Morgunblaðið - 15.10.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.10.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ' OKTÓBER 196« Útgefandi E'ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfu'lltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslfi Auglýsingar Áskriftargj ald kr. 130.00 1 lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. ÁHUGAMÁL ÆSKUNNAR etm fráleitu skoðunum heyrist stundum haldið fram, að íslenzk æska hafi ekki áhuga á stjórnmálum, lífshagsmunamálum þjóðar sinnar. Eru skoðanir þessar rökstuddar með því, að unga fólkið hafi ekki tekið nægi- lega virkan þátt í störfum stjórnmálaflokkanna og- af því dregnar þær ályktanir, að æskulýðurinn hafi ekki á- huga á þjóðmálum. Þessar skoðanir eru byggð- ar á fullkomnum misskiln- ingi. Unga fólkið hefur ein- mitt mikinn og vaxandi áhuga á þjóðmálum og sjást þess ýmis merki, víða í þjóð- lífinu, þar sem unga fólkið lætur margháttuð verkefni meira og meira til sín taka. En unga fólkið starfar ekki nákvæmlega á sama hátt og hinir eldri, og þess vegna er stjórnmálabarátta þess e. t. v. ekki jafn augljós og þátttaka hinna eldri í þjóðmálum. Innan Sjálfstæðisflokksins er risin öflug hreyfing meðal ungra manna, sem vilja beita sér fyrir því að áhrif Sjálf- stæðisstefnunnar aukist jafnt og þétt í íslenzku þjóðlífi. Unga fólkið vill ekki ofur- vald stjórnmála- eða embætt- ismanna; það vill að sem flestir einstaklingar séu sjálf stæðir til orðs og æðis. Þess vegna er það andvígt öllum ofstjórnarkenningum, en skip ar sér í lið með þeim, sem vilja treysta og auka frelsi einstaklinganna. Þeir menn eru blindir, sem ekki sjá, að þessi hreyfing unga fólksins mun hafa mikil áhrif á komandi árum. Hún mun styrkja og efla Sjálfstæð isflokkinn og gæða hann nýj- um hugmyndum og baráttu- þreki, eins og unga fólkið áð- ur hefur gert. Þess vegna ber mjög að fagna þeim sóknar- hug, sem nú er í frjálsum æskumönnum um land allt. MINNI MJÓLKUR- FRAMLEIÐSLA Tngólfur Jónsson landbúnað- arráðherra hefur vakið at- hygli á því í viðtali við Morg- unblaðið, að til Mjólkurbús Flóamanna berist nú daglega 11 þús. lítrum minni mjólk en á sama tíma í fyrra. Erfitt tíðarfar hefur valdið því, að mjólkurframleiðslan minnkar svo mjög, og ekki má draga mjög úr henni til þess að hætta geti orðið á mjólkur- skorti á Suð-Vesturlandi á ákveðnum árstímum. Þessi staðreynd sýnir, að hæpnar eru fullyrðingar um það, að of mikið hafi verið gert til þess að örva fram- leiðslu landbúnaðarafurða á undanförnum árum. Að vísu er það rétt, að útflutningsupp bætur nema allháum upp- hæðum, en hins er þó að gæta, að þær eru aldrei meira en sem nemur 10% af heildarverðmæti framleiðslur vara landbúnaðarins. Mis- jafnt árferði gerir það að verkum, að ekki er hægt að fullnægja eftirspurn eftir landbúnaðarvöru innanlands á öllum tímum, nema stund- um verði að flytja út nokk- urt magn landbúnaðarafurða. Um það er einnig rætt að breyta þurfi stefnunni í land- búnaðarmálum, en í því efni er þess þó að gæta, að bænd- um hefur á undanförnum ár- um farið fækkandi og stöð- ugt færri menn sinna því hlutverki í þjóðfélaginu að sjá landsmönnum fyrir nægi- legum landbúnaðarafurðum. Ríkisvaldið hefur, eins og kunnugt er, greitt fyrir því, að þeir, sem búa á slæmum jörðum, geti flutzt burt af þeim og sjálfsagt mun bænd- um enn fækka eitthvað frá