Morgunblaðið - 15.10.1968, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1968 23 hugmyndum um hugsanlegt fram kvæmdafélag hér á landi og jafnframt tillögu þeirri, sem hér liggur frammi um abhug- un á því að koma slíku félagi á fót. EFLING EINKAREKSTURS Um 10 ára skeið hef ég reynt að reka áróður fryir því, að al menningsþátttaka hæfist í at- vinnurekstri hér á landi, líkt og er í nágrannalöndunum, og satt bezt að segja er ég orð- inn svo leiður á sjálfum mér, að,ég hrekk við, þegar ég nefni þetta voðalega orð, almennings hlutafélag, svo að ekki er furða þótt öðrum leiðist það. En hvað sem því líður þá leikur ekki á tveimur tungum, að óhjákvæmi legt er að hér rísi upp öflug opin hlutafélög, ef einkafram- tak á að halda velli og unnt á að reynast að efla skilning landsmanna á því, að atvinnu- fyrirtæki séu rekin með hagn- aði. Mér er það auðvitað mikið ánægjuefni að ýmis samtök at vinnuveganna og stjórnmálasam tök gera nú ályktanir um nauð syn þess, að upp rísi hér á landi almenningshlutafélög. Verzlunar ráð gerði slíka ályktun á síð- asta aðalfundi sínum og ég hef verið beðinn að víkja nokkrum orðum að ályktun, sem hér ligg ur frammi og ber heitið „Kaup- þing.“ KAUPÞING í 15. gr. laga nr. 10 frá 1961 um Seðlabanka fslands segir: „Seðlabankinn má kaupa og selja ríkisskuldabréf og önnur trygg verðbréf og skal hann vinna að því, að á komist skipu leg verðbréfaviðskipti. Er hon um í því skyni heimilt að stofna til og reka kaupþing, þar sem verzlað yrði með vaxtabréf og hlutabréf samkvæmt reglum, er bankastjórnin setur og ráðherra staðfestir“. Með hliðsjón af þessu laga- fyrirmæ'li er í fyrsta lið álykt- unarinnar skorað á Seðla- bankann að nota heimild þessa og koma á stofn kaupþingi, þar sem verzlað yrði með vaxta bréf og hlutabréf. Ég get upplýst, að á fundi í Verzlunarráðinu, þar sem mætt uir var Jóhannes Nordal Seðla bankastjóri ásairnt ráðherrun- um Gylfa Þ. Gíslasyni og Magm úsi Jónssyni, skýrði Seðlabanka stjórinn frá því, að hafinn væri undirbúningur að því að koma á fót kaupþingi og þess vegna mun bankasitjórnin vafa laust fagna þessari ályktun. SKATTLAGNING ARÐS í öðrum 'lið ályktunarinnar er sú málaleitan borin fram við fjármálaráðherra, að hann beiti sér fyrir breytingum á skatta- og útsvarsilögum, þess efnis að hlutabréf og arður af þeim verði skaittlagt eftir sömu regl um og sparifé og vextir. Samkv. 21. gr. skattalagana- eru innstæður í bönkum, spari sjóðum og innlánsdeildum kaup félaga, skattfrjólsar, svo til að öl’lu leyti, og jafnframt vextir af innstæðunum. Ljóst er, að það gæti haft veruleg óhrif í þá átt að örva almennimg til að verja fjórmunum sínum til hilutabréfakaupa í stað þess að leggja peningana í banka, ef jafnræði giti í þessu efni og tel ég mjög mikilvægt, að meginþungi verði á það lagð- ur að knýja fram slíka laga- breytingu. Er ef til vi'll heppi legasti tíminn til að gera það einmitt nú, því að almenning- ur skilur mæta vel, einmitt nú í erfiðleikunum, hver nauðsyn það er að efla atvinnulífið, svo að forðað verði frá atvinnu- leysi og erfiðleikum. Ein-nig þetta mál var rætt á