Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 Utskipunarbann á fisk- afurðir á Suðureyri — vegna vangoldina vinnulauna SÚGANDI, verkalýðs- og sjó mannafélagið á Súgandafirði hef ur nú fyrirskipað útskipunar- bann á afurðir hraðfrystihúsanna á Suðureyri. Er þetta útskipunar bann komið til af því, að hrað- frystihúsin á staðnum skulda fé- lögum verkalýðs- og sjómanna- félagsins um eina og hálfa millj- ón í vinnulaun, fyrir utan ó- uppgerðan afla til 20 báta í þorp inu að undanfömu. Eyjólfur Bjarnason, formaður íbúðarhús brann í A-Landeyjum Bergiþórshvoli, 30. sept. í DAG brann íbúðanhús í Hall- geirseyjarhj áleigu í Austur-Land eyjum. Eldurin-n kom upp um kl. 16,30 í dag og brann íbúðarhúsið til kaldra kola á 3 klukkustund- um, en slökkviliðinu frá Hvols- velli tókst að bjarga hlöðu áfastri íbúðarhúsiinu og var hlaðan fuli af heyi. Þessi jörð hefur verið í eyði um nokkurra ára bil, en verið nytjuð af Filippusi Björgvinssyni, fyrrverandi skattstjóra á Hellu o. fl. og hefur hann búið í hús- unum sl. mánuð við kartöfluupp- skeru. Talið var að kviknað hefði í új frá kolaofni. í þessu húsi var áður fjrrr til húsa Kaupfélag Hallgeirseyjar. Eggert. Lúmarksverð ú frysto síld Á fundi yfimefndar Verðlags ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið eftirfarandi lágmarks verð á síld veiddri norðan- aust- anlands til frystingar frá 1. októ ber til 31. desember 1968. í fyrsta lagi: Stórsíld (3 til 6 stk. í kg) með minnst 14 prs. heilfitu og óflokkuð síld (beitu- síld), hvert kg. . . . kr. 2.20. í öðru lagi: Önnur síld, nýtt til frystingar, hvert kg ... kr. 1.50. Verði stórsíld flutt til hafna á Suður- og Vesturlands- svæði til frystingar í beitu, skal auk framangreinds verðs greiða pr. kg ... kr. 1.20. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns Bjama Braga Jónssonar og full- trúum síldarseljenda, Jóns Sig- urðssonar og Kristjáns Ragnars sonar gegn atkvæðum fulltrúa síldarkaupenda Björgvins Ólafs sonar og Eyjólfs ísfelds Eyjólfs sonar. (Frá Verðlagsráði Sjávarútvegsins) verkalýðs- og sjómannafélagsins, tjáði í Morgunblaðinu, að frysti- húsin hefðu að mestu geta greitt verkafólki í landi vinnulaun sín, en á hinn bóginn ættu sumir sjó menn inni hjá fyrirtækinu fyrir þrjá mánuði. Kvað Eyjólfur þær fregnir nýj astar af máli þessu, að verka- lýðsfélagið hefði samið áskorun til hreppsnefndar um almennan borgarfund eigi síðar en á sunnu- dag, þar sem gerð yrði grein fyr- ir þessum málum. Hefðu nú báð- ir forstöðumenn hraðfrystihús- anna hringt í sig, og boðað til fundar á Suðureyri með stjórn og trúnaðarmannaráði verkalýðs félagsins og hreppsnefndinni. Breiðholt III boðið út í nœsta mánuði — ]par verða 823 ibúðir i roð og fjölbýlishúsum VEGNA tillöguflutnings komm- aði. f því sambandi skýrði Birg- únista í borgarstjóm í gær urðu ir fró því, að á þessu ári hefðu nokkrar umræður um byggingar iðnað og málefni hans. Tóku full- trúar frá öllum flokkum til máls. Birgir ísl. Gunnarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gaf við umræðumar þær upplýsing- ar, að væntanlega yr!ö boðin út í næsta mánuði Breiðholts- hverfi m. Eru það 823 íbúðir, 151 íbúð í raðhúsum en hinar í fjölbýlishúsum. Birgir ísl. Gunnarsson skýrði ennfremur frá því, að í undir- búningi væru svæði í Fossvogi og Breiðholt II. í Fossvogi er um að ræða 205 íbúðir, 84 rað- hús, 49 einbýlishús, en hinar í- búðirnar í fjölbýlishúsum. í Breiðholti II. er um að ræða 158 íbúðir, þ.e. 210 íbúðir í raðhús- um og 137 einbýlishús. Sagði Birgir, að það biði ákvörðunar borgarstjórnar, hvort svæðið verður fyrr tekið til fram kvæmda. Þá eru fleiri svæði