því, sem verið hefur. Hitt er fjarstæða, að ekki beri að stefna að því, að framleiðsla á hvert býli, sem á annað borð er rekið, sé sem mest, þar sem aðeins með þeim hætti er unnt að bæta rekst- ur landbúnaðarins og lækka vöruverð. Framleiðsluaukningin hef- ur orðið gífurleg í landbún- aði. Tilkostnaðurinn er að vísu mikill, einkum í slæmum árum, eins og landbúnaður- inn hefur.búið við að undan- förnu, en allir ættu þó að vera sammála um nauðsyn þess, að við rekum landbún- að, sem sér þjóðinni fyrir nægilegum afurðum. Þess vegna verður að gjalda var- hug við kenningum um, að landbúnaðurinn íþyngi þjóð- arheildinni. Auðvitað þarf stöðugt í landbúnaði eins og í öðrum greinum atvinnulífs að huga að breyttu skipulagi, t.d. er líklegt, að einhverjar breyt- ingar á afurðasölumálum landbúnaðarins gætu orðið til bóta, enda hefur það verið lítt breytt um áratugaskeið, og hefur í því sambandi verið bent á, að óþarft ætti að vera að Mjólkursamsalan í Forngripir fyrir milljarða á ári LISTAVERKAUPPBOÐIN í París eru heimsfræg og gömlu húsgögnin vekja at hygli líka, þegar þau eru aug lýst á uppboðunum I „Hotel Drueot“. Þar má sjá dýrgripi frá Austur-Indíum, postulín frá Sevres, stíl-húsgögn, austræna gólfdúka og vegg- klseði og gömul málverk og vopn. Ef til vill kemur gam- all Rembrandt þarna í leit- irnar og talsverðar líkur eru til að þarna sé hægt að festa kaup á stól með Lúðvíks XIV -sniði, ef buddan leyfir. Og oft er þarna talsvert íilang- ur af gömlum hollenskum mál verkum. En þó að Parísaruppboðin séu fræg eru þau samt orðin barnamatur hjá uppboðunum í London. Sú borg er fyrir löngu orðin heimsmiðstöð listaverka- og forngripa- verzlunar. f London skifta nú svona dýrgripir um eig- endur — fyrir svo sem tíu milljarða ísl. króna árlega. Flestir hafa heyrt talað um listaverkauppboðin hjá Christie og Sótheby. Þau nöfn heyrast nær alltaf í sam bandi við kaup og sölu frægra listaverka. Sotheby er eldra, en þó ekki nema 22 árum eldra en Christie. f lok fyrri heims- styrjaldar var ekki verzlað með annað en bækur og kop arstungur hjá Sotheby. En á fyrsta uppboðinu hjá Christ- ie (5. desember 1766, í Pall Mall nr. 125) voru boðnir upp ljósastjakar, orgel, sem varð að hafa sérstakan belg- troðara og — líkkista! Lækn- arnir höfðu talið manninn sem átti kistuna dauðans mat en hann hresstist og Christie gat selt kistuna fyrir hann. Sami Christie, James Chri stie, var talsvert umtalaður á sinni tíð. Hann var afskráð- ur úr enska flotanum aðeins tvítugur og varð hjálpar- kokkur uppboðshaldara í Co vent Garden. En 13 árum síð ar gerðist hann uppboðshald ari sjálfur, og allir spáðu hon um bráðu gjaldþroti. En það fór þðruvísi en ætl að var. Uppboðshúsnæði Christies var ekki aðeins ætl að munum, sem áttu að seljast í snatri, heldur jafnframt listamiðstöð — með sýningum frægra listaverka, einsog títt var í þá daga. Hjá Christie héngu málverk sir Joshua Reynolds og nokkrar mynd- ir eftir Gainsborough. Hann var jafnaldri Christies og ná granni hans og kunningi. Til Christie komu dr. Samuel Johnson og aðrir bókmennta frömuðir samtíðarinnar. Yf- irleitt fólk, sem taldist til „The Quality“. Christie hafði náið kynni af stóratburðunum og ýmsu frægu fólki. Madame Du- barry, hjákona Lúðvíks XVI. flýði til London í bylting- unni miklu. James Christie var fenginn til að koma dýr- gripum hennar í