fundi þeim, sem ég áðan gat um, þar sem ráðherrarnir og SeðlabankastjÓTÍnín voru mætt- FEILER REIKNIVÉLIN hefur fengið margra ára reynslu á íslenzkum markaði. HÚ N: LECGUR SAMAN DREGUR FRÁ ^ GEFUR KREDITÚTKOMU + STSMPLAR Á STRIMIL Feiler reiknivélin kostar rafknúin kr. 8992,- handknúin kr. 6440,- Fullkomin viðhaldsþjónusta á eigin verkstæði. SKRI IFST0FUV ÉLAR M.F. 1 Hverfisgötu 33 sími 20560. iir og tók fjármálaráðherra því vel að huga að slíkri laga- breytingu. VERÐA AÐ TAKA FORUST- UNA Það er lenzka nú að skalnma stjórnmálamenin fyriir allt, sem aflaga fer, og á náðir ríkis- ins er íeitað þegar á bjátar. Ríkið á allt að gera og hvar- vetna glymur við: Af hverju er þetta ekki gert? En mér finnst tímabært að spyrja spurningar innar: Af hverju lætur ríkið þetta ekki ógert? Eru ekki af- skipti ríkisins orðin nógu mik- ii? Væri ekki ástæða til að það 'léti öðrum eftir ýmislegt það, sem opinberir aðilar bjástra við? En þá er ég aftur kominn að upphafinu. Nútímaþjóðfélag krefst öflugs og fjölbreytilegs atvinnulífs. Það krefst stöðugra nýjunga, ávekni og útsjónar- semi atvinnurekenda. Þar get- ur ekki orðið um neina kyrr- stöðu að ræða, því að mönin- unum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkiuð á leið. Ef einkaframtaksmenn brjóta sér ekki leið með sívökulu starfi, hugkvæmni og umfram allt áræði, munu aðrir aðilar, opinberir aðilar, seilast til áhrifa, þar sem skarð er fyrir skiídi. Líklega eiga íslenzkir at- vinnuvegir nú við meiri erfið- leika að stríða en. um langt skeið hafa þekkzrt. Ég villjúka orðum mínum með ósk um, að þessir erfiðleikar megi verða tíl þess að stæla íslenzka ait- hafnamenn. Þeir verði til þess, að einkareksturinn brjótist úr þeiirri sjálfheldu, sem hann lengí befur verið í. Þeir verði til þess að menn geri sér grein fyrir nauðsyn nýjunga, engum smáskamtalækningum, held- ur öflugum aðgerðum til þess að byggja upp traust og heil- brigt íslenzkt athafnalíf. — Til þess hafa íslenzkir einka- rekstursmenn bæði hæfileika og getu, ef þeir bara leggja til at- lögunnar. Þeir mega ekki bíða eftir því, að forustan komi ann árs staðar frá, hún getur hvergi annars staðar orðið til en einmitt hór í ykkar hópi. Þið hafið af frjálsum vilja val- ið ykkur það hlutskipti að sjá um, að hér sé við lýði öffugur einkaatvinnurekstur. Það er þess vegna ekki að- eins og ekki fyrsrt og fremsit réttur ykkar að marka stefnuna í atvinnumálum og taka for- ustuna — það er skylda ykkar. Alhliða teiknistörf KRISTJÁN BJÖRNSSON byggingatæknifræðingur Smyrlahraun 38 - Sími 52785 NauBungaruppboð Eftir kröfu Axeis Kristjánssonar, hrl., og Veðdeildar Landsbanka fslands verður íbúð í húsinu nr. 62 við Meiábraut, Selrtjarnamesi (jarðhæð) þinglesin eign Þóris Gunnarssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. okt. 1968, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum Kentucky í Ameríku kemur þessi úrvals tóbaksblanda SIRWALTER RALEIGH Sir Walter Raleigh... ilmar frat... pakkast rétt... bragðast bezt. Geymist 44% lengur ferkst í handhægu loftþéttu pokunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.