ekki við að venjast aga, sagði hann. — Við erum öll undir stjórn hérna í eyðimörkinni, og það er áríðandi að fara skilyrðislaust eftir öllum fyrirmælum. Þér er auðvitað sama um það. Þú stend ur þig áreiðanlega. — Það gleður mig, að þú skul- ir halda það. — Ég get alveg séð í gegn um þig Ji'll. En Sandra er vafasam- ari viðureignar. En það er ekki annað að gera en bíða og sjá til, hvernig þetta fer. En Gra- ham þolir ekki nein asnastrik. — Sandra lærir fljótt að um- gangast hann, sagði Jill. — Hún kann að umgangast karlmenn. Ég vildi bara að ég væri jafn- sniðug sjálf. NESCAFÉ er stórkostlegt *■ kvölds og morgna, - og hvenær dags sem er. Það er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes- café, og þegar hlé verður í önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og fljótíegt f notkun, og bragðið er dásamlegt. Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi. Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi. Nescafé Þau voru nú komin inn í eina þröngu götusmuguna, þar sem sölupallar voru til beggja handa. Oliver tók í handlegg á Ji’ll og snarstöðvaði hana. — Bíddu þang að til þessar geitur eru komnar framhjá sagði hann. — Ég vil ekki, að þær sparki í þig. En segðu mér eitt, Jill. Hversvegna ertu svona afbrýðissöm gagnvart henni Söndru? — Afbrýðissöm? Það er ég alls ekki. .. sagði Jill, en þagnaði og roðnaði um leið, undir nýja sól- brunanum sínum. — Jú,. hún er svo miklu meira aðlaðandi og lag legri en ég, og vitanlega kannast ég við það. Enda fæ ég stundum að vita það. — En til hvers er að láta slíkan samanburð angra þig? Þið eruð svo ólíkar útlits, að allur samanburður er óþarfur. Sandra kann að vera töfrandi, en það ert þú líka á þinn hátt. Jill leit á hann og vissi ekki, til hvers var ætlazt, að hún svar aði þessu. Oliver horfði hrein- skilningrflega í augu hennar. Nú sá hún fyrst, að þetta voru vin- gjarnleg augu, skær og brún, sem horfðu með velvild á hana. — Er ég það? Finnst þér ég vera töfrandi, Oliver? Er þér alvara? — Ég skal sanna þér það. Komdu hérna með mér inn í búð- ina og ég skal kaupa gjöf handa þér. — En til hvers það? Ekkert hef ég gert fyriir þig. — Nei, bara af því að þú ert sæt og töfrandi stúlka, góða mín. Viltu fá armband eða eitthvað annað? Nei, nú dettur mér ann- að betra í hug. Þú skalt fá kaftan. Hann er þér miklu nyt- samari, ekki síst úti í eyðimörk- inni. Hann leiddi hana yfir stein- brúna og að búð þar sem mikið hékk af silkidúkum og skraut- vefnaði og gamall, feitur maður sat fyrir dyrum úti. Hann stóð upp er þau nálguðust og hneigði sig fyrir Oliver, sem hneigði sig á móti og talaði við hann á ara- bisku. Gamli maðurinn kinkaði kolli og gekk inn. Oliver benti Jill að koma með sér. — Hann ætlar að sýna þér nokkra. f hverju ertu annars í rúminu? Ertu í náttfötum eða þessum híalíns-náttkjólum, sem eru tómar blúndur og knipling- ar? Jil'l glápti á hann. — Hvað kemur það þessu við? Ég vil ekki.... Oliver hló. — Þú ert eitthvað Jeane Dixon 4. okt. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Möguleikarnir fyrir ósamlyndi eru mjög sterkar ennþá. Hlust- aðu vel og forðaztu augnabliksákvarðanir. Sjáðu, hvort þú getur ekki fundið sökudólginn. Nautið, 20. apríl — 20. maí Óvænt atvik trufla samböndin í dag. Treystu ekki á latt fólk. Fólk er stolt á yfirborðinu, en það er grunnt á þvi. Bíddu betri tfma. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Ekki er til neins að láta móðan mása. Reyndu að halda þolin mæðinni þar til er birtir upp Krabbinn 21. júní — 22. júlí Svo lengi sem þér tekst að halda áformum þínum leyndum, verðurðu ekki fyrir ónæði. Ef þú gerir öðrum illt, sérðu lengi eftir því. Ferðastu ekkert. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Vertu hófsamur í fjármálum í dag, ef þú ætlar að ná settu marki. Beittu ýtrustu varúð í málum, sem fleiri eiga aðild að. Reyndu að finna tíma til að líta yfir framtíðarskipulagið. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Sýndu sanngirni vinnufélögum þínum. Reyndu að vera fram- sýnn. Reyndu að búa þið dálítið undir framtíðina. Vogin 23. september — 22. október. Ekkert liggur á. Vertu rólegur og láttu málefnin ráðast, áður en þú ferð að endurbæta. Vertu þægilegur og þolinmóður. Eitt- hvað fer að horfa betur fyrir þér bráðlega. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Eitthvað gerir það, að þú lætur ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Það er freistandi að vera hleypidómafullur. Þú skalt ekki semja um neitt í dag. Steingeitin 22. desember — 19. jan Vertu eins stilltur og þér er möguiegt í dag. Haltu við fyrri áform þín, en undraztu ekki þótt fólk geri fjölda athugasemda. Taktu stærri og mikilvægari ákvarðanir seinna Vatnsberinn 20. janúar — 18 febrúar. Það er ekki hægt að setja algildar reglur fyrir fjármálin. Láttu alla sjóði.er þú átt í félagi «ið aðra afskiptalausa. Það verður þér til friðar er fram í sækir. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Gáleysisleg meðferð fjármuna valda óendanlegum vandræðum. Kunningjar þínir halda áfram að tortryggja og torvelda áform þtn, eða þau áform, sem þeir állta, að þú hafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.