peninga. En njósnir höfðu verið gerðar um Dubarry og þegar hún kom til Frakklands aftur var hún sett í fangelsi, sökuð um að hafa stolið eignum ríkis- ins og hálshöggin í desember 1793. Fjórtán mánuðum síðar voru gripir hennar boðnir upp hjá Christie. Hsesta boð 10.000 sterlingspund og ham- arinn féll. Christie var milligöngumaður er mesta listaverkakaup í bans tíð voru gerð. Það var þegar Katrín „mikla“ (og „karlsama") Rússazarína keypti hið geypi-verðmæta málverkasafn Roberts Wal- pole í Houghton. Afdankaður sjóliðsforingi einsog James Christie hlýtur að hafa haft gaman af að komast í kynni við Nelson aðmírál, frægustu sjóhetju allra alda. En það gerðist þeg ar hin fræga mynd Vigeele- Bruns af lafði Hamilton (ást- konu Nelsons) komst undir hamarinn hjá Christie. — Mál verkið barst honum úr verð- mætu listaverkasafni, sem sir William Hamilton átti. Nelson varð fokreiður yfir þessu uppboði, því að það varð til þess, að gamla ástar sagan hans og lafði Hamilton komst aftur á allra varir. Hann keypti myndina fyrir 300 sterlingspund og skrifaði svo elskunni sinni: „Hefði það kostað mig 300 blóðdropa mundi ég hafa lát- ið þá með glöðu geði“. James Christie dó árið 1803 en síðan hafa eftirmenn hans farið höndum um mörg heims fræg listaverk, allt fram á vora daga. Fyrir tíu árum fann ungur maður gamla mynd I vinnustofu föður síns, og fór til Christie í þeirri von um að hann gæti selt hana fyrir ^nokkur hundruð krónur. Hún fór fyrir 350.000 þúsund krónur á uppboðinu — þetta var lítið kunn mynd eftir Rubens. Smámynd úr skriflabúð í Brighton var send C Christie og sérfræð- ingar uppboðshaldarans sáu að þetta var mynd eftir Piet- er Brueghel. Hún var seld fyrir verð, sem samsvarar 8 milljón krónur íslenzkum. Fyrir þrem árum var fræg mynd eftir Rembrandt, af Tir us syni hans, seld hjá Christ ie fyrir 798.000 sterlingspund Fyrir 150 árum keypti ensk- ur maður þessa mynd í út- hverfinu í Haag. Hann borg- aði — einn shilling. Þó að það komi ekki Christ ie við skal bætt hér við einni lítilli sögu um frægasta mál- ara Norðmanna á þessari öld, Edvard Munch. Á sínum bar- áttuárum kom hann oft inn á Grand Café í Osló, skifti að jafnaði við sama þjóninn og „sló hann“ um greiðan gegn tryggingu í mynd, sem hann Framltald á bls. 21 Sýningar eru nú að hefjast aftur í Þjóðleikhúsinu á íslands- klukkunni, og verður fyrsta sýningin að þessu sinni í dag (þriðjudag 15. október). Leikurinn var sýndur 35 sinnum á s.l. leikári. Leikurinn hefur nú alls verið sýndur 118 sinnum á leik- sviði Þjóðleikhússins og hefur ekkert leikrit verið sýnt þar jafn oft. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, en með aðalhlut- verk fara sem kunnugt er, Róbert Arnfinnsson, Sigríður Þor- valdsdóttir og Rúrik Haraldsson. Myndin er af Robert og Rúrik í hlutverkum sínum. Reykjavík ræki eigin verzl- anir, þegar fullkomnar sjálf- söluverzlanir eru í hverju hverfi höfuðborgarinnar, sem vel geta annað dreifingu mjólkur og mjólkurafurða. Um málefni landbúnaðar- ins á auðvitað að ræða eins og önnur mál, en slíkar um- ræður mega ekki stjómast af hleypidómum eða órökstudd- um fullyrðingum, því að um- ræðurnar geta þá ekki borið þann árangur að styrkja og efla þennan mikilvæga at- vinnuveg, heldur hljóta þær að enda með þjarki, sem eng- ulm getur orðið til góðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.