Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968 Sovétleiðtoganna Jean Daniel: Glæpur í SOVÉZKA sendiráðinu Prag er „stjórnmálaráðunautur sem hefur gegnt mikilvægu hlutverkL Hann er auðvitað, eins og flestir þessir stjórnmála- ráðunautar, yfirmaður upplýs- jngaþjónustunnar. >að er tekið meira mark á skoðunum hans heldur en sendiherrans yfir- manns hans og hann er betur að sér og nýtur meira álits. Það er hann, sem um tveggja ára skeið hefur látið leiðtogunUm í Moskvu í té upplýsingar um þró un mála í Tékkóslóvakíu. Það er hann sem hefur samið þær skýrslur, sem Sovétmenn hafa stuðzt við í Cernia og Brati- slava. Hann á samstarfsmenn í tékknesku ríkislögreglunni og í í ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Fyrir 8 mánuðum var starfsemi hans orðin svo augljós, áberandi og óþægileg að sjálfur Novotny, fyrrverandi forseti, neyddist til að fara fram á, að hann yrði kallaður heim. Sovézk yfirvöld synjuðu og hr. Novotny varð að sætta sig við það. Hvað sagði sovézki ráðunaut- urinn í skýrslum sínum? Tékkn- eskir leiðtogar hafa ekki fengið vitneskju um það, fyrr en ný- lega, og þá frá Júgóslavíu og Rúmeníu. Sovézki ráðunautur- inn taldi að tékkneskir mennta- menn væru andsnúnir Sovétríkj unum og and-byltingasinnaðir, að nýju fjármálasérfræðingarnir væru hrifnir af hinni júgó- slavnesku sjálfsstjórn, og að þeir vildu opna markaði við auð valdsríkin, að æðstu menn í hernum vildu slíta tengslum við Varsjárbandalagið og að Dub- cek væri undir áhrifum frá Cicar, ritara flokksins, sem tal- inn væri fjandsamlegastur Sov- étríkjunum. í stuttu máli dró hann þá ályktun, að þrátt fyrir allar fullyrðingar Tékka, vildu þeir nálgast vestur-þýzku stjórn ina í Bonn, og væri því hætta á ferðum, En sá sami ráðunautur stað- hæfði einnig, og er það mjög lærdómsríkt, að auðv,elt væri að ná tökum á Tékkum aftur. Hann áleit að fylgismenn Novotnys í miðstjórninni væru fjölmennir og sterkir og myndu hafa í fullu tré við þá sem vildu umbætur í efnahagslífinu. Hann taldi, að til að snúa atburðarásinni, væri nægilegt að staðsetja herlið við landamæri Tékkóslóvakíu. Um enga mótspyrnu gæti verið að ræða, ekki einu sinni hlutlausa. Ekkert yrði auðveldara en að stöðva þessa geigvænlegu þróun, án þess svo mikð sem að þurfa að beta vopnavaldi í landinu. Að þessum upplýsingum fengnum settust sovézkir valda- menn á rökstóla með öruggum bandamönnum sínum, en einnig að því er virðist með Júgóslöv- um og Rúmenum til þess að fá þá síðarnefndu til að beita áhrif um sínum við hina nýju tékkn- esku stjórn. Þeir ræddu einnig við aðra kommúni’staflokka og sérstaklega við forystumenn franska kommúnistaflokksins, sem dvöldu í Sovétríkjunum í fríi um þessar mundir. Ekki þurfti að sannfæra Austur-Þjóð- verja. Lengi höfðu þeir lagt fast að Moskvumönnum að skerast í leikinn og töluðu eins og þeir væru að tala við jafningja sína. Herra Ulbricht, sem nú er leið- togi annars fjárhagslega sterk- asta Austur-Evrópuríkisins, álít- ur sig ekki minni mann en Breznev. Að lokum hafði tekizt að gera menn kvíðafulla og fóru þá margir sendimenn, sumir hrein- iskilnir og velviljaðir, og grát- báðu hr. Dubcek að hindra and- byltingarsinnaða afvegaleiðslu. Þeir gengu svo langt að leggja fram lista yfir menn sem þyrfti að „hreinSa“ og hrósuðu harð- stjórn. Hr. Dubcek var ýmist gramur eða fullvissaði þá um að ekkert væri að óttast. En sendi- mönnum þessum tókst að gera tékkneska leiðtoga