í bygg- ingu. Tal manna barst nokkuð að fjármagnsskorti í byggingariðn- verið veitt lán úr veðdeild Landsbanka fslands til 1305 í- búða að fjárhæð samtals 439,531 millj. króna. S.l. ár hefðu lán ver ið veitt til 2519 íbúða fyrir 391.492 milljónir króna og árið 1966 hefðu verið lánaðar 350.364 milljónir til 2517 íbúða. Auk þessa hefðu verið lánað- ar á þessu ári 174 milljónir til skamms tíma og 18,9 milljónir til Framkvæmdanefndar Byggingará ætlunarinnar. Er búist við að lánveitingar til íbúða verði sam tals um 468 milljónir á þessu ári, og eru þá ekki talin með lán til skamms tíma eða lán til Framkvæmdanefndarinnar. Auk Birgis tóku til máls, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Guð- mundur Vigfússon, (K), og Jón Sn. Þorleifsson (K), Einar Ág- ústsson (F) og Óskar Hallgríms- son (A), sem lýsti því yfir, að þeir Páll Hallgrímsson myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslur um tillögur þær sem fyrirlægju þar sem þær væru óraunhæfar. Tillögur þær, sem lágu fyrir Kristján Thorlacíus kjörinn form. BSRB ÞINGI BSRB lauk kl. 4 í fyrri- nótt með stjórnarkjöri. Var Kristján Thorlacíus enduxkjör- inn formaður bandalagsins, hlaut íbúðir aldraðra í Laug arási boðnar út í nóv. IBÚÐIR fyrir aldraða, sem byggð ar verða í Laugarási verða vænt anlega boðnar út í næsta mán- uði. Verða þá verklýsing og sér- teikningar fyrir útboð tilbúnar. Þá er gert ráð fyrir, áð hjúkrun arheimili fyrir aldraða á lóð vest an Grensásvegar verði boðið út um áramót, en búist er við að gögn til útboða verði fullunnin fyrir áramót. Nokkuð hefur dregizt að ljúka þessum áföngum, en því veldur aðallega, að mikill og vandaður undirbúningur var að þessum framkvæmdum, sömuleiðis urðu tafir hjá húsameisturum og við- dvöl í nokkrum nefndum borg- arinnar, er um þessar byggingai fjöllúðu. Komu þessi atriði fram á borgar stjórnarfundi í gær, er Geir Hall grímsson, borgarstjóri, svaraði fyrirspurn Guðmundar Vigfússon ar (K) um þessi atriði. Þórir Kr. Þórðarson (E) ræddi um þessar byggingar, og sagði, að mestu máli skipti, að undirbúningur væri traustur, þegar slíkar bygg- ingar væru reistar, og engan skyldi furða, þótt nokkurn tíma taki að undirbúa slík verk. Það væri því ekki réttmætt, eins og Guðmundur Vigfússon hefði gert, að gagnrýna að of langur tími hefði farið í þennan undirbún- ing. 86 atkvæði, en Björgvin Guð- mundsson, sem var í kjöri á móti honum hlaut 55. Fyrir tveim ur árum var Kristján endur- kjörinn með 81 atkvæði, en Ágúst Geirsson, sem þá var í kjöri á móti honum, hlaut 41 atkvæði. Aðrir í stjórn BSRB voru kjömir: Sigfinnur Sigurðsson, 1. varaformaður, Haraldur Stein- þórsson, 2. varaformaður, Ágúst Geirsson, Guðrún Blöndal, Einar Ólafsson, Guðjón B. Baldvinsson, séra Bjami Sigurðsson, Guðlaug ur Þórarinsson, Kjartan Ólafsson og Valdimar Ólafsson. Á þinginu voru gerðar ýmsar ályktanir um kjaramál og samn- ingsréttarmál. Ákveðið var að mæla með því, að samningum yrði sagt upp, og ákveðið að óska eftir því að opinberir starfs menn öðluðust fullan samnings- rétt með tilliti til verkfalla. Þá kom fram tillaga frá borg- arstarfsmönnum um róttækar breytingar á skipulagi samtak- anna, og var henni vísað til milli þinganefndar. voru frá kommúnistum og Sjálf stæðismönnum. Var tillaga Sjálf- stæðismanna samþykkt með 8 at kvæðum gegn 5. Kratar sátu hjá. Tillagan fer hér á eftir: Tillaga borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins orðist svo: „Borgarstjórn telur nauðsyn- legt, að grundvöllur byggingar iðnaðarins í borginni á hverjum tíma sé svo traustur að áfram- hald sé á eðlilegri framleiðslu íbúðarhúsnæðis, þannig að