Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 5
MOKGtUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 5 Flytja ósekkjað korn til landsins RÚM tvö ár eru nú síðan m.s. Brúarfoss kom með fyrstu send- inguna af ósekkjuðu komi til fs- lands. í þessari fyrstu ferð lest- aði Brúarfoss 250 tonn af ómöl- uðu og' ósekkjuðu korni í Phila- delphiu í Bandaríkjimum og kom hann til Reykjavíkur 21. maí 1966. Hér var um tilraun að ræða og magnið því ekki meira, en þessir flutningar reyndust vel og hafa þeir farið sívaxandi síð- an, en kornið er malað hér á landi og notað í fóðurblöndu. Þegar m.s. Brúarfoss var smíð aður á sinum tíma voru settar í lestar hans sénstakar festinigar svo setja mætti ‘þar upp til þess gerð skilrúm, þegar skipið flytti laust korn. Annað skip Eim- skipafélags íslandis, Selfoss, er búið sams konar lestabúnaði og Brúarfoss. Korninu er skipað út á þann hátt, að slanga er lögð frá korn- hiöðu út í skipið og korninu síð- an blásið um borð. Einnig hefur Eimskipafélagið orðið isér úti um sérstakan blásara, sem notaður er við losun og er korninu þá blásið beint úr skipslestinni á vörubíla. Fer Lagercrantz frá Dagens Nyheter? SKOÐANAÁGREININGUR með- al aðalritstjóra Dagens Nyheter, stærsta morgunhlaðsins í Svi- þjóð, hefur leitt til þess, að ann ar þeirra, Olof Lagercrantz, hef ur í bréfi til blaðstjómarinnar sagt upp samstarfi sínu við Sven- Erik Larson, sem er hinn aðal- ritstjóri blaðsins. bá var því enn fremur haldið á lofti, að Lager- crantz hafi fundizt hann sæta vaxandi gagnrýni af hálfu eig- enda meiri hluta hlutafjárins í blaðinu, þ.e. Bonniersfjölskyld- unnar. Gert hefur verið ráð fyrir, að blaðstjórnin myndi taka bráðlega afstöðu til bréfs Lagercrantz. Starfsmannafélag blaðsins hefur hinsvegar lýst því yfir einróma, að það óski þess, að Lagercrantz verði áfram aðalritstjóri. Því fyrirkomulagi var komið á 1960, að aðalritstjórar blaðsins skyldu verða tveir, en þá hætti Herbert Tingsten prófessor, rit stjórn blaðsins, eftir að komið ’hafði til deilu milli hans og eig- enda þess. Það er á allra vitorði, að Lagercrantz vil fylgja rót- tækari stefnu í blaðinu, sem eink um kemur fram á menningarsíð- um þess. Leiðaragreinar blaðsins hafa aftur á móti mótazt af stuðn ingi Larssons við Þjóðarflokkinn. Frá Stokkseyri Afli góður fram í ágústlok ’STOKKSEYRI, 2. október. — Frá Stokkseyri hafa verið gerðir út þrír bátar í sumar og tekinn 'hefur verið fiskur af þremur að- komubátum. Afli var með bezta móti fram til ágústloka, en þá spilltist veður og september hef- ur verið fremur lélegur. Tveir 45 rúmlesta bátar eru nú í smíðum fyrir Stokkseyringa í Stykkishólmi og verður sá fyrri væntanlega sjósettur um miðjan þennan mánuð og afhentur eig- endum fyrir áramót. En sá síð- ari væntanlega fyrri hluta næsta 'árs. Útgerð frá Stokkseyri mun Vera talin hvað erfiðust hér á landi og gerir það mest ihafn- 'leysan. Er slæmt til þess að vita, þar sem fyrir landi liggja beztu fiskimið landsins. Væntanlega istendur þetta þó til bóta og ’treystum við þar á skilning ráða- manna fyrir því að hér þurfi að gera hafnarbætur, svo að nýta megi dugnað og atorku þess fólks, sem hér býr, til hagsbóta fyrir land og þjóð. Mikil atvinna hefur skapazt Við þurrkun sal'tfisks og verður ihér fullþurrkaður saltfi’skur um '170 tonn. Nýr fram'kvæmdastjóri var ráð inn fyrir hraðírystihúsið í sum- ar. Er það Ásgrímur Pálsson frá Keflavík. Á vegum hreppsins hefur ver- ið unnið að vatnsveitufnam- kvæmdum og er því verki að