kvíðafulla með því að tala svo mjög um „áhyggjur" hr. Breznevs. Þegar tékkneski hershöfðinginn Prch- lik framdi þá óhæfu að krefjast endurskoðunar á Varsjársamn- ingnum var Dubcek þegar sagt að fara frá völdum. Hann mundi •eftir að sovézk íhlutun í Búda- pest 1996 hafði orðið skömmu eftir að þáverandi forsætisráð- herra Ungverjalands, Imre Nagy, hafði gert sömu kröfu varðandi Varsjársamninginn. Tékkneskir leiðtogar margítrek- uðu beiðni til almennings um aga, kyrrð og varúð og menn gáfu því gaum. Þótt engin rit- skoðun væri í landinu leyfði eng inn tékkneskur blaðamaður sér að birta svo mikið sem smá- vægilegar aðfinnslur í garð Sov- étríkjanna. Stuðningsyfirlýsing- ar einnig frá sósíalistum og bylt ingarsinnum bárust unnvörpum. Samt voru mtenn áhyggjufullir. Því var flýtt að flokksþingið kæmi saman 9. september. Þetta var kapphlaup við tímann. í Moskvu urðu vandamálin örðugri þar sem sovézka mið- stjórnin var ósammála. Allir voru þó nokkurn veginn sam- mála um að telja bæri hættu- lega þá þróun, sem tekizt hafði að bæla niður í Póllandi en nú var hafin í Tékkóslóvakíu. Þessi þróun varð smitandi og setti kommúnistaflokka Sovét- ríkjanna, Þýzkalands, Póllands, Ungverjalands og Búlgaríu í vanda. Menntamenn, visinda- menn, læknar, stúdentar, rithöf- undar og listamenn duldu ekki lengur samúð sína með umbóta- mönnunum í Prag. Nokkrir hag- fræðingar létu gætilega en hrein skilnislega í ljós áhuga sinn á „Opnun Tékkóslóvakíu“. Eitt- hvað varð að gera. En hvernig? Um það voru menn ekki á eitt sáttir. Eins og vitað var fyrir „léku“ Bandaríkin „þann leik“ að taka enga afstöðu. Ekkert minnsta tilefni gafst til nokk- urra aðgerða. ftalskir og fransk- ir kommúnistar skýrðu Kreml- stjórninni frá því hreinskilnis- lega, að þeir skildu nauðsyn þess, að beita hörðum pólitísk- um þvingunum, til þess að tryggja einingu kommúnismans en hins vegar myndu þeir ekki sjá sér annað fært, en fordæma opinberlega hernaðarlega íhlut- un. Einkanlega var Kosygin and snúinn hernaðaríhlutun, en hann hafði einmitt harðlega átal ið Lyndon B. Johnson fyrir íhlut un hans í Vietnam. Vandamál Kosygins og Brezhnevs urðu æ erfiðari viðureignar. Áður höfðu Sovétríkin og bandamenn þeirra lofað, að flytja burt hersveitir sínar, gegn því skilyrði, að Dub- cek kæmi aftur á fót „sósíalist- rskri stjórn“, það er að segja að hr. Novotny tæki aftur við stjórnartaumum. Eftir fundina í Cernia, Bratislava og Karlovy- Vary höfðu Sovétmenn og Aust- ur-Þjóðverjar komizt að þeirri niðurstöðu, að engu tauti væri komandi við stuðningsmenn Dub oeks og rétt væri að hrinda í framkvæmd fyrri áætlun, sem borin hefði verið fram af nokkr- um hernaðarsérfræðingum Var- s járbandalagsins. Breznev varði þessa áætlun fyrir miðstjóminni og náði sam- þykkis meirihlutans fyrir henng með eftirfarandi skilmálum: Sovétherinn skærist ekki einn í Framh. á bls. 19 Vicerpy Filter. I fararbroddi. 9.00“Mætt á skrifstofuna”. 10.l5“Loki3 við módel af nýju hóteli. Slappa3 af me3 Viceroy” 12.oo"hyggingaráætlun rædd á lei3 til næsta stefnumðts”. 15.15 “vig brúna me3 yfirverk- fræSingi og eftirlitsmanni. Viceroy fjrir alla”. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy gefur bragdið rétt... rétt hvaöa tíma dagsins sem er! l'7,3ö“Árí3andi fundur um nýja 21.30‘jsjoti3 skemmtilegs sjðnleiks byggingaráætlun”. eftir erilsaman dag—og ennþá bragSast Viceroy vel”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.