kom- ist verði hjá húsnæðisvandræð- um. Til að svo megi verða þurfa að haldast í hendur eðlileg lóða úthlutun af hálfu borgarinnar, svo og nægileg fjármögnun í byggingariðnaðinum. Borgarstjórn væntir þess að allt verði gert sem unnt er til að tryggja nægilegt fjármagn til íbúðabygginga í Reykjavík, þannig að fjármagnsskortur verði ekki til að tefja eðlilega byggingarstarfsemi. Jafnframt lýsir borgarstjórn yfir þeim eindregna vilja sínum að hraða svo sem frekast er unnt undirbúningi þeirra byggingar- svæða, sem í gangi eru eða á undirbúningsstigi. í því sambandi verði haldið áfram samstarfi og viðræðum við byggingaraðila í borginni, sem hafa með höndum byggingu íbúðarhúsnæðis, til að leitast við að tryggja að bygg- ingaframkvæmdir geti orðið sem samfelldastar, en þurfi ekki að stöðvast“. N or ðurlandaskálinn. Framhald af bls. 32 þess, Ola Edlind, um verkið, en SIAB reisti einnig undir hans stjórn skálann í Montreal. Fyrir- tækið SIAB er einnig þekkt hér á landi, því það hefur tekið að sér byggingarframkvæmdir í Straumsvík og yfirstjórn þess hefur Ola Edlind. Bauð SIAB lægst í skálabygginguna £ Osaka á móti dönsku og japönsku fyrir- tæki. Á heimssýningunni í Montreal voru Norðurlöndin fyrst saman um alþjóðlega sýningu, en þar hafði hver þjóð sitt sýningar- rými fyrir utan hið sameigin- lega. Nú verður gengið enn lengra og sýna allar þjóðirnar (Hér er verið að flytja mennta ( j málaráðuneytið úr Stjómar-1 l ráðshúsinu í fyrrum húsa- / ' kynni Framk væmdabankans' I við Hverfisgötu. fimm sameiginlega í einum sýn- ingarsal, og auk þess er Norð- urlandamatur kynntur sameigin lega í veitingahúsinu, sem SAS Catering rekur. Hvert land hef- ur valið sér fulltrúa í sýningar- nefnd. Gunnar J. Friðriksson verður frá fslandi, Kirsten Bo frá Danmörku, Olle Herold frá Finnlandi, Nils Frederik Aaill frá Noregi og Kjell Öberg frá Sví- þjóð. Allir höfðu þeir meiri og minni afskipti af heimssýning- unni í Montreal, nema danski fulltrúinn. Aftur á móti verður nú aðeins einn framkvæmda- stjóri á staðnum, og rekur hann sýninguna fyrir öll Norðurlönd. Það verður sænski verkfræðing- urinn Sven A. Hansson. Heimssýningin í Osaka verður opnuð 15. marz 1970. Hún er byggð á hugsjónagrundvelli, eins og sýningin í Montreal og á að vera hugmyndalegs eðlis, ekki vörusýning. Einkunnarorð sýn- ingarinnar í Japan verða: „Fram farir og samlyndi mannkynsins", og þurfa sýnendur að falla inn i ramma, sem það skapar. Norð- urlönd höfðu hugsað sér að kynna tækni og iðnað í sínum löndum og völdu sem einkunnar orð: „Samfélagið og iðnvæðing á Norðurlöndum“. En jafnframt var efnt til samkeppni arkitekta frá löndunum fjórum (áður en fsland ákvað að vera með) um útfærslu á þeirri hugmynd. Er ætlunin að vinna á óbeinan hátt að því að efla viðskipti land- anna. Expo 70 verður fyrsta heims- sýningin, sem haldin verður í Asíu. Storoiur ú miðunum í GÆR var stormur á síldarmið- unum og mikill sjór. Aðeins þrjú skip tilkynntu um afla, og voru það: Bjarmi II EA með 20 lestir. Súlan EA með 70 lestir og Héð- inn ÞH með 30 lestir. Veitingasala næturlangt í Umferðurmiðstöðinni BORGARRÁÐ samþykkti á síð- asta fundi sínum að veita Hlaði h.f. leyfi til að reka veitingasölu að næturlagi í Umferðarmiðstöð- inni, með skilmálum, sem lög- reglustjóri og heilbrigiðsnefnd setja. Margt fólk fer um Umferðar- miðstöðina á öllum tímum sólar- hrings. Farþegar bíða eftir að leggja af stað með áætlunarbíl- um og aðrir koma að nætur- lagi úr löngum ferðalögum. Þetta fólk mun því nú geta feng- ið eitthvað í svanginn, eins og sagt er, ef það vill. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.