verða lokið. Er nú aðeins eftir 'að legg'ja vatn í þrjú 'hús í kaup- túninu. Furðanlega rættist úr með hey- feng bænda og má segja að allir bændur í hreppnum séu sæmi- 'lega heyjaðir. — S.J. Dacca, Austur-Pakistan, 1. o'któber AP. ELLEFU manns hafa látizt úr kóleru í borginni Pabna, en þar hafa komið upp 50 kólerutilfelli síðustu tvo daga. Brúarfoss lestar ósekkjað korn í Norfolkhöfn. Norður-Ationtshafsþingið mun ræða innrúsina í Téhkóslóvakíu Sagði Matthías A. Mathiesen, forseti þess á fundi með fréttamönnum í Brussel Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá AP. Brússel, 1 .október. AFLEIÐINGAR innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, verða helzta um- ræðuefni Norður-Atlantshafs- þingsins, sem hefst hér 11. nóvember. Norður-Atlantshafs- þingið er samtök þingmanna í aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Matthías Á. Mathiesen, forseti sambandsins, sagði á fundi með fréttamönn- um, að áhrif innrásarinnar á Atlantshafsbandalagið og valda- jafnvægið í heiminum myndi taka mestan tíma á ráðstefnunni. Hann isagði að hr. B'lumenfeld frá Þýzkalandi og bandaríski þingmaðurinn Sherman Cooper, myndu leggja fram skýrslu um þessi mál. Meðal þeirra siem ávörpuðu ráðstefnuna væru Hal- vard Lange, Lyman Lemnitzer, hershöfðingi, yfirmaður NATO í Mið-Evrópu og Manlio Brosio, framkvæmdastjóri NATO. í Norður-Atlantshafs'þinginu eru um 150 þingmenn frá öllum aðildarlöndum NATO. Það er aðeins ráðgefandi, en hefur úr- skurðarvald í sambandi við stsfnu eða aðgerðir Atlantshafs- bandalagsins. Kennsla hefst 7. okt. n.k. Ballett fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. Innritun daglega í síma 8-48-42. frá kl. 10—12 og 3—7. alleítskólí atrínar Guðjónsdóttur Lindarbæ. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS EINAINIGRUIMARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími: 2-44-55. Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Harðtex WISAPAN Sponaplctur frá Oy Wilh. Schauman aJb Vér eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu finnsku spónaplötur í öll- um stærðum og þykktum. Caboon-plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- urn fyrirvara. Einkaumboðið ALLT MEÐ EIMSKIP JÓLA- OG NÝÁRSFERÐ M.S. CULLFOSS Viðkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. Frá Reykjavík 23. des- ember 1966. Komið aftur 8. janúar 1969. Á næstunni ferma skip vo» til íslands, sem hér segir ANTWERPEN Skógafoss 12 oiktóber Reykjafoss 25. október Skógafoss 4. nóvember * ROTTERDAM Reykjafoss 5. okt. * Skógafoss 15. okt. Selfoss 23. okt. Reykjafoss 28. okt. Skógafoss 6. nóv. * HAMBORG Reykjafoss 7. okt. * Skógafoss 17. okt Reýkjafoss 23. okt. Selfoss 26. október. Skógafoss 1. nóv. * LONDON Askja 4. okt. * Mánafoss 14. okt. Askj'a 28. okt. HULL Askja 7. okt. * Mánafoss 11. okt. Askja 25, okt. LEITH Askja 9. okt. Mánafoss 17. okt. Askja 31. okt. NORFOLK Fjallfoss 12. okt. Brúarfoss*2. nóv. NEW YORK Fjallfoss 16. okt. * Brúarfoss 6. nóv. GAUTABORG Lagarfoss 18. október * Tungufoss 26. október. KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 5. okt. Lagarfoss 16. okt. * Gullfoss 19. október. Tungufoss 28. október. Gullfoss 2. nóvember. KRISTIANSAND Gullfoss 6. okt. Tungufoss 7. október. Bak'kafoss 30. október. GDYNIA Tungufoss 4. október. Bakkafoss 26. október. VENTSPILS Dettifoss 16. október. KOTKA Dettifoss um 15. október. * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa aðeins í Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.